Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 46
Þ að hófst með hugmyndinni um einfalda perlufesti, ég vildi taka hana, slíta hana í sundur og setja hana aftur saman með nýjum aukahlut- um,“ segir Erdem Moralioglu um nýja skartgrípalínu Erdem sem verður seld í vefversluninni, Mytheresa.com. Perlur, kristallar og kaos Erdem sem hingað til hefur einbeitt sér að fatnaði er þekktur fyrir róman- tísk mynstur og litagleði Nýja skartgripalínan tónar vel við haustlínu tískuhússins, í búrg- undírauðum og bleikum litum. „Mér finnst gaman að blanda saman efnum sem venjulega eiga ekki samleið,“ segir Erdem sem notar perlur og kristal saman og litunum ægir saman. „Ég vil ekki að skartgripirnir líti út fyrir að vera of dýrmætir, jafnvel eyrnalokkarnir eru aðeins í ójafn- vægi. Þeir eru næstum því eins og þeir séu brotnir og þarfnist viðhalds. Ég vil hafa þá þannig,“ segir hann og segist halda að þetta skipulagða kaos geri skartgripina enn eftirsóttari og klæðilegri. Þannig sé hægt að bera þá við kvöldkjól jafnt og yfir ullarpeysu á venjulegum mánudegi. Litagleði dívunnar hjá Bulgari Fleiri tískuhús kynna djarfa skartgripi í ár. Bulgari kynnir glæsilega skart- gripalínu, Diva Collection. Hana ein- kennir litagleði og stórt skart. Fjólurauðir, grænir og bláir litir. Stórir eyrnalokkar og hringar og áber- andi hálsfestar. Það er fyrrverandi for- setafrú Frakka, dívan sjálf hún Carla Bruni, sem er fyrirsæta Bulgari í ár. Chanel gaf tóninn Chanel-tískuhúsið sýndi einnig skart í yfirstærð þegar það sýndi vorlínu sína fyrir árið 2013 og gaf þá tóninn. Perlur voru í aðalhlutverki hjá Chan- el, risastórar og settar saman í eins og stóra berjaklasa, og síðan hafa önn- ur tískuhús og framleiðendur á skarti fylgt í kjölfarið. n kristjana@dv.is 46 Lífsstíll 27.–29. september 2013 Helgarblað Díva Carla Bruni, fyrrverandi forsetafrú Frakka, situr fyrir með nýj- ustu skartgripina frá Bulgari. Chanel-perlur í yfirstærð Vorlína Chan- el 2013 gaf tóninn í skartinu. Stórar perlur sem minntu á berjaklasa. MynD ArMAnDo GriLLo n Einkunnarorð haustsins í skarti eru: Stórt og litríkt „Ég vil ekki að skartgripirnir líti út fyrir að vera of dýr- mætir Skipulagt kaos „Mér finnst gaman að blanda saman efnum sem venjulega eiga ekki samleið,“ segir Erdem. Fallegt Armband úr vorlínu Chanel. Djarft og stórt fyrir mánudaga Erdem Skartið tónar fallega við haustflíkur Erdem. Dreymdi um að verða nunna n Eva Mendes situr fyrir í fallegum myndaþætti E va Mendes er í fal- legum myndaþætti Edit-veftímarits- ins á Net-a-port- er.com. Þar situr hún fyrir í fallegum kjólum Val- entino, Moschino og Stellu McCartney og stíllinn er ögrandi og kynþokkafullur en um leið er vísað í guð- hræðslu og kaþólska trú. Skemmtileg tilvísun í ljósi þess að Evu dreymdi um að verða nunna þegar hún var lítil stúlka. Veruleikinn er annar, hún er ein kynþokkafyllsta leikkona Hollywood í dag. Eva gefur einnig tískuráð og bendir konum á að ef þær velji að ganga í stuttum pilsum sé ekki smekklegt að vera í þröngum bol við sem sýni brjóstaskoruna. „Ef að þú ert hulin frá toppi til táar getur þú klæðst eins þröngu og þú vilt.“ n Þokki Eva minnir óneitanlega á Sophiu Loren á þessari mynd. Í gömlum anda Kjólarnir minna á tísku fimmta og sjötta áratugar, eru aðsniðnir og rómantískir án þess að sýna of mikið. Blúndur í tísku Blúnda er í tísku í ár eins og suðurevrópsku tískuhúsin kynntu. Perlur standast tímans tönn Perlur eru klassískt skart og hafa frá örófi alda verið í háveg- um hafðar. Til forna báru karlar jafnt sem konur perlur og trúðu því jafnvel að þær hefðu fallið frá tunglinu. Johannes Veermer (1632–1675) hollenskur listmál- ari málaði mynd, sem síðar varð klassísk, af ungri stúlku með perlueyrnalokk. Josephine Baker dansaði með perlur og Coco Chanel gerir svo perlur að skarti fyrir allar almúgastúlkur. „Allar stúlkur ættu að eiga perlufestar og mikið af þeim,“ sagði Coco. Á sjötta áratugnum gekk Jackie O með perlufesti, það gerðu líka kvikmyndastjörnurn- ar Grace Kelly, Audrey Hepburn og Sophia Loren. Á áttunda og níunda áratugn- um var það helst Díana prinsessa sem gekk með perlur. Vinsæld- irnar dvínuðu á dögum pönks- ins. Í dag eru perlur aftur orðnar vinsælar. Poppstjarnan Rihanna minnti óneitanlega á sjálfa Coco Chanel á dögunum þar sem hún hlóð sig perlufestum. Veermer Coco Audrey Rihanna Josephine Baker Karlar með perlur Jackie O Elizabeth Taylor Elizabeth
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.