Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2013, Síða 23
Menning 23Miðvikudagur 4. september 2013 Klassík í Salnum T ónleikaröðin Klassík í Saln- um hefur göngu sína sunnu- daginn 8. desember með glæsilegum útgáfutónleikum píanóleikarans Eddu Erlendsdóttur. Edda er einn fremsti píanóleikari okkar og hefur hún haldið fjölda tón- leika og tekið þátt í tónlistarhátíð- um víða erlendis. Efnisskrár henn- ar spanna fyrstu verkin skrifuð fyrir fortepíanó (C. P. E. Bach) allt til sam- tímatónlistar og hafa vakið athygli fyrir frumleika. Edda er búsett í Par- ís og starfar sem prófessor í píanó- leik við Tónlistarskólann í Versölum. Á tónleikunum fagnar hún útgáfu nýs geisladisks þar sem hún leikur einleiksverk eftir Schubert, Liszt, Schönberg og Berg. Diskurinn er sá sjöundi sem Edda gefur út. H vaða drasl er þetta eigin- lega?“ Þannig hefst einn þekktasti plötudómur sögunnar, ritaður af rokk- blaðamanninum Greil Marcus (sem hefur veitt undirrituð- um mikinn innblástur). Tilefnið var útkoma plötunnar Self-Portrait eftir Bob Dylan, sem virtist festa söngvar- ann í sessi sem útbrunninn spámann sem ekki átti lengur erindi við sam- tímann. Árið var 1970, og áratuginn á undan hafði Dylan reglulega endur- skapað dægurlagamenninguna í eig- in mynd, fyrst sem þjóðlagasöngv- ari með texta sem virtust geta breytt heiminum, þá sem rokkari sem ögraði aðdáendum sínum í hvívetna og var stundum púaður niður. En hér virtist hann helst vera að gera grín að þeim. Sem dæmi má nefna umslags- mynd plötunnar. Hér ber að líta af- skaplega naívíska andlitsmynd, málaða af Dylan sjálfum. Ætlar rokk- arinn eitursvali sem klæðist sól- gleraugum innandyra nú loksins að hleypa okkur nálægt sér? Svo virðist ekki vera, því aldrei þessu vant eru fæst laganna eftir Dylan sjálfan. Söngvari með englarödd Svo lítinn metnað leggur Dylan í verkið að hann hefur ekki einu sinni fyrir því að mæta í fyrsta lagið, sem er sungið af kvennakór og er reynd- ar gullfallegt: All the Pretty Horses. Það sem fylgir á eftir reynist undar- leg blanda. Við fáum tónleikaútgáfu af Like a Rolling Stone, sem bætir litlu við stúdíóútgáfuna sem mark- aði tímamót fimm árum áður. The Mighty Quinn hafði slegið í gegn með Manfred Mann og birtist hér í fyrsta sinn með Dylan, en ekki í sinni bestu útgáfu. Þjóðlagið Little Sadie hafði nýlega verið flutt, og betur, af Johnny Cash í Folsom-fangelsi undir nafninu Cocaine Blues. Og Dylan virðist stað- ráðinn í að slá Paul Simon í rot í flutn- ingi sínum á The Boxer, þar sem dúett hans við sjálfan sig hljómar eins og rónakór í samanburði við Simon og Garfunkel, en þeir höfðu sjálfir gert grín að honum á nýlegri plötu. Þar fyrir utan eru hér ógrynni þekktra og óþekktra þjóðlaga, og eru ýmsir gullmolar svo sem Days of 49 sem fjallar um gullæðið í Kaliforníu á því herrans ári 1849. Platan sýnir þó fyrst og fremst söngvarann Dylan. Eftir að hafa upprunalega stigið fram með sérkennilega rödd sem sýndi heiminum að ekki skiptir máli að kunna að syngja heldur að túlka lög- in, sannar hann hér að hann getur sungið eins og engill ef honum þókn- ast svo. Dylan rotar mann á hjóli Spurningu Greil Marcus er þó enn ósvarað. Hvað gengur Dylan til? Og hvers vegna er platan svona löng, tvöföld eins og Hvíta albúm Bítlanna eða hans eigin Blonde on Blonde án þess að sýna sama metnað? Sjálf- ur sagði Dylan að hún væri viljandi vond, og því gerð löng til að ganga endanlega fram af fólki. Söngvarinn var á þessum tíma hundleiður á að vera talinn talsmaður kynslóðar sinnar og var búinn að fá nóg af