Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 36
Listaverk sem þú
færð ekki nóg af
Grand Theft
Auto V
Ensk rómantík
Guðrún Jóhanna og
Francisco Javier
Jáuregui munu
segja sögu ungra
elskenda með
sönglögum sem
hlustendur í Lund-
únum voru gagnteknir
af á fyrri hluta 19. aldar. Þau munu einnig
flytja ástsæl skosk þjóðlög, sum hver við
ljóð eftir uppáhaldsljóðskáld Skota, Ro-
bert Burns. Guðrúnu Jóhönnu hefur verið
lýst í Sunday Times sem „skarpgreindum
söngvara með sterkan persónuleika og
hrífandi raddliti“.
Salurinn í Kópavogi. kl. 16.00
Nýdönsk á Akureyri
Nýdönsk fagnaði í fyrra 25 ára afmæli í
Hofi og Hörpu við stórkostlegar viðtökur
aðdáenda sveitar-
innar. Hljóm-
sveitin hyggst
nú endurtaka
leikinn en að
þessu sinni
verður einblínt
á vinsælustu
lögin. Mörg
þeirra hafa fyrir löngu
tekið sér bólfestu í hjörtum Íslendinga og
þykir kominn tími til að þau fái að óma í
glæsilegustu tónleikasölum landsins. Að
sögn meðlima sveitarinnar munu verða
óvæntar uppákomur þetta kvöldið en
ekki tókst með nokkru móti að fá þá til
að tjá sig frekar um málið.
Menningarhúsið Hof. kl. 20.00
36 27.–29. september 2013 Helgarblað
m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g
Getum við verið góð
við hvort annað?
Harmsaga
eftir Mikael Torfason
Hvað er að
gerast?
27.–29. september
föstudagur27
SEP
Sunnudagur29
SEP
Bjórsaga og Skinnsemi
Helgina 27.–28. sept-
ember verður haldin
Októberfest-hátíð í
risatjaldi í Laugar-
dal þar sem meðal
annars koma við sögu
fræðsluleikritið Bjórsaga
með Víkingi Kristjánssyni
leikara, fullorðinssirkusinn Skinn-
semi, pub-quiz með Stefáni Pálssyni
knattspyrnusérfræðingi og landsliðið í
uppistandi (Sóli Hólm, Dóri Gylfa, Lee
Nelson, Steindi og Ágúst Bent).
Októberfest í Laugardal. Risatjald á
Þríhyrningi. kl. 18.00
Stofutónleikar í Þingholtunum
Fyrir rúmu ári tróðu þeir félagar Gissur
Páll Gissurarson og Árni Heiðar Karlsson
upp á stofutónleikum í Þingholtunum
með íslensk sönglög.
Komust þá færri að
en vildu. Nú koma
þeir fram á tvennum
tónleikum með
nýtt prógramm
með Napoli-lögum í
einstaklega fallegri íbúð
með útsýni yfir Kvosina. Í hléi munu þeir
svo traktera tónleikagesti á ítölskum
veitingum. Þetta er einstakur atburður
sem enginn unnandi sönglagatónlistar
ætti að láta fram hjá sér fara.
Óðinsgata 7 (4.h.h.). kl. 20.30
Klassík í Hörpu
Kammermúsíkklúbburinn býður upp á
fjölbreytta tónleika í vetur. Kammertón-
list af ýmsum toga er flutt af fremstu
tónlistarmönnum landsins. Í Norðurljósa-
sal Hörpu óma perlur tónbókmenntanna
í bland við ný, íslensk verk, allt frá sell-
ósvítum Bachs til nýrra verka eftir Báru
Grímsdóttur, Daníel Bjarnason og Elínu
Gunnlaugsdóttur. Á fyrstu tónleikum
vetrarins verða flutt verk eftir Ludwig van
Beethoven,
Juan Crisóstomo Arriaga og Johannes
Brahms.
