Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 40
40 Lífsstíll 27.–29. september 2013 Helgarblað
n Ólafur Sveinsson og Reynir Traustason lögðu leið sína á Mont Blanc
n Ólafur fékk háfjallaveiki n Ungur Breti lét lífið sama dag í fjallinu
Þ
að færðist kyrrð yfir Gout-
er-fjallaskálann snemma
kvölds 20. september. Tugir
manna og kvenna lögðust til
hvílu í 3.800 metra hæð, ör-
þreytt eftir átök dagsins. Hluti fólks-
ins var á leiðinni upp á Mont Blanc,
Hvíta risann, en aðrir á leiðinni nið-
ur eftir að hafa lagt til atlögu við 4.808
metra háan tindinn fyrr um daginn.
Þegar klukkan var 10 um kvöldið
heyrðist ekkert nema svefnhljóðin.
Þreyttir næturgestir hvíldu lúin bein
eftir erfiði dagsins. Það sem við viss-
um ekki þá var að einn þeirra sem þar
sváfu var feigur. Þetta var hans síðasta
nótt í þessu lífi.
Feigðarflan
Einn stærsti draumur lífs míns var að
verða að veruleika. Tæplega þrjú ár
voru liðin frá því ég gaf sjálfum mér
það áheit að léttast um 40 kíló, klífa
Hvannadalshnúk og enda með því að
fara á Mont Blanc í frönsku Ölpun-
um. Ég hafði þegar staðið við öll mín
markmið nema það stærsta. Stund-
in var runnin upp. Mér hafði ekki
orðið svefnsamt um nóttina nema
á örstuttum köflum. Það fór hroll-
ur um mig í kojunni þegar ég hugs-
aði til þess að það væri komið að mér
að standa við stóru orðin. „Hvernig
í ósköpunum hafði 56 ára kyrrsetu-
manni með lungun mettuð af tjöru
dottið í hug að hann kæmist á hæsta
fjall Evrópusambandsins,“ hugsaði
ég með mér og var víðs fjarri því að
festa svefn. Dagana áður en við flug-
um með WOW air til Parísar hafði ég
fengið viðvaranir frá tveimur nán-
um vinum um að þetta væri feigðar-
flan. Annar þeirra bað mig að hætta
við sem var auðvitað ekki hægt. Til
þess var undirbúningurinn of mikill.
Loksins sofnaði ég í miðjum hrotu-
kórnum. Mig dreymdi að ég væri um
borð í skemmtiferðaskipi í ægilegu
veðri. Skipið stakkst í einn brotsjóinn
og tók inn á sig sjó og lagðist á hliðina.
Ég barðist um á hæl og hnakka og
hrökk upp af svefninum, kaldsveittur.
Ég vonaði að þetta væri ekki fyrirboði
um að gangan á tindinn endaði með
ósköpum.
Upp fjallshlíðina
Klukkan þrjú um nóttina færðist líf í
svefnskálann. Hver farsíminn af öðr-
um gaf merki um að fólk ætti að vakna.
Það var kominn tími til að leggja upp
í síðasta legginn á tind Mont Blanc.
Verkefni dagsins var 1.000 metra
hækkun við erfiðar aðstæður. Stund-
víslega klukkan fjögur stóðum við
fyrir utan skálana í myrkri og frosti.
Ferðafélagi minn, Ólafur Sveinsson,
var kominn í jöklabroddana og búinn
að setja á sig beltið til að fara í línu.
Fararstjórinn, Pierre Riche, var til-
búinn og farinn að ókyrrast. Ég flýtti
mér að setja á mig jöklabroddana.
Við vorum allir með höfuðljós og fyrr
en varði hófst gangan upp að lokatak-
markinu. Pierre fór fyrstur. Þá kom
ég og Ólafur var síðastur í línunni.
Pierre stjórnaði hraðanum. Við geng-
um hægt í myrkrinu og spöruðum
orkuna. Þunna loftið varð til þess
að hver hreyfing kallaði fram mæði.
Nokkrir tugir manna og kvenna voru
á undan okkur. Það var falleg sjón að
sjá ljósin liðast upp fjallshlíðina. Þetta
leit allt saman vel út. GPS-tækið mitt
sýndi 4.000 metra hæð.
Harðfylginn leiðsögumaður
Pierre leiðsögumaður var svolítið eins
og Clint Eastwood. Hann var íhugull
og svipbrigðalítill þar sem hann ein-
beitti sér að því verkefni að ganga á
Mont Blanc í 184 skiptið. Hann fylgd-
ist grannt með umhverfinu og var
greinilega meðvitaður um að fylgja
öllum öryggisreglum. Það er vitað að
yfir 2.000 manns hafa farist á fjallinu
og í nágrenni þess. Á hverju ári láta
tugir manns lífið við að ganga á Hvíta
risann. Mér lék forvitni á að vita hvort
Pierre hefði ekki lent í mörgum hásk-
anum á ferðum sínum. Hann glotti
og sagði að það væri lítið um það.
