Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Blaðsíða 52
Helgarblað 1.–5. ágúst 201452 Menning „Fáránlega skrýtið ferli“ n Íslendingar léku í Bollywood-mynd n „Vissum nákvæmlega ekkert“ Þ etta var náttúrlega fárán- lega skrýtið ferli allt saman og í fyrstu tökunum þurfti maður að berjast við að halda inni í sér hlátrinum því þetta „díalóg“ var svo yndislega drama tískt. Og svo skjóta þeir ensk- um línum inn á milli þeirra sem eru á hindí sem er drepfyndið,“ segir ferðalangurinn Friðrik Guðmunds- son í samtali við DV. Friðrik leikur lítið hlutverk í Bollywood-myndinni Raqs ásamt vini sínum og ferðafé- laga, Hrafnkeli Hringi Helgasyni, en þeir félagar hafa verið á ferðalagi um Asíu síðan um miðjan maí. Blaða- maður heyrði í Friðriki og fékk að vita allt um Bollywood-ævintýrið mikla. Tóku lest til Delí Friðrik segir það hafa verið algjöra til- viljun að hann og Hrafnkell enduðu á því að leika í bíómynd. „Við vorum að labba um Lucknow þegar við komum allt í einu að kvik- myndasetti þar sem var verið að taka upp eitthvað klikkað dansatriði,“ út- skýrir hann. „Við fórum nær til að skoða þetta betur og þá tók ég eftir því að það var eitthvert fólk inni á settinu sem var undarlega spennt yfir því að við vær- um þarna. Þá hljóp aðstoðarleikstjór- inn til okkar og spurði okkur hvort við vildum leika breska hermenn í einu atriði. Nokkrum dögum seinna feng- um við svo að vita að tökurnar yrðu í stúdíói í Delí svo við stukkum upp í lest þangað.“ Mjög dramatísk mynd Eftir að hafa ferðast í átta og hálfa klukkustund með lest mættu Friðrik og Hrafnkell til Delí. „Við vissum nákvæmlega ekkert um hvað myndin væri eða hvað við værum að fara að gera fyrr en við vorum komnir í einhverja fáránlega, breska herbúninga fyrir framan risa- stóran „greenscreen“,“ segir Friðrik. „Atriðið var sem sagt eitthvað lokauppgjör þar sem konungurinn gefur aðalpersónunni medalíu en aðalpersónan hafnar viðurkenn- ingunni. Mjög dramatískt.“ Friðrik og Hrafnkell voru þó ekki einu ferðamennirnir sem rötuðu fyr- ir tilviljun inn í myndina. „Við lékum verði konungsins með tveimur öðrum evrópskum ferða- mönnum sem vissu jafn lítið og við og svo nokkrum indverskum strák- um sem fengu hlutverkin í gegnum leiklistarskólann sinn.“ Fengu lítil hlutverk Þrátt fyrir að hlutverk Íslending- anna hafi ekki verið stórt var þetta mikil og skemmtileg upplifun. „Það eina sem við gerðum var að standa þarna á meðan athöfnin fór fram, en Hringur fékk að rétta konungnum medalíuna, enda er hann bæði fjallmyndarlegur og hæfileika ríkur,“ segir Friðrik. „Það var samt frábært að fá að vera með öllum aðalleikurunum í sama atriði. Aðalpersónan var leikin af einhverjum pakistönsk- um náunga sem leit út fyrir að vera „photoshoppaður“ og var með mesta „eyeliner“ sem ég hef séð,“ segir hann og á þar við Imran Abbas Naqvi sem er frægur leikari og fyrir- sæta frá Pakistan. Ásamt honum er það hin indverska Pernia Qureshi sem fer með aðalhlutverið í Raqs. Endurkoma frægs leikstjóra Eftir að tökum lauk fengu Friðrik og Hrafnkell að vita meira um myndina sem, líkt og fyrr segir, heit- ir Raqs og kemur út í janúar 2015. „Myndin gerist á 19. öldinni og fjallar um tímann þegar Bretar voru að taka yfir gömlu konungdæmin á Norður-Indlandi. Leikstjórinn, Muzaffar Ali, var mjög frægur fyrir 20 árum en hætti svo í Bollywood- bransanum en þessi mynd er hans endurkoma þannig að fjármagn- ið er með því meira sem sést í Bollywood.