Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Page 20
20 Lífsstíll 4. september 2013 Miðvikudagur Svona getur þú minnkað vindgang n Eðlilegt að leysa vind 14 til 23 sinnum á dag Þ að getur verið hvimleitt að vera með viðvarandi vindgang. Þetta getur verið hin vandræðaleg­ asta lífsreynsla á mannamótum svo ekki sé talað um á mikilvægum stundum lífsins þegar ekkert virðist geta komið í veg fyrir þetta leiðinlega vandamál sem flestir hafa á einhverj­ um tímapunkti þurft á glíma við. Það er þó algjör óþarfi fyrir þá sem þjást af stöðugum vindgangi að örvænta því til eru nokkur ráð sem koma í veg fyrir að óæskilegar gastegundir leki úr lík­ amanum á ögurstundu. Á Vísindavef Háskóla Íslands er að finna greinagóðar lýsingar á því hvað veldur vindgangi. Þar er talað um að flestir átti sig þó ekki á því að eðlilegt sé að leysa vind 14 til 23 sinnum á dag. En eins og áður segir getur þetta reynst sumum hin mesta raun. Á Vís­ indavefnum kemur fram að reynslan sýni að bestu ráðin við of miklu lofti í meltingarveginum og óþægindum séu að breyta fæðuvenjum, taka inn tiltekin lyf og reyna að gleypa minna loft. Ekki er mælst til þess að fólk sneiði hjá vindlosandi fæðutegundum þar sem þær eru oft hollar og æskilegar, til dæmis grænmeti og ávextir, heilkorn og mjólkurafurðir. Hins vegar gæti reynst happadrjúgt að draga úr neyslu á fituríkum matvælum svo maginn tæmist hraðar og loft berist því áfram í þarmana. Gott getur verið að prófa sig áfram í mataræði, því orsakir vind­ gangs geta verið einstaklingsbundnar. Á meðal vindlosandi fæðutegunda eru sykur, raffínósi, laktósi, frúktósi, sorbítol (gervisætuefni), sterkja og trefjaefni. Til eru lyf við vindgangi sem eru ekki lyfseðilsskyld og er þar um að ræða sýrubindandi lyf, ýmist tyggi­ töflur eða duft sem freyðir þegar því er blandað í vatn. Ef um meltingarkvilla er að ræða er fólki bent á að hafa sam­ band við lækni. n birgir@dv.is Hálf tafla dugar Þeir sem vilja hugsa betur um um­ hverfið geta hugað að því að hálf tafla í uppþvottavélina dugar í langflestum tilfellum. Þær eru líka dýrar og með því að brjóta töflurn­ ar í tvennt má einnig lækka kostn­ að við heimilishaldið. Skilningur og nánd Guðbrandur Árni Ísberg sál­ fræðingur er höfundur bókarinnar Í nándinni sem kom út nýverið á vegum Forlagsins. Í nándinni – innlifun og umhyggja fjallar um kjölfestu hamingjunnar: nærandi og örugg tengsl við annað fólk. Hér útskýrir Guðbrandur Árni Ís­ berg á aðgengilegan, frumlegan og skemmtilegan hátt hvernig bæta má samskipti og sambönd með því að rækta hæfni sína til innlifunar og leikni í að vera samvistum við aðra. Jafnframt er sýnt hvernig betri skilningur á öðru fólki færir manni vellíðan og aukna hamingju. Guðbrandur Árni Ísberg er sjálfstætt starfandi sálfræðingur hjá Sálfræðiráðgjöfinni og annar eigenda. Hann lauk framhaldsnámi í Danmörku þar sem hann sinnti bæði einstaklingsráðgjöf og fjöl­ skyldumeðferð. Guðbrandur Árni hefur víða haldið námskeið og flutt fyrirlestra um efni er lúta að bætt­ um samskiptum og aukinni nánd. Ólífulauf gegn veirusýkingum Þegar haustið er brýnt að styrkja ónæmiskerfið. Ólífulauf búa yfir mörgum góðum eiginleikum sem geta gagnast í baráttunni til að verjast veirusýkingum. Úr laufunum er hægt að ein­ angra efni sem kallast oleuropein og úr því kalsíum elenólat, sem síðan er unnið í töflur eða hylki. Talið er að ólífulaufsþykkni trufli ákveðna