Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Blaðsíða 22
Helgarblað 1.–5. ágúst 201422 Fréttir A ð sögn íbúa Ólafsfjarð- ar halda fáeinir glæpa- menn samfélaginu í helj- argreipum. Svo slæmt er málið að íbúar íhuga að taka lögin í eigin hendur. Einn íbúi sagði að í því samhengi væri jafnvel rætt um barsmíðar. Fram til þessa hafa íbúar þó nýtt sér samfélags- miðla til að halda uppi virku eft- irliti. Fyrst og fremst er um að ræða eina unga konu sem sögð er hafa brotist inn hjá fjölmörgum íbúum. Í samtölum við DV var augljóslega mikill hiti í Ólafsfirðingum og töl- uðu sumir um að aðgerðarleysi lög- reglunnar væri algjört. DV veit um mörg mál tengd fólkinu og er hér rætt við fáein fórnarlömb innbrota- hrinunnar sem og íbúa sem segjast hafa fengið nóg. Enginn þeirra var tilbúinn að ræða málið undir nafni af ótta við mögulegar afleiðingar þess. „ Maður sér bara á Facebook að það eru allir orðnir mjög þreyttir á þessu aðgerðarleysi hjá löggunni. Fólk ætlar bara að taka þetta í sín- ar hendur. Það eru myndir af henni sem er deilt á Facebook og fólk ætl- ar að buffa hana þegar það sér hana næst,“ segir einn Ólafsfirðingur E í samtali við DV. „Maður hefur varann á sér“ DV ræddi við tvær konur sem stunda atvinnurekstur á Ólafsfirði. Önnur þeirra segist ekki hafa orðið sjálf fyr- ir barðinu á innbrotsþjófum en hún vissi þó vel af innbrotahrinunni. „Maður hefur varann á þegar maður sér þau á vappinu,“ segir hún. Hinn konan segir að fé og lyklum hafi ver- ið rænt úr bíl sínum síðastliðinn sunnudag. „Það var bara farið inn um gluggann á bílnum hjá okkur sem stóð fyrir utan eldhúsgluggann í kringum hádegi á sunnudag. Það var farið í jakkavasa hjá syni mínum og teknir peningar og lyklar að mót- orhjóli eða skelli nöðru. Það var svo sem ekkert merkilegt í bílnum,“ seg- ir konan. Miklar líkur á að lenda í konunni Sama dag og stolið var úr bíl kon- unnar var brotist inn hjá öðrum Ólafsfirðingi. „Hún fór inn til mín á sunnudaginn, milli tvö og þrjú. Hún stal trúlofunarhring, hálsmeni, áfengi og maskara. Hún skildi nú tölvur og annað eftir, í þetta skiptið. Þetta er í fyrsta skipti sem hún brýst inn til okkar. Hún bara veður í allt, bara algjört „case“. Hún rótaði í öllu draslinu hjá okkur, öllum skápum og töskum,“ segir Ólafsfirðingurinn B. Sá segir málið orðið mjög óþægi- legt fyrir bæjarbúa. Hann er þó ekki eins gagnrýninn á störf lögreglu og aðrir bæjarbúar sem DV rædd við. „Löggan virðist bara hafa svo fá úr- ræði gegn svona brotum. Ég fór að kæra hana formlega í gær því ná- granni minn sá hana koma út frá mér. Það eru mjög margir í bænum búnir að verða fyrir barðinu á henni upp á síðkastið. Ef þú hefur gleymt að læsa einhverju þá eru bara mjög miklar líkur á að hún komi þar inn,“ segir Ólafsfirðingurinn B. Þarf að taka þau úr umferð Maðurinn sem brotist var inn hjá síðastliðinn sunnudag segir líkt og aðrir bæjarbúar að hefðin sé að hús- um sé ekki læst. Það sé nú liðin tíð. „Þetta er að verða þannig núna. Það eru bara allir farnir að passa sig. Menn geta ekkert unað við þetta. Ég vona nú að það komi ekki til þess að bæjarbúar taki málin í eigin hendur, en það þarf eitthvað að bæta reglu- gerðirnar þannig að svona síbrota- fólk verði bara tekið úr umferð. Ég veit að hún fór inn annars staðar á sunnudaginn, sama dag og hjá mér. Þar kom heimilisfólkið að henni, gangandi út úr kjallarann hjá sér,“ segir maðurinn. Mætir innbrotsþjófum í Samkaupum Ættingi mannsins sem brotist var inn hjá á sunnudag segir í samtali við DV að bæjarbúar séu langþreytt- ir á ástandinu. „Þegar það fer eitt- hvað svona í gang þá þorir enginn að gera neitt. Fólk veit ekki hvernig á að bregðast við. Maður hefur heyrt að fólk sé að íhuga að taka mál- in í eigin hendur. Fólk er náttúrlega orðið þreytt á þessu, þetta er búið að standa yfir stanslaust í tvær vik- ur. Fólk skilur ekki