Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Blaðsíða 26
Helgarblað 1.–5. ágúst 201426 Fréttir Erlent Indíaánar sneru stríðs- gæfu fyrir Bandamenn Þ etta var „stríðið sem myndi enda öll stríð.“ En það gerð- ist alls ekki, önnur og meiri stríð fylgdu í kjölfarið. Fyrri heimsstyrjöldin stóð í rúm- lega fjögur alblóðug ár, sem ein- kenndust af vitskertum skotgrafa- hernaði, eiturgasi og fjöldamorðum á borð við „orrusturnar“ við Verdun og Somme í Frakklandi, sem lýsa mætti sem allsherjar slátrun. Þess er nú minnst að öld er liðin frá því að þessi versti hildarleikur, sem mannkyn hafði orðið vitni að, braust út í Evrópu. Enn er deilt um ýmis atriði sem tengjast fyrri heims- styrjöld, til dæmis hver beri sökina á upphafi styrjaldarinnar. Þrátt fyrir að sagnfræðingar og áhugamenn deili enn um þessa „heimsstyrjöld“ (að mestu leyti háða í Frakklandi, Belgíu og Þýskalandi), breytir það ekki þeirri staðreynd að í henni féllu um 17 milljónir hermanna og almennra borgara. Yfir 20 milljónir örkumluðust og eða særðust. Bandamenn gegn Miðveldunum Það voru Bandamenn og Mið- veldin svokölluð sem voru höfuð- andstæðingar í stríðinu. Til hinna fyrrnefndu töldust meðal annars Bretar, Frakkar, Belgía, Rússar, Serbía, Ítalía og Bandaríkin (frá árinu 1917). Kanada og fjölmörg lönd breska heimsveldisins fylgdu með, til dæmis Ástralía. Kvikmyndin Gallipoli, með Mel Gibson í aðalhlutverki, segir til dæmis frá þátttöku Ástrala. Morðið á ríkisarfanum var kveikjan Miðveldin samanstóðu hins vegar af Þýskalandi, Búlgaríu, hinu tyrkneska Ottómanveldi og tvíveldinu Austur- ríki-Ungverjalandi. Upphaf átakanna má rekja til morðsins á ríkisarfa þess síðastnefnda, Franz Ferdinand. Það var serbneskur þjóðernissinni, Gavr- ilo Princip, sem myrti hann í Sarajevó í Bosníu þann 28. júlí 1914, en með morðinu vildi hann mótmæla yfirráð- um Austurríkismanna á Balkanskaga. Þar með kviknaði endanlega í þeirri púðurtunnu sem myndast hafði í samskiptum Evrópuríkjanna undan- farin ár, með blöndu af þjóðernis- hyggju og mögnuðu nýlendu- og vopnakapphlaupi. Heim fyrir jólin Í upphafi töldu menn að styrjöldin yrði „stutt og snaggarlegt“ stríð, sem yrði lokið fyrir jólin 1914. Ungir menn, hreinlega æstir í stríðsátök, flykktust út á vígvöllinn, syngjandi glaðir. Það átti eftir að breytast þegar þeir stóðu frammi fyrir vélbyssukjöftum óvin- anna. Vélbyssan var meðal annars eitt af þeim nýju vopnum sem notuð voru í þessum átökum, með morðgetu upp á fleiri hundruð manns á mínútu. Skriðdrekinn var annað. Grimmilegt skotgrafastríð Fljótlega þróaðist stríðið í grimmi- legt skotgrafastríð, þar sem víglínur breyttust lítið og menn gerðu til- gangslaus áhlaup, sem aðeins kost- uðu gríðarlegan fjölda hermanna lífið. Stórkostleg notkun á fallbyssum og eiturgasi bættu gráu ofan á svart. Þetta reyndi gríðarlega á styrk land- anna, sem árið 1917 voru að niðurlot- um komin, stríðsþreytan var yfir- gengileg. Þá skárust Bandaríkjamenn í leikinn og mættu til leiks hjá Banda- mönnum með ferska hermenn og vel vopnum