Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 21
Sport 21Helgarblað 27.–29. september 2013
Hver þeirra
fer næstur?
n „Fasistinn“ horfinn á braut n Fjórir líklegir til að verða reknir
B
reskum veðbönkum ber
saman um að Martin Jol,
knattspyrnustjóri Fulham,
verði næstur til að verða
rekinn frá liði sínu í ensku
úrvalsdeildinni. Ítalinn Paulo Di
Canio fékk reisupassann í vikunni,
fyrstur stjóra í úrvalsdeildinni,
þegar hann var rekinn frá Sunder
land. Di Canio, sem tók við liðinu
í mars á þessu ári, náði aðeins að
stýra liðinu í 13 leikjum í úrvals
deildinni áður en stjórn félagsins
fékk nóg. 3–0 tap gegn West Brom
var kornið sem fyllti mælinn en
Sunderland hefur aðeins náð að
gera eitt jafntefli í fimm fyrstu leikj
um tímabilsins. Liðið situr á botni
deildarinnar.
Mussolini „misskilinn“
Di Canio kom sem stormsveipur til
liðs við félagið í vor. Þegar stjórnin
réð Ítalann sagði varastjórnar
formaður félagsins, David Mili
band, af sér vegna pólitískra yfirlýs
inga Di Canio. Di Canio hafði áður
lýst sér sem fasista og talað um að
Benito Mussolini hefði verið „stór
kostlega misskilinn einstaklingur“.
Gengi liðsins hafði verið afar slæmt
þegar Di Canio tók við í mars. Und
ir hans stjórn tapaði liðið sínum
fyrsta leik gegn Chelsea á útivelli,
með minnsta mun. Hann vann
hins vegar hug og hjörtu stuðnings
manna – einhverra í það minnsta
– þegar Sunderland vann 3–0 úti
sigur á erkifjendunum í Newcastle.
Di Canio fagnaði hverju marki eins
og heimsmeistari væri. Þó gengið í
kjölfarið væri ekkert sérstakt tókst
liðinu að bjarga sér frá falli.
Lykilmenn seldir
Í sumar gerði Di Canio hreint.
Hann keypti hvorki fleiri né færri
en 14 nýja leikmenn og lét lykil
menn í liðinu fara. Nægir þar að
nefna Simon Mignolet (sem fór til
Liverpool og hefur slegið í gegn),
James McChlean (fór til Wigan) og
Stéph ane Sességnon (fór til West
Brom). Liðið hefur byrjað hörmu
lega á þessari leiktíð og hefur að
eins eitt stig þrátt fyrir hafa mætt
tveimur af slökustu liðum deildar
innar ( Crystal Palace og Fulham)
auk Southampton, West Brom og
Arsenal. Um helgina, þegar liðið
tapaði illa fyrir West Brom, vakti
framferði Di Canio athygli þegar
hann gekk út á völlinn, að heitu
stu stuðningsmönnum félagsins,
og gaf þeim bendingar um að bera
höfuðið hátt. Það „stunt“ féll ekki í
kramið og leikmenn munu hafa gert
uppreisn í kjölfarið og krafið stjórn
ina um breytingar.
Eftirmaður Di Canio hefur ekki
verið ráðinn en Kevin Ball stýrir
liðinu tímabundið. n
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Brattur Paulo Di Canio var
umdeildur frá fyrsta degi í starfi
stjóra Sunderland. Mynd: ReuteRs
Hitnar undir Jol
n Líkur á að hann
verði rekinn næst: 1/2
Veðbankar veðja nú á að Hollendingur-
inn Martin Jol verði sá næsti sem fær
reisupassann. Helmingslíkur eru taldar á
því að hann sé næstur í röðinni enda hefur
gengi Fulham ekki verið á pari við fyrri ár.
Fulham hefur fjögur stig eftir fimm leiki,
sem þykir ekki gott á þeim bænum. Tveir
heimaleikir, gegn Cardiff og Stoke, eru
líklegir til að geta orðið örlagavaldar í lífi
Martin Jol. Stjórnin hefur engan áhuga á
að sjá liðið í fallbaráttu í vetur.
Mikilvægur leikur
um helgina
n Líkur á að hann
verði rekinn næst: 1/3
Chris Hughton, stjóri Norwich, er einnig
talinn nærri því að missa starf sitt. Tapið
gegn Aston Villa um liðna helgi fór illa
í stuðningsmenn félagsins. Liðið hefur
oft stýrt leikjum undir stjórn Hughton
en mistekist að vinna. Heimavöllurinn
hefur þó skilað liðinu fjórum stigum á
tímabilinu. Útileikurinn gegn Stoke um
helgina gæti reynst liðinu mikilvægur því
í kjölfarið fylgja erfiðir leikir gegn Chelsea
og Arsenal.
