Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Qupperneq 19
Of mikið vinnuálag n Möguleg tengsl milli dauða lærlings og gíðarlegs vinnuálags D auði ungs Þjóðverja, Moritz Er- hardt, sem var lærlingur hjá Merrill Lynch-fjárfestingabank- anum, hefur vakið umræðu um vinnuskilyrði fyrir ungt fólk sem vill ná frama í atvinnulífinu. Erhardt, sem var 21 árs, starfaði á skrifstofu bankans í Lundúnum en fannst látinn þann 15. ágúst. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að Erhardt hefði unnið baki brotnu á skrifstofum fjárfestinga- bankans í nærri þrjá daga áður en lík hans fannst á heimili hans. Talsmenn bankans hafa ekki viljað staðfesta hversu lengi Erhardt vann áður en hann lést en vinnufélagar hans, sem breska blaðið Evening Standard ræddi við, voru sammála um að hann hefði lagt gríðarlega hart að sér í þeirri von að verða fastráðinn við bankann. „Hann lagði ótrúlega mikið á sig og var mjög einbeittur í starfi sínu. Dæmi- gerður vinnudagur hjá okkur var 15 klukkustundir en stundum lengur en það. Það var enginn sem lagði jafn hart að sér og hann,“ segir ónafngreindur samstarfsmaður. Ýmis baráttusamtök fyrir heil- brigðari vinnumarkaði hafa látið sig málið varða á síðustu dögum. Eitt þeirra er Intern Aware sem berst fyrir réttindum ungs fólks á vinnumarkaði, svo sem lærlinga eins og Erhardt var hjá Merrill Lynch. Framkvæmdastjóri þeirra, Ben Lyons, segir að fyrirtæki verði að taka ábyrgð. „Mannauðs- ráðgjafar fyrirtækja verða að tryggja að réttur ungra starfskrafta sé virtur.“ Chris Roebuck, prófessor við Cass-við- skiptaháskólann í Lundúnum, segir að of mikið vinnuálag á ungt fólk sé vax- andi vandamál í Lundúnum. Hann hefur haldið fjölda fyrirlestra um mannauðsmál í Bretlandi. „Staðan á vinnumarkaði er þannig að fólk virðist vera tilbúið til að leggja allt á sig til að landa starfi. Sumir yfirmenn nýta sér þetta ástand,“ segir hann í viðtali við The Guardian. Samtökin FinanceInterns, sem veita ungum háskólanemendum ráðgjöf um störf að námi loknu, hafa farið þess á leit við bresk yfirvöld að sjálfstæð nefnd verði skipuð til að gefa lærlingum líkt og Erhardt rödd og tryggja að vinnuálagið geri ekki út af við þá. n Hörmungar í Sýrlandi F lest bendir til þess að gripið verði til aðgerða gegn Sýr- landsstjórn ef það sannast að efnavopnum hafi verið beitt gegn óbreyttum borg- urum líkt og uppreisnarmenn í landinu halda fram. Fullyrt er að um 1.400 manns, þar á meðal kon- ur og börn, hafi látist í árásinni sem var gerð í grennd við höfuðborgina Damaskus á miðvikudag – á svæði sem er stjórnað af uppreisnar- mönnum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur fjallað um málið og óskað eftir nánari upplýsingum frá stjórnarandstæðingum um árásina. Vill valdbeitingu Vaxandi þrýstingur er á alþjóða- samfélagið um að bregðast við ástandinu sem verið hefur í Sýr- landi undanfarin misseri. Meint efnavopnaárás, sem uppreisnar- menn segja að hafi verið tauga- gas, hefur aukið þann þrýsting enn frekar og kallaði utanríkisráð- herra Frakklands, Laurent Fabius, á fimmtudag eftir því að „valdi“ yrði beitt ef ásakanirnar eigi við rök að styðjast. Myndir og myndbönd sem sýna fórnarlömb árásarinnar hafa vakið mikla athygli á veraldarvefnum undanfarna daga. Þar má meðal annars sjá ung börn froðufella