Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Síða 50
WWW.MENNINGARNOTT.IS Stígur á Jónas! Fréttabörn Jónasar n Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri DV, er þekktur fyrir harð- orðar en fjörugar bloggfærslur um menn og málefni. Svokölluð „fréttabörn“ eru honum afar hug- leikin, en svo kallar hann unga fjölmiðlamenn sem eru að stíga sín fyrstu skref. Stígur Helgason, fjölmiðlamaður á þrítugsaldri, fylgist grannt með Jónasi og vakti nýlega athygli á því í netheimum að ritstjórinn gamli hafði tvívegis birt nær sömu greinina um frétta- börn. Hafði hann einvörðungu skipt um titil og gert smávægilegar orðalagsbreytingar. Skipt út fyrir kött n Jóhanna María Sigmundardóttir er nýflutt að heiman til að geta betur sinnt skyldum sínum sem ný- kjörinn þingmaður Framsóknar- flokks. Áður en hún settist á þing bjó hún hjá foreldrum sínum á bóndabýlinu Látrum. Foreldrar hennar hafa nú skipt henni út fyrir kött að hennar sögn. „Ég er ekki einu sinni almennilega flutt að heiman og foreldrar mínir eru strax búnir að fá sér kött í minn stað,“ segir Jóhanna María á Face- book-síðu sinni. Kötturinn hefur fengið nafnið Perla og segir Jó- hanna María komið fram við Perlu eins og prinsessu. Loksins kominn á Facebook n Sindri Sindrason, einn umsjónar- manna Íslands í dag, er nú loks- ins kominn á Facebook við mik- inn fögnuð vina sinna. Kollegar Sindra á Stöð 2 virðast sérstak- lega spenntir að fá hann á sam- skiptamiðilinn. „Til hamingju með að vera sex árum of seinn. En gaman að sjá þig kæri vinur,“ skrifar Breki Logason, samstarfs- félagi hans. Helga Arnardóttir er líka glöð að sjá félaga sinn: „Elsk- an mín en hvað er gaman að sjá þig á facebook. Þetta er stór stund minn kæri !!“ Hugrún Halldórs- dóttir, sem nýlega gekk til liðs við Ísland í dag-teymið, er sérlega spennt að fá Sindra á Facebook: „Veeeeeeeeeeelkom- inn á Facebook!!!! Jiii ég er svo spennt, þetta er stór dagur í lífi okkar allra! Skálum ræki- lega í kaffi- tímanum!“ G uðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, hefur dregið lærdóm af mistökum sínum og kveðst nú kunna að meðhöndla pítsukassa með réttum hætti. Hann vakti athygli viðstaddra á Domino´s við Skúlagötu á dögunum þegar hann tók við pítsu sem hann hafði pantað og gekk heim á leið með pítsuna undir annarri hendinni, líkt og hann héldi á bók. Guðni rekur upp roknahlátur þegar blaðamaður DV spyr um málið. „Ég var ærlega tekinn á beinið þegar heim kom. Margrét átti ekki orð yfir að ég skyldi fara með pítsuna eins og ég væri með bók undir hendinni,“ segir Guðni um viðbrögð Margrétar Hauksdóttur, konu sinnar, við heim- komu hans. „Margrét orðaði þetta nákvæmlega svona: Hvað er að sjá þig maður? Þú ferð með pítsuna eins og hún sé bók!“ Guðni segir pítsuna hafa farið illa á heimleiðinni. „Pítsan lá þarna í einni hrúgu í kassanum og ég fékk skömm í hattinn,“ segir Guðni en bætir við að pítsan hafi verið bragðgóð þrátt fyrir hnjaskið. „Já, við borðuðum pítsuna með bestu lyst, hún var góð á bragðið.“ Hann segir þau hjónin panta pítsu endrum og eins. „Ég ákvað að bjóða Margréti upp á pítsu og labbaði þarna út í Domino´s. Ég sýndi mikið frum- kvæði en ég fór ekki vel með mat- inn,“ segir Guðni sem þykir góð pítsa gulli betri. „Frekar hefði ég nú viljað sækja mér lambalærissneiðar í raspi. En pítsur eru góðar með osti og öðru fíneríi. Ég vil hafa bæði kjöt og ost á pítsunni minni, það þykir mér best. Ég vil hafa mat á henni, pítsan á að vera bragðmikil og kraftmikil.“ Guðni kveðst hafa lært af mis- tökum sínum. Héðan af muni hann handleika pítsur í kassa á aðra vegu. „Já, já, nú fer ég öðruvísi með pítsurn- ar héðan í frá.“ n olafurk@dv.is „Þú ferð með pítsuna eins og hún sé bók!“ n Guðni tekinn á beinið n Dregur lærdóm af mistökunum Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 23.–25. ágúSt 2013 94. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. Skömm í hattinn „Ég var ærlega tekinn á beinið þegar heim kom,“ segir Guðni í samtali við DV um pítsumálið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.