Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Blaðsíða 20
20 Sport 23.–25. ágúst 2013 Helgarblað
Mourinho mætir
á Old Trafford
E
nska úrvalsdeildin fór vel
af stað um liðna helgi og
gul og rauð spjöld og haug-
ur af mörkum litu dagsins
ljós. Fjörið ætti ekki að verða
mikið minna um helgina þegar
önnur umferðin fer fram enda fullt
af spennandi leikjum á dagskránni.
Mourinho á Old Trafford
Stórleikur umferðarinnar verður á
mánudagskvöld þegar Manchester
United tekur á móti Chelsea. Bæði
lið fóru vel af stað í fyrstu um-
ferðinni; United vann afar sannfær-
andi 4–1 útisigur á Swansea á með-
an Chelsea lagði nýliða Hull að velli,
2–0, á heimavelli. Chelsesa lagði svo
Aston Villa á miðvikudag, 2-1. Þessi
lið mættust síðast í úrvalsdeildinni
þann 5. maí síðastliðinn og þá hafði
Chelsea betur, 1–0, í tilþrifalitlum
leik á Old Trafford. Flestir spá því
að Chelsea muni vinna deildina
en United verði skammt undan.
Hvað sem því líður er ljóst að allt
getur gerst á Old Trafford á mánu-
dagskvöld enda virka bæði lið í fínu
formi þessa dagana.
Hrakfarir Arsenal
Augu margra munu eflaust beinast
að Arsenal eftir hrakfarir liðsins á
heimavelli gegn Aston Villa í fyrstu
umferðinni. Arsenal mætir Fulham
í nágrannaslag á Craven Cottage í
hádegisleiknum á laugardag. Liðið
vann sannfærandi sigur á Fener-
bache á miðvikudagskvöld í for-
keppni Meistaradeildarinnar en
spurning hvernig ferðalagið fór
með Wenger og félaga. Fulham-
liðið vann góðan útisigur gegn
Sunderland í fyrstu umferðinni
og er með lið sem vel getur strítt
Arsenal.
Liverpool á Villa Park
Einn af athyglisverðari leikjum
helgarinnar fer fram síðdegis á
laugardag þegar Aston Villa tek-
ur á móti Liverpool. Eins og kom-
ið hefur fram kom Aston Villa veru-
lega á óvart í fyrstu umferðinni með
frábærum 3–1 sigri á Arsenal. Síðast
þegar þessi lið mættust á Villa Park,
í mars síðastliðnum, hafði Liver-
pool betur, 2–1 en Villa vann á An-
field, 3–1. Liverpool vann góðan
heimasigur á Stoke, 1–0, í fyrstu
umferðinni um helgina þar sem
liðið fékk fullt af færum sem fóru
forgörðum. Spili Villa líkt og liðið
gerði gegn Arsenal skyldi enginn
útiloka sigur gegn Liverpool.
Nýliðar deildarinnar; Hull,
Crystal Palace og Cardiff verða að
sjálfsögðu í eldlínunni og bíður erf-
iðasta verkefnið liði Cardiff sem tek-
ur á móti Manchester City á sunnu-
dag. Hull tekur á móti Norwich á
laugardag og Crystal Palace heim-
sækir Stoke á laugardag. n
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Stórlaxar Það er orðið
langt síðan David Moyes og
José Mourinho mættust á
knattspyrnuvellinum. Þeir
munu hins vegar mætast
á mánudag í stórleik ensku
úrvalsdeildarinnar.
Laugardagur
Fulham - Arsenal
„Ég hef trú á því að Arsenal komi til baka
og landi 2–1 sigri. Þeir töpuðu illa um
helgina og þurfa sigur.“
Hull - Norwich
„Þetta er strembinn leikur. Ég hef ekki séð
Hull-liðið en mér finnst líklegt að þessi
leikur endi með jafntefli, 1–1.“
Southampton - Sunderland
„Ég spái 2–0 Southampton í vil. Þeir hafa
komið skemmtilega á óvart og það er
gaman að horfa á þá.“
Newcastle - West Ham
„Maður veit ekki hvar Newcastle-liðið
stendur enda steinlá það fyrir frábæru
City-liði á mánudag. Ég held samt að
Newcastle vinni þennan leik nokkuð
örugglega, 3–1.“
Stoke - Crystal Palace
„Ég hef trú á að nýliðarnir taki þetta, 1–0.
Stoke er svo leiðinlegt lið.“
Everton - WBA
„Ég spái Everton sigri þarna, 2–0. Önnur lið
eru farin að bera meiri virðingu fyrir þeim
núna eftir velgengnina í fyrra og þetta
verður erfitt tímabil fyrir þá.“
Aston Villa - Liverpool
„Ég er svo mikill United-maður að ég verð
að spá Villa sigri. Þeir eru reyndar með
hörkulið og vinna þetta 2–1.“
Sunnudagur
Cardiff - Manchester City
„City vinnur sannfærandi 4–0 sigur. Ég
er hræddur um að City fari langt með að
vinna þessa deild.“
Tottenham - Swansea
„Ég held að Tottenham vinni þennan
leik, 3–1. Það er alltaf gaman að horfa á
Tottenham og sérstaklega eftir að Gylfi
Sigurðsson kom þangað. Það er vonandi
að hann fari að verða fastamaður í liðinu.“
Mánudagur
Manchester United - Chelsea
„Þetta verður skuggalegur leikur. Ég spái
því að United vinni þennan leik, 2–1, og
Rooney kemur inn á sem varamaður og
skorar sigurmarkið. Þannig mun hann
kæfa þann orðróm að hann sé á leið til
Chelsea.“
Rooney-sagan endar
DV fékk Teit Örlygsson, þjálfara karlaliðs Stjörnunnar í körfuknattleik, til að spá í leiki helgarinnar. Teitur er gallharður stuðningsmaður
Manchester United og hann spáir mikilli dramatík á Old Trafford á mánudagskvöld.
Teitur Örlygsson spáir í spilin fyrir leiki helgarinnar í enska boltanum
Mynd dV-HeiðA
Vissir þú …
… að edin dzeko
átti 8 skot að marki
Newcastle á mánudag.
Það eru fleiri skot en
sjö lið náðu í fyrstu
umferðinni um helgina.
… að Samir nasri hefur skorað eða lagt
upp 6 mörk í síðustu 9 deildarleikjum.
… að í síðustu þremur heimsóknum
sínum til Manchester hefur newcastle
fengið á sig 4 mörk. Andstæðingarnir
voru að sjálfsögðu City og United.
… að newcastle fékk
síðast á sig 3 mörk
eða meira í opnunar-
leik efstu deildar á
Englandi árið 1988.
Þá tapaði liðið 4–0
fyrir Everton.
… að 24 af 36 (67%) mörkum Sergio
Aguero hafa komið á Etihad-vellinum,
heimavelli Manchester City.
… að City hefur skorað í 51 heimaleik í röð
í úrvalsdeildinni, sem er met.
… að frá byrjun síðustu
leiktíðar hefur enginn
leikmaður lagt upp
fleiri mörk en Wayne
Rooney.
… að aðeins eitt félag hefur verið á
toppnum eftir fyrstu umferðina en fallið
svo um vorið – Bolton tímabilið 2011/12.
… að tvisvar í sögu úrvalsdeildarinnar
hafa allir þrír nýliðar deildarinnar náð að
forðast fall, 2001/02 og 2011/12.
n Önnur umferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram um helgina n Stórleikur á mánudag