búna. Og það sem meira er; þeir mættu líka með indíána með sér. Hér hefst einn athyglisverðasti hlut- inn í sögu fyrri heimsstyrjaldarinnar. Indíánarnir koma Talið er að um 10.000 indíánar af ýmsum ættbálkum hafi gegnt her- þjónustu hjá Bandaríkjamönnum í fyrri heimsstyrjöldinni. Einn þessara ættbálka var Choctaw. Árið 1917 voru þeir hins vegar ekki taldir vera gjald- gengir sem bandarískir ríkisborgarar og tungumál þeirra var talið útdautt (var meðal annars ekki til sem skrif- mál). En annað átti eftir að koma á daginn. Þjóðverjar voru afar snjallir í að leysa úr dulmáli Bandamanna. Haustið 1918 voru Bandaríkjamenn staðsettir við vesturvígstöðvarnar, í Argonne-skógi, nálægt landamær- um Belgíu og Þýskalands. Þetta var lokaorrusta stríðsins, en Þjóðverjar voru með yfirhöndina og gátu fylgst með öllum samskiptum Bandaríkja- manna: „Þetta var gríðarlegt vanda- mál og Þjóðverjar voru mjög snjallir að komast inn í öll samskipti okkar, og þeir náðu til dæmis öllum sendi- boðum okkar,“ segir Matt Reed, starfsmaður sögufélags Oklahóma, í samtali við BBC. Óskiljanlegt tungumál Því var úr vöndu að ráða. En kvöld eitt heyrði amerískur liðsforingi tvo Choctaw-indíána tala saman og átt- aði sig á að þarna var eitthvað not- hæft á ferðinni: „Hann skildi ekki orð af því sem þeir sögðu og fyrst hann skildi það ekki, þá hugsaði hann með sér að Þjóðverjar myndu ekki heldur skilja það,“ sagði Choct- aw-höfðinginn Gary Batton í sam- tali við sænska ríkisútvarpið (SR) sem fjallaði um þetta áhugaverða mál um daginn. Í kjölfarið á þessum atburði voru átta Choctaw-indíánar sett- ir á hernaðarlega mikilvæga staði á vígvellinum og við tungumáli þeirra áttu þjóðverjar ekkert svar. Þar með hafði lítil sérsveit Choctaw-indíána litið dagsins ljós, en alls voru um 19 Choctaw-indíánar sem gegndu herþjónustu í fyrri heimsstyrj- öldinni sem „dulkóðarar“. Framlag þeirra er hins vegar mun stærra en fjöldi þeirra segir til um því Þjóð- verjar gátu alls ekki ráðið í tungu- mál þeirra, skildu ekki bofs. Þetta staðfesti þýskur hermaður, sem var handtekinn og sagði að eftir að Choctaw-indíánarnir mættu til leiks hefðu þeir ekki einu sinni reynt að ráða í mál þeirra. Innan sólarhrings frá því að hermenn Choctaw-ætt- bálksins hófu störf, höfðu Banda- ríkjamenn snúið stríðsgæfunni sér í vil og Þjóðverjar lögðu á flótta. Þáttur Choctaw-indíánanna var því afgerandi í sigri Bandamanna í þessari orrustu. Skjaldbaka var skriðdreki Choctaw-indíánarnir áttu engin orð yfir ýmislegt sem tengdist hernaði, til dæmis skriðdreka, fallbyssu, stór- skotalið eða vélbyssu. Þeir notuðu því eigin orð og skriðdreki var til að mynda „skjaldbaka“ eða „luxy“ á þeirra eigin tungumáli. Stórskotalið var „stóra byssan“ og vélbyssa var „hraða byssan“ svo dæmi séu tekin. Þeirra mál var því eins konar tvöfalt dulmál, sem gerði það enn erfiðara fyrir andstæðingana að ráða úr. Viðurkenning frá Frökkum Árið 1989 fengu Choctaw- indíánar viðurkenningu frá franska ríkinu fyrir þátt sinn í að hraða endalok- um fyrri heimsstyrjaldar, því