Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 19
Fréttir 19Helgarblað 15.–18. ágúst 2014 „Eins og þruma úr hEiðskíru lofti“ n Orri, sonur Guðrúnar Jónu, svipti sig lífi n Bar engin merki þess að honum liði illa n Guðrún stofnaði minningarsjóð og vill hjálpa öðrum n Kallar eftir umræðu „Það hrynur náttúrlega bara ver- öldin. Það er bara þannig. Á þeim tímapunkti, þegar þetta gerist, þá sér maður ekki fyrir sér að maður geti lif- að áfram. En maður verður að koma sér á þann stað að geta sagt: „ég gerði allt sem ég gat“ eða „ég gerði allt rétt á þeim tíma sem ég gerði það“. Ef maður festist í að hugsa ein- hvern veginn öðruvísi þá getur mað- ur bara lagst í rúmið.“ Guðrún Jóna segir þetta þó erfiða vinnu sem taki í raun aldrei enda, en fjölskyldan hef- ur meðal annars nýtt sér sjálfshjálp- arhópa á vegum Nýrrar dögunar til að vinna sig úr sorginni. „Svo hitti ég áfallageðhjúkrunarfræðing, af því það var ég sem kom að honum, og það hjálpaði mér mikið. En við höf- um tekið þetta saman fjölskyldan, með vinum og ættingjum.“ Fór að gráta í Krónunni Guðrún Jóna segir það hafa hjálp- að þeim hjónum mikið að þau áttu annað barn. Hinn sonur þeirra var 10 ára þegar þegar bróðir hans lést og hann kom með aðra sýn á miss- inn. „Til dæmis þegar ég fór að gráta í Krónunni. Þá veitti hann mér mik- inn styrk. Ég vissi ekki hvað ég átti að kaupa mikið og var í vandræðum með að versla inn. Orri hafði borð- að svo mikið og það breytist margt þegar fækkar skyndilega í heimili. Þá sagði sonur minn: „mamma, ekki vera að gráta hérna í Krónunni, þá halda allir að við eigum ekki peninga fyrir mat.“ Það hefur verið ótrúlega mikil hjálp í honum.“ Fjölskyldan reynir alltaf að horfa fram á veginn, en þrátt fyrir það kemur reglulega bakslag. „Þetta er eins og tröppugangur og mað- ur byrjar í kjallaranum, en maður reynir að fara aldrei þangað aftur.“ Öll tímamót eru Guðrúnu Jónu þó erfið. „Í kringum jól, afmælið hans, dánardaginn, þegar jafnaldrar hans fengu bílpróf og útskrifuðust sem stúdentar. Það er ótrúlega erfitt. Mér finnst oft erfitt að vera ein með sjálfri mér, eins og þegar ég er að keyra, þá skæli ég mjög oft. Þetta hellist yfir mig og þetta fer aldrei. Þetta er sár sem kemur húð yfir, en örið er alltaf. Maður verður aldrei eins. Vonandi ekki verri, en aldrei eins.“ Vinirnir fengu að vera í herbergi Orra Þau hjónin hafa verið í ágætu sam- bandi við vini Orra eftir að hann lést, en eftir því sem tíminn líður breyt- ast samskiptin. Nú er sambandið aðallega í gegnum Facebook. „Krökkunum fannst það samt gott fyrst að koma í heimsókn, fara inn í herbergið hans, vera þar, koma við hlutina hans og gráta. En bataferlið kemur í stigum. Þetta breyttist svo í heimsóknir á ákveðn- um dögum og nú eru það aðallega kveðjur á Facebook. Ég á þó alltaf inni knús þegar ég hitti vini hans á förnum vegi. Þá vita vinir hans og liðsfélagar að mér finnst dásamlegt að fá strákaknús.“ Guðrún Jóna tel- ur að með því að tala opinskátt um hvernig andlát Orra bar að og að bjóða krakkana velkomna á heimil- ið hafi hjálpað þeim öllum að takast á við sorgina og vinna úr henni. Börnin verða að heyra sannleikann Í umræðu um sjálfsvíg segir Guð- rún Jóna mikilvægt að sýna börnum hreinskilni og segja þeim sannleik- ann. Hún tekur þó fram að ekki sé endilega æskilegt að ræða þessi mál við of ung börn, en um leið og þau hafi skilning á umræðunni þá sé gott að vera hreinskilinn. „Við eig- um dóttur sem er þriggja ára og ég segi henni að bróðir hennar sé eng- ill á himnum. Hann hafi verið veik- ur og dáið, en það verður ekki langt þangað til ég segi henni hvernig.“ Guðrún Jóna hefur alltaf talað opinskátt um veikindi og fráfall Orra. Hún segir það allt of algengt að þegar aðstandendur þeirra sem fremji sjálfsvíg komi aftur til vinnu eða skóla, þá láti allir eins og ekkert hafi í skorist. Eins og þeir hafi engan misst. Þetta sé svo mikið tabú. Guðrún Jóna segir mikilvægt að hægt sé að leita til einhverrar stofn- unar eða samtaka sem kenna fólki að bregðast við, hvernig best sé að taka á móti aðstandendum þeirra sem hafa framið sjálfsvíg. Hún horf- ir til Noregs í þeim efnum, en þar er starfrækt stofnun í anda Umferðar- stofu sem sér um slíka fræðslu. Mikilvægt að opna umræðuna varlega „Það þarf að opna þessa umræðu, en það þarf að gera það varlega.“ Guðrún Jóna segir mikilvægt að umræðu um sjálfsvíg fylgi leiðbein- ingar og úrræði fyrir þá sem upp- lifa sjálfsvígshugsanir. „Það verður að koma fram að þetta er ekki rétta leiðin. Það er alltaf einhver önnur leið. Ef það er í forgrunni, þá held ég að umfjöllun sé alltaf góð.“ Þá segir hún að leggja þurfi áherslu á að það er engin skömm að leita sér hjálpar vegna þunglyndis eða taka inn þunglyndislyf. „Það er líka mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að þessi vanlíðan er ekki því sjálfu að kenna. Þetta eru tilf- inningar sem koma án þess að þær séu velkomnar.“ n Mæðgin Guðrún Jóna ásamt yngri syni sínum, Braga. Hún segir það hafa hjálpað mikið í sorginni að eiga annað barn. Mynd ÞOrMar Vignir gunnarssOn Brosmildur Þessi mynd var tekin af Orra í skíðaferð helgina áður en hann dó. „Það verður að koma fram að þetta er ekki rétta leiðin. Það er alltaf einhver önnur leið. Viltu styrkja minningarsjóð Að sögn Guðrúnar Jónu eru mörg verkefni sem bíða sjóðsins. Í undirbúningi er meðal annars að fá hingað til lands fyrirlesara til að miðla reynslu og þekkingu að utan. Draumurinn er að standa að ráðstefnu bæði fyrir fagfólk og aðstandendur. Allir sem vilja leggja þessu málefni lið geta styrkt Minningarsjóð Orra Ómarssonar í gegnum hlaupastyrk.is. Einnig er hægt að styrkja sjóðinn með því að leggja inn á reikning: 0140-26-036930 kt. 671213-0250
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.