Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Side 18
18 Fréttir 23.–25. ágúst 2013 Helgarblað Dýrustu byggingar heims Tvær dýrustu byggingar heims eru í Singapore og voru báðar byggðar árið 2010. Sjö af tíu dýrustu byggingum heims hýsa meðal annars spilavíti og eru þrjár þeirra í Las Vegas í Bandaríkjunum. Vefsíðan reddiff.com tók saman lista yfir dýrustu byggingar heims en á topp tíu er eitt heimili einkaaðila.  Resorts World Sentosa Borg: Singapore Land: Singapore Hönnuður: Michael Graves Hæð: 50 metrar Hæðir: 10 Byggingarár: 2010 Byggingarkostnaður: 591 milljarður króna Byggingarkostnaður aðlagaður að verðbólgu: 645 milljarðar króna Hlutverk: Hótel, tvö spilavíti, verslunarmiðstöð, Universal Studio-kvik- myndaver og sædýrasafn og vatnagarður.  Emirates-höllin Borg: Abu Dhabi Land: Sameinuðu arabísku furstadæmin Hönnuður: John Elliott Hæð: 72,60 metrar Hæðir: 6 Byggingarár: 2005 Byggingarkostnaður: 360 milljarðar króna Byggingarkostnaður aðlagaður að verðbólgu: 535 milljarðar króna Hlutverk: Í eigu ríkisstjórnar Abu Dhabi. 7-stjörnu lúxushótel. Umlukið görðum og 1,3 kílómetra langri einkaströnd.  Antilia Borg: Mumbai Land: Indland Hönnuður: Perkins og Will Hæð: 173 metrar Hæðir: 27 Byggingarár: 2010 Byggingarkostnaður: 240 milljarðar króna Byggingarkostnaður aðlagaður að verðbólgu: 303 milljarðar króna Hlutverk: Heimili milljarðamæringsins Mukesh Ambani. Byggingin heitir í höfuðið á þjóðsagnaeyjunni Antilia.  The Cosmopolitan Borg: Las Vegas Land: Bandaríkin Hönnuður: Friedmutter Group og Arquitectonica Hæð: 184 metrar Hæðir: 52 Byggingarár: 2010 Byggingarkostnaður: 468 milljarðar króna Byggingarkostnaður aðlagaður að verðbólgu: 499 milljarðar króna Hlutverk: Lúxushótel og spilavíti, veitingastaðir, verslunarmiðstöð, spa, líkamsræktarstöð, kvikmyndahús og ráðstefnusalir.  Venetian Macau Borg: Macau Land: Kína Hönnuður: Aedas Hæð: 225 metrar Hæðir: 39 Byggingarár: 2005 Byggingarkostnaður: 288 milljarður króna Byggingarkostnaður aðlagaður að verðbólgu: 356 milljarðar króna Hlutverk: Lúxushótel og spilavíti. Stærsta spilavíti heims og er í eigu Las Vegas Sands.  City of Dreams Borg: Macau Land: Kína Hönnuður: Arquitectonica Hæð: 164 metrar Hæðir: 37 Byggingarár: 2009 Byggingarkostnaður: 288 milljarður króna Byggingarkostnaður aðlagaður að verðbólgu: 330 milljarðar króna Hlutverk: Spilavíti, Hard Rock-hótel, Crown Towers-hótel og Grand Hyatt Macau-hótelið. Viðbót upp á turn með 47 lúxusíbúðum á teikniborðinu.  Bellagiohótelið Borg: Las Vegas Land: Bandaríkin Hönnuður: DeRuyter Butler og Atlandia Design Hæð: 151 metri Hæðir: 36 Byggingarár: 1998 Byggingarkostnaður: 192 milljarðar króna Byggingarkostnaður aðlagaður að verðbólgu: 275 milljarðar króna Hlutverk: Lúxushótel og spilavíti.  One World Trade Center Borg: New York Land: Bandaríkin Hönnuður: David Childs Hæð: 541 metri Hæðir: 104 Byggingarár: 2012 Byggingarkostnaður: 456 milljarðar króna Byggingarkostnaður aðlagaður að verðbólgu: 456 milljarðar króna Hlutverk: Hæsta bygging New York og tók yfir hlutverk Tvíburaturnanna sem viðskiptamiðstöð. Marina Bay Sands Borg: Singapore Land: Singapore Hönnuður: Moshe Safdie Hæð: 194 metrar Hæðir: 57 Byggingarár: 2010 Byggingarkostnaður: 663 milljarðar króna Byggingarkostnaður aðlagaður að verðbólgu: 720 milljarðar króna Hlutverk: 2.561 herbergis hótel, ráðstefnumiðstöð, verslunarmiðstöð, safn, tvö kvikmyndahús, sjö veitinga- hús, tveir fljótandi veislusalir, skautavöllur og spilavíti.  Wynn Resort Borg: Las Vegas Land: Bandaríkin Hönnuður: Butler/Ashworth arkitektar og Jerde Partneship Hæð: 187 metrar Hæðir: 45 Byggingarár: 2005 Byggingarkostnaður: 324 milljarður króna Byggingarkostnaður aðlagaður að verðbólgu: 390 milljarðar króna Hlutverk: Spilavíti og lúxushótel. Reglulega notað við tökur á kvikmyndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.