Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Side 2
2 Fréttir 23.–25. ágúst 2013 Helgarblað Opnunartímar: 15. maí – 15. sept. alla daga kl. 11 - 18 eða eftir samkomulagi Sími: 483 1504 & 483 1082 | husid@husid.com | www.husid.com HÚSIÐ Á EYRARBAKKA Byggðasafn Árnesinga er staðsett í Húsinu, sögufrægum bústað kaupmanna sem var byggt 1765. Húsið er eitt elsta hús landsins og glæsilegur minnisvarði þess tíma er Eyrarbakki var einn helsti verslunarstaður landsins. Þar eru margar og áhugaverðar sýningar um sögu og menningu Árnesssýslu, fornfrægt píanó, herðasjal úr mannshári og koppur kóngsins eru meðal sýningargripa. Hlýlegur og heimilislegur andi er aðalsmerki safnsins. Húsið á Eyrarbakka Bónus ódýrust 3 Blaðamenn DV gerðu verð-könnun í sjö matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu, miðvikudags- morguninn 14. ágúst. Keyptar voru 14 vörutegundir og var Kostur oftast með lægsta verðið, eða í átta tilfellum af fjórtán. Heildarverð vörukörfunnar var þó lægst í Bónus sem aldrei reyndist vera með hæsta verðið. Víðir reyndist vera með hæsta verðið í sex tilvikum af fjórtán. Starfsmenn DV ákváðu að gefa Mæðrastyrksnefnd þær vörur sem voru keyptar í könnuninni. Stærstu gjaldþrotin 2 Stærstu gjaldþrot Íslendinga má rekja til banka- og gjaldeyris- hrunsins haustið 2008 og hinnar gífurlegu skulda- söfnunar sem átti sér stað í aðdraganda þess. DV fjallaði um sex stærstu gjaldþrot Íslandssögunnar á miðvikudag en á toppnum tróna viðskiptafélagarnir Björgólfur Guð- mundsson og Magnús Þorsteinsson. Af íslensku útrásarvíkingunum fóru þeir einna verst út úr hruninu. Stefán H. Hilmarsson, fyrrverandi fjármála- stjóri Baugs, er svo í 3. sæti en gjald- þrot hans nam 3,6 milljörðum króna. Kveikti í sér 1 Svavar Jóhanns- son var svo illa haldinn af þunglyndi eft- ir langvarandi misnotkun sem barn að hann kveikti í sér árið 1997. Svavar sagði sögu sína í DV á mánudag. Þó 16 ár séu liðin er sársaukinn greypt- ur í minnið og hverfur aldrei. Með þrotlausri vinnu hefur Svavari engu að síður tekist að öðlast frið í sálinni og ná sáttum við sjálfan sig. „Ég er svo ofboðslega þver að ég ákvað að fyrst ég lifði þetta af að lifa lífinu lifandi og sagði við sjálf- an mig, ég skal gera það,“ sagði Svavar meðal annars. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni mánudagur og þriðjudagur 19.–20. ágúst 2013 92. tölublað 103. árgangur leiðb. verð 429 kr. KveiKti í sér „Ég man sársaukann n Þunglyndið og drykkjan tóku völdin n Misnotkunin stóð árum saman 10–12 svavar var misnotaður af Konu Viðtal með bensíni framsóKn leigði af ólafi „Örðugt að halda spillingu frá þess- um samningum n Leigusamningar sem myllusteinn um háls stofnana Bónus er með lægsta verðið n Sáralítill verðmunur hjá lágvöruverðsverslunum Verðkönnun 16–17 2–3 „Geir er eins og gott vín“ Frægir í fertugsafmæli Geirs Ólafs María Birta er persónuhneigð Fann fyrir fordómum frá lesbíum 27 27 gengur vel hjá hafþóri Keppir í Sterkasti maður heims 18 Ódýrast að versla í BÓnus Þ að er nánast sama í hvaða lágvöruverðsverslun fólk kaupir mjólkurvörur. Þær eru allar á mjög svipuðu verði. Verðmunur er aftur á móti mun meiri á öðrum