Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 44
44 Lífsstíll 27.–29. september 2013 Helgarblað Spennandi París Það sem er skemmtilegt fyrir börn að gera í París getur einnig reynst prýðilegasta skemmtun fyrir þá fullorðnu. Ráfað um Rue du Bac Foreldrar geta ráf- að um í versl- unarleiðangri í Rue du Bac án þess að börn- unum leiðist. Þar er að finna margar skrýtn- ar og skemmti- legar sérverslanir. Helst ber að nefna Pylones þar sem finna má skemmtilega og litríka hönnun sem börnum líkar vel. Svo sem eggjabikara sem hægt er að leika sér með við morgun- verðarborðið, þá er alltaf gaman að heimsækja Petit Pan, þar sem ævintýraleg hönnun fyrir börn fangar augað. Geimverur í Disneylandi Disneyland í París er ævintýralegur stað- ur. Yngri börnum finnst gaman að heimsækja Fantasyland, þar sem ævintýri Lísu í Undralandi lifna við. Stálpaðri börn geta farið í Discoveryland, þar sem þau geta aðstoðað Buzz við að bjarga heim- inum frá litlum grænum körlum. Elstu börnin vilja svo líklega fara í smá adrenalínrúss. Þau hugrökkustu geta farið í Twilight Tower of Terror, þaðan sem þau skutlast af gömlu hótelþaki niður lyftugöng, þrettán hæða fall. Sjóræningjaafturgöngur Þá er í Disneylandi vinsæll rússíbani, Rock `n´ Roller Coaster, sem þeytist um undir tónum hljóm- sveitarinnar Aer- osmith. Allra vinsælasti áfangastaður Disneylands í Par- ís fyrir alla fjölskylduna er þó rússíbani í anda Pirates of the Carribbean þar sem sjóræningja- afturgöngur gera óvænta árás á vel meinandi fjölskyldufólk. 300 þrep í Sacré Coeur Börnum finnst miklu skemmtilegra en fullorðnum sú áskorun að klífa 300 þrep upp í topp á hinni fallegu Sacré Coeur. Góð leið til að kynna þau fyrir sögufrægum arkitektúr borgar- innar. Ekki spillir fyrir að þau fara óhjákvæmilega fyrr í háttinn þann daginn. Börnin elda Börn þrettán ára og eldri má senda á mat- reiðslunámskeið og þegar heim er komið eru þau reynslunni ríkari, foreldrum líklega til mikillar gleði. Í La Cuisine Paris er börnum kennt að elda í tvo til fjóra tíma. Þau læra að baka smjördeigshorn, litlar sætar kökur og bökur og jafnvel heilu máltíðirnar. París barnanna n Leikbrúðusýningar og spennandi söfn P arís er ekki eingöngu borg fyrir ástfangin pör eða listunnendur. París er einnig borg barnanna. DV skoðaði áhugaverða hluti fyrir barnafjölskyldur í París og spurði Parísarunnendur ráða. Gunn- hildur Helga Gunnarsdóttir og eig- inmaður hennar, Ómar Jabali, unna borginni og fara reglulega þangað til að hlaða batteríin. Um þessar mundir er hlýlegt haust í París. Hitastigið er á við góð- an sumardag á Íslandi og haustlitirn- ir farnir að setja svip sinn á borgina. Gunnhildur og Ómar segjast hrifin af fallegum görðum borgarinnar, sem séu afar barnvænir, og spennandi söfnum, þar sem margt forvitnilegt er að sjá. Dásamlegir garðar „Það er hægt að gera ótalmargt skemmtilegt með börnum í París,“ segir Gunnhildur frá. „Garðarnir þar eru dásamlegir. Til dæmis er Lúxemborgargarðurinn mjög skemmtilegur með stórum leik- tækjagarði fyrir börn, hægt að fara í brúðuleikhús þar sem er opið þrisvar í viku og síðan er alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt í gangi í garðinum, eins og tónleikar, litlir smáhestar sem hægt er að fara á bak og margt fleira. Jardin des Plantes er líka mjög fallegur og skemmtilegur. Þetta er garður með öllum þeim plöntum sem hægt er að ímynda sér. Virki- lega skemmtilegt að vera þar, njóta dýrðarinnar og skella sér svo í dýra- garðinn og náttúruminjasafnið þar sem hægt er að skoða risaeðlu- beinagrindur. Svo er gaman að kíkja í moskuna á móti garðinum og fá sér te. Tuilleries-garðurinn er líka frábær fyrir börn og hægt að rölta þangað þegar búið er fara í Louvre-safnið.