Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 14
 14 Fréttir Helgarblað „Þessi maður er dáinn, É g heiti Friðrik Brynjar. Ég held ég hafi drepið mann,“ heyrð­ ist á upptöku sem spiluð var í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudag þegar fram fór framhald á aðalmeðferð í máli á hendur Friðriki Brynjari Friðriks­ syni. Hann er ákærður fyrir að hafa orðið Karli Jónssyni að bana í fjöl­ býlishúsi að Blómvangi á Egilsstöð­ um í vor. Báðir bjuggu þeir í hús­ inu. Friðrik skýldi sér með úlpu þegar hann mætti fyrir dóminn og sat niðurlútur og fylgdist með réttar­ höldunum nánast allan tímann. Átakanlegt Neyðarlínusamtal Í upptökunni sem spiluð var fyrir dómnum mátti heyra átakanlegt símtal Friðriks Brynjars til Neyðar­ línunnar kvöldið sem hann er sak­ aður um að hafa orðið Karli að bana. „Ég held ég hafi drepið mann,“ heyr­ ist hann segja aftur á upptökunni og var augljóslega í miklu uppnámi. Þegar starfsmaður Neyðarlínunn­ ar spyr Friðrik hvað hafi gerst sagði hann á upptökunni: „Hann réðst á mig, ég kýldi hann eitt hnefahögg og hann datt niður og ég dró hann út á svalir. Þessi maður er dáinn, þessi maður er dáinn,“ segir hann svo og virðist vera í miklu áfalli. „Hann reyndi að kyssa mig,“ segir hann svo og neitar að athuga með manninn þegar starfsmaður Neyðarlínu biður hann um það. „Nei, ég vil ekki fara til hans.“ Líklega með áfengiseitrun Fyrsta vitnið sem kom fyrir dóminn greindi frá því að alkóhólmagn í lík­ ama Friðriks Brynjars um nóttina hefði verið afar hátt samkvæmt niður­ stöðum rannsókna, eða líklega yfir þremur prómillum. Þegar áfengis­ magn í blóðinu væri það hátt þá væri talað um að fólk væri með áfengiseitr­ un. Venjulega sé þó áfengismagn ekki reiknað svo langt aftur í tímann líkt og gert var í þessu tilfelli. Tvær blóðpruf­ ur voru teknar með tveggja klukku­ stunda millibili úr Friðriki Brynjari eftir að lík Karls fannst. Mikill ofsi og ofbeldi Fyrir dóminn kom einnig þýskur réttarmeinafræðingur sem sagði að fórnarlambið hefði dáið í kjöl­ far mikils blóðsmissis. „Aðallega út í brjóstholið eftir að op var kom­ ið á hjartahvolfið,“ sagði hann fyrir dómi en fórnarlambið var með 92 stungusár á líkamanum. „Við erum að tala um alls 92 hnífsstung­ ur sem veittar voru með miklum ofsa og ofbeldi,“ sagði réttarmeina­ fræðingurinn og sagði mikið afl hafa þurft til að veita fórnarlamb­ inu þessa áverka. Til að mynda hefðu fyrstu stungurnar farið í gegnum brjóstbeinið en til þess hafi þurft mikið afl. Einnig fund­ ust brot úr hnífnum í höfði fórn­ arlambsins en ljóst þykir að ger­ andinn hafi haldið áfram að beita hnífnum eftir að það brotnaði úr honum. Eigi ekki við rök að styðjast Ein vinkona hins látna bar vitni símleiðis. Hún sagði Karl hafa verið einfara sem alist hefði upp hjá aldr­ aðri móður sinni í torfbæ. Hún og eiginmaður hennar hefðu þekkt hann til margra ára og þeim verið vel til vina. Hún vissi ekki til þess að hann ætti sér neina óvildar­ menn. „Þetta var einstaklingur sem gerði ekki flugu mein, hjálpsamur og indæll drengur,“ sagði hún fyrir dómi. Við fyrri hluta aðalmeðferðar bar Friðrik þær sakir upp á Karl að hann hafi umrætt kvöld talað ósið­ lega um átta mánaða dóttur Frið­ riks. „Þetta sló mig mjög illa þegar ég heyrði þetta. Ég tel að þetta eigi ekki við nein rök að styðjast,“ sagði hún. Hún sagði einnig að Karl hefði oft í gegnum tíðina gist inni á heim­ ili hennar þar sem hafi verið börn og unglingar á ýmsum aldri, en aldrei hefði hún séð neitt sem benti til þess að hann hefði barnagrind. „Nei, ég mótmæli þessu eindreg­ ið. Þetta er ekki satt. Það hefði verið búið að koma í ljós. Ég hef umgeng­ ist fólk sem hefur ýmsa hegðunar­ eiginleika. Ég hefði átt að vera búin að sjá það.“ Segir hann hafa verið mjög ölvaðan Sambýliskona Friðriks Brynjars kom einnig fyrir dóminn. Dómari gerði henni ljóst að vegna náinna tengsla við ákærða bæri henni ekki skylda að bera vitni. Hún kaus samt sem áður að bera vitni um kvöldið örlagaríka. „Ég kýs að tjá mig,“ sagði hún. Sambýliskonan bar að Friðrik Brynjar hefði verið mjög ölvaður umrætt kvöld. Þau hafi farið í heim­ sókn til vinnufélaga hans þar sem hann hafi verið að drekka en svo hafi hundur vinnufélagans bitið hann í fingurinn og hann þurft að leita sér aðstoðar lækna vegna þess. Þegar heim var komið fór Friðrik Brynjar út í þeim tilgangi að viðra hund þeirra. Hann hafi svo komið til baka um einum og hálfum tíma síðar og þá í fylgd lögreglu. „Hann var orðinn mjög fullur þegar hann kom heim,“ sagði hún. Sambýlis­ konan vitnaði um það að hann hefði verið í sömu fötum þegar hann kom heim og þegar hann fór út. Hann hafi klætt sig úr buxunum inni í eldhúsi og skilið þær eftir á gólfinu. Hann hafi verið með nokk­ ur læti þegar lögregla hafði beðið hana um símanúmer hans og ekki Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is n Átakanlegt símtal Friðriks Brynjars í Neyðarlínuna n Ákærður fyrir að verða Karli Jónssyni að bana „Við erum að tala um alls 92 hnífsstungur sem veittar voru með miklum ofsa og ofbeldi „Þetta var einstak- lingur sem gerði ekki flugu mein, hjálpsamur og indæll drengur Þessi maður er dáinn“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.