Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 23
Public execution í gangi Ekki sjúkur í hatursstjórnmálin Aldrei veitt á þessu dýrðlega svæði Frosti Sigurjónsson er ósáttur við RÚV. – DVGísli Marteinn Baldursson hættir í stjórnmálum. – DV.isJóhann Hauksson ranglega sakaður um netaveiðar. –DV.is Mikilvægasta verkefnið? Spurningin „Ég ætla ekki í ár, þó ég hafi farið síðustu ár.“ Bowen Staines 27 ára kvikmyndagerðarmaður „Já, ég held ég kíki nú á eitt- hvað.“ Baldur Guðmundsson Hraunfjörð 20 ára kokkur „Já, ég fór ekki í fyrra og ætla að reyna að bæta það upp í ár.“ Erna Arnardóttir 24 ára háskólanemi „Já, ég ætla að fara. Ég er spenntust fyrir Cold Water.“ Anna Marie Fennefoss Nielsen 23 ára háskólanemi „Já, ég er þó ekki búin að kynna mér myndirnar.“ Anna Kara Tómasdóttir 23 ára háskólanemi Ætlarðu á kvik- myndahátíðina RIFF í ár? 1 „Hefur þurft að sitja undir hrópum og köllum og hótunum“ Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, um Gísla Martein Baldursson. 2 Sveinn Andri gerðist fyrirsæta Sat fyrir á ljósmyndum með nemendum Menntaskólans í Reykjavík. 3 „Hún hefur sýnt mér að það eru fáar hindranir til“ Arnmund- ur Ernst Björnsson leikari um móður sína Eddu Heiðrúnu Backman. 4 Þrettán útlendingar hand-teknir í Kópavogi Um var að ræða þrettán albanska hælisleitendur. 5 Jákup á ennþá miklar eignir Færeyingurinn Jákup á Dul Jacobsen átti félag sem fór í 31 milljarðs þrot. 6 Milljarðakaup á veldi Jóns Helga á lokametrunum Fjárfestahópur leggur til 8 milljarða króna í eigið fé. Mest lesið á DV.is Þ að er ekki ofsögum sagt að það hafi verið yfirþyrmandi stað­ reynd að vera orðinn þing­ maður í lok apríl síðastliðinn og ótal spurningar leituðu á hugann. Er ég hæfur í þetta starf? Hvað er að vera þingmaður? Er ég búinn að reisa mér hurðarás um öxl? Við þessum spurningum og mörgum fleiri hafði ég engin svör. Hægt og bítandi er þó margt að skýrast, ég er alltaf að gera mér betur grein fyrir því að þing­ mannsstarfið er gífurlega krefjandi og viðamikið, en að sama skapi afskap­ lega skemmtilegt, gefandi og ekki síst þroskandi. Það hefur líka orðið skýrara með hverjum deginum sem líður að það tekur tíma að ná tökum á þessu starfi og að þolinmæði er dyggð. Umræðan Af umræðunni að dæma þá er það ekki eftirsóknarvert að vera stjórn­ málamaður, sennilega er engin ein starfsstétt sem má þola eins illt umtal og stjórnmálastéttin. En hvers vegna er það svo? Hver er ástæða þess að al­ menningur talar af þvílíkri heift um stjórnmálamenn eins og raun ber vitni? Fyrir mig er ekki erfitt að svara því þar sem að ég er enn á bernsku­ árum mínum sem stjórnmálamaður og tiltölulega stutt síðan ég var „hin­ um megin borðsins“ ef svo má að orði komast. Andúðin stafar öðru frem­ ur af því hversu erfitt stjórnmála­ menn eiga með að efna loforð sín og oftar en ekki eru þau komin niður í skúffu um leið og talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Völdin virðast vera það sem mestu máli skiptir og hvernig menn öðlast þau er ekki höf­ uðmálið. Allt skal gert til þess að ná þeim og virðist almannaheill stund­ um ekki skipta miklu máli í þeim atgangi öllum. Eitt það eftirminni­ legasta að mínum dómi sem birtist í rannsóknarskýrslu Alþingis voru orð Styrmis Gunnarssonar ritstjóra þegar hann segir: „Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabar­ átta.“ Ég tel því miður að margt sé til í þessu hjá Styrmi og ýmis teikn á lofti sem leiða líkur að því að svona sé þetta ennþá. Breytinga þörf Það er deginum ljósara að breytinga er þörf í íslensku samfélagi ef við ætlum að ná okkur upp úr því kvik­ syndi vantrausts, tortryggni og reiði sem við virðumst vera föst í. Þar leika stjórnmálamenn lykilhlutverk og það hvernig þeir nálgast hlutina. Það eru gerðar miklar kröfur til þeirra sem starfa í stjórnmálum og þetta starf krefst reynslu, dyggða og þroska og stjórnmálamenn þurfa að gera sér grein fyrir þeim þáttum sem ber að efla í samfélaginu og hverjum eigi að draga úr. Taka verður tillit til allra radda hvar sem þær hljóma, jafnt veikra sem sterkra, og vinna með almannaheill að leiðarljósi því að hann er mælikvarðinn í stjórn­ málum. Gunnar Hersveinn heim­ spekingur segir í bók sinni Orðspor, gildin í lífinu, að starf í stjórnmál­ um sé göfugt vegna þess að þau sem það stunda eigi að vinna að heill og hamingju þjóðar sinnar. Starfslýsing stjórnmálamannsins sé: Farsæld þjóðar. Dyggðir Við í Bjartri framtíð leggjum áherslu á og reynum eftir fremsta megni að starfa eftir þessum gild­ um og viljum allt til vinna að hér geti þrifist og dafnað mannvænlegt samfélag. Samfélag þar sem lögð er rækt við sammannlegar dyggðir eins og réttlæti, visku, hófsemd og hugrekki en löstum á borð við hroka, ágirnd, öfund og heift sé vik­ ið til hliðar. Eitt mikilvægasta verk­ efnið í íslenskum stjórnmálum er að byggja upp traust og virðingu í samfélaginu sem eru grundvallar­ gildi og frumskilyrði mannlegra samskipta. Án þeirra liggur leiðin hratt niður á við. n Á veiðum við sundin blá. Það þarf ekki endilega að fara langt til að fiska í soðið eins og þessi herramaður gerði á dögunum. MynD SigtryggUr AriMyndin Kjallari Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar Umræða 23Helgarblað 27.–29. september 2013 „Hver er ástæða þess að almenning- ur talar af þvílíkri heift um stjórnmálamenn eins og raun ber vitni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.