Hagskýrslur um atvinnuveg

Tölublað

Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.07.1975, Blaðsíða 20

Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.07.1975, Blaðsíða 20
18 lauslegum framreikningi til Irsmeðaltals 1974, þar sem undan- skildar voru greinarnar, fiskiönaður, slátrun og kjötiðnaður og mjólkuriðnaður, sýnist vergur hagnaður fyrir skatta sem hlutfall af vergum tekjum hafa numið nálægt 5% samanborið við 7,3% árið 1973. Lauslegar hugmyndir um afkomu heimamarkaösgreinanna m.v. rekstrarskilyrði í maímánuði s.l. benda hins vegar til, að hún hafi verið svipuð því, sem hún var að meðaltali 1974. Á síðast- liðnu ári urðu mjög örar hækkanir á innflutningsverðlagi hráefna til iðnaðar. Talið er, að meðalverðhækkun hráefna til iðnaðar frá ársmeðaltali 1973 til ársmeðaltals 1974 hafi numið um 40% í íslenzkum krónum, og þá hefur verið tekið tillit til tolla- lækkana þeirra, sem áttu sér stað á árinu. Einnig þurftu heima- markaösgreinarnar að taka á sig mikla hækkun launa á sl. ári, og lætur nærri, að sú hækkun hafi numið um 52%. Verulegar hækkanir urðu einnig á öðrum kostnaðarliðum, t.d. orku, umbúðum og vöxtum. Verri afkoma heimamarkaðsgreinanna sýnir ljóslega, að verð- og magnbreytingar tekna hafa ekki náð aö vega upp þær miklu kostnaðarhækkanir, sem áttu sér stað á árinu 1974, þrátt fyrir, að verðhækkanir á afurðum þessara greina hafi orðið til muna örari það ár en undangengin ár. 1 ársbyrjun 1974 kom til framkvæmda annar tollalækkunar- áfangi skv. EFTA-samningunum og hinn þriðji tók gildi 1. janúar 1975. Eru verndartollar gagnvart EFTA- og EBE-löndunum nú helmingur þess, sem þeir voru fyrir inngöngu Islands í EFTA 1. marz 1970. Þá var ákveðið, að um sl. áramót skyldi fella niður eða endurgreiða að hálfu söluskatt af vélum til iðnaðarfram- leiðslu, samkvæmt heimild í fjárlögum ársins 1975. Hins vegar ber að hafa í huga, að á árinu 1974 og fyrstu mánuöum þessa árs lækkaði gengi íslenzku krónunnar verulega, þannig, að líklegt má telja, að hækkun á verði erlends gjaldeyris hafi meira en vegið upp áhrif ofantaldra tollalækkana á samkeppnisstöðu innlends iðnaðar gagnvart innflutningi. Þess ber auðvitað að gæta, að gengislækkun hefur í för með sér verðhækkanir á ýmsum aðföngum innlendra iðngreina, þannig, að heildaráhrif gengis- breytinganna á samkeppnisstöðu innlendu iðngreinanna eru óviss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Hagskýrslur um atvinnuveg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um atvinnuveg
https://timarit.is/publication/1124

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.