Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 29
Helgarblað 15.–18. ágúst 2014 Fólk Viðtal 29 Mótlætið dulbúin gæfa beint við að spyrja hvort hann velti þessu mikið fyrir sér. „Ég pæli al- mennt mikið í uppruna fólks, ekki bara mínum eigin heldur annarra. Ég er almennt mjög áhugasamur um fólk og erfðir. Mér finnst áhuga- vert hvernig greind erfist, hvernig hæfileikar erfast, sjúkdómar, en aðal lega hvernig sjarmi gengur í ættir,“ segir hann. Veit ekki hver afi hans var Fjallað var um það í fjölmiðlum fyrir um tveimur árum að Jakob hefði þurft að höfða mál til að fá að- gang að lífsýnum úr Davíð Stefáns- syni frá Fagraskógi. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niður- stöðu að Jakob fengi aðgang að umræddum lífsýnum sem nýtast ættu við rannsóknir á ætterni hans. Móðir hans, Bryndís, var ættleidd, og aldrei var gefið upp hver blóð- faðir hennar væri. Einn þeirra sem kom til greina var Davíð. „Það hófst fyrir hálfgerða tilviljun fyrir tuttugu árum svona rannsókn á því hverjir væru raunverulegir forfeður mínir. Það var þannig að maður sem taldi sig vera afa minn fór að hafa samband við mig að fyrra bragði og hans fjölskylda. Það var farið í kostnaðarsamt ferli við að skera úr um þetta og það kom á daginn að hann reyndist ekki afi minn. Svo hófst hitt í framhaldinu í rólegheit- um. Niðurstaðan liggur ekki fyrir en ég treysti því að minn uppruni liggi fyrir ljós og skýr áður en yfir lýkur. Þetta skiptir mig ekki öllu máli samt og eina ástæðan fyrir að þetta fór í fjölmiðla var sú að þetta fór fyrir dómstóla og þá er þetta orðið opin- bert. Ég sjálfur hef ekkert kært mig um að vera ræða þetta neitt sérstak- lega. Þegar það liggur fyrir þá getur maður kannski tekið af skarið en fram að því er best að una glaður við sitt og vera sá sem maður er,“ segir hann en líklegt er að niðurstaða komi á þessu ári eða næsta. Mótlætið dulbúin gæfa Jakob segist reyndar vera þannig að hann sé ekki mikið að stressa sig á hlutunum. Hann hafi margreynt það í gegnum lífið að erfiðleikar geta iðulega leitt af sér eitthvað gott. Það upplifði hann í kringum aldamótin síðustu þegar hjóna- bandi hans og Ragnhildar Gísla- dóttur lauk eftir sautján ár. Það tók á. „Ég hef ítrekað upplifað það að mótlætið sem virtist vera, reynist vera dulbúin gæfa. Þá er ég að vísa til dæmis í skilnað sem er sársauka- fullur og erfiður eins og ég upplifði fyrir 14 árum síðan. Það var mjög erfitt og fyrir skilnaðarbarn eins og mig, að leggja það á mín eigin börn, það var mjög þungbært og erfitt,“ segir hann. „Ég hafði ekki ætlað mér að bjóða upp á slíkt í minni fjölskyldu. Ég vissi ekki betur en það þyrfti alltaf tvo til að hlutirnir gengju upp,“ seg- ir hann og viðurkennir að það hafi tekið talsvert á. Hann hafi haft sín- ar hugmyndir um hið fullkomna líf. Þegar þau skildu var hann 47 ára og nokkuð vonlítill um að hann fyndi hamingjuna á ný. Raunin varð hins vegar önnur. „Það mótlæti leiddi af sér hamingjuríkt hjónaband með tveimur dásamlegum börnum,“ segir hann brosandi. „Ég hélt þá satt að segja að það væri orðið of seint fyrir mig yfirhöfuð að ná mér í konu. Ég var nýfluttur til Íslands frá Bretlandi þegar þetta var og þar var allt öðruvísi en hér heima. Það kom mér svo bara ansi skemmtilega á óvart að svo virtist sem í raun væru til konur um aldamótin á Íslandi, reiðubúnar að elska 47 ára gamlan mann”, ég bjóst ekki við því,“ segir hann og skellir