Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Page 44
Helgarblað 15.–18. ágúst 201444 Sport
n Enska úrvalsdeildin fer af stað um helgina n Kunnugleg lið verða í titilbaráttunni
Chelsea verður meistari
1 Chelsea
Það þarf ekki að
koma á óvart að
Chelsea sé spáð
efsta sætinu í vor.
Cesc Fabregas,
Diego Costa,
Didier Drogba og
Filipe Luis hafa
bæst í hópinn en
reynslumiklir leikmenn eins og Ashley
Cole, Frank Lampard og David Luiz eru
horfnir á braut. Brotthvarf Coles og
Lampards ætti ekki að hafa mikil áhrif
en salan á Luiz gerir það að verkum að
breiddin í vörninni er minni en á síðustu
leiktíð. Það þýðir að meira mun mæða
á John Terry og Gary Cahill að því gefnu
að liðið kaupi ekki miðvörð. Staðreyndin
er samt sú að Chelsea er best mannaða
liðið í deildinni og við stjórnvölinn er José
Mourinho sem er fæddur sigurvegari.
Ef allt er eðlilegt ætti liðið að sigla
Englandsmeistaratitlinum í höfn.
Lykilmaður:
Eden Hazard
Belginn skoraði 14
mörk og lagði upp 7
til viðbótar í ensku
deildinni á síðustu
leiktíð.
Fylgstu með:
Diego Costa
Spænski lands-
liðsmaðurinn
skoraði 27 mörk í
spænsku deildinni
í fyrra.
2 Manchester
City
Englandsmeist-
ararnir verða í
titilbaráttu í vetur
en þurfa að sjá á
eftir titlinum til
Chelsea. Þó að
félagið hafi haft
hægar um sig á leikmannamarkaðnum
í sumar en oft áður er liðið geysilega vel
mannað; Eliaquim Mangala, Fernando,
Willy Caballero og Bacary Sagna eru nýir
í herbúðum félagsins og allir lykilmenn
eru enn hjá félaginu. Reynsla Mourinho
og gæði Chelsea munu einfaldlega
skáka City-liðinu í vetur – þeir verða
samt í titilbaráttunni þar til yfir lýkur.
Lykilmaður: Yaya Toure
Algjör lykilmaður hjá
City. Skoraði 20 mörk
og lagði upp 9 í 35
deildarleikjum í
fyrra.
Fylgstu með:
Eliaquim Mangala
Keyptur fyrir stórfé
frá Porto í sumar.
Öflugur miðvörður,
líklega einn sá efni-
legasti í Evrópu.
3 Liverpool
Hvað gerir
Liverpool án Luis
Suarez? Það mun
halda uppteknum
hætti frá síðustu
leiktíð, spila
skemmtilegasta
boltann í deildinni
og skora fullt af
mörkum. Ef marka má undirbúnings-
tímabilið virðist Liverpool ekki sakna
markahæsta manns deildarinnar í fyrra.
Liðið hefur spilað vel og leikmenn eins
og Philippe Coutinho, Raheem Sterling
og Daniel Sturridge virðast tilbúnir að
taka við keflinu af Suarez. Meistara-
deildin mun hafa áhrif á liðið í vetur
en fjöldi nýrra leikmanna er kominn
til félagsins og breiddin er klárlega
til staðar hjá Liverpool. Liðið verður í
fínum málum í vetur undir handleiðslu
Brendans Rodgers.
Lykilmaður: Steven Gerrard
Gerrard er hershöfðinginn
hjá Liverpool og
nærvera hans hefur
jákvæð áhrif á alla
hjá félaginu.
Fylgstu með:
Raheem Sterling
Ekki efnilegur lengur
heldur einfaldlega
frábær leikmaður. Gæti
orðið 20 marka maður í vetur.
