Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Page 23
Þetta verður allt í lagi Draumur minn að sýna í Ráðhúsinu Bradley Manning eftir að hann var dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir að leka gögnum til WikiLeaks. – DV.isTeitur Atlason sýnir listaverkasafn sitt í Flatey. – DV.is Um heimspeki hjartans Spurningin „Ógeðslega ósanngjarn“ Jana Maren Óskarsdóttir 25 ára verslunarstjóri „Alveg fáránlegur, algjör steypa. Hann var að gera skyldu sína“ Guðmundur Ingi Kristinsson 58 ára öryrki „Fáránlegt að maðurinn sé dæmdur fyrir að uppljóstra um glæpi gegn mannkyninu“ Snorri Steinn Stefánsson 18 ára nemi „Ég veit ekki hver þessi Manning er“ Claire Smith 24 ára nemi „Dómurinn er alltof harður“ Alexia Panageatitus 20 ára nemi Hvað finnst þér um dóminn yfir Bradley Manning? 1 „Litla dúllan ákvað að stelast í smá sopa“ Mynd af barni á brjósti naktrar móður sinnar sem stendur á höndum vakti athygli. 2 Tæp lega 200 MR-ingar komast ekki heim frá Krít Út- skriftarnemar ósáttir við Heimsferðir vegna bilunar í flugvél Primera Air. 3 Kynlífsferðir miðaldra kvenna Dómur Vals Gunnarssonar um kvikmyndina Paradies: Liebe 4 Níu ára lést í trampólínslysi Vindstrengur feykti trampólíni tugi metra með þeim afleiðingum að ung stúlka lést. 5 Átt þú auka bók handa ungri ein stæðri móður? Drekaslóð vill styðja við bakið á skjólstæðingi sínum sem hyggst fara í nám. 6 Margrét Pála um 101: „Nokkuð ljóst að harðræði hefur verið beitt“ Höfundur Hjallastefnunnar við Morgunútvarp Rásar 2 um mál 101 leikskóla. 7 Undirgangast lýtaaðgerð til að fá varanlegt bros Ferðast til Asíu til að láta framkvæma aðgerðina. Mest lesið á DV.is Vinstrimenn leggist á eitt A ð lifa í ótta og gremju er líklega eitt af því sem allt fólk hefur reynt. Eflaust má, á einfaldan en jafnframt rökréttan hátt, halda því fram, að gremja sé tengd fortíð og að ótti sé byggður á framtíð. En þetta leiðir þá hugann að núinu. Og ætti að segja okkur það, að ef við erum sátt við okkur sjálf í nútíð; ef við upplifum sátt á því augnabliki sem er að líða akkúrat núna, þá þurfum við hvorki að lifa við gremju né ótta. Já, þetta hljómar einsog þetta sé al- veg skelfilega einfalt. Og það sem meira er: Þetta er alveg skelfilega einfalt. Sáttin við sjálfið er það eina sem til þarf. Og þessi sátt byggist á kærleika, heimspeki hjartans eða hverju því sem við getum tengt því sem við leyfum okkur að kalla æðri hugsun. En þessi æðri hugsun er ekki annað en viðurkenning eða sátt; þ.e.a.s. við sættum okkur við að til sé eitthvað sem er betra en það sem við höfum nú þegar kynnst. Núna fer ég að komast að kjarna málsins. Það hismi sem hylur kjarna málsins, er hugsun sem hefur afvegaleitt okkur í áranna rás. Þessi fullyrðing er byggð á þeirri staðreynd, að auðveldara er að stjórna með ótta og gremju en með feg- urð og friði. Vestræn menning hefur byggt á gildum óttans og oftar en ekki hefur það beinlínis verið stefna stjórn- valda, að halda fólki í greipum óttans, í stað þess að leyfa frelsi og fögrum hugs- unum að ráða för. Kristin trú hefur alið á ótta og túlkun annarra trúarbragða hefur ávallt verið á þá lund, að vestrænir stjórnarherrar hafa lagt þunga áherslu á syndina og