Þegar ég ítrekaði spurninguna sagði
hann að í einu tilviki hefði hann ver-
ið með hóp á fjallinu, Ítalíu megin. Þá
hafði fyrirvaralítið skollið á snarvit-
laust veður. Mikill vindur ásamt
hörkufrosti leiddi af sér lífsháska
fyrir hópinn. Pierre reyndi umfram
allt að tryggja að fólkið stoppaði ekki
því þá var stutt í dauðann. Á meðan
hópurinn barðist í gegnum óveðr-
ið í yfir þrjú þúsund metra hæð dró
smám saman af fólki. Einn og einn
stoppaði og Pierre sagðist hafa séð
þá einu leið að lemja þá áfram með
ísöxi sinni. „Annars voru þau dauð-
ans matur,“ sagði hann. Honum tókst
með harðfylgi að koma hópnum sín-
um í skjól. Um kvöldið voru þeir ófáir
sem sýndu honum marblettina eftir
ísöxina. Pierre brosti þegar hann rifj-
aði upp minninguna. Þarna höfðu
högg ísaxarinnar skilið á milli lífs og
dauða. Mér hlýnaði um hjartaræt-
ur við tilhugsunina um að Pierre sæi
um að koma okkur á toppinn. Vanur
maður og traustur.
Perlufesti ljósa
Ég hafði örlitlar áhyggjur af Ólafi
sem hafði kastað upp kvöldið áður
þegar við komum að Gouter-skálan-
um. Hann fann auk þess til verkja í
fæti. Við vorum engin unglömb leng-
ur. Ég átti eftir örfáa mánuði í sex-
tugt og Ólafur var 66 ára. Hann átti
líka að hrikalega lífsreynslu þar sem
hann hafði hrapað niður kletta Þver-
fellshornsins í Esjunni 30. janúar á
þessu ári. Við vorum tveir á ferð að
þjálfa okkur fyrir Mont Blanc og það
hafði verið hræðileg sjón að horfa á
eftir honum fara í kollhnísum nið-
ur klettana og hverfa fyrir björg. Ég
kom að honum meðvitundarlausum
og hringdi eftir þyrlu. Sem betur fer
komst hann til meðvitundar. Ólafur
skarst á hnjám svo sauma þurfti 20
spor og marðist um allan skrokkinn.
Næstu mánuðina barðist hann eins
og ljón við að ná bata til að geta far-
ið á Hvíta fjallið. Hann gekk á fjöll og
þrælaði í ræktinni. Þremur mánuð-
um eftir slysið á Esjunni fórum við
saman á Hvannadalshnúk. Og nú
vorum við í hlíðum Mont Blanc og
aðeins 800 metrar í hæsta tind. Við
siluðumst áfram upp hlíðina þar
sem perlufesti ljósa markaði leiðina
að fyrirheitna toppnum. Skyndilega
rykkti í línuna hjá mér. Ég leit við og
sá að Ólafur var kominn niður á hnén
og engdist sundur og saman. Hann
kastaði upp. Þetta leit ekki vel út.
„Ég dríf ekki“
Pierre horfði á skjólstæðing sinn
kasta upp. Það var ekki blóð að sjá í
því sem Ólafur skilaði frá sér sem var
góðs viti. Við skutum á rekistefnu.
Það var hálftíma gangur niður í Gout-
er-skálann aftur. Pierre þótti ólíklegt
að ég þyldi klukkutíma í viðbót við
gönguna á toppinn. Viðsnúningur
myndi því þýða tap fyrir okkur báða.
Hann benti á að það væri aðeins um
400 metra hækkun upp í neyðarskýlið
sem kennt er við Vallot. Ef veikindin
væru enn til staðar gæti Ólafur orðið
eftir þar á meðan við færum tveir
á toppinn. Ólafur var sammála því
mati og sagðist vilja halda áfram. Sár-
þjáður hélt hann áfram upp snarbratt
fjallið. Ég reyndi að hvetja hann með
yfirlýsingu á borð við þá að einungis
væri „eitt Úlfarsfell“ eftir í kofann.
Veikindi hans ágerðust. Við stopp-
uðum reglulega til að hann næði að
safna kröftum. Það birti af degi. Eftir
langa píslargöngu vorum við skyndi-
lega við kofann. Ólafur staulaðist inn
„Velkominn á
Mont Blanc“
Reynir
Traustason
Baráttan
við holdið
„Ég raulaði lagstúf-
inn um Línu lang-
sokk í gleði minni og steig
nokkur dansspor.
Á hengiflugi Á örmjóum
hrygg við hápunkt Mont Blanc.
Þverhnýpi er beggja megin og
þúsundir metra niður.