Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Page 30
30 23.–25. ágúst 2013 Helgarblað
m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g
„Allir eru fórnarlömb“
Paradies:
Liebe
Leikstjóri: Ulrich Seidl
Elskið þessa risa
S
íðast þegar ég kom hingað
var ég með svart hár,“ segir
hinn hvíthærði David Byrne
þegar hann stígur á svið í Há-
skólabíói í fyrsta sinn í 19 ár.
„Hún líka, en það er af öðrum ástæð-
um.“ Með honum á sviðinu er hin
guðdómlega Annie Clark, sem geng-
ur undir sviðsnafninu St. Vincent.
Annie sást síðast hér um slóðir þegar
hún hitaði upp fyrir Sufjan Stevens
í Fríkirkjunni árið 2006 en nafn sitt
dregur hún af spítalanum þar sem
skáldið Dylan Thomas dó. Sá hefur
haft áhrif á fleiri tónlistarmenn, því
Róbert nokkur Zimmermann gerði
fornafn hans að eftirnafni sínu sem
hann notast enn við.
Ekki hægt að
standa kyrr og spila
Byrne og Clark eru þó langt í frá
ein á sviðinu, því hljómsveitin tel-
ur allt í allt 12 manns og spila flest-
ir á blásturshljóðfæri. Á umslagi ný-
útkominnar plötu, Love This Giant,
er öðrum sem mikið notuðu blásara
þakkaður innblásturinn, svo sem
Duke Ellington, James Brown og Jó-
hanni Jóhannssyni. Tónleikarnir
hefjast á fyrsta lagi plötunnar, smá-
skífulaginu Who. Og héðan og út rík-
ir stanslaus gleði.
Byrne hefur lýst því yfir að á tím-
um þar sem allt verður stöðugt vél-
rænna leggi fólk æ meiri áherslu
á performans. Til að fylgja hug-
myndinni eftir hefur hann ráðið
danshöfundinn Annie-B Parsons til
að semja spor fyrir sig og bandið. Það
að standa kyrr og spila er svo sixtís.
Efnið sem tengir allt saman
Hljómsveitin stígur sín spor og St.
Vincent trítlar fram og til baka eins
og ballerína í spiladós og lítur út
eins og yngri (og mun rokkaðri)
Madonna. Byrne sjálfur er hér alls
engin prímadonna. Þvert á móti er
hann eins og hressi frændinn sem
dansar í veislunni og fær að syngja
lag við og við, en skyggir ekki á með-
spilara sína þegar þeir eiga leik.
Jafnvel þegar röðin er komin að
Talking Heads-slagaranum Wild,
Wild Life fá allir að vera með, og
hljómsveitin gengur í congaröð
framhjá míkrófóninum og syngur
eina línu á mann. Í laginu Outside of
Space and Time flakka menn fram og
til baka eins og frumeindir, en lagið
er tileinkað Higgs Boson-eindinni,
sem er víst efnið sem tengir allt
saman. Byrne segir það hafa fengið
sínar 15 mínútur af frægð þegar það
var uppgötvað fyrr á árinu af CERN-
tilraunastofunni í Sviss. Þó eind þessi
sé of flókin fyrir blaðamenn að skilja
virðist hún vera poppstjörnum hug-
leikin, því Nick Cave orti einnig lag til
hennar á nýlegri plötu sinni.
Talandi dæmi
Það er fyrst í uppklappinu þegar
Byrne syngur Burning Down the
House eins og hann gerði síðast á
þessu sviði árið 1994 og síðan Road
to Nowhere, að maður er minntur
á að hér er ekki aðeins framsækinn
listamaður á ferð, heldur einnig lif-
andi goðsögn í rokkheimum. Byrne
er fæddur í Skotlandi en alinn upp í
Baltimore í Bandaríkjunum þar sem
hann var rekinn úr skólakórnum fyr-
ir að þykja laglaus og innhverfur, en
hann segist hafa verið á mörkum
þess að teljast með Asperger-heil-
kenni.
