Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Blaðsíða 37
Helgarblað 1.–5. ágúst 2014 Fólk Viðtal 37
„Ég var svo ung“
þess að verða móðir. Aðstæður voru
erfiðar en hún gat hins vegar ekki
hugsað sér að ganga í gegnum aðra
fóstureyðingu.
„Ég fór þá og talaði við félagsráð-
gjafa uppi á spítala. Hún spurði mig
hvort ég ætlaði í fóstureyðingu af
því að ég vildi það sjálf eða hvort ég
væri að gera það fyrir einhvern ann-
an. Þá áttaði ég mig á því að mig lang-
aði ekki að láta eyða barninu, ég vildi
eiga það,“ segir hún.
Allt henni að kenna
Þegar hún hafði tekið þá ákvörðun
hringdi hún í Svein Andra til þess að
segja honum að hún ætlaði að eiga
barnið. „Hann brjálaðist í símann, ég
heyrði hann öskra og lemja í stýrið.“
Rebekka upplifði í kjölfarið
mikla höfnun. „Ég lokaði samt ein-
hvern veginn á tilfinningarnar og
ákvað bara að ég myndi gera þetta
sjálf, sama hvað. Ég áttaði mig líka á
því hvað þetta hefði verið en fannst
skrýtið að hann gæti ekki tekið þátt.
Þetta væri barnið hans.“
Hún segir erfiða tíma hafa tekið
við. Hún hafi fengið að heyra úr ýms-
um áttum að hún væri að eyðileggja
líf hans og þetta væri allt henni að
kenna. „Hann sagði að ég væri að
rústa lífi hans og hvort ég ætlaði að
koma honum undir græna torfu. Ég
væri að eyðileggja fjölskylduna. Mér
var kennt um allt. Hans nánustu voru
mjög blindir og sáu ekkert rangt við
það að hann hefði barnað mig held-
ur var það versta að ég vildi ekki láta
eyða fóstrinu.“
„Kem til móts við þig
fjárhagslega“
Í Facebook-skilaboðum milli þeirra
má sjá að samskiptin á þessum tíma
voru nokkur. Sveinn Andri leggur
ríka áherslu á að hann geti ekki tekið
þátt í lífi barnsins. „Ég get ekki verið
með þér í þessu – þú veist það,“ segir
Sveinn Andri í einum skilaboðun-
um. „Ég vona þú sért ekki mjög reið
við mig útaf þessu og viljir eitthvað
ná þér niðri á mér,“ segir hann í öðr-
um skilaboðum til hennar. Rebekka
skrifar til hans að hún vilji að þau
geri með sér lögbundinn samning
og að hann axli fjárhagslega ábyrgð.
„Auðvitað geri ég það – heyri í þér,“
svarar hann. Sveinn virðist hafa mikl-
ar áhyggjur af því að málið rati í fjöl-
miðla og skrifar: „Við finnum lausn
í sameiningu – án þess að fara í fjöl-
miðla.“ Rebekka spyr á móti hvern-
ig lausn hann hafi í huga. „Lausn
sem bæði geta þokkalega unað –
með samningi. Ég axla mína ábyrgð
og kem til móts við þig fjárhagslega.
Þú og foreldrar þínir geta ekki unað
við það að ég veiti þér engan stuðn-
ing og að sama skapi get ég ekki unað
við það að verið sé að ræða um slík
einkamál í fjölmiðlum,“ skrifar hann
á móti.
Borgaði meðlag tvisvar
Stuttu eftir þessi samskipti hitti faðir
Rebekku Svein Andra á kaffihúsi. Þar
ræddu þeir hvernig greiðslum skyldi
háttað. Þar sem Rebekka var ekki
orðin fjárráða þegar sonur hennar
fæddist fóru greiðslurnar milli Sveins
Andra til föður hennar. Rebekka bjó
þá í foreldrahúsum.
„Hann borgaði 80 þúsund í start-
kostnað, síðan borgaði hann tvisvar
sinnum meðlag,“ segir hún um þátt-
töku Sveins.
