Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Qupperneq 54
Helgarblað 15.–18. ágúst 201454 Fólk
Tekur fíflagang
alvarlega
Sirkusstýran og fjölmiðlakon-
an Margrét Erla Maack leitar sér
nú að vinnu fyrir haustið. Þetta
tilkynnti Margrét á Facebook-
síðu sinni á dögunum, en sirkus-
ævintýri Sirkuss Íslands er senn
á enda.
„Tala alls konar tungumál og
er mjög góð í internetinu. Finnst
leiðinlegt að vera kalt, svöng og
þreytt. Ég er reyk- og barnlaus,
hress en svolítið óþolinmóð. Ég
tek lífinu almennt létt, en fífla-
gangi grafalvarlega,“ skrifaði Mar-
grét í atvinnuumsóknina en þar
titlar hún sig meðal annars „kara-
okeskrímsl“, „pistladýr“ og „sirku-
sdrottningu“. Margrét hefur ávallt
haft nóg á sinni könnu og í sum-
ar hefur hún ferðast um landið
ásamt Sirkus Íslands og skemmt
landsmönnum í sirkustjaldinu
Jöklu.
Opnar útibú í
Bolungarvík
Helga Vala Helgadóttir hefur
opnað útibú lögmannsstofunnar
Völvu í Bolungarvík. Í samtali við
ísfirska fréttamiðlinn Bæjarins
besta sagðist Helga Vala ætla að
vera allavega einu sinni í mánuði
til taks í Bolungarvík. „En svo
bara eftir samkomulagi,“ sagði
Helga Vala en útibúið er við Vita-
stíg 8 en þar eiga hún og maður
hennar Grímur Atlason einbýl-
ishús en þau voru einmitt búsett í
Bolungarvík fyrir nokkrum árum
þegar Grímur var bæjarstjóri þar.
V
eðrið lék hreinlega við íbúa
höfuðborgarsvæðisins í
vikunni sem er að ljúka og
sáu margir sig knúna til
að fækka hreinlega fötum
til að þola hitann sem fór upp fyrir
tuttugu gráður á tímabili.
Einn þeirra sem fór ekki varhluta
af þessu veðri er íþróttafréttamað-
ur Ríkisútvarpsins Haukur Harðar-
son. Áhorfendur heima í stofu sáu
ekki betur en Haukur væri prúð-
búinn í settinu en einn vinnufélaga
hans tók mynd af honum í settinu
sem sett var á netið og kom þá í ljós
að hann var í stuttbuxum og inni-
skóm á bak við borðið sem íþrótta-
fréttamennirnir standa við á meðan
þeir lesa fréttirnar. „Þetta er ekkert
flóknara en það að maður les yfir-
leitt í þeim buxum sem maður mæt-
ir í í vinnuna. Þetta snýst bara um
efri partinn í þessu fréttastúdíói
allavega,“ segir Haukur. „Það er allt
feik í sjónvarpinu,“ segir Haukur og
hlær. Haukur viðurkennir að þetta
sé líklegast eitt af þeim verstu tísku-
slysum sem starfsfólk Ríkisútvarps-
ins hefur orðið vitni að. „Það er
náttúr lega enginn stíll yfir þessu.
Ég held að tískuspekúlantar myndu
ekki gefa þessu dressi háa einkunn
ef það yrði notað svona í heild,“ segir
Haukur. n
„Það er allt feik í sjónvarpinu“
Grunlausir áhorfendur töldu Hauk vera prúðbúinn í fréttastúdíóinu
Tískuslys í beinni Haukur segir frétta-
menn yfirleitt lesa í þeim buxum sem þeir
eru í þegar þeir mæta til vinnu. Að ofan
eru þeir þó prúðbúnir líkt og venju sætir.
Haukur segir þessa samsetningu eflaust fá
falleinkunn hjá tískufræðingum.
Sara á von
á barni
Verslunareigandinn Sara Lind,
sem á verslunina Júník, á von á
barni með unnusta sínum, Krist-
jáni Karli Þórðarsyni. Þetta kom
fram í nýjasta tölublaði Séð og
heyrt. Margir þekkja Söru en
reglulega heyrist í henni í aug-
lýsingum í útvarpinu sem vak-
ið hafa athygli. Sara og Kristján
hafa verið saman í um ár og segir
hún þau tilbúin í foreldrahlut-
verkið. Hún segist ætla passa
vel upp á sig á meðgöngunni
og reyna passa í öll fötin sín. „…
nema ég skelli kannski teygju í
gallabuxurnar,“ segir hún í sam-
tali við Séð og heyrt.
Hermdi eftir Elvis
og missti fótinn
n Tók karatespark í anda goðsins n Heiðrar Elvis á laugardaginn
Þ
etta er alltaf jafn gaman,“
segir Jósef „Elvis“ Ólason,
Elvis-eftirherma og einn
helsti aðdáandi Elvis Presley
hér á landi. Á laugardag
stendur Jósef fyrir Elvis-hátíð á
Gullöldinni í Grafarvogi ásamt öðr-
um aðdáendum söngvarans en þar
verður kóngurinn heiðraður með
söng og samlokuáti.
