Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 50
50 Menning Sjónvarp Helgarblað 15.–18. ágúst 2014
Blessuð sólargeðveikin
Þ
að sást til sólar í Reykjavík
í vikunni. Meira segja var
bara eiginlega mjög gott
veður í þrjá heila daga.
Það var mjög ánægjulegt
því eins og allir vita hefur ekki verið
sólríkt í höfuðborginni í sumar og
um fátt annað verið rætt en veðrið
meðal borgarbúa.
Reyndar er mér sagt að það hafi
skinið sól annars staðar á landinu,
allavega samkvæmt öllum brjáluðu
kommenturunum, sem kommenta
undir allar veðurfréttir um Reykja-
vík, þá hefur víst verið bongóblíða
alls staðar nema í Reykjavík.
Ég tók sólinni að sjálfsögðu
fagnandi þrátt fyrir að hún hefði
byrjað að skína daginn sem ég
endaði sumarfríið mitt. Ég passaði
að borða hádegismatinn úti til þess
að ná sem mestu úr deginum og
fór svo rakleiðis eftir vinnu í fjall-
göngu til þess að ná örugglega sól-
inni. Heima biðu fullar þvottakörf-
ur og óþrifin íbúð, en mér var alveg
sama. Það var sól og ég skyldi njóta.
Þegar ég kom úr fjallgöngunni ætl-
aði ég í sund. Það var bara klukku-
stund þangað til sundlaugin myndi
loka en ég ætlaði samt að ná því.
Þar sem bíllinn minn var í viðgerð
ákvað ég að slá tvær flugur í einu
höggi og ná síðustu sólargeislun-
um bæði á leiðinni í sund og í sundi
með því að hjóla þangað. Þegar ég
kom í hjólageymsluna komst ég að
því að annað dekkið á hjólinu var
loftlaust. Nú voru góð ráð dýr því
ég varð að nýta sólina. Ég endaði
því ráfandi um hverfið mitt í leit að
síðustu sólargeislunum því ég gat
bara engan veginn verið inni. Sólin
var farin úr hverfinu þannig að ég
endaði uppi á einhverri hæð eins
og hálfviti og hafði auðvitað ekkert
að gera.
Þetta er auðvitað ákveðin geð-
veiki. Ég verð bara svo æst í sól
og líður ekki vel inni, eins og ég
sé að missa af einhverju. Sérstak-
lega kannski vegna þess að ég bý
á fjórðu hæð og sólin skín inn um
stofugluggann hjá mér á sólríkum
síðkvöldum.
Þessir þrír dagar voru því frekar
erfiðir og ég er eiginlega bara
nokkuð þreytt því maður sefur líka
illa þegar maður er alltaf að hugsa
hvernig maður geti nýtt sólina sem
best.
Ég verð því eiginlega bara að
viðurkenna að ég var nokkuð feg-
in þegar ég sá að von væri á rign-
ingu næstu daga. Það er nefnilega
fátt verra en að vinna inni í sól og
hugsa endalaust um hvað það væri
yndislegt að geta verið úti að njóta
sólarinnar.
Ég nefnilega held ég hafi verið,
líkt og flestir, fyrir löngu búin að
gefa upp alla von um að hér yrði
sólríkt sumar og er tilbúin fyr-
ir haustið. Þar sem ég þarf ekki að
hafa áhyggjur af því hvað ég á að
gera í sólinni. Ó, það er vandlifað.
Blessuð lúxusvandamálin. n
Viktoría Hermannsdóttir
viktoria@dv.is
Helgarpistill
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
Handritið tilbúið og allt klárt
Zoolander 2 loks væntanleg
Sunnudagur 17. ágúst
Stöð 2 Sport 2
Bíóstöðin
Gullstöðin
Stöð 3
07.00 EM í frjálsum íþróttum B
09.44 Disneystundin (32:52)
09.45 Finnbogi og Felix (2:13)
10.08 Sígildar teiknimyndir
10.15 Millý spyr (53:78)
10.22 Chaplin (2:52)
10.28 Undraveröld Gúnda (4:5)
10.40 Vöffluhjarta (4:7) e
11.00 Frumkvöðlakrakkarnir e
12.00 Kvöldstund með Jools
Holland e
13.00 EM í frjálsum íþróttum B
15.30 Flikk - flakk (1:4) 888 e
16.15 Taka tvö (1:6) e
17.05 Fum og fát
17.10 Táknmálsfréttir
17.20 Stella og Steinn (9:42)
17.32 Stundarkorn
17.56 Skrípin (19:52)
18.00 Stundin okkar 888 e
18.25 Brúnsósulandið (5:8)
(Landet brunsås) Sænsk
þáttaröð um matarmenn-
ingu. Af hverju borða Svíar
það sem þeir borða og hvað
segir það um þá, menningu
þjóðarinnar og samtím-
ann? e
19.00 Fréttir
19.20 Veðurfréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Íslendingar (5:8) 888
20.40 Paradís 8,0 (5:8) (Paradise
II) Áfram heldur breski
myndaflokkurinn um Den-
ise og drauma hennar um
ást og velgengni. Þættirnir
eru byggðir á bókinni Au
Bonheur des Dames eftir
Émile Zola. Meðal leikenda
eru Joanna Vanderham,
Emun Elliott, Stephen
Wight, Patrick Malahide og
David Hayman.
