Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 46
46 Menning Helgarblað 15.–18. ágúst 2014 Danskir dagar fagna tvítugsafmæli n Bæjarhátíð skipulögð á þremur vikum n Vegleg dagskrá D anskir dagar verða haldnir í tuttugasta skipti í Stykkishólmi um helgina en um er að ræða eina elstu bæjarhátíð landsins. Heimamaðurinn Mattías Arnar Þor- grímsson, söngvari og stýrimaður á Breiðafjarðarferjunni Baldri, er fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar í ár ásamt eiginkonu sinni Ágústu Jónsdóttur. „Dagskráin er nokkuð góð þetta árið þó ég segi sjálfur frá,“ segir Mattías, eða Matti eins og hann er gjarnan kallaður, í samtali við DV. „Fyrst ber að nefna Sveppa og Villa fyrir krakk- ana og Jón Arnór töframann úr Ís- land got talent. Svo verður Pétur Jó- hann á staðnum með uppistandið sitt Óheflaður og þá verður Páll Óskar auðvitað á sínum stað. Fjöldinn all- ur af hæfileikaríkum heimamönnum kemur einnig fram á hátíðinni en af nógu er að taka þegar kemur að lista- mönnum hér í bæ.“ Eftir tuttugu ár hafa vitaskuld myndast margar hefðir á Dönskum dögum. Bakaríið lengir iðulega opn- unartímann fram á kvöld og þá má einnig nefna brekkusöng og flugelda- sýningu sem setja ætíð svip sinn á há- tíðina. Þá má ekki gleyma Lions-upp- boðinu vinsæla. „Uppboðið hefur verið fastur liður á hátíðinni frá upp- hafi,“ segir Matti. „Þegar maður hugs- ar um Danska daga þá er þetta eitt það fyrsta sem kemur upp í hugann,“ seg- ir hann. Þetta er í fyrsta skipti sem Matti kemur að skipulagningu hátíðarinn- ar og má því segja að hann renni ei- lítið blint í sjóinn, þó svo að hátíð- in sé honum að sjálfsögðu að góðu kunn. Skammur tími var til stefnu að þessu sinni en verkefnið fékk hann í hendur fyrir einungis þremur vikum. Dagskráin er engu að síður vegleg og þakkar Matti ómetanlegri aðstoð fyr- ir það hversu vel hefur tekist til. „Við höfum fengið með okkur duglegt fólk sem er búið að taka að sér hin ýmsu mál. Án þeirra hefði þetta ekki verið hægt,“ segir hann að lokum. n aslaug@dv.is Fastur liður Glæsileg flugeldasýn- ing setur ætíð svip sinn á Danska daga. Steinunn spilar í Mengi Barokksellóleikarinn Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir spilar í Mengi, Óðinsgötu 2, föstudags- kvöld. Steinunn er líka skáld og yrkir ljóð og á tónleikunum mun hún lesa þau og syngja um leið og hún spilar á sellóið. Steinunn er búsett í Frakklandi. Þegar hún hefur komið til landsins hefur hún helst spilað barokk-/endur- reisnartónlist með hópnum Cor- po di Strumenti en einnig kom- ið fram með neðanjarðartríóinu Süsser Trost. Þau leggja fyrir sig heimatilbúið, tragískt indípopp og útsetningar á lögum Velvet Underground, Noir Désir, Nine Inch Nails, Jacques Brel og svo framvegis. Miðaverð á viðburðinn er 2.000 krónur. Rás 1 gegn Jesú n Stefnubreyting gæti valdið siðferðislegri hnignun n Til marks um endurkomu Krists? M ikil óánægja er meðal kirkjunnar manna vegna þeirrar ákvörðunar Rásar 1 að fella niður dag- skrárliðina morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins. DV hefur bæði rætt við presta þjóðkirkj- unnar og trúarleiðtoga úr öðrum söfnuðum. Nær öllum viðmælend- um ber saman um að stefnubreyting Ríkisútvarpsins sé reiðarslag, ekki aðeins fyrir kristna menn heldur ís- lenska þjóðmenningu eins og hún leggur sig. Biskupsstofa mótfallin breytingunni Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk frá Biskupsstofu hefur stofan komið því á framfæri við stjórnend- ur RÚV að kirkjan vilji að þjónust- unni verði haldið áfram. „Við telj- um að þetta sé mikilvæg þjónusta og munum eiga samtal um þetta mál,“ segir Árni Svanur Daníelsson, verk- efnisstjóri hjá Biskupsstofu í samtali við DV. Hann tekur ekki jafn djúpt í ár- inni og Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, sem óttast dómínóáhrif. „Svo náttúrlega verð- ur maður órólegur, ef að þetta fellur út munu þá ekki líka falla niður hin- ar vikulegu messur, sem er útvarpað klukkan ellefu?