Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 8
8 Fréttir Helgarblað 15.–18. ágúst 2014 Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 Flugvél nauð- lenti í Ölfusi Lítil einshreyfils flugvél nauð- lenti í mýrlendi austan við bæinn Þúfu í Ölfusi rétt fyrir klukkan 18 síðastliðinn þriðju- dag. Tveir menn voru í vélinni og sluppu þeir báðir ómeiddir. Flugvélin skemmdist ekki í lendingunni. Fréttavefurinn Sunnlenska.is greinir frá þessu. Þar kemur fram að flugmað- urinn hafi verið á leið frá Múla- koti til Reykjavíkur. Skyndilega brotnaði af enda skrúfublaðsins með þeim afleiðingum að vélin fór að titra mikið. Flugmaður- inn hóf þá undirbúning fyrir nauðlendingu, sem heppnaðist vel. Rannsóknarnefnd flugslysa sendi menn á staðinn til rann- sóknar á atvikinu. Tekur ekki undir með Bandaríkjaforseta Ólafur Ragnar svarar ekki spurningum um orðanotkunina „flugslys“ á vef embættisins E mbætti forseta Íslands vill ekki svara spurningum um notkun orðsins „flugslys“ í lýsingu á afdrifum malasísku farþegaþotunnar sem skotin var niður yfir Austur-Úkraínu í síð- asta mánuði. Orðið er notað á vef- síðu embættisins þar sem sagt er frá fundi með nýjum sendiherra Rúss- lands í júlí. Á fundinum voru helstu umræðuefnin tvö. Annars vegar málefni norðurslóða og hins vegar farþegaþotan sem grandað var með flugskeyti rússneskra aðskilnaðar- sinna í austurhluta Úkraínu. Í svari frá forsetaembættinu, sem Örnólfur Thorsson forsetaritari sendi til DV, kemur fram að forsetaembættið geti ekki svarað spurningum um eins- taka fundi forsetans og heldur ekki af hverju orðið flugslys var notað til að lýsa afdrifum farþegaþotunnar. Svarar engri spurningu Athygli vekur að Ólafur Ragnar svar- ar ekki neinni af þeim spurningum sem DV sendi til hans. Vinnureglur forsetaembættisins um að svara ekki spurningum um inntak funda eða ræða frekar um færslur á vef emb- ættisins koma hins vegar ekki í veg fyrir að forsetaembættið geti svar- að tveimur af þeim spurningum sem blaðið sendi forsetanum. Þess- ar spurningar eru þær hvort Ólafur Ragnar telji sjálfur að flugskeyta- árásin í Úkraínu hafi verið flug- slys og hvort hann sé sammála eða ósammála því mati Baracks Obama Bandaríkjaforseta að rússnesk stjórnvöld beri að hluta til ábyrgð á ódæðinu vegna þess að þau hafa séð rússneskum aðskilnaðarsinn- um í Úkraínu fyrir vopnum. Forset- inn lætur því ekki aðeins ógert að svara þeim spurningum sem hann getur ekki svarað samkvæmt vinnu- reglum embættisins heldur kýs hann að sleppa því að svara þeim tveimur spurningum um orðanotkunina, og þá afstöðu sína til árásarinnar, sem hann ætti að geta svarað. Sendi samúðarkveðju Forseti Íslands sendi samúðarkveðju til konunga Hollands og Malasíu í kjölfar slyssins, líkt og fram kemur í svari embættisins. Í tilkynningu um samúðarkveðju var talað um „skelfi- leg örlög“ vélarinnar. Ólafur Ragnar hefur hins vegar gengið miklu skem- ur en ýmsir þjóðhöfðingjar hafa gert, til dæmis Barack Obama, í því að benda á ábyrgð Rússa í málinu. Þvert á móti hefur Ólafur Ragnar enn sem komið er ekkert vikið að ábyrgð Rússlands opinberlega. Orð hans um flugslys benda frekar til þess að hann vilji draga úr ábyrgð rússneskra yfir- valda á eldflaugaárás aðskilnaðar- sinnanna með því að stilla henni upp með þessum hætti. n Spurningar DV til forseta- embættisins „1. Af hverju er orðið „flugslys“ notað um það það þegar far- þegaþota er skotin niður? 