hvers vegna það mætir fólkinu daginn eftir innbrot úti í Samkaupum,“ segir hann. Hræddur við viðbrögð bæjarbúa Einn Ólafsfirðingur sem DV ræddi við sagði að hann hefði sloppið við innbrot sjálfur en brotist hefði verið inn hjá nágranna hans í næsta húsi. „Mér finnst alveg ótrúlegt að mað- ur þurfti að læsa aftur öllum glugg- um í tuttugu stiga hita. Hún hef- ur ekki komist inn til mín. Það að maður þurfi að líta í kringum sig þó að maður sé heima, því það virðist ekki skipta neinu máli. Þetta er alveg svakalegt í svona litlu bæjarfélagi, að ekkert sé hægt að gera í málinu. Það sem ég er hræddastur við er að íbú- ar hreinlega taki málið í sínar hend- ur áður en lögreglan gerir eitthvað. Stelpan á örugglega bágt en það þarf þá að taka hana úr umferð. Þetta er bara of langt gengið,“ segir maður- inn. Strunsaði inn og gramsaði Annar Ólafsfirðingur C sem DV ræddi við sagði að konan hefði ekki í raun brotist inn til hans held- ur hafi hún bankað upp á þegar tólf ára dóttir hans hafi verið ein heima. Konan hafi gengið rakleiðis inn og tekið það sem henni sýndist meðan stúlkan fylgdi henni eftir lafhrædd. „Í mínu tilfelli var þetta þannig að hún kemur að dyrum og spyr hvort við foreldrarnir séu heima, sem við vorum ekki, og hvort hún megi koma inn til að skoða heimilið. Dótt- ir mín veit hver hún var áður en hún leiddist út í þennan heim. Hún fer inn og skannar öll herbergi og rót- ar í drasli. Hún fer í skóhillur og inn í ísskáp,“ segir maðurinn. Að hans sögn tók konan tvo bjóra og skópar í þessari skoðunarferð. Barnið í sjokki Maðurinn segir að honum þyki þessi uppákoma mjög óþægileg sér í lagi vegna þess hvernig hún lék á unga dóttur hans. „Mér er alveg sama um þessa muni sem hún tók frá mér, en hún málað barnið út horn. Hún lagði mikið á tólf ára stelpu þarna. Hún var í miklu sjokki eftir þetta, þorði ekkert að segja mér hvað hún hefði tekið, ósátt við að þetta hefði gerst á hennar vakt. Hún gat ekkert borðað og var bara í sjokki greyið,“ segir Ólafsfirðingurinn. Horfir á í forundran „Ég held að það sé mjög hollt að þetta komi upp á yfirborðið. Þetta er stórhættulegt lið sem við erum díla við hérna. Þetta er bara ung stúlka sem er búin að dragast inn í einhvern óheilindaheim sem breyt- ir því ekki að það er hún sem er að fara inn í húsin. Mörg á dag og mörg á nóttu oft,“ segir maðurinn. Hann segist hafa orðið var við umræðu um hvort bæjarbúar þyrftu að taka lögin í eigin hendur. „Þetta eru náttúrlega hræðileg komment því hver vill svo- leiðis vitleysu. Við erum bara farin að halda að þau hafi eitthvað á lög- guna. Maður horfir á þetta í forundr- an. Lögreglan hefur oft verið spræk- ari þegar einhver hefur lagt ólöglega. Þegar reynir á þá gerist andskotans ekki neitt.“ Íbúar orðnir reiðir Hann segir að þetta ástand sé búið að umturna bæjarlífinu. „Hér hefur enginn læst nokkru. Nú gera það all- ir. Fólk er orðið svo reitt vegna þess líka að lögreglan bregst svo furðu- lega við, virðist einhvern veginn telja sig ekkert geta gert. Yfirvarðstjórinn sagði við mig að það þurfi einhver fimmtíu, sextíu mál til þess að þau væru sett inn. Þá var hann með hana hjá sér og spurði hvort ég vildi gera eitthvað í þessu. Ég sagði að ég væri nú búinn að því, ég væri búin að senda tilkynningu og kæru,“ seg- ir maðurinn. DV hafði samband við yfir varðstjóra á Ólafsfirði til að spyrja hann út í málið. Hann kann- Ólafsfjörður í heljar- greipum glæpamanna n Íbúar íhuga að taka lögin í eigin hendur n Langþreyttir á andvaraleysi lögreglu Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Hvað vilja þau að sé gert? Við getum ekki látið fólk hverfa. „Þorp í heljargreipum“ Ólafsfirðingar hafa upplifað innbrotahrinu síðastliðið misseri. Sumir sem DV ræddi við höfðu orð á því að brotist hafi verið inn hjá öðrum hvorum bæjarbúa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.