“ spurði hann í kvöld- fréttum Stöðvar 2 í vikunni. Hann telur ákvörðun RÚV vera áfall fyrir kristindóminn í landinu. Viðmælendur DV innan Þjóð- kirkjunnar segja að margir séu ósátt- ir og líti stefnubreytinguna alvarleg- um augum. Í orðsendingu Þrastar Helgasonar, dagskrárstjóra RÚV, til Stöðvar 2 segir meðal annars að breytingarnar miði „að því að sækja fram í takt við breyttan lífsstíl þjóðar- innar“. Nú velta kirkjunnar menn því fyrir sér hver sá lífsstíll sé og hvort reglulegar bænastundir þjóðkirkju- presta í Ríkisútvarpinu samrýmist honum ekki. Jesús er að koma Snorri Óskarsson í Betel, safnaðar- hirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akur eyri, telur skipta máli á hvaða forsendum breytingarnar eru gerð- ar. Ef þær verði til þess að auka jafn- ræði milli trúfélaga og stuðla að heilbrigðari umræðu um trúmál þá beri að fagna þeim. „Það sem ég er smeykur við er að þetta sé bara ein leiðin hjá vinstrimönnum til að loka á kristindóminn, líkt og gert var við skólana. Þess vegna segi ég: Spor- in hræða. Það er verið að afhelga samfélagið,“ segir hann og bendir á Sovét ríkin og Þýskaland nasism- ans sem dæmi um samfélög þar sem Guð missir tökin og eðlileg trúar- iðkun verður undir. Mun stefnubreyting Ríkisútvarps- ins valda siðferðislegri hnignun á Ís- landi? „Já, þetta gerir það. Þetta er liður í því að spádómar Biblíunnar rætast. Einn spádómurinn er sá að Jesús kemur aftur og undanfari endurkomu Krists verður trúarleg hnignun, sem kallað er í Bibl íunni fráhvarf. Ég sé það gerast í mjög ríkum mæli hér á Íslandi,“ svarar Snorri sem hvetur Illuga Gunnars- son, mennta- og menningarmála- ráðherra, til að grípa í taumana. Ef til vill sé þetta liður í vinstrivæðingunni á Íslandi, sem drifin er áfram af þeim sem vilja breyta stjórnarskránni, grafa undan trúarbrögðum og afsala fullveldi þjóðarinnar í hendur sós- íalísks ríkjasambands. „Nú er verið að snúa sér að Ríkisútvarpinu og af- helga það.“ n Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is „Ein leiðin hjá vinstrimönnum til að loka á kristindóminn. Reiðarslag Rás 1 ætlar að fella niður dagskrárliðina morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins. Mikilvæg þjónusta Árni Svanur Daníels- son, verkefnisstjóri Biskupsstofu, segir að stofan telji um mikilvæga þjónustu að ræða. Afhelgun Snorri í Betel segir afhelgun samfélagsins til marks um að endurkoma Krists sé í vændum. Jazzhátíð Reykjavíkur um helgina Jazzhátíð Reykjavíkur er haldin í 25. sinn um þessar mundir en hátíðin stendur yfir dagana 14. til 20. ágúst. Allir viðburðir há- tíðarinnar, fyrir utan einn, verða í og við Hörpu. Opnunaratriði há- tíðarinnar var skrúðganga Jazz- hátíðarinnar sem farin var frá Lucky Records við Hlemm niður að Hörpu á fimmtudag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er með- al þeirra sem munu ekki láta sig vanta á hátíðina í ár en hann seg- ist meðal annars ætla að kíkja á opnunarkvöldið „þar sem Ped- rito Martinez Group mun án efa trylla viðstadda!“ eins og hann orðar það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.