Byrne vakti fyrst athygli eftir að
hann flutti til New York árið 1975
og stofnaði hljómsveitina Talking
Heads sem hóf að troða upp á Mekka
pönksenunnar þar í borg, klúbbnum
CBGS‘s. Mestar urðu vinsældirnar
á fyrri hluta 9. áratugarins, þegar
þau unnu með Brian Eno og gáfu út
lög á borð við Take Me to the River
og Once in a Lifetime. Myndbönd
þeirra þóttu áhugaverð og voru mik-
ið spiluð á MTV, og einkenni Dav-
id Byrne voru rykkkenndar hreyf-
ingar og alltof stór jakkafötin sem
hann klæddist í tónleikamyndinni
Stop Making Sense. Líklega voru fáir
sem fönguðu neysluhyggju tímabils-
n Vel heppnaðir tónleikar David Byrne og St. Vincent í Háskólabíói n David Byrne engin prímadonna
Tónleikar
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
David Byrne og
St. Vincent.
Háskólabíó, 18. ágúst
„ Í eina kvöldstund
er Háskólabíói
breytt í svalasta
klúbbinn í New York
og það er hrein unun
að fylgjast með.
David Byrne og St. Vincent
Háskólabíói breytt í svalan New
York-klúbb.
MynD: MagnúS H.
Hasarhetja sekkur til botns
B
reski leikarinn Jason Statham
er einn af harðhausum
Hollywood. Myndirnar hans
eru einfaldar hasarmynd-
ir þar sem bardagahæfileikar hans
og útlit fá að njóta sín. Þekktastar
eru líklegast seríurnar Transport-
er og Crank en það var leikstjórinn
Guy Ritchie sem uppgötvaði Jason
Statham fyrir rúmum áratug þegar
hann fékk Statham til að leika smá-
glæpamann í Lock Stock and Two
Smoking Barrels við hlið Vinnie
Jones.
Jason Statham er frægur fyrir
klæðast flottum jakkafötum og berja
mann og annan. Hann er nútíma
hasarhetja – prinsippmaður sem
lætur hnefana tala og hefur á síðustu
árum leikið í stórum Hollywood-
myndum á borð við Fast and Furi-
ous og The Expendables.
Upp á síðkastið hefur Jason
Statham hins vegar látið reyna á
leikhæfileikana, bæði í myndinni
Blitz og nú síðast í kvikmyndinni
Hummingbird, sem nú er sýnd
í kvikmyndahúsum hér á landi.
Hummingbird segir sögu Joey Jo-
nes, fyrrverandi hermanns úr
Afganistan stríðinu sem hefur
breyst í róna og mælir götur Lund-
únaborgar. Í raun er söguþráð-
ur myndarinnar svo ævintýralega
heimskulegur að erfitt er að ná utan
um alla þær sögur sem leikstjórinn
Stephen Knight reynir að segja.
Myndin reynir að vera einhvers
konar samfélagsádeila þar sem líf
útigangsmanna er í forgrunni. En
líka hefndardrama, því besta vin-
kona Joey Jones er drepin og hann
rífur sig upp úr volæðinu til að finna
hina seku. Þetta er líka ástarsaga –
því Joey Jones verður ástfangin af
nunnu sem vinnur í skýli fyrir heim-
ilislausa í borginni. Þetta er saga um
trú og trúleysi – því nunnan hefur
tapað trúnni. Uppgjör við alkóhól-
isma – því Joey Jones drekkur til að
svæfa drápsmaskínuna sem herinn
bjó til úr honum. Þetta er saga um
kynferðislega misnotkun í Póllandi,
mansal kínversku mafíunnar, fátækt
einstæðra mæðra í Lundúnum og
svo framvegis og svo framvegis.
Það er í raun afrek hve hand-
ritsteymið og leikstjórinn kemur
mörgum sögum fyrir í þessari einu
mynd. Jason Statham reynir hvað
hann getur að feta sig í þessu hand-
ritsfeni en sekkur til botns. Best
er myndin þegar Joey Jones lætur
hnefana tala. Verst þegar hann
opnar munninn og byrjar að tala.
Melódrama nær ekki að lýsa vand-
ræðalegheitunum í ástarsenunum
milli hermannsins og nunnunn-
ar. Hummingbird er ein versta
mynd síðustu ára. Nálgist með
varúð. Eyðið peningunum í eitthvað
annað. n
Bíómynd
Símon Birgisson
simonb@dv.is
Hummingbird
IMDb 6,2 Metacritic 14
Leikstjóri: Steven Knight
Handritshöfundur: Steven Knight
aðalleikarar: Jason Statham, Agata Buzek,
Vicky McClure
100 mínútur
Hummingbird Jason Statham í
dramatísku uppgjöri við sjálfan sig.
„Vísitölu sumarhasar“
Pacific Rim
Leikstjóri: Guillermo del Toro.