Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Blaðsíða 34
34 Fólk Viðtal Sigrún kímin. Aðspurð hvort það ætti að vera á höndum stjórnmálamanna að koma á meiri aga í samfélaginu segir hún þá geta haft áhrif á heildarmyndina. „Stjórnmál náttúrlega móta samfé- lagið, ekki að þau eigi að stjórna öll- um smáatriðum. Það vil ég ekki held- ur. Mér finnst að maðurinn eigi sjálfur að geta velt fyrir sér og tekið rökréttar ákvarðanir gagnvart sjálfum sér en síðan er ýmislegt sem þarf að hugsa um fyrir heildina,“ segir Sigrún. „Framsóknarflokkurinn enn öfgalaus Skoðanir Sigrúnar eru óhjákvæmilega umdeildar en hún vill ekki meina að þær feli í sér hófleysi, enda var það sem áður segir öfgaleysið sem varð henni að leiðarljósi inn á braut Fram- sóknarflokksins fyrir áratugum. Að- spurð hvort hún upplifi Framsóknar- flokkinn enn í dag sem þann öfgalausa flokk sem heillaði hana í fyrstu svarar hún játandi. „Við rökræðum um hvert málefni. Það eru ekki fyrirfram gefn- ar einhverjar forsendur. Við erum ekki eins og hægri flokkar sem eru með markaðshyggju og frjálsræði að leiðarljósi eða vinstri sinnaðir sem eru með eins og áður var að treysta á ríkisbúskapinn og ýmislegt annað. Við reynum að mæta þessu og skynja hvað fólk er að tala um bæði til hægri og vinstri og reyna að vinna úr því og koma með einhverja niðurstöðu,“ segir Sigrún sem útskýrir nálgun sína á pólitík nánar. „Ég nefndi það að ég væri fram- kvæmdamanneskja. Ég get ekki bara setið. Mér finnst margir vinstri sinn- aðir vera oft of mikið í samræðum. En það verða að vera einhver skynsemis- rök líka, maður þarf að hafa skyn- semisröddina með. Maður getur ekki verið með óskadrauma um eitthvað nema maður viti líka hvernig maður getur bæði fengið fé og annað til að framkvæma þá. Fólk þarf að mæt- ast svolítið á miðjunni. Ég vil fram- farir en ekki fórna of miklu til þess að gera það. Ég er ekki alveg á frjáls- lyndislínunni en ég vil ekki algjörlega hömlur á allt heldur reyni ég að skoða hvernig við getum unnið með þetta sem best,“ segir hún. Þingsályktunartillaga tilefni hátíðarkvöldverðar Ríkisstjórnin olli miklu fjaðrafoki fyrr á árinu þegar lögð var fram þings- ályktunartillaga um að draga að- ilarumsókn að Evrópusambandinu til baka. Aðspurð hvort hún telji einarða andstöðu gegn Evrópusambandinu í eðli sínu öfgalausa svarar Sigrún því játandi. „Já, ég veit ekki út af hverju það ættu að vera öfgar í því. Þetta er sýn. Þetta er okkar framtíðarsýn að Ís- landi sé betur borgið þar fyrir utan. Það er okkar staðfasta trú,“ segir Sig- rún óhvikul og fær sér sopa af kaffinu. „Ég var svo hamingjusöm þegar ég fékk þessa tillögu fyrst í hendur frá Gunnari Braga að ég fór heim og eld- aði hátíðarkvöldverð,“ segir Sigrún og á við þingsályktunartillögu þess efnis að draga aðildarumsókn að Evrópu- sambandinu til baka. „Þá var stefnu- mál í höfn. Það eru ákveðnar stefnur sem við vorum kosin út á, við hljótum að framfylgja því sem við erum kos- in út á. Þá auðvitað gleðst maður yfir því,“ segir hún. Sigrún minnist enn fremur þriggja daga sem hamingjudögum líkt og þessum. „Ég gleðst í desember þegar að við kynntum skuldaniðurfell- inguna og ég gleðst yfir þessu,“ segir hún. „Þetta er ótrúlegt ár, hverju hef- ur verið áorkað er alveg magnað. Ég hugsa að það sé fátítt á einu ári að svo mörgu hafi verið ýtt úr vör og maður sér landið aftur blómstra. Það er ótrú- leg breyting sem hefur orðið á einu ári á Íslandi. Á maður ekki að vera hamingjusamur?