Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 52
Helgarblað 15.–18. ágúst 201452 Fólk
Flottustu afmælis-
veislur stjarnanna
P. Diddy eyddi þremur milljónum Bandaríkjadala fyrir eitt kvöld
A
fmæli koma aðeins einu
sinni á ári og þess vegna er
rétt að nýta tækifærið til að
slá upp góðu partíi. Þegar
þeir frægu og ríku fagna
er oft mikið um dýrðir eins og þessi
dæmi sanna enda hlýtur að vera
auðvelt að missa sig í gleðinni þegar
peningar eru engin fyrirstaða. n
Leno mætti með
köku Drottning spjallþátt-
anna, Oprah Winfrey, kann að
halda veislu og sannaði það
heldur betur þegar hún fagnaði
fimmtugsafmælinu sínu.
Herlegheitin hófust á beinni
útsendingu frá þætti hennar
og héldu svo áfram á Bel Air
hótelinu þar sem snæddur
var kvöldverður. Partíið var
að lokum haldið í húsi hennar
við ströndina í Montecito í
Kaliforníu þar sem gestalistinn
taldi um 200 manns. Tina Turn-
er tók lagið en aðrar stjörnur
voru til að mynda Stevie Wond-
er, Kelly Preston, Maria Shriver,
John Travolta, Jennifer Aniston,
Tom Hanks, Carol Burnett, dr.
Phil og Jay Leno sem mætti
með risatertu skreytta með
þúsundum blóma.
Reggí á einkaeyju
Victoria’s Secret-fyrirsætan
Chanel Iman hélt upp á 21. árs
afmælið sitt með stæl. Iman
flaug með fjölskyldu og vinum á
einkaeyju sem hún hafði leigt við
Jamaíku. Þemað í partíinu var
allt sem tengist reggí.
Stjörnum prýdd veisla Strigakjafturinn Simon Cowell
var ekki að hugsa um peninga þegar hann hélt upp á fimmtugsafmæli
sitt. Veislan fór fram í lúxusvillu hans í enska sveitasetrinu Wrotham Park
í Hertfordshire. Á gestalista voru yfir 400 stjörnur en hverjum og einum
gesti var ekið í veisluna á limmósínu á kostnað afmælisbarnsins. Simon
bauð upp á dýrindismáltíð en skemmtiatriðin voru í höndum Rat Pack.
Þriggja milljóna
dala veisla Tón-
listarmaðurinn Sean Combs,
stundum kallaður Puff
Daddy og jafnvel P. Diddy,
er einn ríkasti hipphopp
gúrúinn. Það var því ekkert
tiltökumál þegar hann bauð
í stórfenglegt fertugsafmæli
sem kostaði hann yfir þrjár
milljónir dala. Fögnuðurinn
fór fram í stærsta sal Plaza
hótelsins á Fifth Avenue í
New York en salnum hafði
verið breytt í fantasíuveröld.
Þemað var svarthvítt en auk
drykkja voru á boðstólum
tísku- og listsýningar. Jay
Z, Nelly, Kim Kardashian,
Russell Simmons, Denzel
Washington og Jimmi Fallon
létu sig ekki vanta í fjörið.
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Þriggja daga
partí Ofurfyrir-
sætan Naomi Campbell
fagnaði 36 ára afmæli
sínu með þriggja daga
veislu á hinu heimsfræga,
sjö stjörnu hóteli Burj
Al Arab í Dúbaí sem
rússneski auðkýfingurinn
og kærasti hennar leigði
fyrir tilefnið. Þemalitur
fyrsta dagsins var hvítur,
þema næsta dags var
hipphopp en þriðja
daginn var stemmingin
brasilísk samba. Á meðal
gesta voru nánustu
vinir fyrirsætunnar líkt
og David og Victoria
Beckham auk fyrirsæta
á borð við Evu Herzigova
og Lindu Evangelista
Gotneskt kirkjupartí Tónlistarmað-
urinn Elton John hélt upp á sextugsafmæli sitt með
stæl. Veislan fór fram í stærstu gotnesku kirkju heims,
Cathedral of St. John the Divine í New York. Afmælis-
barnið klæddist að sjálfsögðu glæsilegum búningi í stíl
við salinn en gestir veislunnar töldu yfir 500 manns.