Pardew undir pressu
n Líkur á að hann
verði rekinn næst: 1/4
Annar stjóri sem er undir mikilli pressu er
Alan Pardew, stjóri Newcastle. Sjö stig
eftir fimm leiki er ekki frábær uppskera
en heldur ekki hræðileg. Sigur hefur
unnist gegn Fulham og Aston Villa en
liðið hefur tapað fyrir Hull á heimavelli og
illa fyrir Manchester City á útivelli í fyrstu
umferðinni. Tveir útileikir (gegn Everton
og Cardiff) munu að líkindum segja til
um á hvorum enda töflunnar lærisveinar
Pardew munu berjast í vetur.
Þungur róður nýliðanna
n Líkur á að hann
verði rekinn næst: 1/6
Ian Holloway er á meðal þeirra sem líklegt
þykir að verði reknir úr starfi. Hann stýrir
Crystal Palace, nýliðum í deildinni. Liðið
hefur aðeins sigrað Sunderland, en tapað
fyrir Stoke, Manchester City og Swansea.
Ljóst er róðurinn verður þungur í vetur
fyrir lærisveina Holloway. Liðið á tvo
útileiki fram undan; gegn Southampton
og Liverpool. Takist liðinu ekki að sigra þá
andstæðinga gæti svo farið að stjórnin láti
stjórann fara, í örvæntingu sinni.
Þessir líklegastir til að fara næst
Aron Jóhanns
lofsunginn
Íslendingurinn og Fjölnismaðurin
Aron Jóhannsson, sem á dögun
um valdi að spila fyrir lands
lið Bandaríkjanna, hefur slegið í
gegn í hollensku úrvalsdeildinni
í haust. Í íþróttatímaritinu Sports
Illustrated er fjallað um þennan
mikla markaskorara, sem skoraði
þrennu í bikarleik með liði sínu
AZ Alkmaar í vikunni.
Fjallað er um helstu keppi
nauta Arons um framherjastöð
urnar í bandaríska landsliðinu og
sú skoðun er sett fram að hann
eigi að fá fleiri mínútur inni á
vellinum í landsliðinu. Þeir hafi
átt erfitt uppdráttar í haust; Clint
Dempsey sé enn að finna sitt
form hjá Seattle Sounders og Jozy
Altidore lítið spilað með Sund
erland. „Aron hefur aðeins spil
að 29 mínútur fyrir Klinsmann.
Frammistaða hans gefur tilefni til
þess að hann spili miklu meira,“
segir í lok greinarinnar.
Svekkjandi tap
gegn Sviss
Íslenska kvennalandsliðið í
knattspyrnu tapaði fyrir Sviss, 2–0,
í undankeppni HM á fimmtudags
kvöld. Um var að ræða fyrsta leik
Íslands í riðlinum og jafnframt
fyrsta leik nýráðins landsliðsþjálf
ara, Freys Alexanderssonar.
Óhætt er að segja að sigur
Svisslendinga hafi verið sann
gjarn og sá íslenska liðið aldrei
til sólar gegn vel skipulögðu og
sókndjörfu svissnesku liði. Fyrra
mark leiksins kom strax á 8. mín
útu þegar Ramona Bachmann,
langbesti leikmaður vallarins,
tætti sig í gegnum vörn íslenska
liðsins og skoraði með skoti sem
fór undir Guðbjörgu Gunnars
dóttur í íslenska markinu. Mark
ið virtist blása lífi í Svisslendinga
sem pressuðu íslenska liðið stíft
það sem eftir lifði fyrri hálfleiks
og gekk íslenska liðinu afar illa
á byggja upp spil. Síðara mark
leiksins kom á 54. mínútu úr víta
spyrnu sem dæmd var eftir að
boltinn fór í hönd Margrétar Láru
Viðarsdóttur. Lara Dickenmann
steig á punktinn og skoraði örugg
lega. Sigur Svisslendinga var síst of
stór enda fékk liðið fjölmörg færi
til að bæta við fleiri mörkum.
Næsti leikur Íslands í riðlinum
er gegn Serbíu á útivelli þann 31.
október næstkomandi. Katrín
Jónsdóttir, fyrirliði Íslands til fjöl
margra ára, var heiðruð sérstak
lega fyrir leikinn en þetta var
hennar síðasti landsleikur fyrir
hönd Íslands.
Kveðjuleikur Katrínar tapaðist