Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 16
Helgarblað 15.–18. ágúst 201416 Fréttir E f það er hægt að sanna að þetta er eitthvað sem er ekki satt, og lögmaðurinn viti það, þá er þetta hiklaust á gráu svæði,“ svarar Anna Lilja Hallgrímsdóttir, lögfræðing- ur Lögmannafélags Íslands, aðspurð hvort eðlilegt sé að lögmaður leggi fram kröfu um endurgreiðslu á aðila sem sem aldrei hafi fengið greitt. Á dögunum fjallaði DV um mál iðnað- armanns sem hefur kært Hilmar Leifsson fyrir hótun. Iðnaðarmaður- inn segir að Hilmar hafi ákveðið að hann skuldaði honum 350 þúsund krónur þar sem hann gat ekki kom- ið fyrir afruglurum í fjölda herbergja í húsi Hilmars. Stuttu eftir að maður- inn kærði meinta hótun Hilmars til lögreglu barst honum innheimtubréf frá Lögfræðistofu Reykjavíkur þar sem honum var gert að greiða Hilm- ari 350 þúsund krónur vegna „vinnu og efniskostnaðar vegna sjónvarps- og hljóðkerfis“ á heimili Hilmars. Iðnaðarmaðurinn segir innheimtu- bréfið vera skáldskap um verk sem var aldrei til og enn fremur að nær óheyrt sé í sínum bransa að fá fyrir- fram fyrir verk. DV leitaði til nokkurra lögfróðra manna, sem gátu þó ekki tjáð sig opinberlega starf síns vegna, sem allir töldu að ef sannað væri að innheimtubréfið væri byggt á upp- spuna væri það mjög alvarlegt. Man ekki eftir kröfunni Fyrrverandi lögmaður Lögfræðistofu Reykjavíkur, Bjarki Þór Runólfsson, undirritaði innheimtubréfið sem iðnaðarmaðurinn fékk í október árið 2012. DV hefur gert ítrekaðar, árangurslausar tilraunir til að ná tali af Bjarka Þór. Lögmaður þeirrar stofu sagði í samtali við DV að mál- ið hafi hins vegar verið á borði Vil- hjálms Hans Vilhjálmssonar sem nú starfar sjálfstætt. „Ég man bara ekkert eftir þessu. Bara núll. Ég sinni svona þrjú hundruð málum á ári. Eitt- hvað tveggja ára gamalt mál sem ég hef falið starfsmanni Lögfræðistofu Reykjavíkur á sínum tíma að vinna, ég bara man ekkert eftir því,“ sagði Vilhjálmur Hans í samtali við DV. Ekkert dómsmál höfðað Samkvæmt heimildum DV er um- rædd krafa ekki sú fyrsta sem Hilmar hefur falið lögfræðingum að sækja. Hins vegar er þetta ein fárra krafna sem ekki voru greiddar. Iðnaðarmað- ur segir að hann hafi í heildina feng- ið tvö innheimtubréf. Því fyrra lauk á þeim orðum að ef ekki yrði greitt inn- an sjö daga frá dagsetningu bréfs- ins yrði höfðað dómsmál til að inn- heimta kröfuna. Iðnaðarmaðurinn segir að seinna bréfið hafi hann feng- ið viku síðar og hafi það verið ná- kvæmlega eins nema „ítrekun“ stóð efst á bréfinu. Ekkert dómsmál var höfðað gegn iðnaðarmanninum en tengiliður hans innan lögreglunnar sagði honum að hann ætti ekki að hafa áhyggjur af bréfinu og mælti með því að hann svaraði því ekki. Anna Lilja segir að sé krafa greidd þá sé búið að samþykkja að viðkomandi skuldi þeim sem lagði fram kröfuna. Mismikil rannsóknarvinna Anna Lilja segir að misjafnt sé hve mikla rannsóknarvinnu lögmenn fari í áður en innheimtubréf séu send. Í innheimtubréfinu sem iðnaðarmað- urinn fékk stóð að „óumdeilt“ væri að vinna við sjónvarps- og hljóðkerfi hafi ekki verið innt af hendi. „Fyrir liggur að umbjóðandi okkar var bú- inn að greiða krónur 350.000,- inn á verkið,“ segir sömuleiðis í bréfinu. Iðnaðarmaðurinn segir af og frá að þetta sé rétt. „[Lögmenn] biðja um gögn frá skjólstæðingum sínum, en þeir eru ekkert að leggjast í einhverja rannsóknarvinnu. Þeir fá málsgögn og lesa þau yfir og meta málið út frá þeim,“ segir Anna Lilja. Allir brjóta siðareglu „Í siðareglunum segir að ef þú ert lögmaður þá máttu ekki halda