Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 26
26 Umræða Helgarblað 15.–18. ágúst 2014 Búið ykkur undir nútímann Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni Fjölmiðlar setji á þá merkimiða Í kjölfar þess að skattskráin var birt upphófst gamalkunnug umræða talsmanna atvinnu- rekenda um að himinhá kjör þeirra sjálfra megi ekki verða þess valdandi að láglauna- og millitekjufólk fari að hugsa sér til hreyfings og setja fram kröfur um raunverulegar kjarabætur. Síðan hefur því gjarnan verið hnýtt við að eðlilegt sé að láglauna- fólkið horfi til hópa innan launa- mannafjölskyldunnar, til kennara, tiltekinna hjúkrunarhópa og annarra taxtavinnuhópa sem kunni að hafa fengið meira en þau allra lægstu. Forseti Alþýðu- sambandsins sagði nýlega að aðr- ir hópar hefðu ekki verið tilbúnir að axla byrðarnar „með okkur“ og skildi ég það svo að vísað væri til fyrrnefndra hópa og þá væntan- lega í opinbera geiranum. Ef það er réttur skilningur hjá mér þá er að vissu leyti verið að taka undir með hátekjuaðlinum sem jafnan leitast við að beina öllum ágrein- ingi inn í raðir láglauna- og milli- tekjuhópa. Ekki duttlungalaun takk Innan Alþýðusambandsins eru taxtar ekki eins ráðandi og innan opinbera launakerfisins. Tilraunir til að viðhalda taxtalaunum opin- berra starfsmanna er viðleitni til að hafa kerfið eins duttlungas- nautt og kostur er. Margir forstjór- ar og forstöðumenn vilja taxta- kerfið úr sögunni. Þeir gætu sætt sig við lágmarkslaun ef þeir síð- an fengju að smyrja ofan á – eða láta það vera – að eigin geðþótta. Ef þessi yrði raunin tæki það sama við og gerðist eftir að verslunar- menn hættu að semja um launa- taxta. Ekki hefur mátt skilja ann- að á bæklingum VR en að félagið liti á það sem sitt meginhlutverk að undirbúa félagsmenn undir launaviðtöl við forstjórann. Þar væri um að gera að hafa bindis- hnútinn óaðfinnanlegan og púðra sig sem best. Þarna þykir mér kjarabaráttan komin niður undir frostmarkið. Þetta er ástæða þess að ég vil fyrir alla muni halda í taxtalaunakerfi sem gefur einstak- lingnum rétt til launanna, óháð duttlungum forstjóra. Kostir og gallar krónutöluhækkunar Ég hef skilning á þeim ásetningi Starfsgreinasambandsins að tala fyrir krónutöluhækkun í kjara- samningum en ekki prósentu- hækkun eins og Björn Snæbjörns- son, formaður sambandsins, gerði nýlega enda er hann í forsvari fyrir þá allra lægstu. Prósentuhækkun viðheldur sama kjaramun innan launakerfisins og nú er, og ekkert óeðlilegt að vilja þar hnika til. En gleymum því aldrei að með þessu móti er einvörðungu horft til þess fólks sem er innan taxtalaunakerf- isins, hjúkrunarfólks, kennara, slökkviliðsmanna, lögreglumanna og starfsfólks Tryggingastofnunar ríkisins svo einhverjir séu nefndir, en ekki til hinna sem njóta óhefts launaskriðs að ógleymdum öllum þeim sem eru á margföldum laun- um þessara hópa utan allra samn- inga! Þörf á víðtækri umræðu Ef það nú gerist að riðið er á vað- ið með krónutöluhækkun og síð- an óskapast yfir öðru taxtalauna- fólki sem vill bæta sín kjör og það jafnvel borið sökum um eyði- leggingarstarf, fyrir að vilja ekki vera „með okkur“ þá er til ills unnið. Þjóðarsátt yrði að byggja á víðtækri umræðu launafólks þar sem sammælst yrði um stefnu til að ná tilteknum markmiðum með ákveðinni launastefnu. Á þessu byggði Þjóðarsáttin 1990 þótt ekki hefði tekist betur til en svo að há- skólamenn stóðu þar fyrir utan með langvarandi slæmum af- leiðingum fyrir þá og einnig okkur hin sem áttum hlut að máli á þess- um tíma. Reynslan kennir að í löngum aðdraganda kjarasamninga þurfi að kanna möguleika á víðtækri sátt um ásættanlegt kjarabil í þjóðfélaginu og ræða hvort hægt væri að ná samkomulagi um hvert þetta bil skuli vera. Hafi þessi um- ræða ekki farið fram öðlast enginn hópur launafólks vald til að segja öðrum fyrir verkum. Einn á móti