Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 27.–29. september 2013 Helgarblað Útfararstofan dæmd árið 2005 n Sætir í dag lögreglurannsókn fyrir meint líkkistuskipti Ú tfararstofa Íslands, sem nú sætir rannsókn lögreglu vegna meintra líkkistuskipta, var dæmd af Hæstarétti árið 2005. Stofan var þá dæmd til að greiða lík- kistuvinnslunni Fjölsmíð 3,1 millj- ónar króna skuld. Til skuldarinn- ar hafði verið stofnað vegna kaupa útfararstofunnar á 54 líkkistum, auk fylgibúnaðar. Árni Þór Sigmundsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn á höfuð- borgarsvæðinu, staðfesti í miðviku- dagsblaði DV að lögreglan væri að hefja rannsókn á ábendingu sem barst. Rannsóknin snýst um hvort útfararstofan skipti dýrari kistum út fyrir ódýrari þegar einstaklingar eru brenndir á vegum útfararstofunnar. „Málið er þess eðlis að ef það er eitt- hvað til í þessu þá er þetta mjög við- kvæmt,“ sagði Árni Þór við DV. Sam- kvæmt lögum er bannað að hrófla við líki þegar því hefur verið komið fyrir í kistu. Sverrir Einarsson, útfararstjóri og eigandi Útfararstofu Íslands, seg- ir í samtali við Eirík Jónsson hjá sam- nefndum vefmiðli að samkeppn- isaðili sé að reyna að koma höggi á fyrirtækið. „Málið er að skipt var um kistu þar sem sú sem hafði ver- ið keypt uppfyllti ekki skilyrði sem sett eru um líkbrennslur og var það gert í fullri sátt við aðstandendur en ósk um brennslu kom fram eftir að kistan hafði verið keypt,“ hefur Ei- ríkur eftir Sverri. Sverrir vill meina að kistan sem brennd var hafi verið á sama verði og sú sem skipt var um. Dómurinn sem útfararstofan fékk 2005 snerist um vanefndir á greiðslum vegna umsaminna kaupa á líkkistum af Fjölsmíð. Í október 2002 sagði Fjölsmíð upp samn- ingi við útfararstofuna, sem og við Útfararstofu Hafnarfjarðar, sem lýtur sama eignarhaldi. Ástæðan voru reikningar fyrir kistur sem ekki höfðu fengist greiddir. Málið fór alla leið fyrir Hæstarétt þar sem Útfarar- stofa Íslands var dæmd til að greiða skuldina. n baldur@dv.is Græddi tæpar 170 milljónir S kipafyrirtækið Neptune ehf. á Akureyri, sem meðal annars hefur unnið fyrir rússneska olíurisann Gazprom í gegnum tíðina, hagnaðist um tæplega eina millj- óna evra á síðasta ári eða nærri 170 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem nýlega var skilað til ársreikningaskrár ríkis- skattstjóra. Líkt og DV fjallaði um árið 2010 á fyrirtækið og rekur tvö rann- sóknarskip, Neptune og Póseidon, sem meðal annars hafa unnið fyrir rússnesk olíu- og gasfyrirtæki í Eystrasalti sem og fyrir bresk fyr- irtæki. Fyrirtækið leigir skipin til ýmiss konar rannsóknarleiðangra. Stunda rannsóknir í Evrópu og Suður-Ameríku Ágúst Guðmundsson, framkvæmda- stjóri og einn af hluthöfum Neptune, segir að fyrirtækið vinni ekki leng- ur fyrir Gazprom en að á síðasta ári hafi fyrirtækið stundað rannsóknir í Suður-Ameríku, í Norðursjónum og í kringum Bretland. „Í Suður-Ame- ríku unnum við fyrir fyrirtæki sem heitir Incosta, sem er rannsóknar- fyrirtæki. Við vorum að skanna fyrir olíu og gasi og taka sýni. Það var Póseidon sem var í Suður-Ameríku. Neptune hefur verið við Bretland og í Norðursjó,“ segir Ágúst en auk þess að stunda rannsóknir vegna gas- og olíuiðnaðar þá hefur fyrir- tækið einnig stundað rannsóknir vegna byggingar á vindmyllum við Bretland. Vann að lagningu gasleiðslu Neptune hefur meðal annars verið notað við lagningu á gasleiðslu fyrir Rússa í Eystrasalti. Verkefnið heitir Nord Stream og er unnið af sam- nefndu fyrirtæki sem er í eigu rúss- neska olíurisans Gazprom, sem aft- ur er í eigu rússneska ríkisins. Nord Stream-verkefnið gengur út á að leggja eina stærstu gasleiðslu sem byggð hefur verið. Gasleiðslan á að ná frá borginni Vyborg, sem stend- ur fyrir norðan Sankti Pétursborg og til þýsku borgarinnar Greifswald. Með gasleiðslunni mun Gazprom geta flutt gas sjóleiðina, í gegn- um neðansjávarleiðslur, til Evrópu í stað þess að senda gasið land- leiðina. Gazprom verður því ekki háð leyfi og stuðningi frá löndun- um sem gasleiðslurnar liggja um til að senda gasið sjóleiðina til Evrópu. Hlutverk Neptune við lagningu gasleiðslunnar vörðuðu rannsóknir á sjávarbotninum þar sem leiðslan er lögð. Magnús átti Neptune Skipafyrirtækið var í eigu Magnúsar Þorsteinssonar, fjárfestis