Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Blaðsíða 8
Helgarblað 1.–5. ágúst 20148 Fréttir
Hugo Boss söluaðilar:
Reykjavík:
Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100
Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100
Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665
Meba Kringlunni s: 553-1199
Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711
Hafnarfjörður
Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666
Keflavík:
Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757
Selfoss:
Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433
Akureyri:
Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509
Akranes:
Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458
Egilsstaðir:
Klassík Selási 1 s:471-1886
Úra- o skartgripaversl n
Heide Glæsibæ - s: 581 36 5
„Komum
heil heim“
Hanna Birna Kristjánsdóttir birti
pistil um umferðaröyrggi í Frétta-
blaðinu í gær, fimmtudag. Ráð-
herrann hefur verið tregur að tjá
sig við fjölmiðla í vikunni vegna
frétta DV um að hún hafi kallað
Stefán Eiríksson, fráfarandi lög-
reglustjóra, á sinn fund vegna
lekamálsins.
„Ég óska þess að þið lesendur
góðir eigið góða og örugga helgi –
og komið heil heim,“ segir Hanna
Birna í lok pistilsins sem birtist á
leiðarasíðu blaðsins, þeirri sömu
og innihélt leiðara um að Hönnu
Birnu bæri að víkja „með góðu
eða illu“ ásamt skopmynd Hall-
dórs um málið.
Dulið atvinnu-
leysi hjá há-
skólanemum
Fólk sem kemur beint úr fullu
háskólanámi hefur einung-
is rétt á 25 prósent bótum
þrátt fyrir að Ísland sé aðili að
Bologna-ferlinu þar sem nám
er skilgreint sem full vinna. Há-
skólanemar geta þó lagt saman
alla vinnu undangenginna 6
ára til að ná 12 mánuðum og
þannig fengið fullar atvinnu-
leysisbætur. Formaður og fram-
kvæmdastjóri Stúdentaráðs
Háskóla Íslands segja í viðtali
í Sjónmáli á Rás 1 að tölu-
vert beri á því að námsmenn
finni sig knúna til að skrá sig í
áframhaldandi nám, þar sem
skortur sé á störfum við hæfi
og þeir gangi ekki að atvinnu-
leysisbótum vísum. Þrátt fyrir
að tölur sýni fram á minnkandi
atvinnuleysi geti verið að dulið
atvinnuleysi sé falið í fjölg-
un háskólanema. Þá segir að-
stoðarforstjóri Vinnumálastofn-
unar að fleiri háskólanemendur
leiti til stofnunarinnar er áður.
Össuri var boðið
sendiherrastarf
n Tilkynnti Katrínu um skipan Gunnars Braga n Árni Þór lengi á útleið
G
unnar Bragi Sveinsson ut-
anríkisráðherra tilkynnti
Katrínu Jakobsdóttur, for-
manni Vinstri grænna, fyr-
ir skömmu að hann hygð-
ist skipa Árna Þór Sigurðsson,
þingmann flokksins, sem sendi-
herra. „Hann tilkynnti mér það fyr-
ir einhverju síðan að hann hefði
í hyggju að skipa Árna Þór,“ segir
Katrín.
Skipan Árna Þórs í sendiherra-
starf vakti nokkra athygli á miðviku-
daginn þegar greint var frá henni.
Árni Þór er þingmaður í stjórnar-
andstöðu og hefur í gegnum tíðina
frekar tíðkast að utanríkisráðherra
skipi sendiherra sem tengjast ríkis-
stjórnarflokkunum. Á sama tíma og
greint var frá skipan Árna Þórs var
sagt frá því að Geir H. Haarde, fyrr-
verandi forsætisráðherra, yrði einnig
skipaður sendiherra. Skipan Geirs
er ekki óumdeild í ljósi þess með-
al annars að hann var dæmdur fyrir
brot í starfi fyrir landsdómi og stend-
ur nú í málaferlum við íslenska rík-
ið hjá Mannréttindadómstól Evrópu.
Ekki sagt frá Geir
Katrín segir að þegar henni hafi verið
tilkynnt um væntanlega skipan Árna
Þórs þá hafi henni ekki verið sagt frá
því að einnig stæði til að skipa Geir
H. Haarde. Hún segist ekki vita ná-
kvæmlega af hverju Gunnar Bragi
hafi tilkynnt henni um skipan Árna
Þórs en reiknar með að það hafi verið
„almenn kurteisi“ vegna þess að Árni
Þór væri í þingliði Vinstri grænna.
Ekki leið á löngu eftir að tilkynnt
var um skipan nýju sendiherranna
tveggja þegar fram komu hugmyndir
um að skipan Árna Þórs væri í þeim
tilgangi að draga úr gagnrýni á skip-
an Geirs H. Haarde. Með því að skipa
þingmann úr stjórnarandstöðunni
þá kann skipan Geirs að líta betur út
fyrir vikið í ljósi landsdómsmálsins.
Össuri boðið sendiherrastarf
Ekki er víst að einhugur sé meðal
samflokksmanna Árna Þórs um rétt-
mæti þess að þiggja sendiherrastarf-
ið. Lengi hefur legið í loftinu að til
stæði að skipa Geir sem sendiherra,
hugsanlega í Washington eða jafnvel
í París – hann er frönskumælandi.
