Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 52
52 Fólk 27.–29. september 2013 Helgarblað
Madonna og Penn eins og nýgift hjón
n Skildu fyrir 24 árum eftir stormasamt hjónaband
S
vo virðist sem lifi í gömlum
glæðum hjá Madonnu og fyrr-
verandi eiginmanni hennar,
Sean Penn, en þau létu vel
að hvort öðru á frumsýningu stutt-
myndar söngkonunnar í New York
fyrir skömmu. Ekkert sást til kærasta
Madonnu, hins 27 ára Brahim Zaibat.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem
Penn sýnir fyrrverandi eiginkonu
sinni stuðning en í október í fyrra
mætti hann á útgáfutónleika hennar.
Á þeim tíma sögðu heimildarmenn
að svo virtist sem Madonna hefði
sungið einungis fyrir Penn og hann
hafi ekki átt orð til að lýsa því hve
glæsilegt hún var.
Hjónaband þeirra, sem entist
í fjögur ár, var afar stormasamt og
þurfti Madonna, svo dæmi sé tek-
ið, að fara á spítala í júlí 1987 eftir
að Penn lamdi hana í höfuðið með
hafnaboltakylfu.
Árið 1991 viðurkenndi hún þó að
hún bæri enn tilfinningar til Penn og
sagði hann vera ást líf síns.
Penn kvæntist leikkonunni Robin
Wright eftir að hjónabandi hans og
Madonnu lauk og á tvö börn með
henni. Madonna giftist Guy Ritchie
árið 2000 og á einn son með honum.
Fyrir átti hún dótturina
Lourdes auk þess
sem hún hefur ætt-
leitt tvö börn, David
og Mercy. n
gunnhildur@dv.is
Drakk í einrúmi
Michael J. Fox misnotaði áfengi eftir
að hann fékk þá greiningu að hann
væri haldinn Parkinsons-veiki.
Hinn 52 ára leikari, sem einna
þekktastur er fyrir leik sinn í Back
to the Future og þáttunum Family
Ties, var einungis 29 ára þegar
hann fékk sjúkdómsgreininguna.
„Áður fyrr drakk ég þegar ég fór út
að skemmta mér en eftir að sjúk-
dómurinn var greindur byrjaði ég
að drekka í einrúmi og það dag-
lega,“ sagði hann og bætti við að
hann hafi nú lært að takast á við
veikindin á annan og uppbyggi-
legri hátt. Seinna hafi hann farið í
meðferð og hann hafi farið að sjá
hlutina í réttu ljósi.
Ungu hjónin
Árið 1989, stuttu
áður en þau
skildu.
Hjónin fyrrverandi
Penn mætti á frum-
sýningu stuttmyndar
Madonnu..
H
ann er lentur. Kvik-
myndaleikstjórinn Lukas
Moodysson skráði sig inn
á Hótel Holt í gærkvöldi.
Hann er heiðursgestur
Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar
í Reykjavík í ár og sýnir nýjustu
mynd sína, Við erum bestar! (Vi
är bäst!), sem fjallar um sænskar
unglingapönkstelpur árið 1982 og
árekstra þeirra við geldan sænskan
veruleika. Myndin hefur verið sögð
femínísk í gamansömum tón.
Efniviður myndarinnar er byggð-
ur á sjálfsævisögulegri teiknimynda-
sögu eftir eiginkonu hans Coco sem
var pönkari. Um sjálfa sig á þess-
um tíma, segir hún: „Ég var ákveðin
stelpa og strákar féllu ekki fyrir mér.“
En hún fann nú samt ástina, í
öðrum pönkara, Lukasi.
Það er við hæfi að gamall pönk-
ari sem einnig upplifði sig á jaðr-
inum, Jón Gnarr, afhendi Lukasi
heiðursverðlaun RIFF. Það mun
hann gera við hátíðlega athöfn í Ráð-
húsi Reykjavíkur í dag.
Vinsæll á Íslandi
Lukas er óhemju vinsæll á Íslandi.
Frá því hann sló í gegn á heimsvísu
árið 1998 með áhrifamikilli mynd
sinni Fucking Åmål hafa íslensk-
ir aðdáendur hans tekið myndum
hans vel. Eins og í nýjustu mynd
sinni fjallaði hann í sinni fyrstu
mynd um eldfimt tilfinningalíf ung-
lingsstúlkna af miklu næmi.