upp úr. Kynntust í líkamsrækt Það var ein tiltekin kona sem fang- aði hjarta hans öðrum fremur. Hún heitir Birna Rún Gísladóttir og er eiginkona Jakobs í dag. Þau kynnt- ust í líkamsræktarstöðinni World Class sem þá var staðsett í Austur- stræti. „Ég sá hana tilsýndar, glæsi- lega stúlku með glæsilegan hlaupa- stíl,“ segir hann kankvís og heldur áfram. „Ég gaf mig á tal við hana, svo hittumst við nokkrum sinnum þar og spjölluðum. Við fórum síð- an út að borða saman og það hefur ekki verið aftur snúið síðan þá.“ Tuttugu ára aldursmunur er á hjónunum en Jakob segir þau hvorki finna fyrir aldursmuninum né hafi þau orðið vör við það að fólk sé að velta honum fyrir sér. „Aldrei. Þvert á móti. Hún er í mjög stórum og traustum vinahópi sem hittist mikið, er með matar- klúbba og fer saman í ferðalög. Mér var bara ákaflega vel tekið þarna frá fyrsta degi og þarna eru mjög margir af okkar bestu vinum. Svo held ég náttúrlega tryggð við minn vinahóp, þannig að þetta bland- ast allt mjög vel okkar. Við höfum aldrei fundið fyrir neinum einasta vott af aldursmun,“ segir hann. Hjónin eiga líka vel skap saman og hafa aldrei rifist. Hafa aldrei rifist „Ég er svo lánsamur, við tölum stundum um það við Birna Rún, að við höfum aldrei rifist. Það er aldrei skipt skapi á heimilinu. Ég held að það sé dálítið óvenjulegt, vinum okkar finnst það allavega. Við erum bara algjörlega á sömu blaðsíðu. Við erum heppin að því leytinu með geðslag. Ég vona að börnin okkar erfi það líka,“ segir hann. Þau eiga sem áður sagði saman dæturnar Jarúnu 7 ára og Katrínu Borg 2 ára. Aðspurður hvernig það hafi verið að verða faðir aftur, kom- inn á sextugsaldur, segir hann það dásamlegt. Föðurhlutverkið gefi honum svo mikið. „Þegar ég eign- aðist Bryndísi fyrir 27 árum hugsaði ég hvað það væri dásamlegt að vera orðinn 34 ára þegar maður eignað- ist fyrsta barnið. Þá hefur maður tíma, andrými og þroska til þess að kunna að meta slíkt. Svo fæðist mér önnur dóttir, Jarún, 20 árum síð- ar og þá sagði ég já, þetta er ennþá betra en síðast. Og svo fimm árum síðar kemur Katrín Borg og þá segi ég að þetta sé betra en nokkru sinni fyrr. Þetta er einhver mesta gleði og gæfa sem nokkur maður getur óskað sér. Ég er svo innilega þakk- látur almættinu og forsjá allri. Það er svo virkilega gaman að vera til að það er yfir svo mörgu að gleðj- ast þegar maður er að uppgötva líf- ið aftur upp á nýtt með nýju barni. Það er alveg dásamlegt,“ segir hann og brosir út í annað. Skammast sín fyrir gleðina „Ég er bara í gleðivímu. Þó að það sé mikið að gera hjá mér núna eins og þegar ég var yngri þá er sá tími sem ég á með börnunum sannkallaður gæðatími. Ég held maður verði þakklátari fyrir það að fá svona ljósvaka inn í lífið þegar maður er kominn á minn aldur. Það gleður mig svo óendan- lega. Ég er síkátur. Þau eru það líka börnin og það smitast á milli. Það er ekki til neitt betra,“ segir hann bros- andi. „Ég er mikill fjölskyldumaður að eðlisfari og það á mjög vel við mig að finna þennan ryþma. Svo er ég í afar skemmtilegu starfi. Fram- kvæmdastjóri miðborgarinnar okk- ar hlýtur að vera eitthvert skemmti- legasta starf sem hægt er að hugsa sér. Maður getur látið svo margt af sér leiða án þess að valda leiða. