Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 26
26 Fólk 27.–29. september 2013 Helgarblað rætur Sillu liggi djúpt í útvarpinu þá hefur hún bæði starfað hjá Stöð 2 og Skjá Einum. Svanhildur Hólm, fjöl- miðlakona og vinkona Sillu, fékk hana til liðs við Stöð 2 og þar vann hún allt þar til hún var rekin í hrun- inu. Það fannst henni sérkennileg reynsla, hún var raunar sármóðguð og það var pabbi hennar líka. „Ég man að jarðskjálftinn var, svo kom hrun og svo var ég rekin. Ég hafði aldrei verið rekin, mér fannst það mjög sérstakt. Ég varð sármóðguð. Pabbi var eiginlega langsvekktastur. Hann hringdi nið- ur á Stöð 2 og sagði upp áskriftinni. Hann sagði: Viltu skila því til þeirra að ég sé enga ástæðu leng- ur til að vera með þessa áskrift því það fólk sem ég vildi horfa á er ekki lengur í vinnu hjá ykkur,“ segir Silla og skellihlær og segist hafa þótt vænt um þetta uppátæki föður síns. „Ég var líka á Skjá Einum, með þættina Fyrstu skrefin. Þangað fór ég að áeggjan Guðrúnar Gunnars- dóttur. Mér fannst erfitt að fara frá RÚV á þeim tíma en það var á sama tíma lærdómsríkt og ég vissi alveg að ég myndi koma aftur.“ Hún segir marga halda að með því að snúa aftur í útvarpið sé hún að rata aftur í kassann, þar sem hún þurfi lítið að ögra sjálfri sér. Það sé ekki rétt. Í atvinnuleysinu ákvað Silla að stunda framúrstefnulegt nám, þar sem áhersla var lögð á skapandi og gagnrýna hugsun og í dag nýtir hún sér það óspart. „Ég er langt því frá að vera stödd innan þægindahringsins. Maður er alltaf að reyna að bæta sig, reyna að fá hugmyndir og ég reyni í sífellu að ögra sjálfri mér. Í hruninu stundaði ég líka nám sem kom sér vel. Það kallaðist Prisma og gekk út á skapandi og gagnrýna hugsun, sem mér finnst bergmála um allt í samfélaginu í dag. Það var mjög lærdómsríkt fyrir mig og ég bý vel að því.“ Nýorðin amma Silla tekst á við nýtt hlutverk þessa dagana. Hún er nýorðin amma og mjög upptekin af því hlutverki. „Þetta er ný upplifun, þetta er eins og að verða ástfangin. Við erum sko sjúk í hann, ég og Torfi. Ein- hvern tímann sagði ég við mann- inn minn, ég er svo hrædd um að ég taki orku af barninu. Ég verð að faðma hann og knúsast með hann. Hann sagði: nei, nei, hafðu ekki áhyggjur af þessu barnið er með nóga orku handa okkur.“ Silla hlær. „Þetta er bara svo gam- an, að fylgjast með elsta barninu sínu stíga þessi fyrstu skref. Maður fylgist náttúrulega með þessu og er með kvíðahnút í maganum. Hvað verður úr þessum dreng og svona. Ég man í gamla daga þá skar pabbi alltaf brauðsneiðar af kæfu fyrir börnin mín í pínulitla bita, svo litla að það lá við að þau gætu ekki tekið utan um þá. Já, það á ekkert að gera hrokkið ofan í þau, sagði hann þá. Nú er ég alveg eins. Bíddu, bíddu segi ég, þetta er alltof stórt, svo sker ég í örsmáa bita. Ég er verri en pabbi. Ég er viss um að hvar sem hann er þá er hann að hlæja að mér og tísta.“ Bíður enn eftir að hann hringi Þau feðgin voru miklir vinir og þóttu lík í mörgu. „Já, ég held að við höfum verið lík. Við vorum svo mik- il heild. Unnum saman, hann var kennarinn minn, við vorum vinir, hann fór í taugarnar á mér og stund- um var hann hundleiðinlegur,“ segir Silla og brosir og útskýrir bet- ur hvað hún á við. Náin feðgin geti vel átt í kröftugum orðaskiptum án þess að samskiptin verði verri. „Hann skammaði mig þegar ég var að gera hluti sem voru ekki rétt- ir í útvarpi. Það var óþolandi. En hann hrósaði mér líka oft og var montinn af mér. Hann hringdi alltaf eftir þáttinn þegar ég var í beinni útsendingu. Sigurlaug, sagði hann þá. Það mætti halda að þú hefðir gert þetta áður. Eða: Hver kenndi þér þetta? Leiðinlegra fannst mér þegar hann gagnrýndi mig og ég vissi upp á mig sökina. Þá sagði hann: þú spurðir ekki réttu spurninganna. Ég vissi alltaf að hann hafði rétt fyrir sér, það var það sem var allra helst óþolandi. Þegar ég gerði mistök þá beið ég eftir því að hann hringdi. Ég bíð enn stundum eftir að hann hringi.