Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 45
Helgarblað 15.–18. ágúst 2014 Sport 45
20 Burnley
Nýliðar Burnley
munu eiga erfitt
uppdráttar í ensku
úrvalsdeildinni
í vetur. Liðið
komst nokkuð
örugglega upp í
úrvalsdeildina í
fyrra; varð í 2. sæti
Championship-deildarinnar og tapaði
aðeins 5 af 46 leikjum sínum. Ein helsta
ástæða góðs gengis liðsins í fyrra var
þéttur varnarleikur, ekkert lið fékk á sig
jafn fá mörk og Burnley. Knattspyrnu-
stjóranum Sean Dyche hefur gengið
afleitlega að styrkja liðið í sumar og hafa
fáir úr leikmannahópnum reynslu úr
úrvalsdeildinni. Munurinn á Champions-
hip-deildinni og ensku úrvalsdeildinni er
gríðarlegur og þó að varnarleikurinn hafi
verið góður í fyrra er hætta á að öflugir
sóknarmenn úrvalsdeildarinnar muni
einfaldlega tæta vörn Burnley í sig.
Lykilmaður: Sam Vokes
Vokes skoraði 20 mörk í Champions-
hip-deildinni í fyrra og myndaði öflugt
sóknarpar með Danny Ings.
Fylgstu með: Kieran Tripper
Mjög sókndjarfur hægri bakvörður sem
lagði upp 14 mörk fyrir Burnley i í fyrra.
Chelsea verður meistari
n United missir af Meistaradeildarsæti n Southampton fellur n DV spáir í spilin
4 Arsenal
Arsene Wenger
skilar Arsenal
alltaf í Meistara-
deildina og á
því verður engin
breyting í vetur.
Undir eðlilegum
kringumstæðum
væri liðinu spáð
hærra en staðreyndin er sú að önnur
lið eru svo sterk um þessar mundir að
jafnvel meistaradeildarsæti væri góður
árangur hjá Arsenal. Liðið er ógnar-
sterkt sóknarlega en vörnin mætti vera
sterkari og með meiri breidd. Þá vantar
liðið tilfinnanlega einhvern leiðtoga,
einhvern sem drífur liðið áfram þegar
á móti blæs. Alexis Sanchez er frábær
viðbót í liðið en hann mun ekki vinna
ensku deildina upp á eigin spýtur.
Lykilmaður:
Laurent Koscielny
Frakkinn er hjartað í
vörn Arsenal-liðsins
og sá leikmaður
sem liðið má einna
verst vera án.
Fylgstu með:
Aaron Ramsey
Var frábær í fyrra,
skoraði 10 og lagði
upp 8 í 23 leikjum.
5 Manchester
United
Louis van Gaal er
tekinn við United
eftir martröð-
ina undir stjórn
David Moyes í
fyrra. Undirbún-
ingstímabilið gefur
góð fyrirheit fyrir komandi leiktíð en
höggin sem skorin hafa verið í vörnina
frá því í fyrra eru mikil. Reynsluboltarnir
Nemanja Vidic, Rio Ferdinand og Patrice
Evra eru horfnir á braut og aðeins
unglingurinn Luke Shaw og miðjumað-
urinn Ander Herrera hafa bæst í hópinn.
United-stuðningsmenn munu sjá
talsverða bætingu í vetur og liðið verður
í harðri baráttu um 4. sætið. En Arsenal,
Liverpool, Manchester City og Chelsea
virðast einfaldlega vera sterkari og
reiðubúnari í baráttuna.
Lykilmaður:
Wayne Rooney
Rooney verður að
vera í toppformi í
vetur ætli United sér
að eiga möguleika á
4. sætinu.
Fylgstu með:
Ander Herrera
Öflugur miðjumaður
sem var keyptur
frá Athetic Bilbao
í vetur. Virkilega
hreyfanlegur og
öflugur leikmaður.