7 Tottenham
Tottenham-liðið spilaði illa í fyrra en tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að landa 6.
sætinu. Mauricio Pochettino er tekinn við liðinu og hann sýndi það með Southampton í
fyrra að hann er snjall stjóri. Aldrei þessu vant hefur liðið haft hægt um sig á leikmanna-
markaðnum og markmiðið virðist vera að byggja á þeim mannskap sem spilaði í fyrra. Ætli
liðið sér að gera tilkall til Meistaradeildarsætis þurfa framherjarnir Roberto Soldado og
Emmanuel Adebayor að spila vel og varnarleikurinn að verða betri en hann var á löngum köflum í fyrra. Fljótt á
litið virðist 6. til 7. sætið raunhæft fyrir liðið.
Lykilmaður: Cristian Eriksen
Sýndi mjög góða leiki í fyrra og verður heilinn í sóknarleiknum í vetur.
Fylgstu með: Erik Lamela
Floppaði í fyrra en er að nálgast sitt allra besta form þessa dagana.
8 Swansea
Swansea-liðið mætir töluvert breytt til leiks í haust en síðasta vetur. Leikmenn eins og
Michel Vorm, Chico Flores, Ben Davies, Jonathan de Guzman og Michu eru farnir en á móti
eru komnir leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson, Bafetimbi Gomis, Jefferson Montero,
Sung Young-Ki og Lukasz Fabianski. Swansea-liðið hefur alla burði til að koma á óvart í
vetur og blanda sér í baráttuna um Evrópudeildarsæti. Garry Monk, stjóri liðsins, hefur gert
snjöll kaup og skyldi enginn útiloka að Swansea verði það lið sem komi einna mest á óvart.
Lykilmaður: Ashley Williams
Hjartað í liðinu og stýrir vörninni eins og herforingi.
Fylgstu með: Gylfa Þór Sigurðssyni
Það er einfaldlega ekki hægt að horfa framhjá okkar manni.
11 Sunderland
Sunderland-liðið
var í miklu basli á
síðustu leiktíð en
ótrúlegur enda-
sprettur tryggði
liðinu 14. sætið í
deildinni. Magn-
aður árangur þar
sem lengi leit út
fyrir að liðið myndi enda í tuttugasta
og neðsta sætinu. Liðið var einfaldlega
allt of gott til að falla en spurningin er
sú hversu mikið stjórinn Gustavo Poyet
nær út úr mannskapnum. Sunder-
land-liðið er ekki það best mannaða í
deildinni en með góðu skipulagi er allt
hægt eins og sýndi sig í fyrra. Ef liðið
nær góðum sigrum snemma á leiktíðinni
gæti sjálfstraustið skilað liðinu langt,
jafnvel í efri hluta deildarinnar.
Lykilmaður:
Lee Cattermole
Baráttuglaður vinnu-
hestur sem skilar
alltaf 100% vinnu
fyrir liðið.
Fylgstu með: Jack
Rodwell
Eftir erfiðan tíma hjá Manchester City
mun þessi öflugi miðjumaður loksins fá
að spila um hverja helgi.
12 Crystal Palace
Tony Pulis er
kraftaverka-
maður og það
sýndi hann eftir
að hann tók við
Palace-liðinu
í tómu tjóni
snemma á síðustu
leiktíð. Liðið fór
á mikið flug eftir áramót og endaði í 11.
sæti deildarinnar. Takist liðinu að byggja
ofan á árangurinn sem náðist á síðustu
leiktíð þurfa stuðningsmenn Palace ekki
að örvænta. Litlar breytingar hafa orðið
á leikmannahópi liðsins í vetur en þó eru
leikmenn eins og Brede Hangeland og
Frazier Campbell komnir. Svo lengi sem
Pulis er við stjórnvölinn er engin hætta
á að liðið falli og líklegt verður að liðið
verði um miðja deild í vetur.
Lykilmaður:
Mile Jedinak
Sá leikmaður sem
hljóp mest allra
í úrvalsdeildinni í
fyrra. Sú vinna skilaði
sér fyrir Palace.