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að miðborg Reykjavíkur sé í senn einhver sú skemmtilegasta og fal- legasta sem til er. Að auki er hún kostum prýdd fyrir viðburðahald, ráðstefnur og upplifun af ýmsum toga að ekki sé minnst á verslun og þjónustu. Að mega leggja sitt litla lóð á vogarskálarnar til að gera það sem gott er ennþá betra, er í senn gefandi og skemmtilegt. Um síð- ustu helgi var frábærlega heppn- uð Gleðiganga, um komandi helgi Beikonhátíð, þá Menningarnótt og svo mætti lengi telja. Ég nýt þess líka að vera aktívur á vettvangi tónskálda og höfundar- réttar og í músíksköpun. Mér finnst lífið aldrei hafa verið betra en núna,“ segir hann en hikar svo að- eins. „Stundum virðist í mér ein- hver vottur af norsku blygðunar- kenndinni, stundum er eins og ég skammist mín aðeins fyrir það hvað ég er glaður og ánægður með allt. Því ég veit það sannarlega að það eru það ekkert allir. Stundum upp- lifi ég eins og ég sé á einhverjum gleðipillum, í eins konar gleðivímu. Þá velti ég því fyrir mér hvort ég eigi yfir höfuð að vera svo opinskár með það. Hvort það fari ekki bara í taugarnar á þeim sem kannski eru það ekki. Margir eiga eflaust um sárt að binda og eiga erfitt. Ég vona ég geti þá alltént miðlað ein- hverri gleði og jafnvel smitað aðra af henni,“ segir hann. Finnur ekki fyrir aldrinum Jakob er orðinn 61 árs en segist alls ekki óttast elli kerlingu og finni ekki fyrir því að vera að eldast. „Sem bet- ur fer ekki, „knock on wood“,“ segir hann og bankar í borðið. „Ég er ein- hvern veginn í svo góðu líkamlegu og andlegu ástandi að mér finnst ég færari til alls núna en ég hef áður verið,“ segir hann og tekur fram að hann hugi vel að heilsu sinni. „Ég hugsa vel um mig. Besta vítamínið er gleðin og lífshamingj- an. Og svo passa ég vel upp á að ég fái nóg af öllum efnum og vítamín- um. Ég fer mjög varlega í umgengni minni við Bakkus og lifi hollara lífi en flestir sem ég þekki almennt. Fer alltaf reglulega í heilsutékk,“ segir hann. Móðir hans barðist við áfeng- isfíkn og segist Jakob því vera afar meðvitaður um það hversu harður húsbóndi Bakkus geti verið og pass- ar sig vel. „Það er í báðum ættum hjá mér. Ég telst mjög heppinn að hafa sloppið og vona svo sannar- lega að það verði ekki einhverjir af- komendur mínir sem þurfi að glíma við þann skæða karl,“ segir hann. Standast freistingar „Svo er það bara þannig, bæði heilsugæslan og allur aðgangur að öllum upplýsingum og allt kerfið er þannig hannað í dag að þú átt möguleika og burði til að lifa góðu lífi ef engir sjúkdómar herja á. Og það er auðvitað það sem maður vonar að forsjáin hlífi manni við og maður bara biður og reynir að vera jákvæður, passasamur og vakandi. Við sitjum mjög oft hugsi yfir því hver eru þessi fjölmörgu óhollu efni sem við lifum og hrærumst í, mat- vælin sem fyrir okkur eru lögð? Allt frá morgunverðarborði og allt þar á milli er að stærstum hluta framleitt með langlífi matvörunnar í huga en ekki neytandans. Með gróða fram- leiðandans að leiðarljós en ekki vel- megun okkar. Það er gott að átta sig á þessu og vera á varðbergi gagnvart þeim sem eru að auglýsa dísæta vöru, feitmeti og óhollustu. Við „Ég ber ekki kala til nokkurs manns og er alveg full- komlega sáttur við það sem að mér snýr Hamingjusöm Þegar Jakob var 47 ára skildi hann við þáverandi eiginkonu sína en grunaði ekki að eftir skilnaðinn myndi hann eignast nýja konu og tvö börn til viðbótar. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni, Birnu Rún, og dætrunum, Katrínu Borg og Jarúnu. Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.