2. Telur Ólafur Ragnar sjalfur að flugskeytaárásin á farþegaþot- una hafi verið flugslys? 3. Notaði Ólafur Ragnar orðið „flugslys“ þegar hann ræddi við rússneska sendiherrann í síðasta mánuði? 4. Barack Obama hefur sagt rússneskt stjórnvöld að hluta til ábyrg fyrir árásinni þar sem þau hafi séð rússneskum aðskiln- aðarsinnum fyrir vopnum? Er Ólafur Ragnar ósammála því mati Obamas?“ „Þeirri vinnureglu hefur verið fylgt frá því að heimasíðunni var ýtt úr vör að veita ekki viðtöl um einstakar færslur eða frekari skýr- ingar á þeim. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Um langt árabil hefur embætti forseta fylgt þeirri reglu að skýra ekki frá inntaki viðræðna við fulltrúa erlendra ríkja umfram það sem fram kemur í stuttum frásögnum á heimasíðu embættisins eða fjalla um eða tjá sig um ummæli erlendra þjóðhöfðingja. Á heimasíðunni birtast jafnharðan stuttar frásagnir af fundum forseta, at- burðum á Bessastöðum sem og viðburðum sem forseti tekur þátt í. Þeirri vinnureglu hefur verið fylgt frá því að heimasíðunni var ýtt úr vör að veita ekki viðtöl um einstakar færslur eða frekari skýringar á þeim. Það á einnig við um frásögn á heima- síðunni af fundi forseta með nýjum sendi- herra Rússlands. Þegar umræddur fundur var haldinn, þann 22. júlí síðastliðinn, var ráðandi sú alþjóðlega meginkrafa að tryggð yrði framkvæmd „alþjóðlegrar rannsóknar og náins samstarfs með hagsmuni fjölskyldna og ættingja þeirra sem létu lífið að leiðarljósi“ eins og segir á heimasíðunni. Þrátt fyrir margvíslega erfiðleika tókst að tryggja framkvæmd þeirrar rannsóknar og hún fer nú fram með þátttöku sérfræðinga frá mörgum ríkjum og alþjóðastofnunum. Daginn áður en forseti átti fund með rússneska sendiherranum sendi hann sam- úðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Willem-Alexander konungs Hollands og Yang di-Pertuan Agong konungs Malasíu. Í fréttatilkynningu um samúðarkveðjuna sagði: „Hin skelfilegu örlög vélar Malaysian Airlines, MH 17, hafi vakið sorg og samúð um allan heim. Hugur okkar og bænir séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið. Alþjóðasamfélagið þurfi að bregðast við með nánu samstarfi og nauðsynlegum aðgerðum.“ Svar forsetaembættisins við spurningum DV. Svarar ekki spurningum um „flugslysið“ Forsetaembættið varfærið í tali um ábyrgð Rússa. Áhuginn á norður- slóðum Ólafur Ragnar Grímsson hefur lengi reynt að ná eyrum Vladimírs Pútín Rússlandsforseta til að ræða við hann um málefni norðurslóða. Hér sést hann með honum á Vetrar- ólympíuleikunum í Sochi fyrr á árinu. Mynd ReuteRS Munaði 175% á verði papriku Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum, stórmörkuðum og svokölluð- um klukkubúðum fyrr í vikunni. Hæsta verðið var oftast að finna í verslun 10/11 og hjá Samkaup- um-Strax. Mesti verðmunur í könnuninni var 175%, á ódýrustu fáanlegu gulu paprikunni en hún var dýrust hjá Víði, á 985 krón- ur en ódýrust hjá Bónus á 398 krónur. En oftast var verðmunur- inn frá 25%–75%. 103 vörur voru skoðaðar og átti Hagkaup þær flestar til en minnst var úrvalið hjá 10/11.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.