óttann; guðsótti, upptalning synda og boðorð eða bannlisti hafa sett sterkan svip á vestræna menningu. Þá er ég að komast nær kjarnanum: Ef við lifum í ótta og einblínum á synd og böl. Og ef við leyfum t.d. fréttaflutn- ingi af hörmungum að ráða heilsufari okkar, þá er ekki mikið olnbogarými fyrir fagra hugsun. En ef við skoðum dygðir á degi hverjum og leyfum ljósi bjartsýni, heiðarleika og góðvildar að ráða för, þá skynjum við sátt. Lausn frá gremju og ótta, felst þannig í því, að skoða fögur gildi og lifa í sátt við sjálfið. Þetta segi ég ykkur í dag, vegna þess að ég á þátt í listrænum viðburði (tvennum tónleikum í Hörpu á Menn- ingarnótt), ásamt þeim manni, Þorvaldi Gylfasyni, sem allajafna er mér á vinstri hönd hér í opnunni um helgar. Fram- lag okkar Þorvaldar, nefnist Heimspeki hjartans. Um er að ræða 17 sonnettur eftir mig og með tónlist eftir Þorvald. Flytjendur eru: Bergþór Pálsson, Garðar Cortes, Selma Guðmundsdóttir, Júlía Mogensen, Sigurður Flosason, Pétur Grétarsson og Jón Elvar Hafsteinsson. En Þórir Baldursson hefur útsett herleg- heitin. Allar fjalla sonnetturnar um heim- spekinga eða heimspeki. Þær fjalla um fagra hugsun, dygðir og fögur gildi. Og jafnvel þótt sumir, ef ekki allir þeirra manna sem þarna er ort um, séu um- deildir, verð ég að lofa þá hugsun og þá heimspeki hjartans sem þeir hafa gefið heiminum. Fögur hugsun er nefnilega laus við ótta og gremju; hún sýnir okkur þá mynd af okkur sjálfum sem við þrá- um helst að sjá. Margur ætlar efsta stig og innri mátt að finna; að geta jafnvel sjálfan sig séð með augum hinna. Framkvæmdagleði Vegfarendur og íbúar við Hverfisgötu eru vafalítið orðnir langþreyttir á framkvæmdunum sem þar hafa staðið yfir í sumar. Þar er verið að skipta um lagnir. Gatan verður væntanlega sem ný að framkvæmdum loknum. Mynd kristinn MagnússonMyndin Umræða 23Helgarblað 23.–25. ágúst 2013 Vaxandi vandamál Kolbrún Baldursdóttir um Facebook-notkun barna. – DV Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Ú rslit þingkosninganna sl. vor voru okkur vinstrimönnum vonbrigði. Ríkisstjórn Vinstri grænna og Sam- fylkingar tók við stjórnartaumum í febrúarbyrjun 2009 í kjölfar þess efna- hags- og samfélagshruns sem dundi yfir þjóðina með falli bankanna, þ.m.t. Seðlabankans. gjaldþroti forðað Engum dylst að meginverkefni ríkis- stjórnarinnar var að forða þjóðarbúinu frá gjaldþroti og koma íslensku sam- félagi á fætur á nýjan leik. Það tókst og um það er varla deilt lengur. Vissulega kostaði hrunið margvíslegar fórnir hjá flestum fjölskyldum í landinu; kaup- máttarrýrnun, aukið atvinnuleysi, hækk- aðar skuldir, brostnar væntingar, allt hlaut þetta að lenda á þjóðinni. En síð- asta ríkisstjórn vann eins og kostur var úr þeirri erfiðu stöðu og lagði grunn að uppbyggingu til framtíðar og náði tök- um á ríkisfjármálum, sem er forsenda velferðar til framtíðar. Á fjölmörgum öðrum sviðum náði ríkisstjórnin góðum árangri, eins og t.d. í umhverfis- og jafn- réttismálum. Viljum við aftur 2007? Það fór ekki fram hjá okkur sem vorum í verkunum að margir voru óánægðir með árangurinn á kjörtímabilinu, vildu sjá skuldirnar lækka og afkomuna batna hraðar. En þegar tekið er mið af því gífur lega áfalli sem