Norðurljós, Harpa. Kl. 19.30
Þ
egar Róbert tók upp leiknu
heimildamyndina Slá í gegn –
Saga úr Mjóddinni, stjórnaði
hann kvikmyndatöku, vafði
hljóðgræjunum utan á sig
og fór svo heim og klippti myndina.
Hann er vanur að vinna fyrir lítil efni
þó myndirnar hans Íslenski draumur-
inn, Maður eins og ég og Strákarnir
okkar hafi notið mikilla vinsælda hér
á landi. Nýjasta mynd Róberts heitir
This is Sanlitum og er fyrsta mynd
hans í átta ár. Hann er snúinn heim frá
Kína og við hittumst á kaffihúsi í mið-
bænum daginn fyrir frumsýningu.
„Jú, myndin var tekin upp á þessa,“
segir Róbert og dregur litla mynda-
vél upp úr töskunni sinni. Maður trú-
ir vart eigin augum en svona hefur
tæknin breyst. Stórar kvikmynda-
tökuvélar eru óþarfar og dæmi um að
verðlaunamyndir hafi verið teknar að
hluta til á snjallsíma. Mynd Róberts er
opnunarmynd RIFF, alþjóðlegu kvik-
myndahátíðarinnar í Reykjavík en
Sanlitum er heiti á hverfi í Peking þar
sem Róbert hefur búið síðustu sjö ár.
Dreif sig út með myndavél
„Ég ákvað að kýla bara á þetta og gera
myndina. Ég var með stórt verkefni í
undirbúningi, samvinnuverkefni milli
Íslands og Kína, en það var sífellt að
tefjast að ég fengi fjármagn inn í það,
stór verkefni kosta mikinn tíma og
undirbúning og mig langaði skyndi-
lega bara til að fara út á götu og búa til
bíó,“ segir Róbert.
Hann ætlaði að koma heim árið
2008 og taka upp mynd en þá kom
hrunið. Allt fór í uppnám og enn sló
Róbert Douglas næsta verkefni á frest.
Hann áttaði sig á því að ef hann ætl-
aði sér að gera bíómynd í Peking yrði
hann bara að drífa sig út með mynda-
vél og byrja að taka. Sem hann gerði.
„Ég hef líka gert þetta áður. Skotið
fyrir lítinn pening. Það er ákveðin
list og í Kína var þetta sérstaklega
spennandi. Til dæmis ákváðu kín-
versk stjórnvöld nokkrum dögum
áður en við byrjuðum að taka að fara
í sérstakt átak gegn útlendingum.
Það voru sett upp plaköt um alla borg
þar sem sagði að ef fólk ræki augun í
dularfulla útlendinga gæti það hringt
í sérstakt númer. Svo fórum við á stjá.
Hópur af útlendingum með mynda-
vél og hljóðupptökugræjur í bakpoka.
Það var mjög skondið.“
Útlendingur í Kína
Myndin fjallar um líf tveggja vina í
Peking sem eru báðir útlendingar.
Annar þeirra, Gary, hélt til Peking í
von um að verða ríkur á viðskiptum
og vinna aftur hjarta fyrrverandi eigin-
konu sinnar. Hann kynnist svo Frank,
Ástrala sem telur sig vita allt um kín-
verska menningu og hvernig eigi að
haga sér í Peking. Þeir eru svokallaðir
„expats“ menn sem þurfa að fóta sig í
framandi menningarheimi.
Þetta átti kannski ekkert að vera
bíómynd til að byrja með en þegar ég
skoðaði fyrstu tíu mínúturnar sem ég
var kominn með hugsaði ég að þarna
væri efniviður í mynd í fullri lengd. Þá
breyttist vinnan svolítið, við fórum að
skrifa handrit og þróa söguþráðinn og
svo fór boltinn að rúlla,“ segir Róbert.
Peningar ekki allt
Tæknin sem Róbert notar til kvik-
myndagerðar er spennandi. Það
hlýtur að vera sérstakt að taka upp
heila kvikmynd á litla myndavél?