og engjast um sem bendir til þess að einhvers konar efnavopnum hafi verið beitt. Vilja fá aðgang Þó svo að Fabius hafi kallað eftir því að valdi yrði beitt segir hann það ekki koma til greina að senda land- hermenn til Sýrlands. Líkt og ör- yggisráðið kallaði hann eftir því að ásakanirnar um efnavopnanotkun yrðu rannsakaðar betur og að full- trúar Sameinuðu þjóðanna í Sýr- landi fengju aðgang að svæðinu þar sem árásin var gerð. Það ætti að vera lítið mál fyrir yfirvöld í Sýr- landi að veita þann aðgang ef þau hefðu ekkert á samviskunni. „Ef þau neita þeirri beiðni þá vita þau upp á sig skömmina,“ sagði hann. Ríkisstjórn Assads Sýrlandsforseta hefur hafnað ásökununum og sagt þær „tilhæfulausar“. Rauða strik Obama Augu margra beinast að Banda- ríkjunum og viðbrögðum þeirra við ásökunum uppreisnarmanna. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði fyrir ári að ef yfirvöld í Sýr- landi færu yfir „rauðu strikið“ og notuðu efnavopn myndi það breyta sýn hans á ástandið í Sýr- landi svo um munar. Hvíta hús- ið sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins á miðvikudag þar sem kom fram að bandarísk yfirvöld hefðu „áhyggjur af tíðindunum“. Ef ásaknirnar reynast á rökum reist- ar er þetta alvarlegasta dæmið um notkun efnavopna frá því stjórn Saddams Hussein, Íraksforseta, beitti efnavopnum á Kúrda fyrir aldarfjórðungi. Aukinn þungi gegn uppreisnarmönnum Árásin var gerð meðan flestir voru í fastasvefni, að sögn uppreisnar- manna. Fullyrða þeir að eldflaug- um, sem innihéldu baneitruð efni, hafi verið skotið yfir fjöl- mennt svæði í úthverfi Damaskus, Ghouta. Hverfinu hefur verið stjórnað af uppreisnarmönnum en á undanförnum vikum hefur Sýrlandsstjórn lagt meiri þunga í baráttuna gegn uppreisnarmönn- um og virðist þessi þungi hafa náð hámarki á miðvikudag. Al- þjóðasamfélagið hefur kallað eftir því að eitthvað verði gert og sagði William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, að ríki sem styðja Sýr- landsstjórn „þyrftu að vakna“ og opna augun fyrir ástandinu í landinu. Rússar, sem eru fasta- fulltrúar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, eru bandamenn Sýr- landsstjórnar og hafa þeir vísað ásökunum um efnavopnanotk- un á bug. Óvíst er hvað tekur við en ljóst er að nokkrar vikur gæti tekið fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að fá fullnægjandi sann- anir fyrir notkun efnavopnanna. David Aaronovitch, rithöfundur og pistlahöfundur fyrir The Times, komst ágætlega að orði á Twitter- síðu sinni í vikunni þegar hann sagði þetta um ástandið í Sýrlandi: „Ef Assad drepur fleiri hundruð manns í efnavopnaárás og heims- byggðin gerir ekki neitt, þá erum við í vondum málum.“ n n Frakkar vilja beita valdi gegn Sýrlandsstjórn n Fullyrt að efnavopnum hafi verið beitt Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Fréttir 19Helgarblað 23.–25. ágúst 2013 Taugagas Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja að herinn hafi beitt efnavopnum gegn óbreyttum borgurum. Hér sjást læknar hlúa að ungum manni í úthverfi Damaskus. Voðaverk Fullyrt er að um 1.400 manns hafi látist í árásinni. Fannst látinn Greint var frá því að Erhardt hefði unnið sleitulaust í nærri þrjá sólarhringa áður en hann lést.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.