Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Síða 8
8 Fréttir 23.–25. ágúst 2013 Helgarblað Milljarðaþrot fyrr verandi eiganda Tals n Félag fjarskiptakóngs skilur eftir sig 2,7 milljarða skuldir F élag athafnamannsins Jóhanns Óla Guðmundssonar, Fjalla- skarð ehf., skildi ekkert eftir sig nema 2,7 milljarða króna skuld- ir þegar það var úrskurðað gjaldþrota í apríl síðastliðnum. Engar eignir fundust í þrotabúinu og ekkert fékkst upp í 2,7 milljarða króna kröfur í það að því er fram kemur í Lögbirtinga- blaðinu í dag. Jóhann Óli átti, í gegnum Fjalla- skarð, á sínum tíma tæplega helm- ingshlut í fjarskiptafyrirtækinu Tali. Hann var ásamt öðrum á góðri leið með að byggja upp fjarskiptaveldi sem náði allt að 20 prósenta markaðs- hlutdeild á fjarskiptamarkaði á árun- um fyrir hrun. Árið 2007 keypti Jóhann, í gegnum félag sitt Wireless Broadband Systems, fyrirtækið Hive og sam- einaði fjarskiptafélögunum Atlassíma og eMax. Hive var áberandi í innreið sinni á markaðinn á árunum fyrir hrun. Svo fór að Teymi hf. keypti 51 prósents hlut í Hive og sameinaði fjar- skiptafyrirtækinu SKO. Úr þeirri sam- einingu varð til Tal sem síðar var fært undir eignarhald IP-fjarskipta ehf. sem var félag í eigu Teymis, Fjalla- skarðs, NBI og Hermanns Jónassonar. Upp úr sauð milli Jóhanns Óla og full- trúa Teymis í stjórn Tals en deilur þar urðu efni greinaskrifa í fjölmiðlum. Samkvæmt síðasta ársreikningi Fjallaskarðs, fyrir árið 2009, var Jó- hann Óli skráður eigandi félagsins en Landsbankinn tók það yfir haustið 2009. Þar áður hafði bankinn einnig tekið yfir Teymi og eignaðist þar með um 82 prósenta eignarhlut í Tali. Svo fór síðan að í júní 2010 keypti Auður I fagfjárfestasjóður allt hlutafé IP-fjar- skipta ehf. n mikael@dv.is Enn í starfi eftir stórfelld skattsvik n Sveik margar milljónir undan skatti í gegnum Öryggismiðstöð Vesturlands J á, ég er ennþá verktaki og launamaður hjá Öryggismið- stöðinni,“ segir Guðni H. Har- aldsson sem var í mars síð- astliðinn fundinn sekur í Héraðsdómi Vesturlands um stór- felld bókhalds- og skattalagabrot. Guðni var dæmdur í 10 mánaða skil- orðsbundið fangelsi og var honum gert að greiða 45 milljónir króna í sekt. Guðni er fyrrverandi stjórnar- formaður og framkvæmdastjóri Öryggismiðstöðvar Vesturlands. Fyrirtækið var verktaki hjá Öryggis- miðstöð Íslands og hafði með- al annars umsjón með öryggiskerfi fyrir aldraða og sjúklinga á Akranesi. Eftir að Öryggismiðstöð Vesturlands fór í þrot árið 2008 hefur Guðni haldið áfram verktakastörfum fyr- ir Öryggismiðstöðina á eigin vegum. „Ekki ennþá, nei,“ segir Guðni að- spurður hvort dómur Héraðsdóms Vesturlands frá því í mars hafi haft áhrif á störf hans fyrir Öryggismið- stöðina. Vildu halda þjónustu áfram „Jú, það er rétt, hann er enn verk- taki hjá okkur. Hann er að gera þetta bara í sínu nafni núna, ekki und- ir sérstöku fyrirtæki, og sinnir fyrir okkur afmörkuðum verkefnum á Akranesi,“ segir Ómar Örn Jóns- son, framkvæmdastjóri Öryggis- miðstöðvarinnar, í samtali við DV. Hann tekur þó fram að Guðni sé ekki og hafi aldrei verið starfsmaður Ör- yggismiðstöðvarinnar. Hann segir ákvörðun hafa ver- ið tekna um að halda samstarfi Ör- yggismiðstöðvarinnar við Guðna áfram, að minnsta kosti fyrst um sinn. „Menn vildu halda áfram þeirri þjónustu sem var haldið úti þarna, þannig hann hefur verið að sinna þessu áfram. Hvað verður svo í fram- haldinu veit maður ekki, en hann er allavega starfandi verktaki á svæð- inu.“ Játaði brotin skýlaust Haustið 2012 höfðaði sérstakur sak- sóknari mál á hendur Guðna vegna „meiriháttar brota gegn skattalögum og lögum um bókhald“ og var hann sakfelldur í mars á þessu ári. Játaði hann öll brot sín skýlaust og kaus að áfrýja dómnum ekki. Í dómi Héraðsdóms Vesturlands kemur fram að Guðni hafi sem fram- kvæmdastjóri Öryggismiðstöðvar Vesturlands ekki staðið skil á virðis- aukaskatti upp á rúmar 13 milljónir og vanrækt skil á skattskýrslum fyrir- tækisins. Þá hafi hann persónulega skilað efnislega röngu skattfram- tali. Brotin voru framin á tímabilinu 2006–2008 en rannsókn skattrann- sóknarstjóra hófst sumarið 2009. 