6 Everton
Everton kom
allra liða mest á
óvart í fyrra og
var um tíma mjög
nálægt því að ná
4. sætinu. 5. sætið
varð þó niðurstað-
an og stimplaði
Roberto Martinez
sig inn sem einn allra snjallasti stjórinn
í úrvalsdeildinni. Liðið hefur ekki verið
fyrirferðamikið á leikmannamarkaðnum
í sumar en þó gert snjöll kaup. Romelu
Lukaku var keyptur frá Chelsea auk þess
sem liðið keypti bosnískan miðjumann
að nafni Muhamed Besic. Það sem gæti
gert tímabilið á Englandi erfitt fyrir
Everton er sú staðreynd að í vetur verður
liðið í Evrópudeildinni. Breiddin í leik-
mannahópnum er ekki mikil og ef liðið
leggur ofuráherslu á Evrópudeildina
gæti farið illa heima fyrir.
Lykilmaður:
Phil Jagielka
Mjög öflugur
varnarmaður sem
Everton má illa við
að missa.
Fylgstu með:
Muhamed Besic
Ungur og mjög
öflugur miðjumað-
ur sem var keyptur
í sumar.
9 Stoke
Stoke-liðið sigldi lygnan sjó á síðustu leiktíð og varð 9. sætið niðurstaðan. Það er fátt
sem bendir til þess að liðið verði mikið ofar eða neðar á næstu leiktíð. Mark Hughes hefur
haldið sínu bestu mönnum og bætt nokkrum athyglisverðum við. Má þar nefna framherj-
ana Mame Biram Diouf og Bojan Krkic sem eflaust koma til með að nýtast liðinu vel. Þá
hefur liðið fengið til sín Phil Bardsley og Steve Sidwell sem hafa mikla reynslu úr
úrvalsdeildinni. Stoke-liðið verður ekki í neinu veseni í vetur, mun sanka
að sér stigum á heimavelli en verða áfram í basli á útivöllum.
Lykilmaður: Asmir Begovic
Einn allra besti markvörður deildarinnar og mjög mikilvægur fyrir Stoke-liðið.
Fylgstu með: Bojan Krkic
Var líkt við sjálfan Lionel Messi á sínum tíma en hefur ekki fundið fjöl sína lengi. Slær hann í gegn í vetur?
10 Newcastle
Newcastle-liðið gerði fína hluti í byrjun síðustu leiktíðar en slæm úrslit undir lok tímabils
gerði það að verkum að liðið féll niður í 10. sæti. Liðið verður líklega á svipuðum slóðum
í vetur. Í fyrra hengdi liðið haus þegar á móti blés og menn virtust saddir þegar sætið í
deildinni var orðið tryggt. Alan Pardew þarf að finna leið til að það endurtaki sig ekki
því Newcastle er stór klúbbur sem á að berjast í efri hluta deildarinnar ár eftir ár. Nokkrir
öflugir leikmenn eru komnir til félagsins og má þar nefna Daryl Janmaat
og Remy Cabella sem kostaði stórfé.
Lykilmaður: Fabricio Coloccini
Langbesti varnarmaður Newcastle og auk þess fyrirliði liðsins.
Fylgstu með: Remy Cabella
Mun fá það hlutverk að fylla skarðið sem Yohan Cabaye skildi eftir sig.
16 Aston Villa
Talsvert basl
hefur verið á
Aston Villa
undanfarin ár
enda hefur liðið
þurft að horfa á
eftir sínum bestu
leikmönnum yfir-
gefa félagið. Það
virðast ekki vera til peningar til að kaupa
öfluga leikmenn til félagsins eins og hef-
ur berlega sést í sumar. Darren Bent og
Kieran Richardson komu frá Fulham, Joe
Cole frá West Ham og Aly Cissokho sem
gerði engar rósir hjá Liverpool þar sem
hann lék á láni í fyrra.. Þessir leikmenn
koma með ákveðna reynslu inn í ungan
leikmannahóp Villa en eru samt sem
áður allir komnir yfir sitt besta, sérstak-
lega Bent og Cole. Villa þarf að safna
fleiri stigum á heimavelli en það gerði í
fyrra en liðið vann aðeins sex heimaleiki
á Villa Park allt síðasta tímabil.