tegundum matar og getur munurinn í sumum tilfellum verið meiri en 100 prósent. Þetta kemur fram í nýrri verð­ könnun DV í lágvöruverðsverslun­ um. Þegar verð á vörum í könnun DV var reiknað var ákveðið að taka ekki tillit til tímabundinna eða stað­ bundinna tilboða í verslunum. Í verðkönnuninni reyndist matarkarf­ an ódýrust í Bónus en dýrust í Víði. Athygli vekur að Kostur reyndist oftast með lægsta verðið. Á sama tíma Blaðamenn DV gerðu verðkönnun í sjö matvöruverslunum á höfuð­ borgarsvæðinu, miðvikudags­ morguninn 14. ágúst. Þær verslan­ ir sem farið var í voru Fjarðarkaup í Hafnarfirði, Kostur Dalvegi, Iceland Engihjalla, Víðir í Skeifunni og Bónus, Krónan og Nettó á Granda. Farið var í allar verslanirnar klukkan 11 fyrir há­ degi. Hver blaðamaður fékk lista sem hann keypti eftir. Hann fann vörurn­ ar í versluninni setti í körfu og greiddi fyrir við kassa. Í innkaupakörfunni voru 14 vörutegundir: sykur, mjólk, rjómi, skyr, smjörvi, ostur, kart öflur, kjúklingur, egg, brauð, gúrka, ban­ anar, appelsínusafi og ein tegund af kexi. Allt vörur sem algengar eru á heimilum landsins. Tvöfaldur verðmunur á kartöflum Eins og áður sagði reyndist lítill mun­ ur á verði mjólkurvara. Það munar innan við tvö prósent á pela af rjóma þegar skoðað er hæsta og lægsta verð. Á KEA­skyri er munurinn 4,5 prósent, á Smjörva rúm sex pró­ sent. Mjólkin kostaði alls staðar það sama; 120 krónur, nema í Kosti þar kostaði lítrinn 110 krónur, 9 prósent­ um minna en í öðrum verslunum. Af mjólkur vörunum munaði mestu á MS­osti í sneiðum. Hann var ódýrastur í Kosti en dýrastur í Víði og munaði þar rúmum 15 prósentum á hæsta og lægsta verði. Allt annað er uppi á teningnum þegar kemur að því að kaupa kartöfl­ ur í lausu. Í könnun DV var ákveðið að kaupa þær kartöflur á hverjum stað sem seldar voru í lausu og fólk velur sjálft og setur í poka. Ekki var tekið til­ lit til hvaðan kartöflurnar komu eða af hvaða tegund þær voru. Það getur ef til vill skýrt að einhverju leyti þann mikla verðmun sem er á kartöflun­ um. Kartöflur í lausu voru ódýrastar í Iceland en dýrastar í Víði. Munur­ inn er 110 prósent. Það er meira en helmingi dýrara að kaupa kartöflur í lausu í Víði en í Iceland. Tilboð á kjúklingi Á hverjum stað var keyptur ódýr­ asti ferski kjúklingurinn sem í boði var óháð fram­ leiðenda eða vörumerki. Ferski kjúklingur­ 16 Neytendur 19. ágúst 2013 Mánudagur Jóhanna Margrét Einarsdóttir blaðamaður skrifar johanna@dv.is n Kostur oftast með lægsta verðið í könnun DV n Iceland næstódýrust n Matarkarfan dýrust í Víði n Mikill verðmunur á sykri á milli verslana „Mjólkin kostaði alls staðar það sama, nema í Kosti Algengt verð 250,8 kr. 247,8 kr. Algengt verð 250,5 kr. 247,5 kr. Höfuðborgarsvæðið 250,4 kr. 247,4 kr. Algengt verð 250,8 kr. 247,8 kr. Algengt verð 252,9 kr. 247,9 kr. Melabraut 250,6 kr. 247,6 kr. Eldsneytisverð 18. ágúst Bensín Dísilolía Rándýrt aukaálegg n Ferðalangur og viðskiptavin­ ur Greifans á Akureyri nýtti sér pítsutilboð á dögunum. Tilboð­ ið; stór pítsa, tveir lítrar af Coke og ostabrauðstangir kosta 2.780 krónur í tilboði sem kallað er Sumarauki. Áleggstegundirnar á pítsuna eru