“ spyr Sigrún. Forsætisráðherra heillaði hana upp úr skónum Hið þriðja sem hún minnist með hamingju er Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra. „Ég er mjög hamingjusöm yfir því líka að við skyldum velja þennan unga og efni- lega formann á sínum tíma. Hann heillaði mann upp úr skónum enda mikill hugsuður. Hann hefur sterkar skoðanir, ég ætla ekkert að neita því og hann er tilbúinn að berjast fyrir þeim. Í mínum huga eiga stjórn- mál einmitt að vera þannig. Maður setur fram hugmyndir og selur þær. Ef manni tekst að selja þær þá fram- kvæmir maður þær,“ segir Sigrún sem segist hafa verið á sömu línu og Sigmundur í Icesave, varðandi ESB og varðandi heimilin. „Við vildum endurreisa íslensk heimili. Þetta er það sem við höfum barist fyrir,“ segir Sigrún sem nefnir þó að stóru stefnu- málin séu ekki það eina sem skipti máli, enda komi einnig upp ýmis að- kallandi verkefni. „Síðan koma náttúrlega upp alls konar dægurmál og annað sem að gerist alltaf, því lífið er sem betur fer fjölbreytilegt eða margbreytilegt og þannig vil ég hafa það og þannig á það að vera. Það væri svo lítið gaman að þessu annars,“ segir Sigrún bros- andi. Í þann mund snýst umræðan nánar að fjölbreytileika og öðrum að- kallandi dægurmálum, til að mynda hinu svokallaða moskumáli. Moskumálið afvegaleitt Blaðamaður spyr hvort að það sem gerðist í borginni fyrir nýafstaðnar borgarstjórnarkosningar hafi verið dæmi um nýtt aðkallandi dægur- mál, og var það mögulega eitthvað sem kom henni á óvart? „Vitaskuld. Ég eins og allir aðrir heyri þetta allt í einu í fjölmiðlum. Ég meira að segja var ekki stödd í Reykjavík,“ segir Sig- rún. „Það var hringt í mig og spurt hvort að ef svona væri haft eftir fram- bjóðenda okkar framsóknarmanna, væri þetta stefna okkar? Ég sagði nákvæmlega eins og áður, nei, þetta er ekki samkvæmt okkar stefnuskrá,“ segir Sigrún. „Eins og við ítrekuðum á miðstjórnarfundi í júlí, við ítrekuð- um okkar stefnu með mannréttindi og trúfrelsi eins og er í stjórnar- skránni,“ segir Sigrún og spyr blaða- maður þá hvort að hún sé ósam- mála Sveinbjörgu. „Ég þarf ekki að vera endilega ósammála Svein- björgu,“ segir Sigrún sem telur fjöl- miðla hafa misskilið upprunalegu af- stöðu Sveinbjargar. „Ég er ósammála því að þetta væri haft þannig að við værum á móti ákveðnum trúarhóp- um. Þannig les ég það ekki. Þetta er í kosningabaráttu. Margt sem kem- ur upp í kosningabaráttu og ég held þetta hafi verið mjög afvegaleidd umræða. Sveinbjörg er að svara og segir að hún myndi aldrei hafa gef- ið vilyrði fyrir lóð á þessum stað fyrir mosku. Þetta er eitt af því sem er ein af þjóðaríþróttum okkar Íslendinga, að deila um staðsetningu húsa,“ segir Sigrún sem upplifði málið í fyrstu sem deilu um staðsetningu. „Moska er mjög viðkvæmt mál, af því þetta eru önnur trúarbrögð, og viðkvæm mál verða viðkvæm. Ef hún hefði mótmælt kirkju á áber- andi stað og viljað hafa hana á öðr- um stað, jú jú eitthvað tekist á en ekki á sama hátt. En af því þetta hét moska þá var hún sögð orðin á móti trúnni. Hún var ekki talin vera á móti húsinu, hún var sögð á móti trúnni. Á því er grundvallarmunur. Hún flæk- ist inn í þetta og hún verður gerð að ógurlegum fasista. Síðan ætlar kon- an að reyna að ræða eitthvað víðara og þá fer hún að tala um að hjá öðr- um þjóðum sé nú verið að ræða þessi mál og að á því geti verið ýmsar skoð- anir. Hún spyr hvort Íslendingar séu búnir að ræða það til fulls svipað eins og Svíar að ýmislegt í trúarbrögðum þeirra skarist á við lögin hjá þeim. Hún er að benda á út af hverju Svíar séu að setja þannig lög,“ segir Sigrún sem ítrekar að þetta hafi ekki verið stefnumál flokksins sem heildar. „Það er framsóknarfélag á hverjum stað sem býður fram. Þetta er ekki flokkurinn. Við erum ekki með einn mann á toppnum sem stýrir öllu í 12 þúsund manna flokki,“ segir hún. „Það koma svo mörg dægurmál upp og þetta er eitt af því sem spurt er um í kosningabaráttu og þessar fjaðrir verða að fimm hænum. Ég þarf hvorki að taka undir né afneita. Mér finnst eins og mjög mörgum öðrum geta komið til greina að skoða úthlut- anir á húsi hvort að