Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Blaðsíða 14
Helgarblað 1.–5. ágúst 201414 Fréttir * Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Okkur er sönn ánægja að sjá um þín fasteignaviðskipti – þú hringir við seljum! 100% þjónusta = árangur*Landmark leiðir þig heim! Sími 512 4900 landmark.is Benedikt Ólafsson sölufulltrúi Sími 661 7788 Magnús Einarsson Löggiltur fasteignasali Sími 897 8266 Sigurður Samúelsson Löggiltur fasteignasali Sími 896 2312 Sveinn Eyland Löggiltur fasteignasali Sími 690 0820 Íris Hall Löggiltur fasteignasali Þórarinn Thorarensen Sölustjóri Sími 770 0309 Kristberg Snjólfsson Sölufulltrúi Sími 892 1931 Eggert Maríuson Sölufulltrúi Sími 690 1472 Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir skjalagerð Sigurður Fannar Guðmundsson Sölufulltrúi Sími 897 5930 NAUÐGAÐI EIGIN DÓTTUR Í TÍU ÁR n Íslendingur fékk ellefu ára dóm í Noregi í apríl n Skelfilegt ofbeldi H lynur Ólafsson var í upp­ hafi síðastliðins apríl­ mánaðar dæmdur í Noregi í ellefu ára fangelsisvist fyr­ ir að hafa ítrekað nauðgað dóttur sinni. Samkvæmt norskum fjölmiðlum áttu nauðganirnar sér stað yfir tíu ára tímabil eða frá ár­ inu 2002 til 2012. Dóttir Hlyns var tíu ára þegar níðið hófst. Samkvæmt heimildum DV hefur Hlynur ver­ ið búsetur í Noregi um árabil og er dóttir hans hálfnorsk. Til marks um hve alvarleg brot Hlyns eru má nefna að Ámundi Jóhannsson fékk sömuleiðis ellefu ára dóm í Noregi fyrir að myrða Helga Dahle í einka­ samkvæmi. Gróft ofbeldi Norskir fjölmiðlar greindu fyrst frá ákæru gegn Hlyni í febrúar fyrr á þessu ári. Í frétt vegna málsins þá var greint frá ítrekuðu ofbeldi Hlyns gegn eiginkonu sinni og dóttur. Hann var sagður hafa stjórnað heimilinu um árabil með ofbeldi. Hlynur var meðal annars dæmdur fyrir að hafa dregið eiginkonu sína á hárinu og kýlt ítrekað. Hann á með­ al annars að hafa hótað að myrða hana ef hún héldi framhjá honum. Grófasta ofbeldinu beindi hann þó að dóttur sinni en hann var dæmd­ ur fyrir að hafa meðal annars tekið hana kverkataki og lyft upp af jörðu. Gat ekki öskrað Samkvæmt fréttaumfjöllun í Noregi nauðgaði Hlynur dóttur sinni ýmist inni í hennar herbergi, í skúr í bak­ garði, eða í bílskúr einbýlishússins þar sem þau bjuggu. Samkvæmt dómnum einkenndist níð Hlyns á henni af grófu ofbeldi. „Oft þegar nauðganirnar áttu sér stað hélt hann henni fast og/eða hélt fyrir munn hennar svo hún gæti ekki öskrað. A segir að hún hafi viljað og/eða beðið hann um að hætta og hafi reynt að ýta frá sér. Oft veitti hún litla líkam­ lega mótstöðu þar sem hún óttaðist ofbeldi af hans hálfu,“ segir í tilvitn­ un úr ákæru í grein um málið hjá norska fjölmiðlinum nettavisen.no. Hótaði að myrða gæludýr Fyrir dómi lýsti dóttir Hlyns níðinu svo að algengast hafi verið að faðir hennar hafi vakið hana um nóttina og tekið hana út í skúr eða bílskúr þar sem hann nauðgaði henni. Þetta sagði hún hafa gerst æ ofan í æ frá því hún var tíu ára. Þrátt fyr­ ir líkamlegt ofbeldi reyndi stúlkan oft þegar hún var yngri að sporna gegn brotum Hlyns. Þegar það gerð­ ist hótaði Hlynur að myrða gæludýr dóttur sinnar. Samkvæmt dómn­ um hætti stúlkan að lokum að veita mótspyrnu með