amínósýruframleiðslu sem er nauðsynleg til þess að bakteríur og veirur nái sér á strik. Ólífulaufsþykknið er talið draga ur skaðsemi veira, sveppa og bakt­ ería. Draga úr bólgum og jafnvel hemja herpessýkingar. R eglulega spretta fram á sjónarsviðið nýir megr­ unarkúrar sem boða mikið þyngdartap á stuttum tíma sem og töfralausnir við öll­ um þeim kvillum sem menn glíma við. Fjöldi slíkra kúra er eflaust óteljandi svo úr nógu er að velja fyrir þá sem vilja ýmist grennast eða lifa heilbrigðara lífi. Nýjasta æðið er hinn svokallaði 5:2 megrunarkúr en hann gengur út á það að borða eðli­ lega fimm daga vikunnar en fasta í tvo. Kúrinn er af mörgum talinn stuðla að þyngdartapi auk þess að hafa ýmis jákvæð áhrif á heilsu manna. Heilbrigðisstofnun Bret­ lands, UK National Health Service, segir þó takmarkaðar sannanir fyrir ágæti kúrsins og hvetur fólk til að ráðfæra sig við lækni áður en það byrjar á honum. Miklar vinsældir 5:2 kúrinn varð vinsæll í Bretlandi eftir að vísindaþátturinn Horizon á BBC2 sýndi heimildamyndina Eat, Fast and Live Longer sumarið 2012. Myndin fjallar er um þennan nýja megrunarkúr og hugmyndina á bak við hann auk þess sem ýmsar rann­ sóknir voru gerðar til að sýna fram á ágæti kúrsins. Tilraunadýr myndar­ innar var læknirinn og sjónvarps­ maðurinn Michael J. Mosley og segja má að árangurinn hafi ekki látið á sér standa því Mosley missti níu kíló á jafnmörgum vikum auk þess sem magn bæði kólesteróls og blóðsykurs minnkaði. Í kjölfar hinna miklu vinsælda kúrsins í Bret­ landi breiddust vinsældir hans út til annarra Evrópulanda og Bandaríkj­ anna og er hann nú orðinn einn um­ talaðasti megrunarkúr heims en bók Mosley um þessi mál, The Fast Diet, hefur slegið rækilega í gegn og varð til að mynda mest selda bók Bretlands í febrúar á þessu ári. Fastað tvisvar í viku 5:2 kúrinn gengur út á það að borða eðlilega fimm daga vikunnar en fasta í tvo, það er að innbyrða mjög lágan fjölda hitaeininga, en ekki á að fasta tvo daga í röð. Á þeim dögum sem fastað er mega konur borða 500 kaloríur en karlar 600. Mælt er með því að skipta þeim hitaeiningafjölda niður á þrjár máltíðir yfir daginn; morgun­, hádegis­ og kvöldverð, en sumir kjósa þó heldur að innbyrða allan fjölda leyfilegra hitaeininga í einni eða tveimur máltíðum. Þá er mælt með því að fólk drekki mikinn vökva þegar fastað er, svo sem vatn, grænt te eða svart kaffi. Umdeildur Talsmenn kúrsins hafa ekki eingöngu talað um mikið þyngdartap heldur einnig jákvæð áhrif á heilastarfsemina og þar með minni líkur á elliglöpum og sjúkdómum á borð við Alzheimers sem og ýmis góð áhrif á mannslík­ amann. Líkt og áður sagði er kúrinn þó nokkuð umdeildur og telja margir skorta nægileg sönnunargögn sem sýni fram á að óregluleg fasta af þessu tagi hafi í raun og veru heilsubætandi áhrif. Það verður þó að teljast líklegt, miðað við þær vinsældir sem 5:2 kúr­ inn hefur náð á stuttum tíma, að fleiri rannsóknir verði gerðar á næstu árum til að ganga úr skugga um hvaða áhrif hann hefur í raun og veru. n Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is Borðað í fimm daga, fastað í tvo n Umdeildur megrunarkúr nær vinsældum Umdeildur Ekki eru allir jafnvissir um ágæti megrunarkúrsins. Michael J. Mosley Mosley er einn helsti talsmaður 5:2 kúrsins. Prump Sykur getur valdið vindgangi, sem og gervisætu- efnið sorbítol.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.