Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 47
Menning 47Helgarblað 15.–18. ágúst 2014 Leiðsögn um Ummerki sköpunar Næstkomandi sunnudag, klukkan 15, verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna Ummerki sköpun- ar með Ólöfu K. Sigurðardóttur, forstöðumanni Hafnarborgar. Á sýningunni eru verk frá árunum 1952 til 2014 sem bæst hafa í eign Hafnarborgar á síðustu tíu árum en þau eru eftir marga af þekktu- stu listamönnum landsins sem og nokkra erlenda listamenn. Meðal þeirra sem eiga verk í sýningunni eru Georg Guðni, Davíð Örn Halldórsson, Guðrún Kristjáns- dóttir, Ólafur Elíasson og Hildur Bjarnadóttir. Ólíkir straumar og stefnur koma við sögu í Ummerkj- um sköpunar en sýningin er eins konar ferðalag um list samtímans, allt frá formfestu módernismans til nýrra leikrænna myndbands- verka, og stendur hún til 24. ágúst. Íslandsmeistara- mótið í spuna Dagana 29. og 30. ágúst verður Íslandsmeistaramótið í spuna haldið í Frystiklefanum á Rifi á Snæfellsnesi. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið fer fram en ekki verður aðeins keppt í spuna í formi leiklistar heldur einnig í formi myndlistar, rapps og rímna. Undankeppnin fer fram á föstudeginum en seinna kvöldið verður vinningsliðið krýnt með titlinum Spunameistarar Íslands. Þátttakendur mega vera á bilinu einn til fjórir og eru allir 16 ára og eldri velkomnir en nánari upp- lýsingar má finna á Facebook- síðu mótsins. Torfhús og tíska Í dag verður opnuð sýning á myndum sænska ljósmyndarans Lisen Stibeck í Þjóðminjasafn- inu. Stibeck tók myndirnar á ferð sinni um Ísland sumarið 2013 en þær prýða fyrirsæt- ur í fatnaði eftir fatahönnuðinn Steinunni Sigurðardóttur við torfhús sem tilheyra húsasafni Þjóðminjasafnsins. Með myndum sýningarinnar vill ljósmyndarinn sýna einstakt samspil íslenskrar náttúru, menningararfs og tísku. „Ef land væri ljóð, þá væri það Ís- land,“ sagði Stibeck eitt sinn um landið en hún heillaðist af Ís- landi fyrir mörgum árum og hefur myndað víða. Sýningin er á Torgi Þjóðminjasafnsins. Þ etta er búið að vera besta sum- ar lífs míns. Það er algjör snilld að fá að vinna með vinum sín- um og dunda sér við það sem manni þykir skemmilegast,“ seg- ir Nökkvi Fjalar Orrason sem hefur ásamt Agli Ploder Ottóssyni og Ró- berti Úlfarssyni stjórnað sjónvarps- þáttunum Áttunni á Popp TV og Bravó í sumar. „Við vorum í nefnd í Verzló sem kallast Tólf núll þar sem við gerð- um svipaða skemmtiþætti. Í lok hvers þáttar vorum við með nýtt lag sem varð til þess að Tólf núll varð mun stærra en það hafði áður verið. Eftir það fór boltinn eiginlega bara að rúlla,“ segir Nökkvi en í kjölfarið höfðu forsvarsmenn sjónvarpsstöðv- arinnar Popp TV samband við strák- ana og buðu þeim að vera með viku- lega þætti í allt sumar. Þættirnir voru síðan færðir yfir á Bravó. Þáttunum svipar til sjónvarps- þáttanna sálugu 70 mínútna og eru byggðir upp á spjalli og sprelli í setti í bland við innslög á borð við falda myndavél og aðra hrekki. Þá eru strákarnir einnig með stafrænt flipp- hjól í þáttunum sem minnir um margt á áskorunarhjól Strákanna sem voru á Stöð 2. Hvort strákarnir séu hinir nýju Sveppi, Auddi og Pétur Jóhann skal hins vegar ósagt látið. „Við viss- um af því að við værum að fara út í svipaðan pakka en reynum að hafa þetta samt með öðrum hætti,“ seg- ir Nökkvi og viðurkennir að margt sé mjög líkt með þáttunum. En hvaðan kemur nafn þáttarins? „Við ætluðum að hugsa út fyrir rammann og koma með eitthvað frumlegt en sáum svo að einföldustu hlutirnir væru bara bestir. Þættirnir eru sýndir klukkan átta á föstudagskvöldum og þaðan kemur nafnið,“ útskýrir Nökkvi. Eins og áður segir voru strákarn- ir allir saman í Verzlunarskólanum og útskrifuðust allir í vor. Varðandi framhaldið þá eru strákarnir með samning út sumarið en þeir binda vonir við að fá að fara inn í haustið með nýtt efni. Lokaþáttur Áttunn- ar verður sýndur á föstudag klukkan átta á Bravó. n aslaug@dv.is „Besta sumar lífs míns“ n Sjónvarpsþættirnir Áttan hafa vakið athygli í sumar n Binda