“ Lærði að lifa þegar pabbi dó Faðir Sillu lést á líknardeild Landspítalans í nóvember 2011 eftir skammvinna baráttu við krabbamein, áttræður að aldri. Í andláti sínu gaf hann henni stóra gjöf því hann var glaður og sáttur allt til endalokanna og fjölskyldan naut samverunnar með honum á líknardeild. „Ég beið alltaf eftir því að hann pabbi fyndi fyrir einhverj- um ótta. En það bar aldrei á því. Það hlýtur að vera mikil kúnst að vera dauður, sagði hann eitt sinn uppi á líknardeild. Ég sagði honum að hætta þessu, ég færi í gröfina á undan honum. En það sem ég lærði af því hvernig hann dó er að taka líf- inu fagnandi, lifa lífinu lifandi og ég segi ekki að taka dauðanum fagn- andi en að muna hann og sætta sig við orðinn hlut. Pabbi vann þangað til hann dó. Hann var orðinn áttræður. Síðasta verk hans í útvarpinu var viðtal við RAX ljósmyndara, það var í tveim- ur hlutum. Hann gat ekki klárað seinni þáttinn því hann dó stuttu eftir viðtalið. Ég var svo rosalega stolt af honum. Þetta var bara svo ótrúlegt. Ég er að vona einhvern veginn að ég verði sjálf jafn yfirveguð og sátt. En hann talaði nú samt við Torfa og tók af honum loforð. Þú passar þær, sagði pabbi við Torfa og fór vandlega yfir hlutina.“ Gjöf Jónasar Jónas skipulagði eigin jarðarför til hins ýtrasta og þau feðgin skemmtu sér ágætlega við það. „Eitt það skemmtilegasta sem við gerðum var að skipuleggja þessa jarðarför og þrefa um það. Þetta var á tímabili eins og við værum að skipuleggja útvarpsþátt saman. Hann vildi láta lesa minningargreinina, ég sagði honum að vera ekki svona frekur. En Svanhildur Hólm var mikil vinkona hans og las fyrir hann. Presturinn las svo líkræðuna fyrir pabba. Hann var ánægður með hana og samþykkti hana. Það sem ég var mest hissa á er hvað þetta var skemmtilegur tími. Þetta var bara svo gaman. Öll fjöl- skyldan kom og hitti hann. Naut samverunnar. Hann gaf okkur þetta að lokum. Þetta var lærdómsríkt. Ég skil núna hvað það raunverulega þýðir að ótt- ast ekki það sem kemur.“ Faðir hennar fékk ótal bréf send frá fólki á meðan hann lá banaleguna. „Mamma á svona hrúgu af blöðum og bréfum frá fólki sem settist niður og skrifaði bréf og sendi honum. Ég kom með bréfin til hans og hann bað um að þau yrðu lesin fyrir hann. Stundum sakna ég þess tíma að hann sé ekki lengur veikur og fá að stússast í kringum hann. Þetta var lærdómsrík og gott og ég var mjög glöð með þetta allt saman. Svo leið manni vel þegar hann var dáinn. Ég var sátt, ég saknaði hans en okkur leið vel. Það var eins og í einhverri senu í bíó- mynd þegar við vorum komin upp í kirkjugarð og það var verið að halda á kistunni. Allt í einu var ein- hver aukamaður kominn að bera kistuna og við skelltum upp úr. Þá sagði einhver: Það er enginn nema Jónas sem fær okkur til að hlæja í miðri jarðarför.“ Návígi og galdur „Þótt að pabbi hafi minnt mig á að vakna til lífsins þá er líf okkar samt ósköp venjulegt. Ég kem enn heim Gjöfin hans pabba „Ég skil núna hvað það raunverulega þýðir að óttast ekki það sem kemur.“ „Á meðan pabbi var á lífi þá var hann sífellt öskrandi, hver tók cheer- ios-ið mitt? Skemmtilegur tími „Hann gaf okkur þetta að lokum. Þetta var lærdómsríkt. Ég skil núna hvað það raunverulega þýðir að óttast ekki það sem kemur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.