þrjár. Nú bar svo við að viðskiptavininn langaði í lauk á pítsuna, að auki. Þá fengust þær upplýsingar að auka álegg­ stegund kostaði 460 krónur. Það hefði hækkað kostnaðinn við pítsuna um 16,5 prósent. „Heilt kíló af lauk kostar sennilega um 80 krónur. Ég hefði líklega getað keypt fimm til sex kíló af lauk fyrir upphæðina sem átti að rukka mig fyrir aukaálegg. Ef ég væri að reka svona stað myndi ég gera greinar­ mun á kjötáleggi og ódýru græn­ meti, þegar fólk biður um aukaá­ legg,“ segir viðskiptavinurinn sem lét laukinn vera í þetta sinn. Málið var borið undir Aðalbjörn Þórarinsson, fram­ kvæmdastjóra Greifans, sem þakkaði ábendinguna. „Já, þetta er rétt. Aukaálegg á 16 tomma pítsu kostar kr. 460. Við höfum rukkað sama verð fyr­ ir allt álegg hvort sem um er að ræða parmaskinku eða lauk, haft eitt meðalverð svo auðveldara sé að reikna út verð á pítsu bæði fyrir viðskiptavini og okkur. Við erum með þetta til skoðunar hjá okkur.“ Besti ísinn n Feraðalangar eru duglegir að koma við í sjoppum hringinn í kringum landið. Einn var nýlega á ferð í Skagafirði og hafði samband við Neytendasíðuna því hann vildi þakka fyrir ísinn sem fæst í Varmahlíð. Hann fullyrti að það væri besti ísinn sem fengist á öll­ um hringveginum og sennilega sá ódýrasti og það vildi hann lofa alveg sér­ staklega. Hann sagði að það eina sem hefði skyggt á gleði hans yfir ísnum hefði verið að þjónustan hefði mátt verð ögn betri. Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is DV karfan Það voru 14 vörutegundir í DV- körfunni. Karfan var rúmlega 13 prósentum dýrari í Víði þar sem hún kostaði mest en í Bónus þar sem hún kostaði minnst. inn reyndist ódýrastur í Bónus en dýrastur í Kosti og munar þar 25 prósentum. Það skal hins vegar tekið fram að alla miðvikudaga er tilboð á kjúklingum í Kosti og þá er verðið lækkað um 38 prósent. Kílóverðið fer úr 950 krónum nið- ur í 589. Fólk getur ekki keypt ótak- markað magn af tilboðskjúkling- um, hver og einn fær að hámarki að kaupa þrjá kjúklinga í einu. En ef hjón eða sambýlingar fara saman er hægt að kaupa sex fyrir heimilið í einu. Í Nettó á Granda var opnunartil- boð á kjúklingi, á tilboðinu kostaði kjúklingurinn 688 í stað 849. Þetta tilboð var hins vegar ekki í öðr- um verslunum Nettó. Eins og áður segir var ákveðið að taka ekki tillit til tímabundinna eða staðbundinna afsláttarkjara, því þar væri um að ræða verð sem ekki er í boði nema stundum og sums staðar. Grænmeti og ávextir Gúrkur eru seldar í stykkjatali í öll- um verslunum nema Fjarðarkaup- um og Víði. Kílóverðið er það sama á báðum stöðum 498 krónur. Að teknu tilliti til þessa reyndist tæp- lega 30 prósenta verðmunur á gúrk- um, þær eru ódýrastar í Bónus en dýrastar í Iceland. Á miðvikudag var hægt að fá ódýrari gúrkur í Nettó á Granda en þær voru á sérstöku opnunartilboði og kostaði stykkið 75 krónur. En þar sem það var stað- bundið tilboð var ákveðið að sleppa því að taka það með í könnunina. Líkt og með kartöflurnar var ákveðið að kaupa þá banana sem seldir voru á hverjum stað óháð framleiðanda, vörumerki og hvaðan þeir komu. Verðmunur á þeim reyndist verulegur eða tæp 63 prósent. Þeir eru ódýrastir