Gæti ekki lifað á fæði
söngvarans
Jósef lofar góðu stuði á Gullöldinni á
laugardaginn.
„Elvis verður á breiðtjaldi þegar
fólk kemur inn og svo verður karókí.
Síðan verður boðið upp á veitingar;
bæði verður pítsuhlaðborð og svo
ætlum við að bjóða upp á samlokur
eins og þær sem voru í miklu uppá-
haldi hjá Elvis. Þær eru með hnetu-
smjöri, bönunum og beikoni,“ segir
Jósef.
Verandi mikill aðdáandi rokk-
kóngsins hefur Jósef ósjaldan snætt
umrædda samloku en hann segist
þó ekki geta borðað mat eins og Elvis
í öll mál.
„Ég myndi ekki vilja lifa á þessu
fæði eins og hann lifði á. Það væri nú
ekki gott fyrir heilsuna.“
„Veit að Elvis er lifandi“
Dagsetning Elvis-hátíðarinnar er
engin tilviljun, en 16. ágúst er al-
mennt talið dánardægur rokkkóngs-
ins. Jósef er þó ekki á sama máli og
þvertekur fyrir að þetta sé sorgar-
dagur.
„Það segja margir að það sé
dánardagurinn hans en mér finnst
svo ljótt að segja það því ég veit
að hann er lifandi einhvers stað-
ar. Hann vildi bara hverfa frá frægð
og frama til þess að fá pásu svo ég
vil ekkert vera að nefna daginn 16.
ágúst árið 1977 sem einhvern dánar-
dag. Hann lét sig bara hverfa frá
frægð og frama og er núna kominn
í hvíld.“
Vill ekki græða á Elvis
Áhugi Jósefs á Elvis hófst á barns-
aldri en hann stofnaði aðdáenda-
klúbb Elvis Presley á Íslandi fyrir
einum fjórtán árum.
„Elvis-áhugi minn kom þegar
Kanasjónvarpið var í gamla daga. Ég
sá hann þar og heillaðist gjörsam-
lega af honum sem átta ára gutti. Ég
sagði við ömmu mína: „Ég ætla að
verða eins og Elvis“. Og það varð úr.“
Jósef hefur komið fram sem Elvis-
eftirherma um langt skeið en hann
segist þó ekki vera eins og margir
kollegar hans úti í heimi.
„Ég er bara með bartana og lita á
mér hárið og svona. Ég vil ekki vera
eins og eftirhermurnar úti því þeir
eru að láta breyta andlitinu á sér og
teygja hálsinn. Þeir vilja nefnilega
græða á honum, þeir vilja fá borgað
fyrir að koma fram sem Elvis. Það vil
ég ekki. Ég vil bara gera nákvæmlega
sömu hluti og Elvis; skemmta fólki
og hafa gaman.“
Örlagaríkt karatespark
Líf eftirhermunnar er þó ekki alltaf
dans á rósum. Í byrjun árs þurfti að
fjarlæga vinstri fót Jósefs fyrir neðan
hné. Ástæðan var sú að sýking kom í
sár sem hann hlaut þegar hann fót-
brotnaði í fyrra.
„Þetta gerðist í ágúst í fyrra. Þá
fór ég að skemmta í heimahúsi og ég
var að taka þetta fræga karatespark
sem Elvis gerði alltaf í sjónvarpinu
en það var bleyta á gólfinu svo ég
flaug á hausinn og fótbrotnaði,“ segir
Jósef. Hann var í gifsi þar til í desem-
ber en þegar það var fjarlægt var fót-
urinn bólginn og sýktur.
„Í febrúar var ég orðinn mjög
veikur. Ég var kominn með mikla
sýkingu og var lagður inn. Þegar ég
lá á spítalanum kom svo í ljós hvað
þyrfti að gera; það var annaðhvort
að halda fætinum og vera alltaf í
sýklalyfjagjöf eða að taka fótinn af.“
Sáttur við lífið
Jósef valdi síðari kostinn og segir þá
ákvörðun ekki hafa verið auðvelda.
„Það tók svolítið góðan tíma að
hugsa sig um og afla sér alls konar
upplýsinga um hvernig þetta yrði
eftir að fóturinn yrði tekinn. Í lok
febrúar var þetta svo gert.“
En hvernig líður Jósef eftir að-
gerðina?
„Bara vel. Ég lagðist ekki í þung-
lyndi eða neitt slíkt og var fljótur
að koma mér á fætur. Viku eftir að-
gerð var ég útskrifaður af spítalan-
um og kominn í endurhæfingu niðri
á Grensás. Svo fékk ég gervifót hjá
Össuri stuttu síðar. Ég hef fengið
góða aðstoð frá fjölskyldunni, vin-
um og vandamönnum. Það reif mig
strax upp þannig að ég er bara sáttur
við lífið.“ n
Hörn Heiðarsdóttir
horn@dv.is
Sáttur við lífið Jósef segist ekki hafa
lagst í þunglyndi eftir að hann misti fótinn.
Í gallanum Jósef
segist ekki ætla
í lýtaaðgerðir til
að líkja eftir útliti
átrúnaðargoðsins.
Mynd SiGTryGGur Ari