Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Blaðsíða 6
Helgarblað 1.–5. ágúst 20146 Fréttir H úsnæði Efnalaugarinnar Fannar í Skeifunni brann í byrjun júlí og hefur Fönn nú gert ótímabundinn samning við Þvottahús ríkisspít­ alanna í kjölfars brunans. Þetta staðfestir Karolína Guðmunds­ dóttir, forsvarsmaður Þvottahúss ríkis spítalanna. Eldurinn í Skeif­ unni kviknaði í stafla af bómull­ arefni í þvottahúsinu. „Það var gerður ótímabundinn samningur við Fönn á meðan þeir koma sér upp nýrri aðstöðu. Þeir greiða fullt markaðsverð fyrir þá þjónustu.“ Karólína segir að Þvottahús ríkis spítalanna og Fönn sé stærstu þvottahús landsins og hvort tveggja þvoi þvott fyrir heilbrigðis­ stofnanir. Hún segir að ekkert annað þvottahús geti þvegið fyrir Fönn en Þvottahús ríkisspítal­ anna. „Þetta er neyðarástand. Það eru tvö stór þvottahús á Íslandi, Fönn og Landspítalaþvottahús­ ið. Þau myndu styðja hvort ann­ að eftir því sem hægt væri þegar svona kæmi upp. Það eru spítal­ ar líka sem Fönn þvær fyrir og við bjóðum þeim að ganga inn í okk­ ar rými á meðan svona stendur á,“ segir Karólína en hún segir að um 60 prósent af þvottinum sem þveg­ inn er fyrir Fönn sé frá heilbrigðis­ stofnunum. Karolína segir að Þvottahús Landspítalans geti hæglega bætt við sig fleiri verkefnum yfir sumar­ tímann þar sem færri verkefni séu þá á þvottahúsinu. n ingi@dv.is Fönn gerði samning við Landspítalann Ótímabundinn samningur eftir brunann í Skeifunni Riftir sölu á 154 íbúðum n Hætt við stærstu sölu Íbúðalánasjóðs n Fjármögnun gekk ekki eftir Í búðalánasjóður hefur rift sölu á 154 íbúðum til tveggja fjárfesta. Gengið var frá viljayfirlýsingu um söluna í apríl síðastliðnum en var fyrirvari um fjármögnun kaupanna. Síðan þá hafa tilboðsgjaf­ arnir tveir, byggingarverkfræðingur og maður sem áður starfaði sem ráðgjafi fyrir Íbúðalánasjóð, reynt að ganga frá fjármögnun á kaupun­ um – DV hefur því miður ekki náð að verða sér úti um nöfn mannanna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Nú ligg­ ur fyrir að þessi fjármögnun gekk ekki eftir og mun Íbúðalánasjóður því halda íbúðunum áfram. Tilboðið hljóðaði upp á 1.800 milljónir króna. Íbúðirnar voru aðallega á Austfjörð­ um og Suðurnesjum. Svarið frá Íbúðalánasjóði er svohljóðandi: „Í lok maí 2014 var skrifað undir samkomulag um sölu á 107 eignum Íbúðalánasjóðs, sem staðsettar eru á nokkrum stöðum á landinu. Samkomulagið var undir­ ritað með fyrirvara um fjármögnun kaupanna. Nú liggur fyrir að kaup­ endum hefur ekki tekist að fjármagna kaupin og hefur því samkomulaginu verið rift.“ Stærsta sala sjóðsins Viðskiptin með íbúðirnar vöktu tölu­ verða athygli fyrr á árinu en greint var frá þeim í mánaðarlegri skýrslu Íbúðalánasjóðs í apríl. Íbúðalána­ sjóður er ríkisrekinn og heyrir und­ ir velferðarráðuneytið sem fer með húsnæðismál hins opinbera. Sala Íbúðalánasjóðs á íbúðum er því sala á ríkiseignum og var umrædd sala ansi stór. Í byrjun árs átti Íbúða­ lánasjóður meira en 2.100 íbúðir og stendur til að selja hluta þessara eigna. Salan á íbúðunum 154 hefðu orðið stærstu einstöku viðskipti Íbúðalánasjóðs með íbúðir frá efna­ hagshruninu árið 2008. Gerðu tilboð tvisvar Þegar DV fjallaði um söluna á íbúðunum í júní vildi Íbúðalána­ sjóður ekki gefa upp nöfn fjárfest­ anna sem gerðu tilboðið í þær. Orð­ rétt sagði í svari frá sjóðnum: „Þegar kaupsamningum er þinglýst verða nöfn kaupenda og söluverð opin­ berar upplýsingar, ekki fyrr. Kauptil­ boð var gert í 107 íbúðir í apríl með fyrir vara um fjármögnun og var því tilboði tekið. Þar sem ekki hefur verið skrifað undir kaupsamning, né kaupsamningi þinglýst er ekki tíma­ bært að gefa nánari upplýsingar um söluferlið og söluna.