í Bón- us og Kosti en dýrastir í Víði. Víða í verslunum er hægt að fá banana sem eru að nálgast síðasta söludag á mun lægra verði. Þeir eru gjarnan auðkenndir með límmiða. Þeir sem eru í sparnaðarhugleiðingum ættu að hafa það í huga. Miklu munar á sykri, minna á kexi Það er mikill munur á verði á einu kílói af sykri og mismunandi vöru- merkjum í boði milli verslana. Í könnun DV var ekki reynt að leggja mat á gæði sykursins. Það var keypt eitt kíló af strásykri, það ódýrasta sem fannst á hverjum stað. Verð- munurinn reyndist sláandi eða rúm 63 prósent. Sykurinn reyndist ódýrastur í Bónus en dýrastur í Kosti. Homeblest-kex fékkst í öllum versl- unum, það reyndist ódýrast í Bónus en dýrast í Iceland, í prósentum talið reyndist munurinn tæp 35 prósent á kexpakkanum. Heimilisbrauð frá Myllu fæst alls staðar. Það reyndist ódýrast í Kosti en dýrast í Fjarðarkaupum. Munurinn á hæsta og lægsta verði var 16 pró- sent. Flestar lágvöruverðsverslanir eru með brauð sem er framleitt fyrir viðkomandi verslun og merkt þeim. Oft eru það ódýrustu brauðin í við- komandi verslun og því sjálfsagt að skoða þau áður en ákvörðun er tekin um hvaða brauð er keypt til heimilis- ins. Einn safi var með í verðkönnun DV það var appelsínu Brazzi. Tæp- lega þriðjungsmunur var á hæsta og lægsta verði á Brazza hann var ódýrastur í Bónus og dýrastur í Iceland. Kostur oftast ódýrastur Þegar verðkönnunin er skoðuð í heild kemur í ljós að Kostur er oftast með lægsta verðið. Af þeim 14 vörutegund- um sem voru í DV-körfunni var hún í átta tilvikum ódýrust í Kosti. Það sem hleypir verðinu hins vegar upp er hvað strásykurinn og kjúklingurinn er alla jafna dýr í Kosti, svo og kexið. Í helmingi tilvika var ódýrustu vöruna að finna í Bónus og fyrir utan mjólk sem kostar það sama í sex af sjö verslunum, þá er Bón- us aldrei með hæsta verð. Það er næsthagstæðast að versla í Iceland, ef marka má þessa tilteknu vöru- körfu. Þar er tvisvar sinnum ódýr- ustu vöruna að finna og tvisvar þá dýrustu ef mjólkin er undanskilin. Krónan, Nettó, Kostur og Fjarðar- kaup eru á mjög svipuðu róli, það munar 128 krónum, á körfunni í Krónunni og í Fjarðarkaupum. Víðir er oftast með hæsta verðið, ef mjólkin er talin með eru sex af 14 vörum í körfunni dýrastar þar. Það er tæpum 800 krónum dýrara að kaupa körfuna í Víði en í Bónus í prósentum talið er sá munur 13,2 prósent. n Neytendur 17 Mánudagur 19. ágúst 2013 n Kostur oftast með lægsta verðið í könnun DV n Iceland næstódýrust n Matarkarfan dýrust í Víði n Miki l verðmunur á sykri á mi li verslana„Gríðar- legur verðmunur á kartöflum „Í helm- ingi tilvika var ódýrustu vör- una að finna í Bónus. Vara Bónus Iceland Krónan Nettó Kostur Fjarðarkaup Víðir Mesti munur Nýmjólk 1/1 120 120 120 120 110 120 120 9,1% Rjómi 1/4 223 223 224 225 223 227 225 1,8% Skyr KEA hreint 500 gr 197 203 196 199 194 198 198 4,6% Kartöflur í lausu (kr/kg) 198 189 369 299 298 308 398 110,6% Brún egg (6 stk.) 439 359 356 369 345 398 448 29,9% Kjúklingur ferskur heill (kr/kg) 759 897 859 849* 950** 832 878 25,2% Sykur 1 kg 229 230 277 299 389 298 238 63,4% MS Ostur í sneiðum 26% (kr/kg) 1.698 1.699 1.759 1.850 1.648 