„Kemur enginn annar til greina“
Þegar sonur hennar var nokkurra
vikna gamall kynntist Rebekka nú-
verandi sambýlismanni sínum og
þau fóru að vera saman. „Hann gekk
honum í föðurstað. Þeir tengdust
strax alveg ótrúlega vel þannig að
hann feðraði hann, hann er pabbi
hans.“
Þó hafi Sveinn Andri fyrst verið
skráður faðir barnsins á fæðingar-
skýrslunni uppi á spítala. Það hafi
aldrei verið vafi á því að hann væri
faðir barnsins og hann aldrei neitað
því, til að mynda með því að borga
meðlag fyrst um sinn. „Ég fór í DNA
með þeim sem ég var með áður en
ég var með Sveini, þó að það væri
ekki líffræðilegur séns að hann væri
pabbinn. En til þess að vera 120% viss
þá lét ég gera prófið og það var nei-
kvætt. Þannig það er alveg öruggt að
hann er pabbinn, það kemur enginn
annar til greina.“
Kærði Svein
Hún segist eftir fæðinguna hafa
farið langt niður. Það sem hún upp-
lifði með Sveini hafi haft mikil áhrif
á hana. Hún hafi verið óþroskuð og
ekki tilbúin fyrir þessar aðstæður. Því
hafi þetta allt haft mikil áhrif á hana.
Hún telur hann hafa notfært sér yfir-
burðastöðu sína gegn henni til þess
að ná sínu fram. Eftir að hafa unnið í
sínum málum með hjálp sálfræðinga
ákvað hún að leggja fram kæru gegn
Sveini fyrir tælingu gegn ólögráða
einstaklingi. Hún fór í yfirheyrslu hjá
lögreglu þar sem hún þurfti að rifja
allt málið upp. „Það var mjög erfitt
að þurfa að tala um þetta allt aftur,“
segir hún. Kæran var felld niður þar
sem hún þótti ekki líkleg til sakfell-
ingar.
„Þoli ekki að einhver geti gert
manni svona“
Sveinn á annað barn fætt á sama ári
og sonur Rebekku. Sú barnsmóðir
veit af tilvist sonar Rebekku og hef-
ur verið í sambandi við hana. „Börn-
in hans vita líka af honum og fleiri.
En það hefur enginn haft samband
við mig og viljað hitta barnið,“ seg-
ir hún. „Mér fannst það svo leiðin-
legt gagnvart þessu litla barni að
það sé ekki tekin ábyrgð. Svo finnst
mér líka ömurlegt hvernig er talað
um mig í sambandi við þetta. Að ég
hafi planað þetta og ég hafi bara átt
að fara í fóstur eyðingu,“ segir hún.
„Ég horfi á son minn, þetta fallega
og góða barn, og get ekki hugsað þá
hugsun til enda.“
Þegar sonur Rebekku var
nokkurra mánaða gamall og hún að
ná sér úr mikilli andlegri lægð ákvað
hún að senda Sveini skilaboð þar sem
hún tilkynnti honum að hann þyrfti
ekki að borga henni meira meðlag.
„Ég vildi bara alveg losna við hann úr
mínu lífi. Vildi ekki vita af honum, ég
var svo reið og ég þoli ekki að einhver
geti gert manni svona,“ segir hún.
Hún skipti þó um skoðun fyrir
nokkru og vill nú að hann borgi með-
lag með barninu eins og honum beri
skylda til. „Það hefur verið haft sam-
band við hann en hann ekki svarað
því einu sinni,“ segir hún.
Íhugaði sjálfsmorð
Rebekka hefur að eigin sögn, átt mjög
erfitt frá því að samband hennar við
Svein Andra stóð. Þetta hefur tekið
mikið á hana andlega og hún oft
verið mjög langt niðri og þurft að
leita sér hjálpar vegna þess. Hún hef-
ur þó verið í mikilli sjálfsvinnu og
með hjálp sálfræðings reynt að vinna
sig upp úr þessu. Hún segir þó að
ákveðið bakslag í batanum hafi kom-
ið þegar hún rakst á Svein Andra á
djamminu fyrir nokkrum mánuðum.
„Ég fór á Austur um daginn og þá
var hann þar. Hann lét eins og hann
sæi mig ekki og ég fór út af staðnum
því ég gat ekki horft framan í hann.
Ég settist á Ingólfstorg og þar var
dóttir hans og var alltaf að gjóa aug-
unum til mín. Hún var örugglega að
hugsa hvort þetta væri ég en hún
talaði ekkert við mig,“ segir hún.