“ Áður en fjárfestarnir og Íbúða­ lánasjóður skrifuðu undir viljayfir­ lýsinguna hafði sjóðurinn hafnað einu tilboði frá fjárfestunum. Skömmu eftir að fyrra tilboði þeirra var hafnað ákvað sjóðurinn svo að ganga að tilboði fjárfestanna. Ekki liggur fyrir hvað átti sér stað á milli þess sem fyrra tilboði fjárfestanna var hafnað og þar til seinna tilboðinu var tekið. Sérstakar aðstæður Eitt af því sem vakti athygli við ætl­ aða sölu íbúðanna 154 var að sjóð­ urinn seldi þær sjálfur, eða ætlaði að gera það áður en viðskiptunum var rift. Íbúðalánasjóður og félag fasteignasala gerðu með sér samn­ ing um að þær eignir sem sjóð­ urinn seldi ættu að öllu jöfnu að vera seldar í gegnum fasteignasöl­ ur. Þó var fyrirvari í þeim samn­ ingi sem fól í sér að Íbúðalánasjóð­ ur gæti selt eignirnar sjálfur. Með samningnum átti meðal annars að tryggja að íbúðirnar væru boðnar upp á markaði. Með því að ætla að selja íbúð­ irnar sjálfur þá hefði Íbúðalána­ sjóður meðal annars sloppið við að greiða söluþóknun til fasteignasala upp á 1,5 til 2,5 prósent af heildar­ kaupverði íbúðanna. Hins vegar hefði slík sala líka getað leitt til þess að viðskiptin hefðu ekki getað talist vera gagnsæ þar sem enginn utanaðkomandi aðili hefði komið að viðskiptunum. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Nú liggur fyrir að kaupendum hefur ekki tekist að fjármagna kaupin. Fjármögnunin tókst ekki Fjármögnun tveggja fjárfesta á 154 íbúðum sem þeir ætluðu að kaupa af Íbúðalánasjóði gekk ekki eftir. Heyrir undir Eygló Íbúðalánasjóður heyrir undir velferðarráðuneyti Eyglóar Harðardóttur. Gerðu samning við þvottahús Landspítalans Efnalaugin Fönn gerði samning við Þvottahús Landspítalans eftir brunann hjá fyrirtækinu í byrjun júlí. MYND SIGTRYGGUR ARI Tortryggir áhuga Kínverja á Íslandsbanka Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra og starfsmaður efna­ hagssamvinnustofnunar Evrópu, tortryggir áhuga kínverska ríkis­ bankans ICBC á Íslandsbanka í álitsgrein í Fréttablaðinu á fimmtu­ dag. ViðskiptaMogginn greindi frá því í síðustu viku að þessi stærsti banki heims hefði, ásamt öðrum kínverskum fjárfestum, áhuga á að kaupa ráðandi hlut slitastjórnar Glitnis í Íslandsbanka. Einar veltir fyrir sér hvaðan áhugi ICBC spretti, þar sem vestrænir bankar sem byggja fjárfestingar sínar einvörð­ ungu á sjónarmiðum hagkvæmni hafi ekki sýnt kaupum í íslensku bönkunum áhuga. Segir hann nauðsynlegt að skoða fjárfestingu ríkisbankans í ljósi langtímastefnu kínverskra stjórnvalda á norður­ slóðum: nýting auðæfa með víð­ tækum námarekstri á Grænlandi og nýtingu olíu á hafsbotni. „Þar gegnir Ísland sýnilega lykilhlut­ verki með risahöfn í Finnafirði vegna siglinga um norðausturleið heimskautsins, til að þjóna at­ vinnurekstri á Grænlandi og í olíu­ vinnslu við Austur­Grænland og á íslenska hluta Drekasvæðisins,“ skrifar Einar meðal annars. Útskrifaður af gjörgæsludeild Maðurinn sem varð fyrir alvar­ legri líkamsárás í Grundarfirði 17. júlí síðastliðinn hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítala Íslands. Í kjölfarið hefur hann verið lagður inn á heila­ og taugadeild spítalans. Á mánudag staðfesti Hæsti­ réttur Íslands úrskurð Héraðs­ dóms Vesturlands um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir Reyni Þór Jónassyni og þýskum skips­ félaga hans úr áhöfn af Baldvini NC 100. Eru þeir meðal annars grunaðir um að hafa ráðist á manninn, slegið hann niður og traðkað á höfði hans. Skilorð Reynis vegna dóms sem hann hlaut fyrir árás á barnsmóður sína rann út í lok mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.