“ n Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is Við Taj Mahal Félagarnir hafa verið á ferðalagi um Asíu síðan í maí. Aðalleikari myndarinnar Imran Abbas Naqvi er vinsæll leikari og fyrirsæta frá Pakistan. Hann fer með aðalhlutverkið í hinni væntanlegu Raqs. Á setti Hrafnkell Hringur, til vinstri, og Friðrik íklæddir breskum herbúningum á setti. Úr vegabréfi Sigmundar Ernis Skítafangarinn í fimmta hverfi Í þetta sinn bjuggum við í oggu- lítilli íbúð við Rue Mouffetard í fimmta hverfinu í París, tvö leitandi ungmenni með ástina sín á milli. Og ef dagarnir fóru ekki í spekingslega spássitúra um nærliggjandi götur og stíga voru heilu kvæðabálkarnir ortir ofan í snjáða skræðu við litlu kaffiborðin út við torg. Líf- ið gat ekki verið betra. En þá varð mér stundum litið á litla manninn sem fór um strætin á veikburða bifhjóli. Það var búið að græja einhverja skúffu framan á litverpan fákinn sem féll með einu handtaki ofan í götuna og veiddi þaðan upp hvern hundaskítinn af öðrum. Það var sumsé starfi mannsins að skíthreinsa París – og af því spókaralegum Frökkum fannst ekkert fínna en að spígspora um með rakka sína af öllu tagi á bökkunum hennar Signu var ekkert lát á mykjunni allri saman. París var full af skít. Ekki kom ég auga á iðnari borgarstarfsmann í höfuð- borginni stóru en þennan smá- gera mann. Dag hvern sást hann skjótast um á milli kaffi- borða og búðarrekka með aug- un stíf og stjörf sem mændu áfergjulega á næsta kúk. Og þá var skúffan látin falla á einni örskotsstundu – og bjakkið var á burt eins og töfrasprota væri veifað. Þetta líka skítadjobb virtist vera litla manninum fyllilega að skapi. Hæglega mátti lesa eitthvert sambland af virðingu, athyggju og upphefð út úr kisu- legu andlitinu sem var ramm- að inn af fátæklegu kaskeiti og lóslitnum trefli sem sveiflaðist aftur af krangalegum öxlunum. Líklega vaknaði hann á hverj- um morgni í einhverri kytru- legri kjallaraholu og skellti í sig þykkum espresso og þurrum gauloises áður en hann klof- aði upp á mótorgandinn, þess albúinn að frelsa götur Napó- leóns undan drafi og drullu. Þetta var maður með erindi, skýran tilgang og hlutverk; aðra sögn var ekki hægt að lesa úr einbeittu svipmóti hans og ómældum áhuga á næsta saur. Eftir því sem leiðir okkar lágu oftar saman varð mér æ meira hugsað um ólíkt hlut- skipti okkar mannanna. Og ekki síður það breiða og ógnar- gleiða starfssvið sem hægt er að velja á hverri einustu lífsleið. Einir sóða út, aðrir taka til. Ein- hverjir kveikja eldana, aðrir njóta ylsins. Og það sem ein- hverjum finnst óhugsandi að gera verður auðveldlega að vana annars. Og stundum er það líka svo að störfin leita mann uppi; einhvers staðar í andrúm- inu stendur það skýrum stöf- um skrifað hvað maður eigi að taka sér fyrir hendur í lífinu. Og kannski var það einmitt svo í tilviki þessa hugmóða manns sem fór um strætin á veikburða bifhjóli og skóflaði upp skít eins og væri það bæði skemmtun hans og skylda. Kannski hafði honum alltaf verið ætlað þetta starf. Hvað ætli hann dreymi á nóttunni, hugsaði ég einn daginn þar sem ég stóð upp frá flísalögðu kaffiborðinu út við endann á Rue Mouffetard. Og einhvern veginn fannst mér bara eitt þar koma til greina. Stanslaust stuð í bakgarðinum Tónleikaveisla alla helgina á Dillon Þ eir sem ekki fara úr bænum yfir helgina þurfa ekki að óttast að hafa ekkert að gera. Í bak- garðinum á Dillon við Lauga- veg verða tónleikar alla helgina. Þetta er í áttunda sinn sem tónleikaveisla er haldin í bakgarðinum yfir verslun- armannahelgina og hafa tónleikarnir yfirleitt verið vel sóttir. Í ár koma fram yfir tuttugu hljómsveitir auk þess sem það verður grillveisla að hætti Chuck Norris alla dagana. Á föstu- deginum koma fram hljómsveit- irnar: Ojba Rasta, Dimma, Benny Crespo´s Gang, Elín Helena, Lily Of The Valley, Bellstop og Jakobsson. Á laugardaginn koma fram: Sólstafir, Snorri Helgason og Silla, We Made God, Audio Nation, Ármann Yngvi, Milkhouse og Myrká. Á sunnudegin- um koma svo fram Dikta, Low Roar, Mosi Musik, The Roulette, Alchem- ia, Future Figment og Lucy in Blue. Þeir sem vilja kynna sér málið betur er bent á Facebook-síðu bakgarðsins; facebook.com/bakgardurinn. n viktoria@dv.is Verða í stuði Hljómsveitin Dikta kemur fram á tónleikunum. MynD BAlDur KrisTjÁns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.