Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Blaðsíða 62
Helgarblað 1.–5. ágúst 201462 Fólk
Hitti forsætis-
ráðherra
Jóhannes Þór Skúlason hitti Sig-
mund Davíð Gunnlaugsson í
vikunni. Þetta upplýsir hann á
Facebook-síðu sinni. „Hitti for-
sætisráðherra á Laugaveginum,“
skrifar Jóhannes undir mynd af
þeim félögum. Slíkur hitting-
ur væri alla jafna ekki í frásögur
færandi enda Jóhannes að-
stoðarmaður Sigmundar og með
honum nær allan daginn. Að
þessu sinni var hins vegar um að
ræða áramótaskaupsútgáfu yfir-
mannsins, leikarann Hannes Óla
Ágústsson. Hannes hefur fengið
mikið lof fyrir frammistöðu sína
sem Sigmundur Davíð í skaup-
inu, en hann þykir ná forsætis-
ráðherranum nánast fullkom-
lega. Svo mikil eru líkindin að
sjálf dóttir Sigmundar hefur tek-
ið feil á þeim, og nú er það að-
stoðarmaðurinn sem ruglast í
ríminu
Ú
tvarpskonan Sigríður Arnar-
dóttir – Sirrý – ætlar í bað
með Bylgju Babýlons. Þetta
staðfestir hún í samtali við
DV. Áður hafði Sirrý fúlsað við boði
Bylgju um sameiginlega baðferð – og
sagt hana billega – en nú hefur henni
snúist hugur og er meira að segja far-
in að hlakka til. „Mér finnst gaman
að ræða við hugrakkar frískar, ungar
konur og ég er alveg til í þetta með
henni,“ segir Sirrý en Bylgja sér um
sjónvarpsþáttinn Í baði með Bylgju
sem frumsýndur verður á iSTV inn-
an tíðar. Þar ætlar hún að spjalla við
þjóðþekkt fólk í baðkari sínu.
Ekki spéhrædd
Eitthvað hefur gengið erfiðlega hjá
Bylgju að fá fólk, sérstaklega konur, í
þáttinn en nú þegar Sirrý hefur lýst
yfir áhuga er ekki
ólíklegt að flóð-
gáttir opnist – og
frægðarfólk flæði
í bað Babýlons í
stríðum straumi.
En óttast Sirrý
ekki að birtast
hálfnakin á skjá-
um landsmanna?
„Nei, ég er svo
langt frá því að vera spéhrædd að
það er vandræðalegt,“ segir hún og
bætir við að sjálf hafi hún margoft
tekið viðtöl við fólk í heitum pottum.
Þátturinn hefur göngu sína í
næstu viku á iSTV en þeim sem
þyrstir í áhorf er bent á Facebook-
síðu þáttanna. Þar má finna nokk-
ur YouTube-myndbönd af Bylgju í
baðkarinu góða. n baldure@dv.is
Sirrý ætlar í bað með Bylgju
Sameiginleg baðferð ekki billeg – lengur
„Erfiðara
en ég hélt“
Þ
etta var aðeins erfiðara en
ég hélt,“ segir Hraðfrétta-
maðurinn og sjósunds-
kappinn Fannar Sveinsson
í samtali við DV. Fannar tók
sig til á dögunum og synti yfir Eski-
fjörð en hann er þar staddur í sum-
arfríi ásamt kærustu sinni, Valgerði
Kristjánsdóttur. Fannar hefur stund-
að sjósund um nokkurt skeið og seg-
ir það hressandi íþrótt sem ögrar og
gefur honum góða áskorun.
Algjör skyndiákvörðun
„Þetta var nú eiginlega ákveðið allt í
einu,“ segir Fannar, spurður um til-
komu sundsins.
„Ég er búinn að vera í fríi á Eski-
firði ásamt kærustunni minni í hálf-
an mánuð og þar sem ég hef stundað
sjósund í einhvern tíma hugsaði ég
með mér að það gæti verið gaman að
synda þarna yfir. Svo bara allt í einu
ákvað ég að gera þetta og maður
frænku kærustunnar minnar fylgdi
mér yfir á bát.“
Fannar fékk þó annan og óvænt-
ari ferðafélaga á leiðinni yfir fjörðinn
því mávur slóst í för með sund-
kappanaum og fylgdi honum allan
tímann.
