Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 37
Skrýtið Sakamál 37Helgarblað 15.–18. ágúst 2014 B andaríkjamaðurinn David Carpenter var að mati sér- fræðinga seinn til hvað varð- ar raðmorð. Hann fæddist 6. maí 1930, stamaði illilega, var heltekinn af kynlífslöngun og hneigður til ofbeldis. Engu að síður framdi hann sinn fyrsta alvarlega glæp árið 1960 þegar hann réðst á konu og misþyrmdi henni með hamri og hníf. Fyrir það var hann dæmdur til fjórtán ára fangelsisvistar. Hann afplánaði þó ekki nema tæpan helming þess tíma en var dæmdur til fangelsisvistar árið 1970 vegna mannráns. David losnaði úr fangelsi árið 1977 og blóði drifinn morðferill hans hófst um tveimur árum síðar. Kona hverfur Anne Kelly Menjivar hvarf af heim- ili sínu árið 1979 en lík hennar fannst ekki fyrr en í júní 1980. Dauði henn- ar var því ekki tengdur David fyrr en eftir handtöku hans og þá varð einnig ljóst að þau höfðu átt í ástar- sambandi. Þann 20. ágúst, 1979, hvarf Edda Kane þegar hún skokkaði í Mt. Tamal pais-garðinum, skammt frá San Francisco. Lík hennar fannst í krjúpandi stellingu og hafði hún ver- ið skotin í höfuðið. Í kjölfar þessa morðs hafði David Carpenter hægt um sig og í mars 1980 fannst lík 23 ára konu, Barböru Schwartz, í krjúp- andi stellingu en banamein hennar fjöldi hnífsstunga í bringuna. Tvær grafir hlið við hlið Anna Alderson, 26 ára, fannst liðið lík í október 1980 og hafði líkt og Edda horfið þegar hún var úti að skokka. Skömmu síðar taldi lögreglan sig hafa komist í feitt og hneppti mann í varðhald sem virtist geta verið ódæð- ismaðurinn. Skömmu síðar varð ljós að sú var ekki raunin. Hinn 29. nóvember, 1980, komust ódæði Davids í fjölmiðla og ekki að ástæðulausu. Tveimur dögum fyrr hafði 25 ára kona, Shawna May, horf- ið er hún var á göngu í Point Reyes- garðinum og 29. nóvember fannst lík hennar og hafði hún verið skotin í höfuðið. En auk líkamsleifa hennar fundust einnig líkamsleifar Diane O'Connell, 22 ára, sem hafði horfið um mánuði áður. Höfðu báðar ver- ið huslaðar í grunnum gröfum sem lágu hlið við hlið. Diane hafði, líkt og Shawna, verið skotin í höfuðið. Rauður bíll og vitni Þennan sama dag fundust tvö lík til viðbótar í Point Reyes-garðin- um; Cynthia Moreland og Richard Towers sem höfðu bæði mætt örlög- um sínum sömu helgi í október og Anna Alderson. Fjórir líkfundir á einum og sama deginum var meira en góðu hófi gegndi, jafnvel hvað fjölmiðla áhrærði. Þar var ekki fyrr en í mars 1981 sem David Carpenter lét til sín taka á ný. Þá myrti hann Ellen Hansen í garði skammt frá Santa Cruz, en kær- asti Ellenar slapp með skrekkinn og gat gefið lögreglu lýsingu sem dugði til þess að hægt var að útbúa teikn- ingu af morðingjanum. Lögreglan fékk einnig upplýs- ingar frá fólki sem hafði verið í garðinum um rauðan smábíl sem hafði verið þar um svipað leyti. Nú leit út fyrir að lögreglan þyrfti ekki nema smá lán til að mjakast áleiðis að lausn málsins. Mikil líkindi með teikningunni Sú varð einnig raunin, en áður hafði fórnarlömbum Davids fjölgað um eitt, Heather Scaggs. Heather hafði horfið á leið sinni til heimilis Dav- ids, sem hún þekkti úr vinnunni. Sá orðrómur var á kreiki að David hefði ítrekað reynt að fá Heather á stefnumót. Í kjölfar hvarfs Heather gerði lög- reglan sér ferð heim til Davids til að afla upplýsinga. Þar blasti við lög- reglunni rauður smábíll og að auki þá svipaði David ótrúlega mikið til teikningarinnar af manninum sem banað hafði Ellen. Lögreglan ákvað í kjölfarið að fylgjast nánar með David og þegar líkamsleifar Heather fundust, í Big Basin-garðinum, var hann handtek- inn. Dauðadómur Kunningi Davids viðurkenndi í kjöl- farið að hafa selt honum skammbys- su sem notuð hafði verið við nokk- ur morðanna, reyndar hafði Davið losað sig við þá byssu er hann var handtekinn. En maður nokkur hafði keypt .38 kalíbera skammbyssu af David og rannsókn leiddi í ljós að sú byssa hafði komið við sögu í síðustu tveim- ur morðunum. David Carpenter var dæmdur til dauða 6. júlí, 1984, fyrir tvö morð; Heather og Ellen. Síðar var réttað yfir honum og hann sakfelldur fyrir fimm morð að auki. n n David Carpenter var haldinn óseðjandi kynlífsfíkn n Blóðugur ferill hans hófs seint Morðinginn seM staMaði „Sá orðrómur var á kreiki að David hefði ítrekað reynt að fá Heather á stefnumót David Carpenter Að mati sérfræðinga hóf hann raðmorð sín í eldri kantinum miðað við raðmorðinga almennt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.