Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 44
Helgarblað 15.–18. ágúst 201444 Sport n Enska úrvalsdeildin fer af stað um helgina n Kunnugleg lið verða í titilbaráttunni Chelsea verður meistari 1 Chelsea Það þarf ekki að koma á óvart að Chelsea sé spáð efsta sætinu í vor. Cesc Fabregas, Diego Costa, Didier Drogba og Filipe Luis hafa bæst í hópinn en reynslumiklir leikmenn eins og Ashley Cole, Frank Lampard og David Luiz eru horfnir á braut. Brotthvarf Coles og Lampards ætti ekki að hafa mikil áhrif en salan á Luiz gerir það að verkum að breiddin í vörninni er minni en á síðustu leiktíð. Það þýðir að meira mun mæða á John Terry og Gary Cahill að því gefnu að liðið kaupi ekki miðvörð. Staðreyndin er samt sú að Chelsea er best mannaða liðið í deildinni og við stjórnvölinn er José Mourinho sem er fæddur sigurvegari. Ef allt er eðlilegt ætti liðið að sigla Englandsmeistaratitlinum í höfn. Lykilmaður: Eden Hazard Belginn skoraði 14 mörk og lagði upp 7 til viðbótar í ensku deildinni á síðustu leiktíð. Fylgstu með: Diego Costa Spænski lands- liðsmaðurinn skoraði 27 mörk í spænsku deildinni í fyrra. 2 Manchester City Englandsmeist- ararnir verða í titilbaráttu í vetur en þurfa að sjá á eftir titlinum til Chelsea. Þó að félagið hafi haft hægar um sig á leikmannamarkaðnum í sumar en oft áður er liðið geysilega vel mannað; Eliaquim Mangala, Fernando, Willy Caballero og Bacary Sagna eru nýir í herbúðum félagsins og allir lykilmenn eru enn hjá félaginu. Reynsla Mourinho og gæði Chelsea munu einfaldlega skáka City-liðinu í vetur – þeir verða samt í titilbaráttunni þar til yfir lýkur. Lykilmaður: Yaya Toure Algjör lykilmaður hjá City. Skoraði 20 mörk og lagði upp 9 í 35 deildarleikjum í fyrra. Fylgstu með: Eliaquim Mangala Keyptur fyrir stórfé frá Porto í sumar. Öflugur miðvörður, líklega einn sá efni- legasti í Evrópu. 3 Liverpool Hvað gerir Liverpool án Luis Suarez? Það mun halda uppteknum hætti frá síðustu leiktíð, spila skemmtilegasta boltann í deildinni og skora fullt af mörkum. Ef marka má undirbúnings- tímabilið virðist Liverpool ekki sakna markahæsta manns deildarinnar í fyrra. Liðið hefur spilað vel og leikmenn eins og Philippe Coutinho, Raheem Sterling og Daniel Sturridge virðast tilbúnir að taka við keflinu af Suarez. Meistara- deildin mun hafa áhrif á liðið í vetur en fjöldi nýrra leikmanna er kominn til félagsins og breiddin er klárlega til staðar hjá Liverpool. Liðið verður í fínum málum í vetur undir handleiðslu Brendans Rodgers. Lykilmaður: Steven Gerrard Gerrard er hershöfðinginn hjá Liverpool og nærvera hans hefur jákvæð áhrif á alla hjá félaginu. Fylgstu með: Raheem Sterling Ekki efnilegur lengur heldur einfaldlega frábær leikmaður. Gæti orðið 20 marka maður í vetur. 7 Tottenham Tottenham-liðið spilaði illa í fyrra en tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að landa 6. sætinu. Mauricio Pochettino er tekinn við liðinu og hann sýndi það með Southampton í fyrra að hann er snjall stjóri. Aldrei þessu vant hefur liðið haft hægt um sig á leikmanna- markaðnum og markmiðið virðist vera að byggja á þeim mannskap sem spilaði í fyrra. Ætli liðið sér að gera tilkall til Meistaradeildarsætis þurfa framherjarnir Roberto Soldado og Emmanuel Adebayor að spila vel og varnarleikurinn að verða betri en hann var á löngum köflum í fyrra. Fljótt á litið virðist 6. til 7. sætið raunhæft fyrir liðið. Lykilmaður: Cristian Eriksen Sýndi mjög góða leiki í fyrra og verður heilinn í sóknarleiknum í vetur. Fylgstu með: Erik Lamela Floppaði í fyrra en er að nálgast sitt allra besta form þessa dagana. 8 Swansea Swansea-liðið mætir töluvert breytt til leiks í haust en síðasta vetur. Leikmenn eins og Michel Vorm, Chico Flores, Ben Davies, Jonathan de Guzman og Michu eru farnir en á móti eru komnir leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson, Bafetimbi Gomis, Jefferson Montero, Sung Young-Ki og Lukasz Fabianski. Swansea-liðið hefur alla burði til að koma á óvart í vetur og blanda sér í baráttuna um Evrópudeildarsæti. Garry Monk, stjóri liðsins, hefur gert snjöll kaup og skyldi enginn útiloka að Swansea verði það lið sem komi einna mest á óvart. Lykilmaður: Ashley Williams Hjartað í liðinu og stýrir vörninni eins og herforingi. Fylgstu með: Gylfa Þór Sigurðssyni Það er einfaldlega ekki hægt að horfa framhjá okkar manni. 