Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 40
Helgarblað 15.–18. ágúst 201440 Lífsstíll
Ekki brosa í
gegnum tárin
Ef þú ert vanur að bíta á jaxlinn
og kreista út bros þrátt fyrir að
þér líði illa ertu ekki að gera sjálf
um þér neinn greiða. Ekki ef
marka má rannsókn sem birtist
í Journal of Experimental Social
Psychology og fjallað var um í
Daily Mail.
Vísindamenn sem stóðu að
rannsókninni segja að þeir sem
setja upp gervibros þrátt fyrir
vanlíðan geti með tímanum tengt
bros við óhamingju. Þess vegna
sé betra að bíða með brosið þar
til neikvæðu tilfinningarnar séu
á brott.
Í ljós kom að þeir sem brostu
þegar þeir voru glaðir urðu ham
ingjusamari en þeir sem brostu
þegar þeim leið illa.
Þunglyndislyf
breyta ástar-
samböndum
Samkvæmt nýlegri rannsókn
ættu ástfangnir en þunglyndir
einstaklingar að hugsa sig tvisvar
um áður en þeir ákveða að taka
inn tilteknar tegundir af þung
lyndislyfjum þar sem lyfin gætu
haft neikvæð áhrif á ástarsam
bandið.
Í rannsókninni, sem fjallað
var um í LiveScience, fengu 192
ástfangnir en þunglyndir þátt
takendur tvær tegundir af lyfjum.
Í ljós kom að einstaklingar
sem tóku inn ákveðin SSRIlyf,
sem miða meðal annars að aukn
ingu serótóníns í heila, voru ólík
legri til að vilja deila tilfinningum
sínum með maka og minna von
góðir um að ástarsambandið
myndi endast en þeir sem tóku
önnur lyf.
Fullnæging í
aukaverkun
Svo virðist sem það hafi ekki
allir áhuga á daglegri raðfull
nægingu. Þótt að hefðbundnar
aukaverkanir af Parkinsons
lyfinu rasagiline séu þunglyndi,
magavandamál og eymsli í liðum
fékk ein kona þrjár til fimm full
nægingar á dag í kjölfar notkun
ar á lyfinu. Þetta kemur fram í
LiveScience og tímaritinu Parkin
sonsism and Related Disorders.
Vísindamenn segja þekkt að
önnur lyf auki líkur á fullnægingu
þar sem sum lyf, þar á meðal
rasagiline, auki framleiðslu á
dópamíni, hormóni sem losni við
fullnægingu.
Flóamarkaður og Kleinubar um helgina
Glæða Vitatorg lífi í sumar
Þ
að verður brjálað að gera þarna
um helgina,“ segir grafíski
hönnuðurinn Krista Hall í
samtali við DV. Krista hefur
unnið að því í sumar að glæða Vita
torg lífi ásamt vinkonu sinni, Guð
rúnu Harðardóttur, með því að halda
þar ýmsa viðburði en meðal þess sem
þær stöllur hafa staðið fyrir á torginu
eru Pop Up Yoga, kubbkeppni og
prjónapartí. Á laugardaginn verður
svo flóa og fatamarkaður og á sunnu
daginn opnar Kleinubarinn, mat
sölustaður þar sem eingöngu verða
framreiddar kleinur á skemmtilegan
og öðruvísi hátt.
„Við viljum ná fram stemningu
eins og er á svona mörkuðum víða
erlendis. Það verða plötusnúðar á
svæðinu og það er skemmtileg sæta
aðstaða svo það er alveg yndislegt að
vera þarna.“
Á sunnudaginn opnar svo Kleinu
barinn, en um er að ræða hluta af
alþjóðlega veitingahúsadeginum
Restaurant Day, þar sem hver sem er
getur opnað veitingastað í einn dag.
„Við ætlum að vera með skemmti
legar nýtískuútgáfur af kleinum. Við
erum að vinna þetta í samstarfi við
strákana í Omnom súkkulaði, þeir út
búa frábært súkkulaði sem við ætlum
að hafa sem dýfur með nýbökuðu,
heimagerðu kleinunum. Svo verður
mismunandi kurl með þeim sem er
nýtt og spennandi og eitthvað sem
maður hefur kannski ekki séð áður.
Síðan verðum við einnig með klein
ur með osti og sultu svo þetta verð
ur skemmtileg blanda af „sweet and
savoury“.“
Allir eru velkomnir að setja upp
bás á laugardaginn en hægt er að skrá
sig með því að senda póst á netfangið
vitatorg2014@gmail.com. n
horn@dv.is
Pop Up Yoga Fjölmargir mættu til að iðka saman jóga á Vitatogri fyrir skemmstu.