og fyrrver- andi hluthafa í eignarhaldsfélaginu Samson, en hann hvarf úr hluthafa- hópnum árið 2009 að sögn Ágústs Guðmundssonar.. Magnús hefur verið tengdur Rússlandi um árabil en hann og Björgólfsfeðgar áttu og seldu síðar bjór- og gosdrykkjaverk- smiðjur í Sankti Pétursborg sem hétu Bravo. Eftir sölu á verksmiðjunum til Heineken árið 2002 komu þremenn- ingarnir með fjármuni til Íslands og keyptu Landsbankann í lok árs 2002. Magnús Þorsteinsson er búsettur í Rússlandi um þessar mundir en hann var úrskurðaður gjaldþrota hér á landi eftir hrunið 2008. Rússneskur aðili stærsti eigandinn Neptune er í dag í eigu rússneskra aðila að 80 prósenta leyti, í gegn- um félagið Sea Investment Ltd. og svo á eignarhaldsfélag Ágústs Guð- mundssonar 20 prósent. Félag Ágústs heitir Geirseyri. Ekki er vitað hvað rússnesku aðilarnir heita sem eiga Neptune. Í varastjórn félags- ins situr maður að nafni Viatcheslav Rezchikov en annars er Ágúst stjórnar formaður og prókúruhafi fyrirtækisins. Þegar mest lætur eru á milli 40 og 45 manns sem vinna hjá Neptune. Neptune er traust fyrirtæki í dag og á eignir upp á meira en 13 millj- ónir evra en skuldar ekki nema rétt tæplega sjö. Eiginfjárstaða félagsins stendur því í 6,5 milljónum evra og er jákvætt upp á tæplega 50 prósent. Ágúst segir að staða fyrirtækisins líti ágætlega út í dag. n n Skipafélag á Akureyri hagnast vel n Var í eigu Magnúsar Þorsteinssonar „Neptune hef- ur meðal annars verið notað við lagningu á gasleiðslu fyrir Rússa í Eystrasalti. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Átti Neptune Magnús Þor- steinsson átti Neptune en hvarf úr hlutahafahópnum árið 2009 og flutti til Rússlands. Félagið er í dag í eigu ótilgreindra rússneskra aðila að stærstu leyti. MyNd RóbERt REyNiSSoN Kirkjugarður Sverrir Einarsson útfararstjóri segir að verið sé að reyna að koma höggi á fyrirtækið. MyNd StEfÁN KARlSSoN Lýsa vantrausti á Sigurð Inga Ung vinstri græn lýsa yfir van- trausti á Sigurð Inga, ráðherra Framsóknarflokksins. Þetta kemur fram í ályktun sem send var fjöl- miðlum. „Hugmyndir ráðherra um afturköllun nýsamþykktra nátt- úruverndarlaga sýna að þar fer maður sem er óvinur náttúrunnar. Náttúran mun aldrei ná „sátt“ við svokallaða haghafa sem hafa það ekki að markmiði að vernda hana fyrir ágangi. Ætli ráðherra sér að afnema lög um náttúruvernd sem fela í sér aukinn almannarétt, inn- leiðingu varúðarreglna og nýjan flokk friðlýstra svæða er ljóst að enginn umhverfisráðherra er í sitj- andi ríkisstjórn,“ segir í ályktuninni og því bætt við að stjórn Ungra vinstri grænna ítreki að þegar kemur að náttúrunni sé öll þjóðin hagsmunaaðili. „Ung vinstri græn efla því til mótmæla við þingsetningu þriðju- daginn næstkomandi og hvetja alla náttúruverndarsinna til að mæta og láta í sér heyra. Náttúran skal njóta “ 4,4 prósenta atvinnuleysi Samkvæmt vinnumarkaðsrann- sókn Hagstofu Íslands voru í ágúst 2013 að jafnaði 188.300 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 180.000 starfandi og 8.300 án vinnu og í atvinnuleit. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands en þar kemur fram að atvinnuþátttaka hafi mælst 82,9 prósent, hlutfall starfandi hafi verið 79,3 prósent og atvinnuleysi hafi verið 4,4 pró- sent. Þetta þýðir að atvinnuleysi hefur minnkað um 1,3 prósentu- stig frá því í ágúst 2012 en þá var atvinnuleysi 5,7 prósent. Atvinnu- leysi í ágúst 2013 var 4,6 prósent á meðal karla miðað við 4,9 prósent í ágúst 2012 og meðal kvenna var það 4,2 prósent miðað við 6,7 pró- sent í ágúst 2012. Sérsveitin send á útlendinga Þrettán voru handteknir í að- gerðum lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu í Kópavogi á fimmtudagsmorgun. Lagt var hald á muni og lítilræði af fíkni- efnum í hýbýlum mannanna, en þeir eru allir af erlendu bergi brotnir samkvæmt upplýsing- um frá lögreglu. Mennirnir voru færðir til yfirheyrslu hjá lögreglu, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Við aðgerðirnar naut lög- reglan aðstoðar sérsveitar ríkis- lögreglustjóra og fíkniefnaleit- arhunda frá tollinum. Mennirnir eru sagðir vera hælisleitendur frá Albaníu sem komu hingað til lands fyrir landsleik Íslands og Albaníu í undankeppni HM fyrr í mánuðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.