Lykilmaður: Ron Vlaar
Sýndi og sannaði með Hollendingum á
HM í sumar að hann er frábær varnar-
maður. Fyrirliði Villa-liðsins.
Fylgstu með: Jores Okore
Öflugur ungur danskur miðvörður sem
meiddist illa snemma á síðustu leiktíð.
Er klár í slaginn.
17 Leicester
Leicester-liðið
rúllaði yfir
Championship-
deildina í fyrra
og komst mjög
örugglega upp í
úrvalsdeildina.
Skrefið úr
Championship
í úrvalsdeild er hins vegar stórt og
reynslan sýnir að liðið gæti orðið í
erfiðleikum í úrvalsdeildinni í vetur. Ætli
Leicester að halda sæti sínu í deildinni
þarf heimavöllurinn að vera sterkur eins
og hann var á síðustu leiktíð þegar liðið
tapaði aðeins tveimur leikjum. Liðið
er nokkuð vel mannað og keypti til að
mynda Leonardo Ulloa frá Brighton í
sumar. Sá skoraði 14 mörk í Champions-
hip í fyrra. Þó að liðið hafi ekki leikið
einhvern samba-bolta í fyrra er það
mjög vel skipulagt undir stjórn reynslu-
boltans Nigels Pearsons. DV spáir því að
nýliðarnir haldi sæti sínu í deildinni.
Lykilmaður: Wes Morgan
Var algjör klettur í miðri vörninni á síð-
ustu leiktíð. Landsliðsmaður Jamaíka.
Fylgstu með: Jack Barmby
Ungur miðjumaður sem kom frá
Manchester United í sumar. Sonur Nicky
Barmby.
18 Southampton
Það gæti brugðið
til beggja vona
hjá Southampton
í vetur. Liðið
hafnaði í 8. sæti
deildarinnar í
fyrra en síðan þá
eru allir bestu
leikmenn liðsins
farnir; Rickie Lambert, Adam Lallana,
Luke Shaw, Dejan Lovren, Calum Cham-
bers auk stjórans Mauricio Pochettiono.
Þá hefur Morgan Schneiderlin heimtað
að fá að yfirgefa klúbbinn. Þetta er
einfaldlega of mikið og Southampton
verður í miklum vandræðum í vetur þó
svo að liðið hafi keypt öfluga leikmenn
úr hollensku deildinni. Southampton
gæti allt eins siglt lygnan sjó um miðja
deild en breytingarnar á leikmanna-
hópnum eru einfaldlega of miklar.
Lykilmaður:
Jay Rodriguez
Að því gefnu að hann
verði áfram. Var frá-
bær í fyrra og skoraði
fullt af mörkum.
Fylgstu með: Dusan Tadic
Serbneskur landsliðsmaður sem skoraði
16 mörk og lagði upp 14 með Twente í
fyrra.
19 West Brom
West Brom
hefur verið á
hægri niðurleið
að undanförnu
og á síðustu
leiktíð var liðið
hreinlega heppið
að halda sæti sínu
í deildinni. Liðið
endaði í 17. sæti með 36 stig, þremur
meira en Norwich sem féll. Það er
fátt sem bendir til þess að West Brom
muni spyrna við fótum í vetur. Liðið
hefur að vísu fengið Joleon Lescott og
Craig Gardner auk þess sem liðið eyddi
rúmum milljarði í nígerískan sóknar-
mann, Brown Ideye. Að öðru leyti er
leikmannahópurinn svipaður og í fyrra.
Lykilmaður:
Ben Foster
Markvörður sem
getur tryggt West
Brom-liðinu fullt
af stigum í vetur í
botnbaráttunni.
Fylgstu með:
Brown Ideye
Skoraði 33 mörk í 74 leikjum fyrir
Dynamo Kiev.