þjóðarbúið varð fyrir, var varla við því að búast að allt yrði sem fyrr á nokkrum árum. Og ekki endilega víst að 2007-ástandið sé eftir- sóknarvert – eða viljum við það? Líklega er þetta þó ein helsta skýringin á því að margir ákváðu í kjörklefanum að styðja þá sem lofuðu hvað mestu. Það væri þá allavega tilraunarinnar virði. Þess vegna bætti Framsóknarflokkurinn við sig svo miklu fylgi sem raun varð á. Loforð um skuldaniðurfellingu (strax!) hljómuðu vel í eyrum. Lítið bólar þó enn á efndum, málin eru til skoðunar í nefndum. Og kannanir sýna nú þegar þverrandi fylgi ríkisstjórnarinnar og þá einkum Fram- sóknarflokksins. Leggjum ekki árar í bát En þrátt fyrir úrslit kosninganna og vonbrigði mega vinstrimenn ekki láta deigan síga. Verkefnin eru hvarvetna. Við munum að sjálfsögðu halda áfram baráttu okkar fyrir réttlátu samfélagi, jöfnuði og jafnrétti, umhverfisvernd og sjálfbærri atvinnustefnu og hagsæld í efnahags- og þjóðlífi. Forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar voru að létta byrð- ar af þeim sem eru í bestum færum til að leggja af mörkum til samfélags- ins meðan allur almenningur er látinn sitja á hakanum. Verkin sýna merkin. Í hönd fer kosningavetur. Kosið verður til sveitarstjórna í vor. Það skiptir miklu að vinstrimenn sýni strax í vetur, í störf- um sínum á Alþingi, og í undirbúningi sveitarstjórnarkosninga, að þeir ætla sér mikils vert hlutverk í íslenskum stjórn- málum og munu ekki leggja árar í bát. sameinum kraftana Þannig þurfa stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi að stilla saman strengi eins og kostur er og sýna í verki að þeir séu val- kostur við núverandi ríkisstjórn. En þeir eiga líka að stefna að samstarfi í sveitar- stjórnum, annaðhvort með formlegu kosningabandalagi fyrir kosningar þar sem það getur átt við, eða með fyrirheit- um um meirihlutasamstarf á næsta kjör- tímabili hvar sem því verður við komið. Væntanlega er auðveldara að efna til formlegs kosningabandalags þar sem flokkarnir eru nú þegar sömu megin hryggjar, í meiri- eða minnihluta. En hitt á ekki að koma í veg fyrir að möguleik- arnir á sameiginlegum framboðum verði skoðaðir með opnum huga. Staðreyndin er að það er miklu fleira sem sameinar fólk á vinstri vængnum málefnalega en það sem skilur að. Því miður hafa menn þó alltof oft látið það sem menn greinir á um ráða för en ekki hitt sem samstaða er um. Nú verða minni hagsmunir að víkja fyrir meiri. Það eru hin sameigin- legu baráttumál á sviði velferðar, um- hverfis, jöfnuðar, menntunar og mann- úðar sem eiga að vera í fararbroddi. Reynslan af samstarfi vinstrimanna í ríkisstjórn við einar erfiðustu aðstæður sem sögur fara af hér á landi, a.m.k. um mjög langt skeið, segir mér að í samein- ingu getum við lyft grettistaki og látið gott af okkur leiða. Ég hvet félaga mína á vinstri vængnum, hvar í flokki sem þeir hafa haslað sér völl, til að taka höndum saman í vetur og leggjast á eitt um að tryggja á næstu mánuðum og misserum raunverulegan valkost til vinstri í ís- lenskum stjórnmálum. Kjallari Árni Þór Sigurðsson „… kannanir sýna nú þegar þverrandi fylgi ríkisstjórnarinnar og þá einkum Framsóknar- flokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.