Í góðu formi
Sjósundið tók Fann-
ar um klukkutíma.
„Þetta tók aðeins
lengri tíma en ég
ætlaði. Ég mældi
á Google Maps að
þetta væri kílómetri
þarna yfir en svo var
svo mikill straum-
ur í sjónum að ég
færðist alveg af leið
og synti örugglega
svona einn og hálf-
an,“ segir Fannar,
sem er vanur tals-
vert styttri vegalengdum í sjósundi.
„Ég er aðallega að synda í Naut-
hólsvík og þá er ég mest um 20 mín-
útur í sjónum í hvert skipti.“
En er ekkert hættulegt að gera
þetta svona fyrirvaralaust?
„Ég myndi ekkert mæla með
þessu ef maður er ekkert búinn að
synda í sjó, en ég er búinn að synda
í hverri viku síðan í október í fyrra
þannig að maður er kominn í ágætt
sjósundsform,“ segir Fannar og bæt-
ir við að það hafi verið góð tilfinn-
ing að koma í land, en eftir sjósund-
ið yljaði hann sér með heitu kakói og
skellti sér svo í heitan pott.
Ögrar sjálfum sér
„Það var nú eiginlega bara skyndi-
ákvörðun,“ segir Fannar, spurður
hvers vegna hann hóf að stunda sjó-
sund.
„Vinkona mín og samstarfsfélagi
á RÚV vinnur í Nauthólsvík á sumrin
og hefur verið í sjósundi í einhvern
tíma. Hún spurði mig einn daginn
hvort ég vildi koma með henni og
ég ákvað að skella mér og varð alveg
„húkt“. Þetta er ógeðslega gaman.“
En hvað er svona skemmtilegt við
sjósundið?
„Fyrir mér er það áskorunin; að
ögra sjálfum sér og gera eitthvað al-
veg nýtt. Það er það sem mér finnst
skemmtilegast við þetta.“ n
horn@dv.is
n Fannar synti yfir Eskifjörð n Hefur stundað sjósund í tæpt ár
Yljar sér eftir sundið
Fannar segir það hafa
verið góða tilfinningu að
koma á land.
„Það var nú
eiginlega
bara skyndi-
ákvörðun
Ferðafélagar Þessi mávur fylgdi Fannari
alla leiðina yfir fjörðinn. MYnd Atli BÖrkur Egilsson
saman í baði Sirrý er ekki spéhrædd.
Ríkið athugar
Timberlake
Þeir sem hyggjast halda tónleika
með laserbendlum eða sterkum
ljóskösturum þurfa að fá sam-
þykki frá Geislavörnum ríkisins
samkvæmt reglugerð. „Við höf-
um verið að veita leyfi fyrir svona
„lasersjóum“,“ segir starfsmaður
hjá stofnuninni og nefnir dæmi
um tónlistarhátíðina Secret Sol-
stice annars vegar og hljóm-
sveitina Sigur Rós hins vegar,
en hvor tveggja fékk leyfi hjá
Geislavörnum ríkisins fyrir tón-
leikahaldi. DV hefur áreiðanlegar
heimildir fyrir því að Justin Tim-
berlake, sem heldur tónleika hér
á landi í ágúst, hafi þurft að sækja
um sams konar leyfi hjá stofnun-
inni en starfsmaður Geislavarna
ríkisins vildi ekki staðfesta í hvers
konar ferli mál Timberlakes væri.
Selurinn Balti
Baltasar Kormákur sækir Sund-
laug Seltjarnarness reglulega.
Leikstjórinn frægi hangir ekki
bara í pottunum eins og svo
margir heldur fer nær alltaf í
sundlaugina. Það væri ekki í frá-
sögur færandi nema fyrir þær
sakir að hann syndir á slíkum
ógnarhraða að undrun sætir – og
yfirleitt mörg hundruð metra í
senn. „Hann er bara eins og sel-
ur,“ segir fastagestur í lauginni,
sem vill síður láta nafns síns
getið, og bætir við að sund-
hæfileikar Balta veki iðulega
mikla athygli og umræður meðal
latari gesta sundlaugarinnar.