1.781 1.898 15,2% Smjörvi 286 289 287 288 272 288 288 6,3% Heimilisbrauð Myllu heilt 347 379 357 355 342 398 348 16,4% Homeblest kex 300 gr 219 249 235 238 295 248 258 34,7% Agúrka íslensk 149 219 150 150* 198 194*** 207*** 28,0% Brazzi appelsínu 1 lítri 129 169 133 134 145 159 136 31,0% Bananar (kr/kg) 239 259 243 258 239 244 389 62,8% Samtals 5.232 5.484 5.565 5.633 5.648 5.693 6.029 Matarkarfa DV *Opnunartilboð á Granda. Gúrkan þar á 75 krónur. Kjúklingurinn er á 688 krónur með afslætti. **Á miðvikudögum er afsláttur af kjúklingi. Hann kostar þá 589 kr/kg. ***Gúrkan er seld samkvæmt kílóverði í Fjarðarkaupum og Víði. Á báðum stöðum er kílóverðið 498 kr. Fátækir fá matinn DV greiddi fyrir allar þær vörur sem teknar voru með í könnunina og ekki var haft neitt samráð við þær verslanir sem teknar voru með í könnunina. Engin fékk að vita að um verðkönnun hafi verið að ræða. Starfsmenn DV ákváðu að gefa Mæðrastyrksnefnd þær vörur sem voru í könnuninni. Fyrsta úthlutun hjá nefndinni verður nú á miðvikudag og er búist við að allt að 600 manns komi til að fá mataraðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd. Raun-ar segja konurnar sem þar starfa að mikið hafi verið að gera í allt sumar hjá nefndinni. Þrátt fyrir að það hafi verið lokað hafi verið mikið um að þurfandi hafi haft samband, bæði vegna þess að þeir áttu ekki fyrir mat og líka vegna þess að þeir áttu ekki fyrir lyfjum. Mæðrastyrksnefnd DV keypti allar vörurnar sem notaðar voru i könnuninni og ákvað að gefa Mæðrastyrks- nefnd þær. Það var Aðalheiður Fransdóttir sem tók við vörun- um fyrir hönd nefndarinnar. Brúnir blettir þýða sætt bragð Banani er hollur og góður ávöxtur og einn handhæg- asti skyndibiti sem um getur. Þegar bananar eru keyptir er gott að hafa í huga hvenær á að borða þá. Grænir bananar eru óþroskaðir og hægt að láta þá þroskast í rólegheitunum á eld- húsborðinu. Það er því hægt að geyma þá í nokkra daga. Þegar þeir eru valdir er gott að hafa í huga að þeir séu stinnir og bletta- lausir. Fullþroskaðir bananar eru fallega gulir á lit. Með aldrinum fá þeir brúna bletti og verða sæt- ari á bragðið. Bannað að geyma í plasti Nokkur góð ráð til að auka geymsluþol banana er að taka þá strax úr plastpokanum sem þeir voru keyptir í. Aldrei að geyma banana í plastpokum það getur þést raki í pokanum sem getur valdið því að ávextirnir rotna. Geymið græna banana við stofuhita. Ef óþroskaður ban- ani er settur í kæliskáp og síðan tekinn út þroskast hann ekki al- mennilega þó hann sé hafður í stofuhita. Það er hægt að herða á þroska banana með því að setja þá í brúnan plastpoka. Ef epli eða tómatur er settur í pokann herðir það enn á þroskaferlinu. Frystið og notið í hristing Það er gott að hengja banana á snaga til að láta loftið leika um þá og til að forðast að þeir merj- ist. Fullþroska banana má geyma í kæliskáp það hægir á þroskan- um og þeir geymast lengur. Það er hægt að frysta banana. Það verður þó að afhýða þá fyrst, það er ógerningur að afhýða frosinn banana. Það er hægt að skera þá í sneiðar og frysta og nota síðan í kökur, mat og hristinga. Það má líka frysta þá heila og nota á svip- aðan hátt. Þannig geymast þeir von úr viti. Iðnaðarmenn rústuðu fríinu n Látlausar framkvæmdir á hóteli á Alicante miðvikudagur og fimmtudagur 21.