11 Sunderland Sunderland-liðið var í miklu basli á síðustu leiktíð en ótrúlegur enda- sprettur tryggði liðinu 14. sætið í deildinni. Magn- aður árangur þar sem lengi leit út fyrir að liðið myndi enda í tuttugasta og neðsta sætinu. Liðið var einfaldlega allt of gott til að falla en spurningin er sú hversu mikið stjórinn Gustavo Poyet nær út úr mannskapnum. Sunder- land-liðið er ekki það best mannaða í deildinni en með góðu skipulagi er allt hægt eins og sýndi sig í fyrra. Ef liðið nær góðum sigrum snemma á leiktíðinni gæti sjálfstraustið skilað liðinu langt, jafnvel í efri hluta deildarinnar. Lykilmaður: Lee Cattermole Baráttuglaður vinnu- hestur sem skilar alltaf 100% vinnu fyrir liðið. Fylgstu með: Jack Rodwell Eftir erfiðan tíma hjá Manchester City mun þessi öflugi miðjumaður loksins fá að spila um hverja helgi. 12 Crystal Palace Tony Pulis er kraftaverka- maður og það sýndi hann eftir að hann tók við Palace-liðinu í tómu tjóni snemma á síðustu leiktíð. Liðið fór á mikið flug eftir áramót og endaði í 11. sæti deildarinnar. Takist liðinu að byggja ofan á árangurinn sem náðist á síðustu leiktíð þurfa stuðningsmenn Palace ekki að örvænta. Litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins í vetur en þó eru leikmenn eins og Brede Hangeland og Frazier Campbell komnir. Svo lengi sem Pulis er við stjórnvölinn er engin hætta á að liðið falli og líklegt verður að liðið verði um miðja deild í vetur. Lykilmaður: Mile Jedinak Sá leikmaður sem hljóp mest allra í úrvalsdeildinni í fyrra. Sú vinna skilaði sér fyrir Palace. Fylgstu með: Dwight Gayle Framherji sem blómstraði undir lok síðustu leiktíðar eftir erfiða byrjun. 13 Hull City Steve Bruce gerði virkilega góða hluti með Hull-liðið síðasta vetur og skilaði hann nýliðunum í 16. sætið sem segir ekki alla söguna. Liðið var svo gott sem sloppið við fall fljótlega upp úr áramótum og einbeitingin fór í bikarkeppnina þar sem Hull fór alla leið í úrslit. Það er fátt sem bendir til þess að Hull verði í einhverju basli í vetur. Jake Livermore var keyptur í sumar og þá fékk félagið Thomas Ince og Robert Snodgrass sem gætu orðið mikilvægir, sérstaklega Snodgrass. Liðið þarf þó að bæta árangurinn á útivöllum en liðið fékk aðeins 12 stig á útivöllum allt síðasta tímabil. Lykilmaður: Tom Huddlestone Frábær miðjumaður sem var mjög drjúg- ur fyrir liðið í fyrra. Fylgstu með: Robbie Brady Vængmaður sem byrjaði síðustu leiktíð frábærlega en lenti svo í erfiðum meiðslum. 14 West Ham West Ham-liðið sigldi lygnan sjó á síðustu leiktíð og endaði 13. sæti. Liðið átti afleitan lokakafla og tapaði 5 af síðustu 6 leikjum sínum. Tiltölulega litlar breytingar hafa orðið á liðinu frá því í fyrra. Liðið hefur þó keypt tvo öfluga leikmenn; Enner Valancia sem skoraði 3 mörk með Ekvador á HM í sumar og senegalskan miðjumann að nafni Cheikhou Kouyaté sem kom frá Anderlecht. Að öðru leyti er leikmanna- hópurinn nokkurn veginn sá sami. Það er í raun lítið sem gefur tilefni til að ætla að flugeldasýningar sé að vænta frá leikmönnum West Ham í vetur meðan Sam Allardyce er enn við stjórnvölinn. Lykilmaður: Kevin Nolan Fyrirliðinn og reynslumesti leik- maður West Ham þarf að vera í sínu besta formi í vetur. Fylgstu með: Enner Valencia Öflugur sóknarmaður sem gæti slegið í gegn í úrvalsdeildinni. 15 QPR Það verður að gaman að sjá Harry Red- knapp aftur þar sem hann á heima, í ensku úrvalsdeildinni. QPR-liðið mætir aftur til leiks eftir að hafa komist í úrvalsdeildina gegnum umspil í vor. Liðið mætir til leiks reynsl- unni ríkara eftir að hafa fallið úr úrvals- deildinni fyrir tveimur árum. Nú hefur Redknapp tekið vörnina í gegn og fengið til liðsins Rio Ferdinand og Steven Caulker sem munu stoppa í götin sem eru í vörninni. Þá bendir flest til þess að Loic Remy leiki með QPR í vetur. Miðað við leikmannahópinn ætti liðið að halda sæti sínu í deildinni nokkuð örugglega. Lykilmaður: Loic Remy Skoraði og skoraði fyrir Newcastle í fyrra og gæti reynst QPR-liðinu ákaflega vel í vetur. Fylgstu með: Charlie Austin 25 ára framherji sem hefur raðað inn mörkunum í neðri deildunum. Setti 17 í Championship í fyrra. Hart tekist á DV spáir því að Chelsea verði Englandsmeistari. José Mourinho er fæddur sigur- vegari og hann mun sjá til þess að titillinn fari á Stamford Bridge.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.