Í kjölfarið fór hún langt niður og
íhugaði að svipta sig lífi. „Ég fór heim
og lét kærastann minn vita hvern-
ig mér leið. Hann fór með mig upp á
bráðamóttöku Geðdeildar og ég var
lögð inn. Ég var þar í viku. Síðan út-
skrifaðist ég en var lögð aftur inn og
hef verið að ná mér á skrið síðan. Mig
langar að losna við þetta af bakinu á
mér. Ég á ekki að þurfa að skammast
mín fyrir þetta heldur hann fyrir sig
og sína hegðun,“ segir hún.
„Ég var bara barn“
Hún segist viss um að aðrar stelpur
hafi lent í svipaðri aðstöðu og hún
sjálf. „Ég var ekkert með þroska til að
takast á við svona,“ segir hún.
„Ég vil bara fá réttlæti fyrir mig
og son minn. Það á enginn að koma
svona fram og núna veit ég að þetta
var ekki mér að kenna. Ég var bara
barn. Ég á ekki að þurfa bera þessa
skömm heldur hann.“
Rebekka íhugar nú ásamt lög-
fræðingi sínum að fara í faðernis-
og skaðabótamál við Svein Andra til
þess að fá faðerni barnsins á hreint
þótt hún sé viss í sinni sök og segi að
Sveinn hafi aldrei efast um það, hvað
hana varðaði, að hann væri faðirinn.
Meðal annars með því að segjast
ætla axla fjárhagslega ábyrgð og að
hafa tvisvar borgað meðlag með
barninu.
Segist ekki vera faðirinn
Þegar DV hafði samband við Svein
Andra vegna málsins sagðist hann
ekki vera faðir barnsins og að þetta
væri byggt á misskilningi. „Það er
einhver misskilningur, það er rangt.
Ég ætla ekkert að vera ræða um
þetta við þig. En þetta er ekkert rétt.
Ég hef ekkert um þetta að segja,“
sagði Sveinn Andri þegar DV bar
það undir hann að hann væri faðir
barnsins.
Þegar blaðamaður sagðist hafa
séð samskipti milli þeirra á Face-
book sem styddu þetta sagði hann,
„Þið hafið áður spurt mig um
þetta og ég hef ekkert um þetta að
segja og vil ekkert láta hafa eftir mér
um þetta. Ég vil ekkert tala við þíg
um mín prívatmál. Þetta eru bara
mín einkamál. Ég hef ekkert meira
við þig um að ræða,“ sagði hann. n
Segist ekki vera faðirinn Sveinn Andri segist í samtali við DV ekki vera faðir barnsins.
Þrátt fyrir það segist hann í Facebook-skilaboðum þeirra á milli ætla að axla fjárhagslega
ábyrgð gagnvart barninu. Rebekka segir hann hafa borgað meðlag tvisvar.
n Rebekka segir Svein Andra vera föður sonar síns n Varð ólétt 16 ára n Kynntust á Facebook
„Ég var svo
reið og ég þoli
ekki að einhver geti gert
manni svona.
Faðir hringdi í Svein
Samkvæmt heimildum DV er þetta ekki
í fyrsta skipti sem Sveinn á í vafasömum
samskiptum við ungar stelpur, um og und-
ir lögaldri. Yfirleitt hefjast þau á þann veg,
að Sveinn sendir stúlkunum tiltölulega
saklaus skilaboð á Facebook og fái hann
svar færir hann sig smám saman upp
á skaftið. Blaðamaður ræddi til dæmis
við föður stúlku sem sá sig knúinn til að
hringja í Svein vegna slíkra samskipta.
Sveinn sendi þá sextán ára dóttur hans
einkaskilaboð á Facebook sem innihéldu
daður og gullhamraslátt. Þegar faðirinn
frétti þetta hringdi hann í Svein og sagði,
efnislega, að sér þætti óviðurkvæmilegt
að tæplega fimmtugur maður gerði hosur
sínar grænar fyrir ólögráða stúlku – og
skammaði hann. Sveinn sagði þá að um
mistök hafi verið að ræða, hann hafi ætlað
að senda skilaboðin til lögráða laganema.
BAldure@dv.iS