þremur Sjálfum finnst mér að þeir efstu ættu aldrei að hafa meira en þre- föld lægstu laun. En þar vil ég horfa víðar en inn í raðir taxtavinnufólks. Líta þarf til þjóðfélagsins alls, ekki síst ofan í pyngju þeirra sem sitja handan borðsins gegnt launafólkinu. Þeir einstaklingar sem mest hafa blásið á réttmætar kröfur láglauna- og millitekjuhópa hafa sjálfir himinhá kjör. Sam- kvæmt skattskrá voru mánaðar- laun formanns Samtaka atvinnu- lífsins, Björgólfs Jóhannssonar, 3.692.000. Framkvæmdastjóri SA, Þorsteinn Víglundsson, hafði 2.627.000 á mánuði, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafði 1.399.000 á mánuði, fyrrver- andi borgarstjóri var með rúmlega eina og hálfa milljón á mánuði og má ætla að Dagur B. Eggertsson, nýr borgarstjóri, sé með svipaðar tekjur. Þessar tölur hafa birst í fjöl- miðlum og koma úr skattskránni en vel að merkja þær segja ekkert um fjármagnstekjur, sé um þær að ræða. Mánaðarlaun á mynd Ég leyfi mér að ítreka fyrri tillögu mína um að alltaf þegar þessir viðsemjendur launafólks birtast á sjónvarpsskjáum, í blöðum eða öðrum fjölmiðlum verði settir á þá merkimiðar með mánaðarlaunum þeirra þegar þeir tjá sig um kjarabaráttu almenns launafólks, ekki bara þeirra sem eru með rúmar tvö hundruð þúsund krón- ur á mánuði heldur einnig milli- tekjufólksins. Þegar merkimiðinn er kominn á andlitið reynir á hve sannfærandi málflutningurinn er. Eiga að þegja Mín skoðun er sú að talsmenn atvinnurekenda, ríkisreknir og einkareknir, þar með talið ráð- herrar, sveitarstjórar og aðrir stjórnmálamenn, sem koma til með að setjast að samninga- borði með launafólki í komandi kjarasamningum beri siðferðileg skylda til að þegja um kröfur lág- launafólks og taxtavinnufólks al- mennt, hafi þeir sjálfir meira en þreföld lægstu laun. n „Sjálfum finnst mér að þeir efstu ættu aldrei að hafa meira en þreföld lægstu laun. En þar vil ég horfa víðar en inn í raðir taxtavinnu- fólks. Ögmundur Jónsson þingmaður Vinstri grænna Kjallari 1.399.000 kr. á mánuði 3.692.000 kr. á mánuði 2.627.000 kr. á mánuði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Björgólfur Jóhannsson formaður SA Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA „Vigdís ætti að drifa sig í að finna sér annan starfsvettvang. Hún er í alþingishúsinu öllum til óþurftar, ekki síst sjálfri sér.“ Sigurður R. Þórarinsson tók undir gagnrýni formanns BSRB á málflutning Vígdísar Hauksdóttur. „Kæru kommentarar. Áður en þið takið mig af lífi hérna og sakið mig um fjárdrátt eða að blanda saman listum og forvörnum o.s.frv. þá finnst mér rétt að það komi fram að ástandið í skólamálum í Breiðholtinu er afar slæmt og þarfnast athygli og foreldrar og börnin sjálf þurfa aðstoð.“ Stefán Karl Stefansson leikari svaraði fyrir sig í athugasemdarkerfinu við frétt þar sem hann furðar sig á 51 milljónar króna listaverkum í Breiðholti á meðan Regnbogabörn fengu aðeins eina. „Hvað rugl er þetta? Hugsar fólk ekkert um umhverfið??? 30 manns í 10 bíla? Þau hefðu nú alveg getað sameinast í færri bíla til að lágmarka loftmengunina!“ Steinar Hrafn Böðvarsson var með umhverfið í huga vegna fréttar um að hópur manna hafi dreift hrossaskít við heimili Hilmars Leifssonar. „Glæsileg fréttamennska! Hér er smáttvirtur fjármálaráðherra flengdur á beran bossann …“ Björgvin Mýrdal var ánægður með viðtal DV við Bjarna Benediktsson um lekamálið eftir ríkisstjórnarfund. „Flott þegar fólki vegnar vel án þess að stela frá öðrum.“ Sigurjón Björgvinsson taldi það hið besta mál að Arnaldur Indriðason væri vellauðugur en hann á eignir upp á samtals rúmlega 550 milljónir króna. „Þessi ungi maður verður flottari með hverjum deginum.“ Gudrun Halfdanard var hæstánægð með pistil Helga Hrafns Gunnarssonar um þunglyndi og algengan misskilning tengdan því. 24 44 26 22 13 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.