Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Page 25
Fólk 25Helgarblað 23.–25. ágúst 2013
að draga af mér eftir því sem leið á
meðferðina.“
Eftir fimmtu lyfjameðferðina var
Katrín orðin svo blóðlítil að hún
þurfti blóðgjöf. „Ég mátti ekki setja í
þvottavél án þess að verða eins og ég
hefði hlaupið maraþon. Lyfin höfðu
þau áhrif að ég missti orkuna. En ég
er að ná upp fyrri styrk. Ég er reynd-
ar enn þannig að eftir að ég gekk upp
tröppurnar hérna þá var ég smá stund
að ná upp eðlilegum andardrætti.
Það er eins og ég hafi ekki hreyft mig
í mörg ár og ég má ekki við miklu. En
þetta er allt að koma og ég þakka fyr-
ir það.“
Óttalaus
Síðasta föstudag fékk Katrín síðan
þær fréttir að það reyndist ekki nóg
að taka krabbameinið, það yrði líka
að fjarlægja brjóstið. „Það eru for-
stigsbreytingar í öllu brjóstinu. Með
tíð og tíma mun það enda í krabba-
meini þannig að það þarf að taka
brjóstið. Sem betur fer liggur ekki á
því þannig að ég get hitt læknana eftir
tvær vikur og tekið stöðuna þá. Þetta
þýðir nefnilega að ég verð að vera á
spítala í nokkra daga og það stendur
ekki svo vel á.“
Að öðru leyti óttast hún ekki að-
gerðina. „Mér finnst það ekki erfið
tilhugsun að láta fjarlægja brjóstið.
Ég er bara fegin að krabbameinið er
á stað sem auðvelt er að nálgast. Það
er hægt að byggja brjóstið upp aftur.
Ég hef séð brjóst sem hafa verið byggð
upp og þau eru bara ótrúlega flott.“
Sömuleiðis er hún afskaplega
æðrulaus yfir því að hafa misst hárið.
Svona hlutir skipta hana ekki máli.
„Ég hef hvort eð er krúnurakað mig
og klippt mig stutthærða áður,“ segir
Katrín. Hún hlær þegar hún rifjar það
upp þegar hún fór í höfuðfataleið-
angur. „Þá kröfðust konurnar í búð-
inni þess að ég mátaði hárkollur en ég
fann það strax að ég var ekki týpan í
það. Enda er ég ófeimin við að vera á
skallanum eða með buff.
Hárið er reyndar aðeins farið að
koma aftur þannig að núna er ég bara
með svona skellur.
Það skrýtna er að ég er fyrst núna
að missa augnhárin og augabrúnirnar.
Ég var enn voða fín um verslunar-
mannahelgina og ég skil þetta ekki
alveg því það eru sex vikur síðan ég
hætti í lyfjameðferðinni. Þetta hefur
greinilega hangið á einhverri lygi.“
Vaknaður
Þegar brjóstið hefur verið fjarlægt
mun Katrín hefja geislameðferð. En
það er seinni tíma vandamál. Núna
einbeitir hún sér að því að ná sér
eftir síðustu aðgerð og huga að eig-
inmanninum. Eyþór Már er enn á
gjörgæslu en er á batavegi. Katrín
heimsækir hann daglega og stundum
tvisvar á dag ef hún hefur tækifæri til.
„Það er alltaf gott að sjá hann, en þetta
getur verið erfitt ef honum líður illa.“
Einu sinni hafa aðstæðurnar
orðið svolítið yfirþyrmandi en það
var líka erfiður dagur.
