Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Blaðsíða 10
Helgarblað 1.–5. ágúst 201410 Fréttir RÍKUSTU ÍSLENDINGARNIR n Kristján áfram efstur n Skattakóngurinn kemur nýr inn n Kári Stefánsson í góðum málum eftir söluna til Amgen n Sex þúsund greiða auðlegðarskatt E ndalok auðlegðarskattsins nálgast en Frosti Sigurjóns- son, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í samtali við DV á mánu- dag að þörfin fyrir hann væri lítil. Skatturinn og viðbótarauðlegðar- skattur sem lagður er á hlutabréfa- eign skilar 11 milljörðum króna inn í fjárlög þessa árs. Upphaflega var skatturinn settur á sem tímabundinn skattur og því stefn- ir í að árið 2014 verði síðasta árið sem hann er innheimtur. Munur á hægri og vinstri stjórn „Ég hef ekki heyrt neinn tala fyrir því að það eigi að framlengja hann og ég á ekki von á því að það verði gert,“ sagði Frosti í samtali við DV. Steingrímur J. Sigfússon var fjár- málaráðherra þegar skatturinn var settur á og hann vill að hann verði framlengdur. „Ef ekki ríkasta fólk á Íslandi á að leggja þetta af mörk- um áfram í einhver ár, á meðan við erum að ná okkur betur upp úr þessu, hverjir þá?“ spurði Stein- grímur þegar blaðamaður DV ræddi við hann á mánudag. Kærði vegna skattsins Guðrún Lárusdóttir, fyrrverandi eigandi Stálskipa, komst ekki á list- ann yfir þá 25 efstu en hún er í 26. sæti. Guðrún, sem stundum hefur verið kölluð Stálfrúin sökum þess hve ákveðin hún er í viðskiptum, höfðaði mál gegn íslenska ríkinu þar sem hún taldi að innheimta auðlegðarskatts bryti í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrár- innar. Málið fór fyrir Hæstarétt sem kvað upp úrskurð í apríl, þess efnis að álagning skattsins væri lögleg. Áður hafði héraðsdóm- ur komist að sömu niðurstöðu en Guðrún áfrýjaði þeim dómi. Samtals greiddi hún 36 milljón- ir króna í auðlegðarskatt frá árinu 2010, þar af tæpar tíu milljónir á síðasta ári. Í ár greiðir hún rúmar fimm milljónir, en hún var með 2,6 milljónir á mánuði í fyrra. Fyrir- tækið Stálskip var selt í lok janúar, kvóti til Síldarvinnslunnar og togarinn Þór til Rússlands. Guð- rún og eiginmaður hennar, Ágúst, gætu aftur verið flækt í dómsmál og nú vegna sölunnar á fyrirtæk- inu. Hafnarfjarðarbær telur sig hafa átt forkaupsrétt að kvótanum og hyggst stefna fyrirtækinu. Ríflega 6 þúsund greiða auðlegðarskatt Alls greiða 8.123 einstaklingar annaðhvort auðlegðarskatt eða viðbótarauðlegðarskatt fyrir síð- asta skattár en af þeim eru 2.477 einungis með auðlegðarskatt og 4.057 greiða hvort tveggja. Við- bótarauðlegðarskattur er reikn- aður þannig að einstaklingur má eiga allt að 75 milljónum króna og samskattaðir einstaklingar mega eiga allt að 100 milljónum án þess að greiða af því skatt. Þeir sem eiga meira en sem því nem- ur greiða 1,5% í fyrra þrepi, þ.e.a.s þeir einstaklingar sem eiga undir 150 milljónum í heild og samskatt- aðir sem eiga undir 200 milljón- um. Þeir sem eiga yfir 150 milljónir borga síðan 2% af því sem þeir eiga umfram þá upphæð og samskatt- aðir greiða sömu prósentu af því sem þeir eiga umfram 200 millj- ónir. Þeir einstaklingar sem greiða 1.125.000 krónur eða meira í auð- legðarskatt eiga því yfir 150 millj- ónir og þeir sem eru samskattað- ir og greiða 1.500.000 krónur eða meira eiga yfir 200 milljónir. Skattakóngur kemur inn á listann Út frá þessu er auður 25 ríkustu einstaklinga eða hjóna reiknaður en þar eru margir þjóðþekktir einstaklingar. Kári Stefánsson tek- ur stórt stökk upp listann í kjöl- far sölu Íslenskar erfðagreiningar til Amgen, Kristján Vilhelmsson er áfram efstur eins og í fyrra en nafn fyrrverandi skattakóngs Þor- steins Hjaltested er hvergi að finna á listanum. Þá kemur Jón Árni Ágústsson inn á listann en hann varð skattakóngur, öllum að óvör- um. „Það er bara þessi sala á In- vent Farma sem er ástæðan fyr- ir þessu,“ segir Jón Árni í samtali við DV. Aðspurður segist hann ekki vera með mörg járn í eldin- um. „Það er nú ekki mikið. Ég er örlítið í fasteignaviðskiptum en að öðru leyti er ég sallarólegur. Mark- miðið með Invent Farma var alltaf að selja fyrir tækið, við ætluðum að eiga það í fimm ár en sá tími varð að vísu aðeins lengri. Þetta gekk bara ágætlega,“ segir Jón Árni. Nánar má lesa um Jón í þessari samantekt. Sem fyrr segir eru þessar töl- ur áætlaðar út frá greiddum auð- legðarskatti en viðbótarauð- legðarskattur er ekki tekinn inn í myndina. Því er aðeins um áætl- aða hreina eign að ræða. List- inn er birtur með fyrirvara um innsláttarvillur og að upplýsingar í álagningarskrám séu réttar. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Markmiðið með Invent Farma var alltaf það að selja fyrirtæk- ið, við ætluðum að eiga það í fimm ár en sá tími varð að vísu aðeins lengri. Ríkastur á Íslandi Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfs- dóttir eiga saman ríflega sex milljarða króna. Kristján er einn eigenda Samherja og var einn sá allra tekjuhæsti á listanum í tekjublaði DV. MYND BJARNI EIRÍKSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.