–22. ágúst 2013 93. tölublað 103. árgangur leiðb. verð 429 kr. n Enginn Breti tapað meira n Afskriftakóngar sleppa n 291 gjaldþrot árið 2012 StærStu gjaldþrot ÍSlandSSögunnar 2 Magnús Þorsteinsson 1 Björgólfur Guðmundsson 3 Stefán Hilmarsson n Fjárfestar og fasteignasalar efstir Óli Valur Steindórsson Daníel Þorsteinsson Þorlákur Ó. Einarsson 10–11 Útte kt „Þetta var ekki afslöppun fyrir fimm aura „Einhvern tímann hlýtur öllu að ljúka“ n Jón Helgi á í viðræðum um sölu Krónunnar 4 3 5 menn sem Arsenal vantar n Arsene Wenger í vand- ræðum 19 2007 villan lækkar í verðiErfitt að selja stærsta einbýlishús landsins „Lífið er gott“ n Alsæll og glaður með Rikku8 27 Skúli Mogensen MR-ingar komust ekki heim Tæplega 200 nemendur við Menntaskólann í Reykjavík komust ekki heim úr út- skriftarferð sinni á fimmtudag eins og ætlað var vegna bilun- ar í flugvél Primera Air. „Það er reiknað með að vélin fari héðan frá Íslandi í kvöld og að hópurinn fljúgi þá frá Krít einhvern tímann í fyrramálið,“ sagði Tómas Gests- son, framkvæmdastjóri Heims- ferða, í samtali við DV á fimmtu- dag og má þá gera ráð fyrir að hópurinn leggi af stað í dag, föstudag. Skólasetning Menntaskólans í Reykjavík fór fram á fimmtu- dag og áttu nemendur að mæta í kennslustund í morgunsárið á föstudag. Gera verður ráð fyrir að mæting útskriftarnema verði heldur dræm á fyrsta kennslu- degi skólaársins í ljósi þessa. Út- skriftarhópurinn hefur dvalið á eynni Krít í góðu yfirlæti frá því á mánudaginn 12. ágúst. Fram- kvæmdastjóri Heimsferða seg- ir engan aukakostnað lenda á ferðalöngunum. Heimsferðir greiði fyrir gistingu og fæði vegna seinkunarinnar. Mynd: Birna Ketilsdóttir Funduðu með fulltrúa ESB Íslensk stjórnvöld funduðu með fulltrúa Evrópusambands- ins hér á landi á fimmtudaginn vegna hótana sambandsins um viðskiptaaðgerðir gegn Íslandi vegna makríldeilunnar. Er til- efni fundarins það að fram- kvæmdastjórn ESB sendi út fréttatilkynningu fyrr í vikunni vegna aðgerða gegn Færeyj- um sem tengjast síldveiðum. Kom fram í tilkynningunni að sambærilegar aðgerðir væru í undirbúningi gagnvart Íslandi. Á fundinum var fulltrúi ESB upplýstur um afstöðu íslenskra stjórnvalda í málinu. Þau telja að aðgerðir sem þessar muni spilla fyrir samningsmöguleik- um í deilunni. Fram kom að Ísland styddi ekki kröfur Fær- eyinga í síldarmálinu en legðist engu að síður gegn þvingunar- aðgerðum af þessu tagi. G litnir hefur afskrifað 214 milljóna króna kröfur sem bankinn átti á eignarhalds- félag í eigu Jóhannesar Karls Guðjónssonar, knattspyrnumanns hjá ÍA. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins JH Trading fyrir árið 2012 sem að- gengilegur er í ársreikningaskrá rík- isskattstjóra. Glitnir stýrir félaginu í dag eftir að hafa yfirtekið það eft- ir hrunið 2008. Sá sem átti félagið á móti Jóhannesi Karli heitir Hlöðver Geir Tómasson. Skuld félagsins við Glitni var vegna gjaldmiðlaskiptasamninga sem félagið gerði við Glitni fyrir hrunið. Vegna niðurfærslu Glitn- is á kröfunni sem bankinn átti á JH Trading vegna gjaldmiðlaskipta- samninganna var bókfærður hagn- aður af starfsemi félagsins í fyrra upp á 214 milljónir króna. „Samkvæmt rekstrarreikningi var 214mkr. hagn- aður af rekstri félagsins á árinu. Eigið fé félagsins samkvæmt efna- hagsreikningi í lok ársins 2012 var neikvætt um kr. 17.635.