“ Skemmtileg safnamenning Söfnin eru ekki síður spennandi að mati Gunnhildar og eitt þeirra ómissandi, Cité des Enfants. „Það eru alltaf nýjar og áhugaverðar sýningar á Pompidou-nýlistasafninu og þar er líka lítil sýning fyrir börn þar sem þau geta leikið sér með leir, alls kyns segla og fleira. Þannig að bæði foreldrar og börn geta notið sín og fundið eitthvað við sitt hæfi. En skemmtilegasta safnið fyrir börnin er án efa Cité des Enfants. Það er ekki hægt að fara til Parísar með börn án þess að fara á þetta safn sem er með alls konar leikjum og uppfinn- ingum fyrir börn sem þau geta prófað og leikið sér í sjálf. Þetta safn er gert fyrir börn á öllum aldri, alveg frá 2–12 ára, en er ekki síður skemmtilegt fyrir foreldrana. Parc de la Villette er svo rétt fyrir utan safnið – svona mini- tívolí og hægt að kíkja þangað eftir á.“ Ekki bera þungar byrðar Þvert á það sem margir ímynda sér er auðvelt að ferðast um París með börn. Gunnhildur mælir þó með því að fara með létta kerru og ferðast ekki um með miklar byrðar. „Að ferðast um í París með börn er auðvelt. Mér finnst skemmtilegast að ganga bara út um allt þar sem borgin er eitt stórt listaverk, en annars er fínt að taka strætó eða metró. En ef þú ert með barn í kerru taktu þá létta kerru með þér þar sem það er endalaust af tröppum alls staðar og mjög lítið um rúllustiga. Maður þarf að bera kerruna upp og niður tröppur nánast alls staðar.“ Ódýrara að finna sér íbúð Húsnæði er dýrt í París, bendir Gunn- hildur á og mælir með því fyrir barna- fjölskyldur að leita uppi íbúð. „Það eru virkilega flott hótel í París sem frábært er að gista á en það er hins vegar mjög dýrt líka. Það er ódýrara að finna sér íbúð á meðan maður er í borginni og hægt að finna flottar íbúðir í hjarta borgarinnar á fínu verði. En auðvitað fer þetta líka allt saman eftir því hvað maður dvel- ur lengi í borginni. En húsnæði er eitt af því allra dýrasta við París, hvort sem um er að ræða íbúð eða hótel- herbergi.“ Óbarnvænir veitingastaðir Franskir sælkerar gera ekki í því að bjóða börn velkomin á veitingastaði. Þessu þarf að gera ráð fyrir á ferðalagi um borgina. „Þó svo að það sé gríðarlega mikið um að vera í París fyrir börn og þau geti drukkið í sig menninguna þarna þrátt fyrir að tala ekki tungumálið þá er París ekki barnvæn þegar það kemur að aðstöðu fyrir lítil börn á veitingahúsum, sem dæmi. Það eru nánast aldrei til barnastólar og yfir- leitt engin aðstaða til að skipta um bleiu ef þess þarf. En annars er París ein falleg- asta og skemmtilegasta borg sem hægt er að hugsa sér og ég mæli hik- laust með að farið sé með börnin þangað og öll menning borgarinnar kynnt fyrir þeim og þau geti kynnst borginni á skemmtilegan og áhuga- verðan hátt. Ég gæti haldið áfram með listann yfir hvað er hægt að gera með börnum í borginni en læt þetta duga í bili. Það er alltaf nóg um að vera í París.“n Cité des Enfants Safn gert fyrir börn á öllum aldri, segir Gunnhildur og mælir sterklega með heimsókn á safnið. Lúxemborgargarður Í hinum fallega Lúxemborgargarði er hægt að fara í stóran leik- tækjagarð, á tónleika, fara á bak smáhesti og sækja brúðuleikhússýningar. Gunnhildur og Ómar í París Hjónin unna París og fara þangað reglulega til að hlaða batteríin. Þeim finnst París ekki síður borg barnanna, en þeirra fullorðnu. Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is „Ein fallegasta og skemmtilegasta borg sem hægt er að hugsa sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.