Fylgstu með: Dwight Gayle
Framherji sem blómstraði undir lok
síðustu leiktíðar eftir erfiða byrjun.
13 Hull City
Steve Bruce
gerði virkilega
góða hluti með
Hull-liðið síðasta
vetur og skilaði
hann nýliðunum
í 16. sætið sem
segir ekki alla
söguna. Liðið var
svo gott sem sloppið við fall fljótlega
upp úr áramótum og einbeitingin fór í
bikarkeppnina þar sem Hull fór alla leið
í úrslit. Það er fátt sem bendir til þess
að Hull verði í einhverju basli í vetur.
Jake Livermore var keyptur í sumar og
þá fékk félagið Thomas Ince og Robert
Snodgrass sem gætu orðið mikilvægir,
sérstaklega Snodgrass. Liðið þarf þó
að bæta árangurinn á útivöllum en
liðið fékk aðeins 12 stig á útivöllum allt
síðasta tímabil.
Lykilmaður:
Tom Huddlestone
Frábær miðjumaður
sem var mjög drjúg-
ur fyrir liðið í fyrra.
Fylgstu með: Robbie
Brady
Vængmaður sem byrjaði síðustu
leiktíð frábærlega en lenti svo í erfiðum
meiðslum.
14 West Ham
West Ham-liðið
sigldi lygnan sjó
á síðustu leiktíð
og endaði 13.
sæti. Liðið átti
afleitan lokakafla
og tapaði 5 af
síðustu 6 leikjum
sínum. Tiltölulega
litlar breytingar hafa orðið á liðinu
frá því í fyrra. Liðið hefur þó keypt tvo
öfluga leikmenn; Enner Valancia sem
skoraði 3 mörk með Ekvador á HM í
sumar og senegalskan miðjumann að
nafni Cheikhou Kouyaté sem kom frá
Anderlecht. Að öðru leyti er leikmanna-
hópurinn nokkurn veginn sá sami. Það
er í raun lítið sem gefur tilefni til að ætla
að flugeldasýningar sé að vænta frá
leikmönnum West Ham í vetur meðan
Sam Allardyce er enn við stjórnvölinn.
Lykilmaður:
Kevin Nolan
Fyrirliðinn og
reynslumesti leik-
maður West Ham
þarf að vera í sínu
besta formi í vetur.
Fylgstu með: Enner Valencia
Öflugur sóknarmaður sem gæti slegið í
gegn í úrvalsdeildinni.
15 QPR
Það verður að
gaman að sjá
Harry Red-
knapp aftur
þar sem hann á
heima, í ensku
úrvalsdeildinni.
QPR-liðið mætir
aftur til leiks eftir
að hafa komist í úrvalsdeildina gegnum
umspil í vor. Liðið mætir til leiks reynsl-
unni ríkara eftir að hafa fallið úr úrvals-
deildinni fyrir tveimur árum. Nú hefur
Redknapp tekið vörnina í gegn og fengið
til liðsins Rio Ferdinand og Steven
Caulker sem munu stoppa í götin sem
eru í vörninni. Þá bendir flest til þess að
Loic Remy leiki með QPR í vetur. Miðað
við leikmannahópinn ætti liðið að halda
sæti sínu í deildinni nokkuð
örugglega.
Lykilmaður:
Loic Remy
Skoraði og skoraði fyrir
Newcastle í fyrra og gæti
reynst QPR-liðinu ákaflega vel í vetur.
Fylgstu með: Charlie Austin
25 ára framherji sem hefur raðað inn
mörkunum í neðri deildunum. Setti 17 í
Championship í fyrra.
Hart tekist á DV spáir því að
Chelsea verði Englandsmeistari.
José Mourinho er fæddur sigur-
vegari og hann mun sjá til þess að
titillinn fari á Stamford Bridge.