“ Í ársreikn- ingnum kemur fram að niðurfelling skulda félagsins sé rúmar 214 millj- ónir króna og skýrir þessi staðreynd hagnað félagsins. Keypti og seldi í Glitni rétt fyrir hrun DV fjallaði um JH Trading í ágúst árið 2010 og byggði umfjöllunin á gögnum frá Glitni sem blaðið hafði undir höndum. Í fréttum blaðsins um félagið kom fram að það hefði keypt hlutabréf í Glitni fyrir 364 milljónir króna í aðdraganda banka- hrunsins árið 2008 og selt bréfin fyrir 384. Gögnin frá Glitni báru yfir- skriftina „Bók 1000“ en í þeim var fjallað um viðskipti bankans með hlutabréf í sjálfum sér. Viðskipti félagsins vöktu athygli þar sem það keypti hlutabréf í Glitni fyrir 364 milljónir króna þann 23. september 2008 og seldi sama magn bréfa fyrir 384 milljónir króna þremur dögum síðar. Degi áður, þann 25. september 2008, hafði Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórn- arformaður Glitnis, farið á fund stjórnenda Seðlabanka Íslands til að óska eftir láni upp á 600 millj- ónir evra til að endurfjármagna eitt af lánum Glitnis sem var á gjald- daga. Lánsbeiðninni var hafnað og var Glitnir yfirtekinn þremur dög- um síðar. Viðskipti JH Trading með hlutabréfin í Glitni hljóta að verða að teljast nokkuð sérstök þegar litið er til þessa. sagðist hafa haft trú á bankanum Þegar DV ræddi við Jóhannes Karl um JH Trading árið 2010 sagðist hann lítið hafa komið að viðskipt- um félagsins og að viðskiptafélagi hans og hinn eigandi JH Trading, Hlöðver Geir Tómasson, hefði haft allsherjarumboð til að skuldbinda félagið. „Ég hef voða lítið getað ver- ið með puttana í viðskiptum mín- um heima á Íslandi út af vinnu minni hérna úti,“ sagði Jóhannes Karl en hann upplýsti meðal annars að hann hefði ekki tekið ákvörðun- ina um að fjárfesta í Glitni. Í samtali við DV um ástæðu hlutabréfaviðskiptanna sagði Hlöðver Geir að hann hefði haft trú á íslenska bankakerfinu þar til yfir lauk. „Áhættufjárfestar eins og við Jóhannes Karl sáum hrunið ekki fyrir. Við höfðum trú á íslenska bankakerfinu fram á síðustu mín- útu. Við vorum með ýmsar stöður í gangi þegar bankahrunið skellur yfir okkur. […] Það var oft þannig í þessum bransa að menn héldu á bréfum í stuttan tíma,“ sagði Hlöðver Geir. Engin starfsemi er inni í JH Trad- ing í dag og er félagið eignalaust og með neikvæða eiginfjárstöðu. Miðað við stöðu þess má ætla að því verði slitið með tíð og tíma. n Afskrifuðu 214 milljónir hjá félagi Jóhannesar n Stundaði hlutabréfaviðskipti og gerði gjaldmiðlaskiptasamninga við Glitni Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Ég hef voða lítið getað verið með puttana í við- skiptum mínum heima á Íslandi yfirtaka og afskrift Glitnir yfirtók fjárfestingarfélag Jóhannesar Karls og hefur nú afskrifað 214 milljarða króna kröfu á hendur félaginu. Mynd ÁsGeir M einarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.