21.35 Sterkt kaffi (Silný kafe)
Íslensk-tékknesk kvikmynd
sem fjallar um tvö
ástfangin pör og það litla
og fallega í mannlífinu
sem gerir það þess virði
að lifa því. Myndin vann
til alþjóðlegra verðlauna,
m.a. áhorfendaverðlaun á
kvikmyndahátíð í Póllandi
og Menningarverðlaun DV
sem besta íslenska mynd
ársins 2004. Leikstjóri og
handritshöfundur er Börkur
Gunnarsson.
23.00 Alvöru fólk (5:10) (Äkta
människor II) Sænskur
myndaflokkur sem gerist í
heimi þar sem ný kynslóð
vélmenna hefur gerbreytt
lífi fólks og vart má á milli
sjá hverjir eru mennskir og
hverjir ekki. Aðalhlutverk:
Pia Halvorsen, Lisette
Pagler, Andreas Wilson og
Eva Röse. Atriði í þáttunum
eru ekki við hæfi ungra
barna.
00.00 Löðrungurinn (6:8) (The
Slap) Ástralskur mynda-
flokkur byggður á metsölu-
bók eftir Christos Tsiolkas
um víðtækar afleiðingar
sem einn löðrungur hefur á
hóp fólks. Meðal leikenda
eru Jonathan LaPaglia,
Sophie Okonedo og Alex
Dimitriades. e
00.55 Útvarpsfréttir í dag-
skrárlok
07:00 Borgunarbikarinn 2014
10:30 Pepsímörkin 2014
12:00 Moto GP B
13:00 Borgunarbikarinn 2014
14:50 UEFA Super Cup 2014
16:40 Einvígið á Nesinu
17:35 Moto GP
18:35 Borgunarbikarinn 2014
20:25 Samfélagsskjöldurinn
22:10 FA bikarinn
00:05 UFC Now 2014
00:55 UFC Unleashed 2014
09:00 Premier League
10:40 Premier League
12:20 Premier League
2014/2015 (Liverpool -
Southampton) B
14:45 Premier League
2014/2015(Newcastle -
Man. City) B
17:00 Premier League
18:40 Premier League
20:20 Premier League
22:00 Premier League
23:40 Premier League
08:00 Bowfinger
09:35 Hitch
11:30 Men in Black
13:05 Trouble With the Curve
14:55 Bowfinger
16:35 Hitch
18:35 Men in Black
20:10 Trouble With the Curve
22:00 The Resident
23:35 Special Forces
01:25 The Last Stand
03:10 The Resident
15:30 Top 20 Funniest (12:18)
16:15 The Amazing Race (6:12)
17:00 Time of Our Lives (12:13)
17:55 Bleep My Dad Says (17:18)
18:20 Guys With Kids (8:17)
19:00 Man vs. Wild (8:15)
19:40 Bob's Burgers (5:23)
20:05 American Dad (13:19)
20:30 The Cleveland Show
20:55 Chozen (8:13)
21:20 Eastbound & Down (6:8)
21:50 The League (12:13)
22:15 Rubicon (12:13)
23:00 The Glades (8:10)
23:45 The Vampire Diaries
00:25 Man vs. Wild (8:15)
01:10 Bob's Burgers (5:23)
01:30 American Dad (13:19)
01:55 The Cleveland Show (7:22)
02:15 Chozen (8:13)
02:40 Eastbound & Down (6:8)
03:10 The League (12:13)
03:30 Rubicon (12:13)
04:15 Tónlistarmyndbönd frá
Popptíví
17:00 Strákarnir
17:25 Frasier (14:24)
17:50 Friends (1:24)
18:10 Seinfeld (19:22)
18:35 Modern Family (17:24)
19:00 Two and a Half Men
19:20 Viltu vinna milljón?
20:15 Nikolaj og Julie (19:22)
21:00 Breaking Bad (8:8)
21:55 Crossing Lines (2:10)
22:45 Boardwalk Empire (3:12)
23:40 Sisters (12:22)
00:25 Viltu vinna milljón?