Eldfimt líf fullorðinna var um-
fjöllunarefni hans í kvikmyndinni
Tilsammans, sem gerðist í hippa-
kommúnu á 8. áratugnum. Kvik-
myndin var síðar sett upp sem leik-
ritið Kommúnan hjá Þjóðleikhúsinu
af leikhópnum Vesturporti. Stór-
stjörnur mættu til landsins til að
leika í uppfærslunni, Gael García
Bernal fluttist tímabundið til lands-
ins og það gerði líka hin þokkafulla
Elena Anaya.
Næstu tvær myndir hans, Lilya
4-Ever og Ett hål i mitt hjärta voru
skerandi samfélagsrýni og undir-
tónninn var dökkur. Það er því tölu-
vert léttara yfir nýjustu mynd hans,
Við erum bestar.
Skáknörd í pílagrímsferð
Hann hóf feril sinn sem skáld og
hefur haldið áfram að gefa út bæk-
ur samhliða kvikmyndastörfum sín-
um. Hann er óhemju afkastamikill
og þjálfar einbeitingu sína með því
að leggja stund á skák.
Hann er reyndar svo mikill
skák áhugamaður að hann ætlar í
pílagrímsferð að leiði eins átrún-
aðargoðs síns, Bobby Fischer, með
Hrafni Jökulssyni um helgina.
Aðdáendur Lukasar geta horft
á þrjár myndir hans í Háskólabíói;
Container og Fucking Åmål auk
þeirrar nýju. Að henni lokinni svarar
Lukas spurningum gesta í sal. n
Gamall pönkari
og skáknörd
n Moodysson sýnir mynd um stelpur og pönk n Heimsækir leiði Fischer
Byggð á teiknimyndasögu Við erum
bestar! er byggð á sjálfsævisögulegri
sögu eiginkonu Lukasar, Coco.
Coco 13 ára Hér er Coco, þrettán ára. „Ég
var ákveðin stelpa og strákar féllu ekki fyrir
mér,“ segir Coco um sjálfa sig.
Lukas Lukas er gamall pönkari og við hæfi
að Jón Gnarr sem sjálfur var pönkari afhendi
honum heiðursverðlaun RIFF í ár.
Mynd per-anderS jörgenSen 2009
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
Femínísk gamanmynd
Við erum bestar! segir frá lífi
nokkurra unglingsstúlkna í
Svíþjóð á níunda áratugn-
um. Lukas er fær í að lýsa
tilfinningalífi unglinga.
topp 5
Valdamestu
stjörnurnar
1 Oprah Winfrey Þetta er ekki í fyrsta sinn sem spjallþáttadrottn-
ingin Oprah Winfrey situr á efsta sæti
listans yfir valdamestu stjörnur heims.
Hún leikur meðal annars í kvikmyndinni
The Butler sem frumsýnd var hérlendis í
síðustu viku.
2 Lady Gaga Lady Gaga
á gríðarstóran og
dyggan aðdáenda-
hóp sem hún kallar
„litlu skrímslin“ (e.
Little Monsters). Von er
á þriðju breiðskífu Lady Gaga í nóvember
næstkomandi og nefnist hún Artpop.
3 Steven Spielberg Steven Spielberg er einn virtasti leikstjóri
Hollywood en hann
hefur sent frá sér hvert
meistarastykkið á
fætur öðru. Hans
síðasta verk var
myndin Lincoln sem
kom út í fyrra og skil-
aði honum óskarsverð-
launatilnefningu.
4 Beyoncé Knowles Beyoncé er ekki aðeins meðal
tekjuhæstu tónlistar-
manna í heimi heldur
er hún einnig meðal
þeirra valdamestu.
Hún hefur haft nóg á
sinni könnu undanfar-
ið en hún eignaðist sitt
fyrsta barn í byrjun síðasta árs.
5 Madonna Breska poppdrottn-ingin hóf ferilinn árið 1979 og er
enn að. Á síðasta ári gaf
hún út plötuna MDNA
sem hlaut fínar
viðtökur og var
Madonna meðal
tekjuhæstu stjarna
síðasta árs.