ein- hverju fram sem þú veist að er ósatt. Það er þannig ef það er fyrir fram- an dómara. Í rauninni er þessi siða- regla þannig að allir lögmenn brjóta hana, í það minnsta flestir. Það seg- ir sig sjálft að ef þú ert kominn fyrir framan dómstól að þeir segja ekki allt sem er satt og rétt,“ segir Anna Lilja. Þar á hún við að lögmenn forðist iðu- lega að segja sannleikann um skjól- stæðinga sín ef það myndi leiða til óhagstæðs dóms. Brot getur þýtt sviptingu réttinda Anna Lilja segir að ef það sannist að lögmaður hafi lagt fram kröfu um endurgreiðslu gegn betri vitund, það er að segja hann viti að krafan sé ekki réttmæt, þá sé ákveðinn greinar- munur á því og að segja ekki satt fyrir framan dómara. „Ef lögmaður brýt- ur siðareglur þá er það eina sem hægt er að gera að viðkomandi leggi fram kæru fyrir úrskurðarnefnd lög- manna. Málinu væri lýst frá a til ö og hvaða siðareglur teldust hafa ver- ið brotnar. Það eru auk þessa til lög um lögmenn sem þetta gæti flokkast undir. Það eru ýmis leg viðurlög sem geta átt við, allt yfir í að viðkomandi sé sviptur lögmannsréttindum,“ skýr- ir Anna Lilja. n „Ef það er hægt að sanna að þetta er eitthvað sem er ekki satt, og lögmaðurinn viti það, þá er þetta hiklaust á gráu svæði. Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Lögfræðingur Lögmannafélags Íslands Anna Lilja segir það hiklaust á gráu svæði ef sannist að lögfræðingur hafi lagt fram innheimtubréf vitandi að krafan væri óréttmæt. Hilmar Leifsson Samkvæmt inn- heimtubréfinu sem iðnaðarmaðurinn fékk árið 2012 hafði Hilmar falið Lögfræðistofu Reykjavíkur að gæta sinna hagsmuna. Mynd Sigtryggur Ari Vafasamt innheimtu- bréf Hilmars n Alvarlegt mál ef lögfræðingur gerist sekur um ósannindi Fiskifræðingur segir kalt vor útskýra slaka laxveiði L axveiði hefur víða verið dræm í sumar og sérstaklega á Vestur- landi. Fyrir norðan og austan hefur veiðin þó verið skárri og helst þegar kemur að stórlaxi eða fiski sem hefur dvalið tvö ár í sjó. Jón Kristjánsson fiskifræðingur spáði í febrúar fyrir um lélega endurheimt smálaxa sem hefur verið raunin í sumar. Þetta kemur fram í Flugufrétt- um sem vefsíðan flugur.is heldur úti. Jón hefur starfað við rannsóknir á laxi í um 40 ár. Fyrst hjá Veiðimála- stofnun og síðan sjálfstætt. „Það er reynslan að eftir kalt vor koma lélegar smálaxagöngur árið eftir,“ segir Jón í samtali við DV. „Það eru margir sam- verkandi þættir sem valda því. Þegar það er kalt í ánum að vori eru skilyrði fyrir seiði verri. Minna er um æti en það er orkukrefjandi ferli fyrir seiðin að undirbúa sig undir sjógöngu. Þau þurfa því að éta mikið. Þá getur göng- um seinkað þar sem seiðin eru seinna tilbúin auk þess sem kaldari og orku- snauðari sjór tekur á móti þeim.“ Jón segir að ekki megi heldur van- meta þátt fiskianda en þegar kalt sé í veðri séu vatn tærara og seiðin eigi erfiðara með að verjast afráni. Í skýr- slu sem Jón vann um laxagengd í Laxá á Ásum ber hann saman hitatölur í ánni vorið 2010 og 2011. Munurinn er þó nokkur þar sem mun kaldara var árið 2011 en veiðin 2012 var slök líkt og í ár. „Vorið 2013 var svo eitt það kaldasta á þessari öld og því mátti bú- ast við litlum smálaxagöngum.“ Með sömu rökum má því búast við minni endurheimt af tveggja ára laxi næsta sumar. Þar sem veiði á smálaxi var mjög góð árið 2013 var því viðbúið að tveggja ára fiskur yrði þó nokkur í ár. Jón segir lítið hægt að gera í þessu. „Þetta er og hefur alltaf verið svona. Þetta er svo umfangsmikið og marg- þætt að ómögulegt er að stýra þessu með einhverjum hætti. Það mætti kannski gera tilraun til að fylgjast betur með aðstæðum í hafi en aukin þekking mun ekki koma í veg fyrir þessar sveiflur þó hún hjálpi alltaf.