01:15 Nikolaj og Julie (19:22)
02:00 Breaking Bad (8:8)
02:55 Crossing Lines (2:10)
03:45 Boardwalk Empire (3:12)
04:40 Tónlistarmyndbönd frá
Popptíví
07:00 Barnatími Stöðvar 2
07:01 Strumparnir
07:25 Waybuloo
07:45 Ævintýraferðin
08:00 Algjör Sveppi
09:15 Grallararnir
09:35 Villingarnir
10:00 Ben 10
10:20 Kalli kanína og félagar
10:30 Lukku láki
10:50 Hundagengið
11:15 Victourious
11:35 iCarly (11:25)
12:00 Nágrannar
12:20 Nágrannar
12:40 Nágrannar
13:00 Nágrannar
13:20 Nágrannar
13:45 Mr. Selfridge 7,7 (6:10) Önn-
ur þáttaröðin auðmanninn
Harry Selfridge, stofnanda
stórverslunarinnar
Selfridges og hún gerist
á róstursömum tímum í
Bretlandi þegar fyrri heims-
styrjöldin setti lífið í Evrópu
á annan endann.
14:40 Broadchurch (5:8)
15:30 How I Met Your Mother
15:55 Mike & Molly (7:23)
16:20 Kjarnakonur
16:45 Léttir sprettir (1:0)
17:10 Gatan mín
17:35 60 mínútur (45:52)
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:55 Sportpakkinn (51:60)
19:10 Ástríður (1:12)
19:35 Fókus (1:6)
19:55 The Crimson Field (2:6)
20:50 Rizzoli & Isles (5:18)
21:35 The Knick (2:10)
22:20 Tyrant (8:10)
23:05 60 mínútur (46:52)
23:50 Daily Show: Global Edition
00:15 Suits (2:16
01:00 The Leftovers (7:10)
01:55 Crisis (10:13) 7,3 Banda-
rísk spennuþáttaröð.
Börnum valdamestu
manna Bandarískjanna er
rænt í skólaferðalagi og
mannræningjarnir þvinga
foreldrana til að vinna
fyrir sig.
02:40 Looking (6:8)
03:05 Take This Waltz
04:55 To Rome With Love 6,3
Skemmtileg mynd frá 2012
sem Woody Allen leikstýrir
auk þess sem hann leikur í
myndinni. Meðal annarra
leikara eru Alec Baldwin,
Roberto Benigni, Penélope
Cruz, Judy Davis, Jesse
Eisenberg, Ellen Page, og
Alison Pill. Hér tvinnar
Woody Allen saman fjórar
sögur þar sem ástir og æv-
intýri nokkurra einstaklinga
í hinni eilífu borg, Róm á
Ítalíu.
06:00 Pepsi MAX tónlist
14:35 Dr. Phil
15:15 Dr. Phil
15:55 Dr. Phil
16:35 Kirstie (5:12)
17:00 Catfish (8:12) Í samskiptum
við ókunnuga á netinu er
oft gott að hafa varann á
vegna þess að fæstir eru í
raun þeir sem þeir segjast
vera. Þáttaröðin fjallar um
menn sem afhjúpa slíka
notendur.
17:45 America's Next Top
Model (9:16) Bandarísk
raunveruleikaþáttaröð
þar sem Tyra Banks leitar
að næstu ofurfyrirsætu.
Þetta er í fyrsta sinn sem
fleiri en 14 þátttakendur fá
að spreyta sig í keppninni
enda taka piltar líka þátt í
þetta sinn.
18:30 Rookie Blue (11:13)
19:15 King & Maxwell (5:10)
20:00 Gordon Ramsay Ultimate
Cookery Course (7:20)
20:25 Top Gear USA (13:16)
21:15 Law & Order: SVU (1:24)
22:00 Revelations (1:6)
22:45 Nurse Jackie (8:10)
Margverðlaunuð bandarísk
þáttaröð um hjúkrunar-
fræðinginn og pilluætuna
Jackie.
23:15 Californication (8:12)
23:45 Agents of S.H.I.E.L.D.
00:30 Scandal 8,0 (8:18) Við
höldum áfram að fylgjast
með fyrrum fjölmiðlafull-
trúa Hvíta hússins Oliviu
Pope (Kerry Washington)
í þriðju þáttaröðinni af
Scandal. Fyrstu tvær þátt-
araðirnar hafa slegið í gegn
og áskrifendur beðið eftir
framhaldinu með mikilli
eftirvæntingu. Scandal
þættirnir fjalla um Oliviu
sem rekur sitt eigið al-
mannatengslafyrirtæki og
leggur hún allt í sölurnar til
að vernda og fegra ímynd
hástéttarinnar. Vandaðir
þættir um spillingu og yfir-
hylmingu á æðstu stöðum í
Washington.