Prjónapartí Mikið líf hefur verið á Vita-
torgi í sumar.
Ertu útbrunnin/n?
n Muldrar þú stanslaust með sjálfum þér? n Er kominn tími á smá frí?
E
rtu að gera út af við sjálfan þig
án þess að gera þér grein fyr
ir því? Skoðaðu eftirfarandi
lista og íhugaðu hvort þú sért
að ganga af þér dauðum. Ef
einhver atriði á listanum eiga við þig
skaltu ígrunda hvort það sé ekki rétti
tíminn til að taka smá frí.
Lítið sár vill ekki gróa
Samkvæmt rannsóknum hef
ur sálrænt álag áhrif á getu
líkamans til að lækna sig
sjálfur. Húð stressaðra
einstaklinga er lengur
að jafna sig eftir lítil sár
og skurði, minniháttar
aðgerðir og jafnvel blöðr
ur. Sumir telja að stress og
álag leysi hormón úr læðingi sem
hægi á bataferlinu og geri sár einnig
viðkvæmari fyrir sýkingum
Afsakið, afsakið
Gengur þú um muldrandi afsökunar
beiðnir? Ertu einnig ropandi í gríð og
erg? Samkvæmt dr. Robynne Chut
kan getur maginn orðið glerharður
hjá þeim sem stunda grunna öndun
vegna stress, smjatta stanslaust á
tyggjói eða ganga um muldrandi og
tuðandi með sjálfum sér. Sumir sér
fræðingar telja rop og muldur geta
orðið ómeðvitaða hegðun og
jafnvel aðferð til sjálfs
bjargarviðleitni. Ef þú
tengir er kominn tími
á frí.
Þú færð þér kríu og
dreymir fáránlega
Vanalega tekur það um
90 mínútur að ná draum
svefni (REM), samkvæmt svefn
ráðgjafanum Christopher Winter
við Martha Jeffersonsjúkrahúsið í
Virginíu. „Þess vegna ættir þú ekki
að blunda lengur en í hálftíma því
þegar þú kemst á REMstigið vakn
ar þú ringlaður í stað þess að vakna
endurnærður. Ef þig dreymir um
leið og þú lokar augunum þýðir það
að heili þinn er svo svefnvana að
hann flýtir sér að REMstiginu.“
Elliglöp innan við fertugt
Hillukenningin snýst um að
það er aðeins hægt að setja
ákveðinn fjölda hluta á hill
una og við álag gefur hillan
sig. Það sama má segja um
minnið. Þetta segir dr. Anne
Marie Albano við Columbiahá
skólann. Ef öll þín orka fer í að
halda vitinu muntu óhjákvæmilega
gleyma öðru. Samkvæmt dr. John
Ratey er þetta vegna flókinna áhrifa
stresshormónsins kortisól á minnið.
„Óhóflegt magn af kortisóli getur
orðið til þess að við missum getuna
til að mynda og geyma nýjar minn
ingar og endurheimta gamlar minn
ingar.“
Skokkið sem átti
að hreinsa hugann
sigrar þig
Ef þú ert algjörlega
orkulaus þegar þú
byrjar æfinguna
mun líkami þinn
bregðast við á ann
an hátt en vanalega.
Þetta segir Sarah L. Berga pró
fessor við Wake Forestlæknahá
skólann í NorðurKarólínu. Berga
og félagar hennar hafa komist að
því að erfiðar æfingar geta hækkað
magn kortisóls enn frekar í konum
sem eru svo stressaðar að þær hafa
misst úr blæðingar. Berga mælir
frekar með pilatesæfingum þegar
fólk er undir miklu andlegu
álagi.
Þú drekkur kaffi fyrir
svefninn en dettur samt
strax út af
Við erum mismun
andi móttækileg
fyrir koffíni en engin
okkar er gjörsamlega
ónæmur fyrir áhrifum
þess. Þetta segir dr. Mich
ael Breus, höfundur The
Sleep Doctor's Diet Plan:
Lose Weight through Better Sleep.
Samkvæmt Breus eru þeir sem
halda því fram að þeir séu ónæm
ir fyrir koffíni að öllum líkindum
svo úrvinda að boðberarnir sem sjá
um kvíða eru í efstu stillingu. Þess
ir boðberar hunsa því áhrif koffíns.
Koffínið virkar en líkaminn svarar
ekki áhrifunum. Með öðrum orð
um, þeir eru engin ofurmenni; að
eins ofurþreyttir.
Bakflæðið er
óvenju slæmt
Rannsóknir hafa ekki sýnt
fram á að stress og álag geti
valdið bakflæði en sam
kvæmt rannsókn sem birtist
í Journal of Phychosomatic Re
search getur álag ýkt einkennin. n