45 milljóna sekt Við ákvörðun refsingar Guðna var tekið tillit til þess að hann hefði gengist greiðlega við brotum sínum auk þess að hann hafði hreint sakavottorð. Einnig var litið til hins langa tíma sem meðferð málsins tók. Hlaut hann 10 mánaða skilorðs- bundinn fangelsisdóm auk þess sem honum var gert að greiða sekt upp á 45 milljónir króna. Ef sektin yrði ekki greidd innan fjögurra vikna yrði honum gert að afplána eins árs fangelsisvist. Sektin var ekki greidd á tilsettum tíma en Guðna hefur verið veittur frestur. Þó Guðna hafi ekki verið gert að hætta störfum sínum fyrir Ör- yggismiðstöðina vegna brotanna tekur hann undir það sjónarmið að staða hans geti talist óheppi- leg. „Við erum bara að leysa þessi mál, ég, lögfræðingurinn minn og Öryggismiðstöðin,“ segir Guðni og bætir við að hann hafi sjálfur hugs- að sér til hreyfings eftir að dómur féll í málinu. n Milljónasvik Guðni Har- aldsson var fundinn sekur um stórfelld skattsvik í gegnum Öryggismiðstöð Vesturlands. Hann er enn verktaki Öryggismið- stöðvar Íslands. Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is „ Jú, það er rétt, hann er enn verk- taki hjá okkur. Siggi hakkari laus allra mála Sælgætisframleiðandinn Nói Sírí- us hefur staðfest í yfirlýsingu til fjölmiðla að tilraun hafi verið gerð til að kúga fé af fyrirtækinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að tilraunin hafi verið „viðvanings- leg“ og að aldrei hafi nein hætta verið á ferð þó gefið hafi verið í skyn í hótunum að reynt yrði að valda Nóa Síríus tjóni ef ekki yrði greidd tiltekin upphæð. Stjórnendur fyrirtækisins leit- uðu umsvifalaust til lögreglunn- ar sem tókst að hafa hendur í hári mannanna. „Lögreglan á hrós skilið fyrir að bregðast skjótt við og málið er nú í eðlilegum farvegi hjá ríkissaksóknara. En fyrst og síðast er þetta mannlegur harmleikur þeirra sem í hlut eiga,“ segir í yfir- lýsingunni en fjárkúgunartilraun- irnar voru gerðar í lok janúar og byrjun febrúar í fyrra. Sigurður Ingi Þórðarson, einnig þekktur sem Siggi hakkari, var einn þeirra sem höfðu stöðu grun- aðra í fjárkúgunarmálinu. Hann birti á Twitter-síðu sinni á mið- vikudag bréf frá embætti ríkissak- sóknara þar sem fram kemur að Sigurður Ingi verði ekki ákærð- ur fyrir að reyna að kúga fé út úr Nóa Síríus. „Telst það sem fram er komið ekki líklegt eða nægjanlegt til sakfellingar.“ Sigurður skrifar með myndinni að þetta sé annað málið á hendur honum sem embættið hafi látið niður falla í vikunni. Vísir greindi frá því á fimmtudag að tveir aðrir menn væru grunaðir í Nóa Síríus-málinu. Ofbeldisverk fordæmd „Íslensk stjórnvöld harma mann- fall það sem orðið hefur undan- farnar vikur í Egyptalandi og hvetja valdhafa til að sýna stillingu í aðgerðum gegn mótmælendum. Ísland fordæmir öll ofbeldisverk.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneytið sendi frá sér á fimmtudag. Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra ritaði Nabil Fahmy, utanríkisráðherra Egyptalands, bréf þar sem hann lýsir áhyggjum sínum vegna ástandsins í Egypta- landi. Gunnar Bragi segir í bréfi sínu að virða beri lýðræðisvilja borgara Egyptalands. Lýðræðis- þróun hafi ekki gengið eftir eins og vonir stóðu til, líkt og aðgerðir egypska hersins í júlí beri vott um. Utanríkisráðherra leggur áherslu á að nýir valdhafar standi við fyrir- heit um að stefna hratt og örugg- lega að því að við völdum taki lög- mæt lýðræðisstjórn. Þá hvetur utanríkisráðherra stjórnvöld í Egyptalandi til að tryggja að allir lýðræðislegir flokk- ar fái aðkomu að hinu pólitíska ferli. Stuðla verði að sáttum og samlyndi í samfélaginu, ella sé hætta á frekari átökum sem aðeins muni skaða hagsmuni íbúa lands- ins og heimshlutans alls. Eins og fram hefur komið gerðu öryggissveitir árás á mót- mælabúðir stuðningsmanna Mohammed Morsi, forseta Egyptalands, í síðustu viku þar sem hundruð manns biðu bana. Fjarskiptaveldi fór á hliðina Fjallaskarð sem áður átti meðal annars stóran hlut í Tali skilur eftir sig 2,7 milljarða króna gjaldþrot.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.