01:15 Beauty and the Beast
02:00 The Tonight Show
02:45 Revelations 6,5 (1:6)
Undarlegt mál um stúlku
sem liggur í dái á spítala en
muldrar vers úr Biblíunni
kemur Dr. Richard Massey,
stjarneðlisfræðingi frá
Harvard, í kynni við
nunnuna Josepha Montafi-
ore. Hún telur að stúlkan
og ofskynjanir hennar séu
verk Guðs og vill rannsaka
þetta mál nánar með hjálp
Richards.
03:30 Pepsi MAX tónlist
A
ðdáendur fyrirsætanna
Dereks og Hansels geta nú
loks farið að hlakka til því
von er á framhaldi af hinni
sívinsælu gamanmynd Zoolander.
Myndin kom út árið 2001 og hlaut afar
góðar viðtökur en hún er af mörgum
talin ein besta grínmynd síðari tíma.
Fregnir af framhaldsmynd hafa borist
reglulega undanfarin ár en aldrei hef-
ur orðið af myndinni. Það virðist hins
vegar vera að breytast en Justin Ther-
oux, annar handritshöfunda Zool-
ander 2, sagði í viðtali á dögunum að
hjólin væru nú loks farin að snúast.
„Já, við erum með handrit fyrir
framhaldið og við höfum bara ver-
ið í viðræðum á ný,“ sagði Theroux.
„Við erum að reyna að skerpa það og
brýna og ég vil ekki „jinx-a“ neitt en
það lítur út fyrir að það gæti raun-
verulega verið að fara í gang.“
Theroux skrifaði ekki aðeins
handritið ásamt Ben Stiller, aðal-
leikara, handritshöfundi og leik-
stjóra fyrri myndarinnar, heldur
hefur hann einnig verið ráðinn
til að leikstýra framhaldinu. Þetta
gæti þó breyst vegna annarra ver-
kefna Theroux en hann hefur til að
mynda verið upptekinn við að leika
í sjónvarpsþáttunum The Leftovers
undanfarin misseri.
„Ég held að ég muni ekki leikstýra
henni,“ sagði Theroux um málið. „Það
veltur mikið á því hvort að þættirnir
nái vinsældum. Ef þeir ná vinsældum
þá held ég að ég muni ekki hafa tíma
til að gera það. Svo það fellur líklega í
skaut Bens, sem yrði æðislegt.“ n
Derek Zoolander
Myndin um Zoolander
kom út árið 2001 og
sló rækilega í gegn.
MYND SKJÁSKOT AF VEDUR.IS
E
f ég færi að spila í hljómsveit
yrði það að vera á afmælis-
hátíð heyrnarlausra,“ seg-
ir Bergvin Oddsson, formað-
ur Blindrafélagsins, en hljómsveitin
The Visionaries mun troða upp á 75
ára afmælishátíð Blindrafélagsins
sem fram fer þann 19. ágúst.
Sveitin, sem var stofnuð fyrir
tveimur árum og er skipuð þeim
Gísla Helgasyni, Rósu Ragnars-
dóttur, Hlyni Þór Agnarssyni og
Haraldi Hjálmarssyni, mun halda
tveggja tíma tónleika þar sem flutt
verður efni eftir blind og sjónskert
tónskáld, íslensk og erlend. Bergvin
segir af nógu að taka. „Þarna verð-
ur efni eftir Stevie Wonder og Ray
Charles. Svo eiga Gísli og Hlynur
eigin lög.“
Bergvin segir afmælishátíð
Blindrafélagsins heilmikla hátíð.
„Við ætlum að halda afmælisfögn-
uð á Hilton þar sem borgarstjórinn
verður heiðursgestur. Þar ætlum við
að skrifa undir viljayfirlýsingu um að
hefja blindrakennaranám, þar sem
horft er til kennara á grunnskólastigi
en í dag þarf að fara til útlanda að
mennta sig til þess.“
Bergvin hvetur félagsmenn og
velunnara Blindrafélagsins til að
mæta í afmælið. n indiana@dv.is
Flytja lög eftir
blind tónskáld
Blindrafélagið fagnar 75 ára afmæli
The Visionaries Sveitin er skipuð blind-
um eða sjónskertum tónlistarmönnum og
ætlar að flytja lög eftir blind og sjónskert
tónskáld.
Bergvin Oddsson Bergvin er formaður
Blindrafélagsins.