von um að hann yrði fljótur og að það myndi sefa reiði hans. Óttaðist að hún væri ólétt Samkvæmt dómi vissi móðir stúlk­ unnar og eiginkona Hlyns ekki af níðinu. Dóttir hans sagði fyrir dómi að hún hefði reynt að fela ofbeldið. Eitt skipti bað hún þó móður sína að kaupa neyðargetnaðarvörn þar sem hún hafði áhyggjur af því að Hlynur hefði barnað hana. Hún gaf þá af­ sökun að hún hafi haft samfarir við kærasta sinn úr skóla. Lífsýni fundust í rúminu Dóttir Hlyns sagði fyrir dómi að henni fyndist sem og móðir henn­ ar hafi neitað að horfast í augu við hvað faðir hennar væri að gera gegn henni. Raunar fékk hún lítinn stuðning frá móður sinni en um leið og hún kærði nauðganirnar minnk­ aði móðir hennar öll samskipti við hana. Móðir stúlkunnar sagði í vitnastúku að hún teldi að dóttir hennar hefði ímyndað sér misnotk­ un föður síns. Dómstóll í Noregi taldi þetta ekki líklegt þar sem líf­ sýni Hlyns fundust í rúmi stúlkunn­ ar. Skýringar Hlyns á hvers vegna lífsýni hans hafi ratað þangað voru taldar ótrúverðugar. Hlynur var í gæsluvarðhaldi í tæplega ár áður en hann var dæmdur. Norskir fjölmiðl­ ar herma að Hlynur hafi neitað sök. Bróðir Hlyns sem búsettur er á Ís­ landi segir að hann sé ekki í miklu sambandi við bróðir sinn. Hann viti þó að málinu hafi verið áfrýjað og verði tekið fyrir nú í ágúst. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Oft þegar nauðganirnar áttu sér stað hélt hann henni fast og/eða hélt fyrir munn hennar svo hún gæti ekki öskrað. Dæmdur Hlynur var nýverið dæmdur í ellefu ára fangels- isvist fyrir gróf kyn- ferðisbrot. Myndin var tekin á taílenskum bar samkvæmt lýsingu á Facebook-síðu Hlyns. Pólitískur bæjarstjóri Kjartan Már Kjartansson, fram­ kvæmdastjóri Securitas á Suðurnesjum, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Þetta var tilkynnt og afgreitt formlega á fundi bæjarráðs Reykjanes­ bæjar á fimmtudag. Árni Sigfús­ son, fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sendi sama dag fyrir hönd sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ tilkynningu vegna ráðningarinnar. Þar er gagnrýnt að Nýtt afl hafa fallið frá þeirri stefnu sinni að ráða ópólitískan bæjarstjóra en Kjartan Már er fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálf­ stæðisflokks. Þá telja sjálfstæðis­ menn að greinilegt sé að Frjálst afl hafi fallið frá þeirri stefnu sinni að bæjarstjóri þurfi að vera sérfræðingur í „endurskipulagn­ ingu skulda“ og „beintengjast ekki stjórnmálaöflum í bæjarfé­ laginu.“ Aldrei meira áfengi Metsala var í Vínbúðum ÁTVR vikuna fyrir verslunarmannahelgi í fyrra, en þá seldust tæplega 727 þúsund lítrar af áfengi. Að jafnaði er salan 50 til 60 prósentum meiri í þessari miklu hátíðarviku en aðrar vikur í júlí. Starfsfólk Vínbúðarinnar býst jafnvel við því að sölumetið verði slegið aftur í ár, en samkvæmt frétt á vefsíðu Vínbúðanna veltur það fyrst og fremst á veðrinu á landinu á föstudag. Langflestir viðskiptavinir koma í búðirnar á föstudegi milli 16 og 18, líklega um 13 þúsund manns og eru áfengisþyrstir Ís­ lendingar með biðraðafælni því hvattir til að gera helgarinnkaup­ in á öðrum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.