það passar þarna eða ekki,“ segir hún. Útfærsla fjölmenningar­ samfélags óútrædd á Íslandi „Hins vegar geri ég mér grein fyrir því, og það pirraði mig stundum, hvað það er ofboðslega auðvelt að safna undirskriftum og mótmæla öll- um fjandanum út og suður. Það er einn þáttur í okkur, ég meina, ég gæti beðið þig að skrifa undir að þetta séu vondar súkkulaðirúsínur, jú jú, það skiptir mig engu máli ég skal skrifa undir það,“ segir Sigrún og horfir á rúsínuskálina. „Maður er mjög fljót- ur til og ég held að fólk hafi oft ekki kynnt sér öll mál. Heldur bara skrifar undir,“ segir Sigrún. „Annað sem þetta mál segir mér er að þetta er alveg óútrætt á Íslandi. Hvernig við ætlum að útfæra fjöl- menningarsamfélag og hvernig við sjáum það verða. Ræða það bara rök- rétt. Það sem mig myndi mjög mik- ið langa til innan flokksins er að við myndum halda einhverja ráðstefnu um fjölmenningarsamfélag,“ segir Sigrún sem segir aðspurð að hún sé mjög hrifin af margbreytileika. „Ég er alin upp við það og vísa til náms- áranna úti í Þýskalandi til dæmis og áfram. Ég held að það sé mjög af hinu góða,“ segir Sigrún. „Mér finnst til fyrirmyndar að menn haldi í sína menningu og sína trú og þótt þeir flytji hingað eigi þeir að halda í það. Ég nefni dæmi, erum við ekki rosalega stolt af því að Ís- lendingar héldu í menningu sína og trú þegar þeir fóru til Kanada? Þá hlýtur maður að hafa sömu skoðun gagnvart öðrum sem búa hjá okkur, að þeir megi halda í sína trú. Ég ber virðingu fyrir fólki sem trúir á landið sitt og ég trúi á landið mitt.“ Hlutlaus í garð múslima Aðspurð hvort að hún beri jákvæðan hug til múslima segist Sigrún vera hlutlaus. „Ég er bara tiltölulega hlut- laus, ég er hlutlaus í þessu gagn- vart fjölbreytileikanum, hvort sem það eru múslimar eða aðrir. En hins vegar vil ég eins og Sveinbjörg benti á, að fyrst að aðrar þjóðir eru komnar með meiri reynslu af þessu þá finnst mér ekkert að því að þetta verði rætt opinskátt. Er eitthvað hjá Rússum eða múslimum sem við viljum ekki að festi mikið rætur hér? Er það eitt- hvað? Ég veit það ekki,“ segir Sigrún. „Ég bið þess að fólk leyfi Svein- björgu og Guðfinnu að sanna sig í öðrum málum, að það sé ekki bara moskan sem hengd sé um háls- inn á þeim. Gefi þeim svigrúm til að koma með önnur mál og sjá hvern- ig þær standa sig. Þetta er svakalega erfið byrjun,“ segir Sigrún sem telur ekki að um illvirki hafi verið að ræða. Raunar er einn helsti kostur Fram- sóknar að hennar sögn að vilja vinna með ýmiss konar fólki. „Við lifum fyrir góðu stundirnar“ Þegar hún lýsir Framsóknarmönnum nánar segir hún að þeir séu félags- verur í eðli sínu. „Þau veljast öll til forystu í félagasamtökum á hvaða sviði sem er. Þetta er í okkur,“ segir Sigrún en þá spyr blaðamaður hvað hún meini með því. „Þessi sam- kennd, að hafa gaman að lífinu og njóta félagsskapar hvors við annars,“ segir hún. „Við lifum fyrir góðu stundirnar, fyrir félagsskapinn hvort af öðru. Ég er alltaf að reyna að predika fyrir nýja fólkinu að það er ekkert gaman í stjórnmálaflokki nema maður skynji félagshyggjuna, hún verður að ríkja. Ég verð að geta veitt fólki kaffi og súkkulaðirúsínur til þess að kynnast henni,“ segir Sigrún sem virðist hafa tröllatrú á félagslegum mætti súkkulaðirúsínanna sem við höfum japlað á í gegnum viðtalið. „Eða við að geta verið einhvers staðar saman að fíflast eða gera eitthvað. Það er það sem gefur lífinu gildi. Ég get ennþá fíflast. Mér er það algjörlega nauðsynlegt inn á milli. Maður má ekki gleyma léttleikanum eða hvað hver persóna gefur af sér þó maður sé í stjórnmálum,“ segir Sigrún í létt- um tón að lokum. n Helgarblað 1.–5. ágúst 2014 „Það er reynsla sem maður gleymir aldrei. Það er svartasti vetur lífs míns. MYND HÖRÐUR SVEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.