„Maður kýs nú ekki endilega að
gera þetta svona. En ef maður ákveður
að skjóta mynd fyrir lítil efni þarf
að gera málamiðlanir. Ég hef verið
hrifinn af leikstjórum sem vinna á
þennan hátt. Ég heillaðist snemma af
bresku nýbylgjunni – Ken Loach og
Mike Leigh, þeir eru miklir áhrifavald-
ar eins og Audrey Anderson þó hann
tilheyri reyndar eldri kynslóð. Svona
byrja ég að gera myndir og kann því
vel að vinna svona. Þetta er kannski
ákveðin aðferðafræði, fara bara út og
framkvæma. Ég hugsa að þó ég fengi
meiri pening til að búa til kvikmynd
þá myndi aðferðafræðin ekki endi-
lega breytast svo mikið. Þetta er stíll
og maður er mjög nálægt efniviðnum.
En vissulega dreymir mann alltaf um
að fá peninga inn í dæmið, það gerir
allt auðveldara þó ég myndi ekki endi-
lega mæta með stærri kameru,“ segir
Róbert.
Flutti til Kína
Síðasta myndin sem Róbert framleiddi
á Íslandi fyrir This is Sanlitum var
Strákarnir okkar. Mynd um samkyn-
hneigt fótboltalið. Svo yfirgaf Róbert
landið, hélt með eiginkonu sinni til
Kína. Nú valda breytingar á fjölskyldu-
högum Róberts því að hann er kominn
aftur til Íslands.
„Ég fluttist út til Kína með fjöl-
skyldunni árið 2007. Þá var ég með
mynd í vinnslu sem átti að fara í tökur
árið 2008 heima á Íslandi. Það fór auð-
vitað eins og margt annað í hruninu og
ég var áfram úti í Kína. Þannig að ég
ákvað að láta bara reyna á það að kynn-
ast bransanum í Kína. Reyna að koma
undir mig fótunum þar.“
Og hvernig hefur það gengið?
„Upp og ofan,“ segir Róbert. „Það hefur
margt skemmtilegt drifið á daga mína.
Ég hef leikstýrt tónlistarmyndbönd-
um í Kína og sjónvarpsþáttum, meira
að segja setið í dómnefnd fyrir svona
„China got talent“-þátt. Þetta er ann-
ar heimur og mjög þroskandi að kynn-
ast honum. Í Kína veit til dæmis enginn
neitt um Ísland. Björk er ekki einu sinni
fræg í Kína. Svo hrundu bankarnir og
þá komst Ísland allt í einu í fréttirnar.
Stundum lenti ég í því að leigubílstjór-
ar vildu vita hvort ég ætti ekki örugg-
lega pening fyrir farinu því ég væri Ís-
lendingur. Og þetta voru leigubílstjórar
í Peking sem eru þekktir fyrir að vera
vafasamir!“
Róbert segir að tíminn hafi liðið
ótrúlega hratt úti í Kína. Þegar hann
hafi sett tilkynningu um nýjustu mynd
sína á Facebook hafi hann áttað sig á
því að hann hefði ekki gefið út mynd
síðan 2005 – fyrir átta árum. Hann hafi
áttað sig á að nú þyrfti hann að byrja
aftur að vinna. „Nú er ég kominn aftur
heim og ætla að gera næstu mynd
hér,“ segir Róbert.
Lærir af fólki
Karlmenn í krísu eru kannski rauði
þráðurinn í höfundarverki Róberts
líkt og margir muna eftir í myndunum
Róbert Douglas kvikmyndagerðarmaður er vanur
því að gera hlutina upp á eigin spýtur. Nýjasta mynd
hans, This is Sanlitum, sem er opnunarmynd RIFF
var tekin í leyfisleysi í Kína á litla stafræna myndavél.
Róbert snýr nú aftur til Íslands eftir ein sjö ár erlendis.
Hann segist dreyma um að gera mynd á tveggja ára
fresti á Íslandi en Hollywood freisti hans ekki neitt.
„Ég burðast ekki
með einhverja
Hollywood drauma
Vill slá í gegn á Íslandi
Viðtal
Símon Birgisson
simonb@dv.is
laugardagur28
SEP