“ Fyrir skömmu var í DV rætt við Guðna Guðbergsson, fiskifræðing hjá Veiðimálastofnun, en hann taldi óþekktar ástæður í hafi útskýra þess- ar miklu sveiflur á milli ára. Sam- kvæmt mælingum í ám hafi seiða- árgangar verið sterkir en þrátt fyrir það hafi veiðin brostið jafn hressilega og raun ber vitni. Hann sagði þó svo miklar sveiflur eins og milli áranna 2011, 2012, 2013 og nú 2014 óþekktar. Yfirleitt væri um mun hægari upp- og niðursveiflur að ræða. Jón er ekki hrifinn að þeirri aðferð að veiða og sleppa fiski aftur með það í huga að vernda stofninn. Hann segir engin vísindaleg göng sem hann hafi séð styðja að sú aðferð skili aukinni fiskgengd. „Það er alltaf nóg af seið- um í ánni hvort sem menn veiða og sleppa eða ekki. Það er oftast yfirdrif- ið nóg af seiðum og það er frekar að það geti verið slæmt að það sé of mik- ið. Þar að segja að samkeppni um æti sé meiri og seiðin gangi í verra ásig- komulagi til sjávar.“ Jón segir veiða/ sleppa vera viðskiptamódel en hafi lítið með líffræði að gera. „Það eina sem þetta skilar er að mögulega er hægt að veiða sama fiskinn oftar en einu sinni. Það er alla vega ekki verið að gera fiskinum neinn greiða og þetta er jafnvel brot á lögum um veið- ar á villtum dýrum sem segja að þau eigi að aflífa eins fljótt og vel og auðið er. En ekki kvelja og sleppa svo aftur. Jafnvel oft á sumri.“ n asgeir@dv.is Jón Kristjánsson Segir veiða/sleppa hafa lítið með afkomu laxa að gera. n Jón spáði fyrir um lélegt laxveiðiár n Hefur litla trú á veiða/sleppa Byggja móttökuhús við Goðafoss Búið er að ráða verkefnisstjóra vegna framkvæmda við stígagerð, merkingar og uppgræðslu sam- kvæmt deiliskipulagi við Goða- foss. Fréttavefurinn 641.is greindi frá þessu fyrr í vikunni, en það er Helga Erlingsdóttir sem var ráðin í starfið. Búið er að veita styrk til verkefnisins úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða upp á 15 millj- ónir króna en einnig var veittur sérstakur styrkur að sömu upp- hæð vegna átaks til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Samkvæmt tillögu að deiliskipulagi er gert ráð fyrir sérstöku móttökuhúsi með salernisaðstöðu og nestissvæði, en húsið verður staðsett við nýtt bíla- stæði. Bílastæðið verður einnig fært fjær fossinum en það er í dag og gamla bílastæðinu verður breytt í útsýnissvæði og svæði þar sem hægt er að setjast niður. Þá er gert ráð fyrir byggingu tveggja út- sýnispalla að austanverðu og að vestanverðu. Vegagerðin stefnir að því að byggja tvíbreiða brú í stað þeirrar einbreiðu sem nú liggur yfir Skjálfandafljót, en ekki verður hróflað við göngubrú sem nú er á svæðinu. Deiliskipulagið er þó enn í vinnslu og áætlað er að það verði tilbúið í haust. Í framhaldi af því hefjast framkvæmdir. Hæsta tré landsins mælt Sérfræðingar frá Rannsóknar- stöð skógræktar á Mógilsá telja sig hafa fundið hæsta tré á Ís- landi, en það voru þau Edda S. Oddsdóttir og Arnór Snorrason, ásamt tveim- ur sænskum skógfræði- nemum sem mældu tréð. Mælingar þeirra leiddu í ljós að tréð, sem er sitkagreni, er 26,1 metri á hæð og er 65 ára gamalt. Tréð er enn í fullum vexti og hefur á þessu ári vaxið um það bil hálfan metra. Ekki er með óyggjandi hætti hægt að fullyrða hvaða tré er hæst hérlendis en engar fregnir hafa nú borist í nokkur ár af tré sem gæti skákað hæsta sitka- grenitrénu á Kirkjubæjarklaustri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.