Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Blaðsíða 44
Helgarblað 1.–5. ágúst 201444 Lífsstíll Hleypur fyrir heila­ skaddaða vinkonu n Bjarnheiður Hannesdóttir á góða að n Safna fyrir meðferð erlendis Sigrún ætlar að koma sér í eins gott form og mögulegt er fyrir maraþon- ið. Til þess að svo geti orðið er ekki nóg að æfa heldur verður mataræðið að vera í lagi. Sigrún segist almennt hugsa vel um heilsuna en nú ríði á að gefa almennilega í og halda svindli í lágmarki. „Ég hef alltaf borðað hollan mat og reyni að sneiða hjá hvítum sykri og hvítu hveiti. Maður svindlar hins vegar stundum og núna er mikilvægt að hætta því. Þegar maður hreyfir sig svona mikið þarf maður meiri og betri næringu til að hafa næga orku.“ Matseðill maraþonmeistarans Sigrún samþykkti að deila dæmigerðum matseðli sínum með DV. Hann einkennist að mestu af ávöxtum, grænmeti og fitulitlu kjöti. „Í morgunmat fæ ég mér AB-mjólk með kasjúhnetum, möndlum, múslí og goja-berjum. Með þessu borða ég einn kíví; allar konur ættu að borða einn kíví á dag vegna þess að hann er besta fegrunarmeðal í heimi. Þú sérð mun á húðinni þinni á viku,“ segir Sigrún sem hleypur fjórum sinnum í viku, yfirleitt snemma dags. „Þegar ég kem heim fæ ég mér oftast góðan boozt með engiferi, spínati, chia-fræjum, gúrku og próteini. Svo er gott að setja kannski smá kókos og/eða ananas til að fá smá sætu.“ Vítamínsprengja í hádeginu Þar eð ansi dýrt er að kaupa sér hollan mat á veitingastöðum tekur Sig- rún iðulega nesti með sér í vinnuna, sem er ekki af verri endanum. „Í hádeginu finnst mér voðalega gott að fá mér súpu sem ég bý til sjálf, yfirleitt á sunnudögum og þá fyrir alla vikuna. Ég tek fullt af grænmeti og mauka það í súpu. Í uppáhaldi hjá mér núna er mexíkósk tómat- súpa. Þá tek ég tuttugu tómata, fullt af papríku og chili, mauksýð það og hakka með töfrasprota. Hún er stútfull af næringarefnum, sú. Svo fæ ég mér eitthvað smá með henni. Í kaffinu fæ ég mér ávöxt og stundum hrökkbrauð. Á kvöldin er ég svo yfirleitt með kjúkling. Það er voðalega gott að marínera hann upp úr ólífuolíu, krydda hann og smella honum svo á grillið. Með honum hef ég oft snöggsteikta sveppi og aspas – oft ferskan.“ Mataræðið mikilvægt Sneiðir hjá hvítum sykri og hveitiS igrún Lilja Guðjónsdóttir, eigandi Gyðja Collection, hyggst hlaupa hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar vinkonu sinni, Bjarnheiði Hannesdóttur – Heiðu – sem er alvarlega veik. Heiða fékk hjartastopp í lok árs 2012 með þeim afleiðingum að hún var í dái í fjórar vikur. Í hjartastoppinu þjáðist hún af súrefnisskorti sem olli varanlegum heilaskaða. Hörð barátta „Þetta er mín besta vinkona. Það var hörmulegt áfall þegar hún lenti í þess- um veikindum. Henni var ekki hugað líf í langan tíma eftir hjartastoppið og þetta er búið að vera hörð barátta. Hún hefur staðið sig eins og hetja, en líf hennar hefur auðvitað breyst mik- ið; hún er ósjálfbjarga í dag og á mjög erfitt með mál og sjón hennar er mjög slæm,“ segir Sigrún sem er ekki ein í hlaupaher Heiðu. „Við erum sístækk- andi hópur, meðal annarra börn- in hennar. Markmiðið er að fá hátt í fimmtíu manns til að hlaupa fyrir hana.“ Þegar þessi orð eru skrifuð hafa safnast 335.000 krónur í styrktarsjóð- inn og fer upphæðin hækkandi með hverjum deginum sem líður. Allt styrktarféð fer í að borga fyrir dýra meðferð erlendis. „Draumur hennar er að fara í spítala erlendis til að fá bestu meðferð sem völ er á. Það er þess vegna sem við erum að hlaupa, við viljum safna fyrir þeim kostnaði.“ Hlaupadrottning hjálpar Hlaupadrottningin Elísabet Margeirs dóttir er Sigrúnu innan handar og sér um að hún sé í formi fyrir stóra daginn, en Reykjavíkur- maraþonið fer fram þann 24. ágúst næstkomandi. Elísabetu þekkja flestir sem veðurfréttakonu á Stöð 2 en hún hefur einnig gefið út bók um útihlaup í félagi við Karenu Kjart- ansdóttur, upplýsingafulltrúa LÍÚ. „Hún er hlaupaþjálfarinn minn – og okkar. Ég byrjaði bara að hlaupa fyr- ir um ári, og því óvön. Þess vegna er alger draumur að hafa Elísabetu því hún er mikill sérfræðingur. Við, sem erum að fara að hlaupa fyrir Heiðu, hittumst alltaf tvisvar í viku og hlaupum með Elísabetu. Ég hef aldrei hlaupið svona langt áður en vona að þetta hafist, þetta snýst um að sigra sjálfa sig.“ Bara byrjunin Hægt er að heita á Sigrúnu með því að að slá nafn hennar inn í leitar- vél vefsíðunnar hlaupastyrkur.is. „Markmiðið er að safna einhverj- um slatta. Við vonum auðvitað að fólk sé duglegt að heita á okkur svo að við getum hjálpað Heiðu sem mest og látið draum hennar verða að veruleika. En þessi hlaupasöfnun er bara byrjunin. Í kjölfarið ætlum við að vera með alls konar viðburði henni til styrktar.“ n Baldur Eiríksson baldure@dv.is Vinkonurnar Bjarnheiður veiktist alvarlega eftir að hún fékk hjartastopp árið 2012. Sigrún Lilja Eigandi Gyðja Collection
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.