Einkaþota til Barbados Mariah
Carey valdi einfaldleikann þegar hún fagnaði
fertugs afmæli sínu. Söngkonan flaug aðeins nán-
ustu vinum sínum til Barbadoseyja á einkaþotu þar
sem lífsins var notið í rólegheitum. Dýrt en einfalt.
Heimsreisu-
afmæli
Hótelerfinginn París
Hilton hélt nokkurra
daga afmælisveislu í
mismunandi borgum
víðs vegar um heiminn.
Veislan var haldin í
Tókíó, London, New
York, Los Angeles og
Las Vegas en sagan
segir að Hilton hafi
eytt yfir 75 þúsund
dollurum á hvern gest.
Aðeins kakan kostaði
yfir þrjú þúsund dali.
Á meðal veislugesta
voru P. Diddy, Kris
Jenner, Samantha Cole
og Faye Resnick.
Kavíar og
kampavín
Playboy-kóngurinn
Hugh Hefner hefur
tvær einfaldar reglur
þegar kemur að af-
mælisveislum; þemað
verður að vera tengt
uppáhaldsmyndinni
hans, Casablanca,
og í veislunni verða
að vera ótal fagrar
konur. Kvikmyndin er
vanalega sýnd á skjá
og gestum er gert að
mæta í viðeigandi
klæðnaði. Hefner velur
svo vanalega kavíar og
kampavín í afmælis-
matinn.
Einkaströnd
og stjörnu-
kokkur Partídýrið
Lindsay Lohan kann að
skemmta sér og gerði það
svo sannarlega þegar hún
fagnaði tvítugsafmæli
sínu. Leik- og söngkonan
eyddi 100 þúsund
dollurum fyrir eitt kvöld
en veislan var haldin á
einkaströnd í Malibu þar
sem enginn annar en
stjörnukokkurinn Kerry
Simons eldaði ofan í
gesti. Á meðal gesta
voru Nicole Richie, Kate
Bosworth, Courtney Love
og Owen Wilson.
Sér ekki eftir
hjónabandinu
Bandaríski tónlistarmaðurinn
Usher segist ekki sjá eftir að hafa
kvænst fyrrverandi eiginkonu
sinni, Tameku Foster, þrátt fyrir
að hjónabandið hafi endað með
skilnaði. „Flestir halda líklegast
að ég sjái eftir því vegna þess að
ég endaði á því að skilja, en þetta
hjálpaði mér að læra að stundum
held ég að ég viti meira en ég geri
í raun og veru,“ sagði Usher í við-
tali við O Magazine á dögunum.
Hann segir það að hafa gengið í
hnapphelduna 28 ára hafi verið
hans „bestu mistök“ og að hann
reyni nú að lifa lífinu til fulls. Us-
her og Foster giftu sig árið 2007
en skildu tveimur árum síðar.
Versti gestur
frá upphafi
Starfsfólk Greenwich-hotel í New
York hefur aldrei fengið verri
gest en poppsöngkonuna Miley
Cyrus. Söngkonan mætti ásamt
fylgdarliði sínu að kveldi annars
ágúst síðastliðinn eftir tónleika
sína í Fíladelfíu, og olli óskunda.
„Það var eins og fellibylur
hefði skollið á í anddyrinu. Miley
og klíkan hennar tóku yfir allt,
öskruðu og voru með svo mikil
læti að fjölmargir aðrir gestir
kvörtuðu. Einhver var að reykja
gras, þau blótuðu hástöfum og
hentu sér á rándýr húsgögnin,“
segir heimildarmaður tímaritsins
Life & Style um málið.
Þegar hótelstarfsmenn báðu
Miley um að hafa lægra brást hún
ókvæða við: „Hún sagði að hún
hefði eytt svo miklum peningi
þarna að þau ættu að vera ánægð
með að hafa hana,“ segir heim-
ildarmaðurinn.
Alveg eins
og pabbi
Simon Cowell nýtur sín aldeil-
is í föðurhlutverkinu en son-
ur hans Eric kom í heiminn á
Valentínusar daginn í febrúar.
Simon, sem er 54 ára, virðist
kunna vel að meta nýja hlut-
verkið og setti þessa mynd af
þeim feðgum inn á Twitter-síðu
sína á dögunum. Undir myndina
skrifaði hann: Alveg eins og
pabbi. En á myndinni eru þeir
feðgar með eins sólgleraugu.