að- dáendum sínum sem skriðu upp á þakið eða bönkuðu upp á í tíma og ótíma. Einn af þeim, A.J. Weberman, fann upp vísindagreinina „garbo- logy“ (ruslfræði) sem gekk út á að rannsaka ruslatunnur Dylans, þar til söngvarinn fékk nóg og hjólaði hann niður. Helst vildi hann losna út úr þessu öllu saman, enda nýbakaður faðir og vildi fá að hugsa um börn og semja lög í friði. Dylan yfirgefur byltinguna Ætlunarverkið tókst, þeir sem áður höfðu leitað til hans til að leiða byltinguna fóru brátt að leita annað. Gallinn er þó sá að platan er alls ekki vond. Og nú er hin langa plata orðin enn lengri. Í vikunni kom Another Self Portrait út, sem inniheldur 35 áður óútgefin lög eða aðrar útgáf- ur af þeim sem áður hafa heyrst og voru tekin upp á árunum 1969–1971. Í viðhafnarútgáfunni fylgja líka með endurhljóðblönduð útgáfa af hinni upprunalegu Self Portrait og hinir frægu tónleikar frá Isle of Wight-há- tíðinni frá 1969, sem Dylan kaus að spila á frekar en Woodstock. Og með fylgir einnig texti ortur af Greil Marcus, þar sem hann dregur fyrri dóm sinn til baka og segir fólk hafa misskilið sig. Dylan svíkur Ingólf Dylan átti seinna eftir að ganga í endurnýjun lífdaga og það oftar en einu sinni. Árið 1975 gaf hann út hina frábæru skilnaðarplötu Blood on the Tracks, þar sem hann felldi niður töffaragrímuna um stund, fann síð- an guð og týndi honum aftur á hinn stórgóðu plötu Oh Mercy og kom í fyrsta sinn til Íslands. Í kjölfarið skrif- aði Ingólfur Margeirsson frægan tón- leikadóm þar sem hann taldi Dylan hafa svikið sig og sína kynslóð og minnti um margt á Marcus. Eftir standa verkin. En rís platan undir nafni? Ef til vill, því kannski hleypir hann okkur aldrei nær sér en einmitt hér, þegar hann flytur sín uppáhaldslög með rödd sem er laus við ásakanir og reiði, eða það fjarlæga rasp sem síðar varð. Self Portrait er kannski ekki með helstu verkum Dylan, en í safni flestra annarra væri hún höfuðdjásn. Það er því gott að hún hafi loksins fengið uppreisn æru. Og fleiri lög. n Ný plata er Bob Dylan er framhald af einni umdeildustu plötu listamannsins. Hið misskilda meistaraverk Bob Dylan Umdeildur listamaður Mörgum fannst Bob Dylan hafa svikið málsstaðinn þegar uppruna- lega Self Portrait platan kom út. Another Self Portrait Valur Gunnarsson fjallar um nýja plötu Bob Dylan. Tónlist Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Fegurðin í dauðanum n Síðasta kvöldmáltíðin í Þjóðleikhúskjallaranum n Fyrirlestrarleikrit í Háskóla Íslands „Self Portrait er kannski ekki með helstu verkum Dylan, en í safni flestra annarra væri hún höfuðdjásn. Edda Erlendsdóttir píanóleikari Spilar á fyrstu tónleikunum í tónleikaröðinni Klassík í Salnum. Mætti vinna betur Sýningin virtist líka að einhverju leyti ókláruð. Friðgeir nýtur þess að glíma við leikhúsformið en sú glíma má ekki skyggja á efnið sjálft. Lítill kall var sniðugt leikhúsverkefni og á köfl- um fyndið en skorti að einhverju leyti stærð og dýpt. Hér var farsinn í að- alhlutverki, við sjáum fyrir lesarann brotna saman, verða fórnar lamb eig- in fræðikenninga en þá eru ljósin kveikt og og sýningin búin. Kannski þarf Friðgeir að velja á milli þess að skrifa leikrit og að leika í leikritum. Lítill kall var gott sýnidæmi um hæfileika hans til að búa til áhugaverða sögu, plott og framvindu. En það hefði verið áhugavert að sjá betri leikara í hlutverki hins taugaveiklaða fyrir- lesara. Sú staðreynd að fyrirlesar- inn væri líka höfundur verksins fannst mér litlu bæta við heildar- upplifunina. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.