Oftast er nóg að sjá hann taka
lítil skref í rétta átt til þess að halda
gleðinni. „Hægt og rólega hefur
öndunarstuðningurinn verið minnk-
aður. Það er búið að vekja hann en
það er byrjað rólega, nokkra klukku-
tíma á dag. Þegar hann fær svæfingu
er hún mjög létt þannig að það er
yfirleitt hægt að tala við hann. Undan-
farna daga hefur hann verið meira
eða minna vakandi. Hann er alveg
skýr og kinkar kolli og hristir höfuðið
en þar sem hann er barkaþræddur
og víraður saman getur hann ekk-
ert talað. Það getur verið erfitt þegar
hann er að reyna að koma einhverju
til skila en ég átta mig ekki á því hvað
það er. Þá verð ég að nota útilokunar-
aðferðina en þetta er líka að koma
með þjálfuninni.“
Pabbi týndur
Meðan á þessu stendur hefur Katrín
fengið mikinn stuðning frá fjöl-
skyldu, vinum og vandamönnum.
„Eftir aðgerðina mátti ég hvorki keyra
né lyfta neinu. Ég er enn að gróa og
get ekki lyft börnunum þannig að
það er alltaf einhver með mér þegar
þau eru öll heima,“ segir Katrín en
yngri tvíburarnir eru tveggja ára.
„Börnin bera sig vel. Þegar við
sögðum eldri tvíburunum frá slysinu
spurði stelpan strax hvort pabbi hefði
keyrt of hratt. Hún hefur greinilega
heyrt að slysin geti gerst þannig. Eldri
strákurinn vaknaði illa einhverja tvo
daga eftir slysið en þegar ég spurði
hvort það væri erfitt að hafa pabba
á spítala sagði hann bara nei. Eldri
stelpan sagðist sakna pabba en hún
ætlaði bara að knúsa mig í staðinn.
Þau eru náttúrulega umvafin fólki.
Litlu krakkarnir eru bara tveggja ára
og við ræddum þetta ekkert við þau því
við vissum ekkert hvað þau skildu mik-
ið. Einn daginn þegar mamma kom að
sækja þá á leikskólann kom á daginn
að strákurinn hafði sagt að pabbi hans
væri týndur. Þá sögðum við þeim að
pabbi hefði meitt sig og væri á spít-
ala. Hann hélt samt áfram að tala um
að pabbi væri týndur, sem er kannski
skilgreiningin á því þegar pabbi fer og
kemur ekki aftur, ef eitthvað hverfur þá
er það týnt. En núna talar hann um að
pabbi sé með plástur.“
Þakklát
Katrín er orðin óróleg og vill fara að
komast inn á gjörgæslu til Eyþórs.
Áður en hún kveður segir hún þó
að eftir allt sem á undan er gengið
standi eitt upp úr – þakklætið. „Ég
reyni að taka einn dag í einu en ég
hlakka auðvitað til þegar þetta er af-
staðið. Þetta gengur yfir. Ég hef svo
sem hugsað það áður en ætli ég sé
ekki orðin meðvitaðri um að þakka
fyrir allt það góða sem er í lífi mínu.
Ég þakka fyrir hvern dag.“
Og hún verður eiginlega orðlaus
þegar hún hugsar til þess hvað hún
hefur fengið mikla hjálp. „Kveðjurn-
ar sem við höfum fengið og allur sá
stuðningur sem okkur hefur verið
sýndur er ótrúlegur. Mér myndi ekki
endast ævin til þess að þiggja alla þá
aðstoð sem okkur hefur verið boð-
in. Ég er djúpt snortin og afskaplega
þakklát fyrir það.“ n
„Ég þakka fyrir hvern dag“
„Fyrstu dagarnir
eru erfiðastir, þeir
eru bölvanlegir
Æðrulaus Eftir allt sem
Katrín hefur þurft að
glíma við, krabbamein,
barnamissi og erfitt slys,
er aðeins eitt sem er henni
efst í huga – þakklætið.
Það kom sér vel að hafa
lesið Pollýönnu segir hún.
Safna fyrir
fjölskylduna
Sturlungar MC mótorhjólaklúbbur
stendur fyrir vöfflusölu á sunnudag í
Stakkahrauni frá klukkan 14–18 þar sem
Kaleo, KK og Jónas Sig munu stíga á svið.
Allur ágóði rennur óskiptur til fjöl-
skyldunnar. Þá hafa vinir og vandamenn
stofnað styrktarreikning.
Bankanúmer: 315-13-110046
Kennitala: 270645-4539