vonir við áframhaldandi þáttagerð Tvítugir sjónvarpsmenn Róbert, Egill Ploder og Nökkvi Fjalar við tökur á Áttunni. Kúnst að koma einhverju til skila á einni mínútu n Mínútumyndir sýndar í sundlaugum Reykjavíkur á RIFF n Áttu mínútu? H ugmyndin er að vera með 24 myndbönd sem sýnd verða í sundlaugum í Reykjavík meðan á hátíðinni stendur,“ segir Arnar Ásgeirsson sýn- ingarstjóri einna mínútu seríunnar Deep Blue sem sýnd verður á RIFF- hátíðinni í haust. Um samvinnuverk- efni RIFF og The One Minutes er að ræða en myndirnar verða sýndar í Vesturbæjarlaug og Sundlaug Kópa- vogs á RIFF-hátíðinni, sem haldin verður dagana 25. september til 5. október næstkomandi. „Settir verða upp skjávarpar þannig að gestir sundlauganna geta séð myndirnar þar sem þeir sitja í heita pottinum,“ segir Arnar. Mínútumyndagagnagrunnur Arnar er myndlistarmaður sem út- skrifaðist úr Sandberg Instituut- háskólanum í Amsterdam með meistaragráðu í myndlist árið 2012. The One Minutes eru samtök innan skólans og eru núverandi og fyrrverandi nemendur þátt- takendur í verkefnum á þeirra vegum. Samtökin, sem stofn- uð voru árið 1999, hafa fram- leitt og dreift yfir tíu þúsund einnar mínútu myndum eftir fólk af 120 þjóðernum. Hug- myndin hefur þróast með tím- anum og farið í margar áttir. Má nefna UNICEF sem dæmi sem eru með mínútumynda- námskeið á vegum The One Minutes fyrir börn í þróunar- ríkjum. „Þetta er í rauninni myndbandagagnagrunnur,“ segir Arnar. „Við erum alltaf að bæta við gagnagrunninn með því að búa til alls kon- ar prógrömm víðs vegar um heiminn. Þetta samvinnuver- kefni er eitt slíkt prógramm.“ Íslendingar seinir til Arnar segir hvern sem er geta sent inn mínútumynd til þátttöku en frestur til þess að skila inn myndbandi rennur út 24. ágúst næstkomandi. „Við höf- um þegar fengið nokkur myndbönd send en ekkert frá Íslandi ennþá. Ís- lendingar eru eitthvað seinir að taka við sér að þessu sinni,“ segir hann og hlær. „Hugsanlega munum við taka myndir úr gagnagrunninum og sýna en við viljum endilega hvetja fólk til þess að senda einnig inn myndir því það væri gaman ef það væri eitthvað nýtt.“ Áhugasömum er bent á að fara inn á heimasíðu The One Minutes eða heimasíðu RIFF þar sem finna má upplýsingar um innsendingu mynda. Sigurmynd keppninnar verður verð- launuð og valdar myndir verða sýnd- ar á RIFF-hátíðinni. The One Minutes munu í framhaldinu vera með serí- una til sýnis víðs vegar um heiminn. Endalausir möguleikar Þema mínútumyndanna í ár er djúp- blár, eða „deep blue“, en þátttakend- ur þurfa hins vegar ekki að taka því of bókstaflega að sögn Arnars. „Hef- ur þú einhvern tímann látið dáleið- ast af dimmbláu hafinu og hlustað á sefandi öldurnar sækja að landi? Eða horft til himins, á margbreytilegan blámann sem býr í himinhvolfinu, og velt því fyrir þér hversu ósanngjarnt það er að geta ekki borðað dúnmjúk skýin. Við viljum að þú fangir þetta augnablik.“ Þetta segir í frétt RIFF um verkefnið en þar má sjá fleiri hugmyndir tengdar viðfangsefn- inu. Allt frá bláu augunum sem þú varðst ástfangin af í æsku til dökk- bláu fjallanna í fjarska. Arnar nefn- ir einnig brimbrettakappa, Vasco da Gama, Kevin Costner, skák, hvalspik og Costa Concordia sem hugsanlegt umfjöllunarefni. Möguleikarnir eru greinilega endalausir. „Það er ákveðin kúnst að koma einhverjum skilaboðum til skila á aðeins einni mínútu. Þú þarft að taka mjög stórar ákvarðanir á þessari einu mínútu. Það er nánast allt leyfilegt innan þessa ramma og myndirnar yfirleitt mjög fjölbreyttar,“ segir Arn- ar. Eina kvöðin er því sú að mynd- böndin verða að vera nákvæmlega ein mínúta að lengd. Þátttakendur hafa að öðru leyti fullkomið listrænt frelsi. n Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is Arnar Ásgeirsson Sýningarstjóri mínútu- myndanna á RIFF. Breathe Stilla úr myndinni Breathe eftir Erlend Sveinsson sem var valin besta mínútumyndin í fyrra. Sundsýningar á RIFF Sundlaugar borgarinnar hafa áður verið nýttar sem sýningastaðir á RIFF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.