það eru menn sammála um að hafi ver- ið raunin. En það dróst á langinn með sams konar viðurkenningu frá bandarískum yfirvöldum. Það gerðist ekki fyrr en í nóvember í fyrra, en þá fengu Choctaw-indíán- ar og fulltrúar frá fleiri ættbálk- um gullorðu bandaríska þingsins fyrir framlag sitt í fyrri heimsstyrj- öld. Enginn hinna 19 hermanna sem tóku þátt í fyrri heimsstyrj- öldinni sem „dulkóðarar“ var hins vegar á lífi þá. Gary Batton segir þessa viðurkenningu mjög mikil- væga og að enn sé inni í myndinni að bandarísk yfirvöld notfæri sér þjónustu Choctaw-indíána: „Það sem við gerðum í fyrri heimsstyrj- öld skipti gríðarlegu máli og bjarg- aði mörgum mannslífum, hjá báð- um aðilum. Síðan voru indíánar einnig með í seinni heimsstyrjöld og mér skilst að það sé ekki úti- lokað að óskað verði eftir þjónustu okkar í framtíðinni,“ sagði Gary Batton, Choctaw-höfðingi, í sam- tali við SR að lokum. n Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skotgrafir Fyrri heimsstyrjöld var grimmilegt skotgrafastríð, þar sem menn tróðust oftar en ekki um í drullusvaði, hver um annan þveran eins og þessi mynd af herdeild frá Nýja-Sjálandi sýnir. Síðan hlupu menn upp úr skotgröfunum í áttina að vélbyssum óvinarins. Hernaður af þessu tagi er óhugsandi í dag. Ríkisarfinn myrtur Á myndinni sést ríkisarfi Austurríkis-Ungverjalands, Franz Ferdinand, ásamt konu sinni, augnablikum áður en hann var myrtur af Gavrilo Princip (minni mynd). Morðið var neistinn sem kveikti ófriðarbálið árið 1914 og hratt fyrri heimsstyrjöldinni af stað. Gavrilo Princip Morðingi Franz Ferdinand og sá sem kveikti neistann er varð að báli. Símadeildin Hér má sjá nokkra liðsmenn „símadeildarinnar“ og eru allir af Choctaw-ætt- bálkinum. Framlag þeirra sem „dulkóðara“ í fyrri heimsstyrjöldinni skipti lykilmáli í lokasókn Bandamanna haustið 1918 og þar með lokasigri þeirra. Refsað fyrir að tala Choctaw Hraktir frá Mississippi – Viljugir að berjast Eins og fram kemur í greininni skipti þáttur Choctaw-indíánanna lykilmáli í lokasókn Bandamanna í fyrri heimsstyrjöld, en viðurkenning bandarískra yfirvalda dróst á langinn. Það er einnig mjög kaldhæðnisleg staðreynd að heima fyrir var indíánabörnum sem töluðu þetta tungumál refsað fyrir að nota það. Tungumál sem reyndist vera eitt besta „leynivopnið“ í vopnasafni Bandamanna. Ættbálkurinn hefur gengið í gegnum ýmsar þrautir, en flestir Choctaw-indíánar koma frá Mississippi, Tennessee og Kaliforníu. Slóð táranna Í kringum 1830 voru margir þeirra hraktir frá Mississippi, til Oklahóma í því sem kallað er „Slóð táranna“ og talið er að af þeim 12.000 sem hraktir voru frá híbýlum sínum, hafi um 2.500 látist. Ekki skorti hins vegar á vilja þeirra til að berjast fyrir Bandaríkin þegar að því kom og er talið að indíánar hafi verið hlutfallslega flestir af þeim kynþáttum sem börð- ust fyrir Bandaríkin í fyrri heimsstyrjöldinni. Í dag eru Choctaw taldir vera um 160.000 og lifa að mestu á tóbaksrækt og rekstri spilavíta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.