DV hefur til dæmis heimildir fyr-
ir því að öðrum úr stjórnarandstöð-
unni hafi verið boðið starfið áður
en Árna Þór var boðið það. Með-
al þeirra er Össur Skarphéðinsson,
fyrrverandi utanríkisráðherra, sem
fékk boð um sendiherrastöðu fyrir
nokkru síðan. Össur afþakkaði hins
vegar boðið.
Eitt af því sem viðmælendur DV
nefna er að nokkuð ljóst hafi verið að
Geir yrði skipaður og Gunnar Bragi
hafi viljað minnka gagnrýnina á þá
skipun með því að velja þingmann
úr stjórnarandstöðunni. Þannig
megi segja að Árni Þór taki þátt í
pólitískum spuna með því að þiggja
boðið um sendiherrastarfið.
Árni Þór lengi á útleið
Árni Þór hefur hins vegar verið nokk-
uð lengi á leið úr stjórnmálum og
kom sumum það á óvart að hann
skyldi yfirleitt bjóða sig fram til þings
í fyrra. Árni Þór var til dæmis nokkuð
ósáttur við að fá ekki ráðherraemb-
ætti í tíð síðustu ríkisstjórnar og
heldur ekki starf þingflokksfor-
manns, þó svo að hann hafi gegnt því
tímabundið í fjarveru Guðfríðar Lilju
Grétarsdóttur. Árni var hins vegar
formaður utanríkismálanefndar allt
síðasta kjörtímabil.
Skipun hans í sendiherrastarfið
kom því alls ekki öllum eins mikið á
óvart.
DV náði ekki tali af Árna Þór við
vinnslu fréttarinnar. n
„Hann tilkynnti mér
það fyrir einhverju
síðan að hann hefði í
hyggju að skipa Árna Þór.Tilkynnt um skipanina Katrínu Jak-
obsdóttur var tilkynnt um skipan Árna Þórs
Sigurðssonar en á sama tíma var henni ekki
sagt að Geir H. Haarde yrði einnig skipaður.
Boðið sendiherrastarf Össuri Skarp-
héðinssyni var boðið sendiherrastarf fyrir
nokkru en hann afþakkaði það.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Lengi á útleið Árni Þór hefur verið lengi á leið úr stjórnmálunum og kom það sumum því
ekki mikið á óvart þegar hann var skipaður sendiherra í vikunni.
V
erkfallsaðgerðir flugstétta
kostuðu Iceland Group um
400 milljónir króna á öðrum
ársfjórðungi þessa árs. Engu
að síður nam hagnaður fyrirtækisins
eftir skatta tveimur og hálfum millj-
arði króna, sem er tæpum 450 millj-
ónum meira en á sama ársfjórðungi
í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir, fjár-
magnsliði og skatta nam tæplega 5,2
milljörðum króna og jukust heildar-
tekjur fyrirtækisins um 12 prósent.
Fyrirtækið þurfti að fella niður 157
flug og breyta bókunum yfir 22 þús-
und farþega vegna verkfallsaðgerða
flugvallarstarfsmanna og flugmanna
á ársfjórðungnum. Segja má að Al-
þingi hafi komið í veg fyrir að vinnu-
stöðvanir hafi haft enn frekari áhrif
á starfsemi Icelandair því að í maí
voru sett lög á verkföll flugmanna
fyrirtækisins og flugvirkjar frestuðu
verkfalli sínu um miðjan júní eftir
að þingið var komið á fremsta hlunn
með að setja lög á vinnustöðvan-
ir þeirra. Lögin voru rökstudd með
því tekjutapi sem ferðaþjónustan og
ríkið sjálft yrði fyrir ef verkfallsað-
gerðirnar myndu dragast á langinn
og lama starfsemi fyrirtækisins, sem
hefur rúmlega 70 prósenta markaðs-
hlutdeild í flugi til og frá landinu.
„Þrátt fyrir að afkoma af milli-
landastarfsemi hafi verið undir
væntingum vegna verkfallsaðgerða
þá gekk önnur starfsemi samstæð-
unnar vel. Mikil fjölgun ferðamanna
til Íslands skilaði sér í góðri afkomu
félaga okkar í ferðatengdri þjón-
ustu,“ er haft eftir Björgólfi Jóhanns-
syni, forstjóra Icelandair Group,
í uppgjörstilkynningu fyrirtækis-
ins. Samkvæmt tilkynningunni eru
horfur í rekstri Icelandair fyrir síð-
ari hluta ársins jákvæðar og betri en
útlit var fyrir þegar vinnudeilurnar
stóðu sem hæst í vor. n
kristjan@dv.is
Verkföll kostuðu 400 milljónir
Hagnaður Icelandair tveir og hálfur milljarður þrátt fyrir vinnudeilur
Jákvæðar horfur Björgólfur Jóhannsson
segir að horfurnar í rekstri Icelandair fyrir
síðari hluta ársins séu betri en útlit var fyrir
þegar vinnudeilurnar stóðu sem hæst.