Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Blaðsíða 17
Fréttir 17Helgarblað 23.–25. ágúst 2013
að Íslendingar halda áfram að trúa því
blint að auðlindir þeirra séu best nýtt-
ar af einkafyrirtækjum og auðmönn-
um, að peningar ríka fólksins leki ein-
hvern veginn til fátæka fólksins, þá
erum við að láta arðræna okkur. Ég tel
myndina vera gott námsefni um það
hvernig græðgi og spilling á auðvelt
uppdráttar í litlu og óreyndu samfé-
lagi eins og Íslandi.“
Verðmætustu upplýsingar í heimi
Hann segist forviða yfir framvindu
mála og sölu sýnasafnsins til banda-
ríska lyfjarisans Amgen. Gen Ís-
lendinga, læknaskrár þeirra hundrað
ár aftur í tímann og gagnasafn Decode
sem byggir á því er náttúruauðlind og
henni fylgir mikil ábyrgð. Í gagnasafn-
inu er svo mikið af verðmætum upp-
lýsingum að þær munu gagnast í
rannsóknir Amgen í hundrað ár án
þess að nokkur Íslendingur, annar en
Kári, fái nokkuð fyrir. Auðvitað geri
ég mér grein fyrir því að gagnasafnið
mun nýtast til góðs og í rannsóknir í
þágu mannkyns. En græðgin og ferl-
ið í átt að sölunni er gagnrýnisvert.
Græðgi er ekki góð, peningar leka
ekki sjálfkrafa til okkar frá ríka fólk-
inu, við eigum ekki að selja frá okkur
það sem er einstakt og íslenskt. Vís-
indamenn í Bandaríkjunum eru titr-
andi af spenningi yfir þessum feng frá
Íslandi. Það veit enginn hvað leynist
þarna inni, þetta gætu verið verðmæt-
ustu upplýsingar í heimi.“
Að setja kipp í dauðan fisk
Hörður beinir talinu að þeim tíma
þegar Hannes var fjármálastjóri og
tíðar tilkynningar um merkar upp-
götvanir fyrirtækisins hækkuðu
verð bréfanna tímabundið.
„Ég fór að taka eftir ákveðnu
mynstri eftir að Decode fór á
NASDAQ. Verðgildið hrundi á bréf-
unum við skráninguna en fljót-
lega fór að bera á yfirlýsingum um
merka áfanga í hinum og þessum
rannsóknum.
Í hvert skipti sem svona tilkynn-
ing kom þá lyftist gengið upp, svo
seig það niður. Ef maður veit hvað
gerist næst, þá er auðvelt að nýta
sér þetta. Ég keypti hlutabréf í rann-
sóknarskyni og fór að fá skýrslur af
ársfundum, ég get ekki séð betur en
að í ein fjögur ár hafi þeir getað nýtt
sér þetta. Nánast garanterað með
10% gróða í hvert skipti.
Þessari aðferð þeirra mætti
líkja við það að nota rafmagn til
þess að setja kipp í dauðan fisk
og auðvitað fjaraði þetta út á
endanum. Það sem er athyglis-
vert við þetta allt saman er auð-
vitað að það má telja á fingrum
annarrar handar þá sem græddu
á Decode og það voru allt innherj-
ar. Kári mest og síðan menn eins
og Hannes Smárason.“ n
Lagði aleiguna undir
„Hann
stöðvaði
viðtalið og
sagðist ekki
vilja tala við mig
„
Ég
veðsetti
húsið