Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Síða 60
Helgarblað 1.–5. ágúst 201460 Fólk Lét lokkana fjúka Scarlett Johansson vakti athygli í New York í vikunni þar sem hún gekk um götur borgarinnar með unnustanum, Romain Daueiac. Scarlett sem er ólétt að sínu fyrsta barni er komin með nýja klipp- ingu. Hún lét lokkana fjúka og skartar nú glæsilegri stuttri klipp- ingu. Scarlett varð ólétt eftir að- eins nokkurra mánaða samband en parið virkaði afar ástfangið að sjá þegar það gekk saman hönd í hönd í New York. B andaríska söngkonan Alicia Keys er ólétt. Þetta tilkynnti hún á Instagram-síðu sinni á miðvikudaginn en um er að ræða annað barn Aliciu og eigin- manns hennar, tónlistarmannsins Swizz Beatz. Söngkonan birti mynd af sér og eiginmanninum þar sem hún skartar óléttubumbu, íklædd hvítum kjól er minnir á klæða- burð gyðja í grískri goðafræði. Við myndina skrifaði Alicia texta þar sem hún byrjaði á að óska Swizz til hamingju með brúðkaupsdaginn þeirra og bætti svo við: „Og til að gera það enn sætara höfum við verið blessuð með öðrum engli sem er á leiðinni! Þú gerir mig hamingjusamari en ég hef nokkurn tímann verið.“ Hjónin virðast vera í skýjunum með þessi tíðindi, en Swizz birti sömu mynd á sinni Instagram-síðu ásamt orðunum: „Ást er lífið og lífið er ást og við erum svo spennt fyrir annarri gjöf að ofan. Til hamingju með brúð- kaupsafmælið, gyðjan mín.“ Alicia og Swizz byrjuðu saman árið 2009 og giftu sig ári síðar. Þau eiga eitt barn saman; hinn fjögurra ára gamla Egypt Daoud Dean en lagið Speechless, sem Alicia gerði ásamt rapparanum Eve er einmitt tileinkað honum. n ritstjorn@dv.is Alicia Keys á von á barni Tilkynntu um óléttuna á brúðkaupsdaginn Megan Fox Transformers-glæsipían Megan Fox er með sérdeilis fágaðan kvikmyndasmekk. Í uppáhaldi hjá henni eru Kung Fu Panda 2, Teenage Mutant Ninja Turtle-þríleikurinn, How toTrain your Dragon, Hringadróttinssaga og Galdrakarlinn í Oz. Uppáhaldskvikmyndir kvikmyndastjarna Kvikmyndastjörnur stökkva yfirleitt ekki fullskapaðar úr höfði Seifs. Hluti af þroskaferli þeirra felst í að horfa á kvikmyndir og stúdera þær. DV tók saman uppáhaldskvikmyndir nokkurra stjarna, sem hafa haft áhrif á sýn þeirra á kvikmyndagerð og -leik. Daniel Radcliffe Uppáhaldsmyndir Daniels eru eftirfarandi: 12 Angry Men, A Matter of Life and Death, Dr. Strangelove, Little Miss Sunshine og Jason and the Argonauts. Katherine Heigl Grey's Anatomy-stjarnan Katherine Heigl er sem kunnugt er hætt í þáttun- um til að einbeita sér að kvikmyndaferlinum. Heigl sækir innblástur víða en uppáhaldsmyndirnar hennar, sem hún horfir að sögn á aftur og aftur eru þessar: Over board, Coming to America, Steel Magnolias, Charade og The Blind Side. Amy Adams Amy Adams hefur að undanförnu verið að stimpla sig inn sem ein besta leikkona Hollywood. Frammistaða hennar í American Hustle vakti mikla athygli gagnrýnenda, sem og leikur hennar í Her. Uppáhaldskvikmyndir hennar eru: Gone with the Wind, Vertigo, The Wizard of OZ, The Shawshank Redemption og Paulie. Gary Oldman Gamli refurinn Gary Oldman er mest fyrir klassískar myndir í eldri kantinum. Í uppáhaldi hjá honum eru Apocalypse Now, The Conversation, The Godfather III, Badlands og Ratcatcher. Hayden Panettiere Heroes-leikkonan smávaxna er í töluverðri lægð um þessar mundir og hefur ekki landað bitastæðu hlutverki lengi. Hún trúlofaðist nýverið tröllinu Wladimir Klitschko. Þessi dægrin nýtur hún lífsins með boxmeistaran- um í Beverly Hills og horfir ef- laust með honum á kvikmynd eða tvær. Í uppáhaldi hjá henni eru þessar: Life is Beautiful, The Power of One, Moulin Rouge, How to Train Your Dragon, Legends of the Fall. Hamingjusöm Alicia og Swizz eru yfir sig ánægð með lífið um þessar mundir. Lopez fékk ljónaköku Bandaríska söng- og leikkonan Jennifer Lopez hélt upp á af- mælið sitt með pomp og prakt síðustu helgi. Lopez er nú orðin 45 ára og í tilefni af því blés hún til heilmikillar veislu á gríska veitingastaðnum Nammos Estiatorio í New York. Ekkert var til sparað í veislunni en það sem vakti einna helst athygli var af- mæliskaka söngkonunnar. Um var að ræða stóra köku úr smiðju bakarísins SamiCAkes Boutique en kakan var í laginu eins og kona, að öllum líkindum Lopez sjálf, ríðandi á baki ljóns. Að sögn eiganda bakarísins tók gerð kökunnar tvo daga en veislugest- ir stjörnunnar voru afar ánægðir með afraksturinn. Kemur Thicke til varnar „Ég held að þegar einhver er ör- væntingarfullur, þá er hann ör- væntingarfullur,“ sagði bandaríski söngvarinn Jason Derulo í viðtali við sjónvarpsstöðina E! á dögun- um. Þetta sagði Jason er hann var spurður út í hegðun kollega síns, Robins Thicke, en Robin hefur þótt heldur örvæntingarfullur í tilraunum sínum til að ná fyrr- verandi eiginkonu sinni, Paulu Patton, aftur. Robin og Paula til- kynntu í febrúar síðastliðnum að þau væru skilin eftir 21 ár saman og níu ára hjónaband. Síðan þá hefur söngvarinn gripið til ým- issa ráða til að ná ástum Paulu aftur, svo sem að tileinka henni plötu og jafnframt nefna plötuna eftir henni. „Ég get ekki gagnrýnt hann fyrir að reyna. Hann er að reyna allt til að ná stelpunni sinni aftur, svo ég get ekki gagnrýnt hann fyrir það,“ sagði Derulo enn fremur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.